Morgunblaðið - 27.04.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.04.1991, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1991 Tröllið í Skrúðnum Leiklist Guðrún Þóra Gunnarsdóttir Leikfélag Akureyrar sýnir í sam- vinnu við Akureyrarkirkju Skrúðsbóndann. Höfundur texta og tónlistar: Iijörgvin Guðmundsson. Leikgerð og leikstjórn: Jón St. Kristjánsson. Tónlistarstjórn: Björn Steinar Sólbergsson. Búningar: Freygerður Magnús- dóttir. Lysing: Hallmundur Kristinsson. Þrá eftir gleði, söng og birtu er sterk í mörgum þjóðsögum okkar. Þær birta drauma þjóðarinnar öld eftir öld um að losna úr dimmum moldarkofunum og eilífri vinnu- áþján. Oftar en ekki var heimur huldufólks þessi töfrandi veröld og margar sögur segja frá söng og hljóðfæraslætti sem barst mann- fólki til eyrna frá háum kletti eða hól. Það er hins vegar misjafnt hvaða augiim þessi þrá eftir glæstri veröld er litin og hveijar afleiðingar þess verða ef reynt er að fullnægja draumnum. Oftar en ekki fer illa fyrir þeim er heillast að glaumi bjargbúa og honum verður ekki vært framar í mannheimi. Þessi niðurstaða er einkum ráðandi í sög- um um tröll og aðra óvætti sem villa á sér sýn og glepja auðtrúa sálir. Baráttan er milli góðs og ills, hinir góðu lifa í guðsótta og góðum siðum en hinir vondu eru heiðnir eða hafa gengið af kristinni trú. Það er hins vegar merkilegt að yfír- leitt er það þannig að hið vonda er skemmtilegt, þar er birtan og gleð- in en hið góða er þrungið alvöru og lífleysi. Björgvin Guðmundsson gengur í smiðju þjóðsagna í verki sínu Skrúðsbóndinn sem fyrst var sýnt á Akureyri er þöfundur var fimm- tugur. Verkið byggir á þjóðsögunni um „Tröllið í Skrúðnum“ í Reyðar- firði sem seiddi til sín fagra prest- dóttur. Heiður er dóttir presthjón- anna á Hólmum og í upphafi leik- ritsins er hún í blóma lífsins, sak- laus og óspillt. En hin illu öfl eru ekki langt undan í gervi Grímu ráðskonu og félaga hennar úr Skrúðnum. Skrúðsbóndanum tekst að villa svo ærlega um fyrir Heiði að hún yfirgefur öll ættmenni sín og gleymir sér í trylltum glaumi í salarkynnum Skrúðsbóndans. Mörg ár líða og Heiður hefur glatað æskublómanum, skemmtun- in hefur tekið sinn toll og hún þrá- ir fyrirgefningu sem hún fær að lokum eftir þjáningu og fórnir. Boðskapurinn er skýr: ef menn gleyma Guði og kristnum dyggðum og hemja ekki ástríðurnar sem ólga í bijóstinu þá er voðinn vís. Fyrir- gefningu Guðs og manna er einung- is hægt að öðlast með fórn og sannri iðrun synda sinna. Það fer því vel að sýna Skrúðsbóndann í kirkju og ég er ekki frá .því að efnið gangi mun betur upp þar heldur en í leik- húsi. Tónlistin nýtur sín líka mjög vel, kirkjukór og orgel er svo dæma- laust viðeigandi í kirkju. Sýningin hlýtur hins vegar að þurfa að taka mið af óvenjulegum húsakynnum og ný leikgerð var unnin upp úr verkinu, einfölduð og stytt og var það mjög til bóta. Stundum var eins og leikarar áttuðu sig ekki á í hvers konar rými þeir væru að leika og raddir þeirra týndust á leiðinni fram í kirkjuna; einkum féllu atkvæði niður í síðari hluta orða og erfitt var þá að ná samhenginu. Það vantaði líka nokk- uð upp á að leikurinn einkenndist af lífi og sumir leikarar héldu hálf- máttleysislega utan um hlutverk sitt. Mér fannst Vilborg Halldórs- ,dóttir, sem Heiður eldri, vera sú eina sem virkilega lifði sig inn í hlutverkið af lífi og sál og lék með einhveijum tilþrifum. Helga Hlín Hákonardóttir lék Heiði á yngri árum og þó að hún hefði ekki sömu breidd í leik og Vilborg tókst henni ágætlega að túlka breytinguna sem varð á Heiði eftir að Skrúðsbóndinn sló ryki í augun á henni. Mér fannst leikur þeirra Kristjönu Jónsdóttur (Gríma) og Valgeirs Skagfjörðs (Skrúðsbóndinn) vera tilgerðarieg- ur og fremur líflaus. Mér fannst Gott húsnæði óskast til kaups í miðborginni eða nágrenni til afnota fyrir traust sameignarfélag með áratuga reynslu. Margt kemur til greina. Rétt eign verður staðgreidd í peningum. Tilboð sendist til auglýsingadeildar Mbl. fyrir kl. 17.00 nk. þriðjudag, 30. apríl, merkt: „Án milliliða - 12091 “. 21150-21370 LÁRUS Þ. VALDIMARSSON FRAMKVÆMDASTJORI KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. lóggiltur fasteignasali Til sýnis og sölu m.a. eigna: Glæsilegt raðhús - hagkvæm skipti í Suðurhlíðum, Kóp. raðhús m/5 herb. glæsil. ib. á hæð og aukahúsn. á neðri hæð, innb. bílsk. m/vinnuplássi. Allt eins og nýtt. Skipti mögul. á 4ra herb. góðri íb. m/bílsk. Suðuríbúð með stórum bílskúr 3ja herb. á 2. hæð v/Blikahóla 87 fm. Ágæt sameign. Laus 1. júní nk. Stór og góður bílsk. m/upphitun. Neðri hæð m/bílsk. - hagkvæm skipti í þríbhúsi v/Stigahlíð 5 herb. hæð. Allt sér. Góður bílsk. m/upphitun. Skipti mögul. á góðri 3ja herb. íb. á 1. eða 2. hæð miðsvæðis í borginni. Stór og góð - hagkvæm skipti Nýmál. og nýteppal. 3ja herb. suðuríb. á 2. hæð v/Hraunbæ. Kjherb. m/snyrtingu. Nýl. teppi á stigagangi. Skipti æskii. á stórri 2ja herb. íb. á 1. hæð eða í lyftuh. 2ja herb. góðar íbúðir við: Ránargötu (húsnlán kr. 2,6 millj.), Hringbraut (nýtt bílshýsi), Stelks- hóla (suðuríb. m/góðum bílsk.), Nýbýlaveg (nýl. og góð m/bílsk.). Til- boð óskast. Nánari uppl. veittar á skrifst. Steinhús í Vogunum - hagkvæm skipti Einbhús v/Barðavog um 170 fm auk bílsk. 5 svefnherb. Glæsil. lóð. Skipti mögul. á 3ja herb. góðri íb. m/bílsk. í Árbæjarhverfi óskast Góð 2ja-3ja herb. íb. Traustur kaupandi. Öruggar greiðslur. • • • Opið ídag kl. 10.00-16.00. Almenna fasteignasalan sf. var stofnun 12. júlí 1944. AIMENNA FtSTFIGNASAlAN LAUGAVEG118 SfMAR 21150 - 21370 það líka undarleg leikstjórn að fara með þessar persónur eins og vondu karlana í barnaleikriti. Leikmátinn var allur einsog væri verið að leika fyrir börn, ýktar hreyfingar og ópússað látbragð. Hlutverkin eru að sönnu einföld af höfundarins hendi og lítið um persónusköpun en það er óþarfi að undirstrika það. Þau Þráinn Karlsson, Sunna Borg, Þórey Aðalsteinsdóttir og Eggert A. Kaaber voru öll í smærri hlut- verkum og skiluðu þeim af sér eins og til var ætlast; þó má nefna að Sunnu tókst umfram aðra að fylla kirkjuna átakalaust með rödd sinni þó að hún hvíslaði. Eins og fyrr var nefnt skipar tónlist talsverðan sess í verkinu en ég ætla mér ekki þá dul að gera flutningi kórsins skil en ég var ósátt við að geyma hann upp á svölum fyrir aftan áhorfend- ur. Það var einungis þegar verið var að leika atriði úr Páskames- sunni að kórinn varð sýnilegur. Mér hefði fundist það mun sterkari leik- ur að draga hann inn í atburðarás- ina og gera tónlistina að virkri rödd í leikritinu. Aðskilnaðurinn var enn frekar undirstrikaður með því að Vilborg Halldórsdóttir og Valgeir Skagfjörð sem Heiður og Skrúðs- bóndinn. leikararnir voru allir í búningum við hæfi liðins tíma en kórinn var í venjulegum kórskikkjum og kórfé- lagar farðaðir og greiddir upp á nútímavísu. Það hefði auðvitað ver- ið fáránlegt að hafa kórfélagana klædda í strigapils og pokabuxur en búningarnir hefðu mátt vera hlutlausari. Þegar kórinn var svona aðskilinn náðist ekki upp neitt sam- spil leiks og tóna, tónlistin var frem- ur viðbót, en þáttur í verkinu. Það hefði t.d. verið ólíkt sterkara ef kórinn hefði umkringt þær mæðgur í lokaatriðinu þegar Heiður hefur loks öðlast fyrirgefningu syndanna og sungið er „nú legg ég augun aftur ...“, í staðinn horfði fólk á mæðgurnar þegjandi í faðmlögum en kórinn hljómaði að baki. Þetta er saklaus saga og boð- skapurinn einfaldur en í guðshúsinu verður hann ekkert hlálegur, sýn- ingin er um margt falleg en með ögn meiri undirbúningi hefði mátt gæða hana meiri dramatík og nýta betur andrúm kirkjunnar, einkum með tónlistinni. toamiM ŒiáD Umsjónarmaður Gísli Jónsson Knútur Jónsson á Siglufirði skrifar mér þetta góða bréf: „Kæri Gísli. Þegar ég var í skóla (1940-50) og notaði í íslenskum stíl orða- lagið „mikið meira“ eins og þá var viðhaft í daglegu tali, strik- aði kennarinn yfir það með rauðu og breytti í „miklu meira“. Vildi hann kenna dönskum áhrifum um þessa málvillu (meget mere) svo sem málvönd- unarmönnum var tamt á sama tíma. í 580. þætti um íslenskt mál í Mbl. 9. mars 1991 þar sem íjallað er um nýyrðið hnattvarp (sem mér hugnast ekki) segir m.a. svo: „Það er lítið styttra en heitið á skúrnum fræga sem vegavinnumenn á Vaðlaheiði áttu sér.“ Þarna finnst mér að ætti að standa „litlu styttra". Séu í staðinn fyrir orðið lítið sett orð- in fáein atkvæði (svo að merk- ing klausunnar standi óbreytt) býður málkennd mín mér að orðalagið verði að vera: Það er fáeinum atkvæðum (þgf.) styttra o.'s.frv. En kannski er málkennd mín orðin bæði úrelt og gamaldags — eða hvað? Hafðu bestu þakkir fyrir alla þættina þína um íslenskt mál í Morgunblaðinu. Með vinarkveðju.“ Ég þakka Knúti kærlega þetta skilmerkilega og rökfasta bréf. Skemmst er af því að segja að málkennd hans er hárrétt að mínum dómi. Litlu betra er miklu betra en „lítið“ betra. Þetta er kallað mismunarþágu- fall á tungu okkar, en ablativus differentiae með latínumönn- um. Sígilt dæmi af þessu tagi er sýnu betra (= sjónarmun betra) en eitthvað annað. Hins vegar styð ég hnattvarp Sverris Páls. „í gömlum textum, og þarf raunar ekki mjög gamla texta til, er tekið þannig til orða, að menn komu til þings, menn voru komnir á þennan eða hinn stað- inn. í þeim stendur hvergi að menn voru mættir. T.d. segir í Færeyinga sögu að Þrándur í Götu kom á Hjalteyri: „Þá var þar fjölmenni sem mest og svo er saga, að þar kemur mest fjöl- menni hingað á Norðurlönd með- an stendur markaðurinn.“ Nú á dögum hefðu einhveijir sagt að „þar var fjöldi manna mættur". Af hveiju getum við ekki lofað Dönum einum að nota sögnina að mæta í þessari merkingu? Við erum búnir að fá frá þeim handritin, og eigum við þá ekki að lofa þeim að eiga sína dönsku? Forfeður okkar voru ófeimnir við að nota smáorðin nú og núna; það er fyrst á síðustu áratugum að íslendingar hafa komist að því að þetta mundu vera ófín orð sem fínar þjóðir eins og Danir og Englendingar, að ég ekki tali um Amerikana, nota ekki, heldur segja idag og to day. Nú opnar varla nokkur maður svo munninn í hljóðvarpi eða sjónvarpi að hann tali ekki um ástandið eins og það er í dag, í dag er ástandið þannig, ekki núna stendur þannig á.“ (Ólafur Halldórsson: Grettis- færsla, bls. 439-440.) Tíningur 1) Fyrir mörgum árum henti það góðan mann, sem í skóla var, að ruglast á þýsku orðunum Klippfisch og Klippenfisch. Hann var að þýða frægt kvæði eftir Schiller og sagði að við hefðu ginið hinar voðalegu tenn- ur saltfisksins, en það var svo- nefndur klappfiskur sem glennti upp skoltana. Fyrir þessa salt- fiskþýðingu fékk maðurinn dár og spé. En nú eru þeir farnir að veiða saltfisk í fréttunum. Svo mikil er ásókn manna í orðið vertíð um öll möguleg tímabil (e. seas- on), að sagt var í fréttum Stöðv- ar tvö, að „saltfiskvertíð“ væri nú framundan. 2) Lengi hafa menn verið í böglingi með að skýra manns- nafnið Eiður. Sumir hafa reynt að setja þetta í samband við eiður í merkingunni svardagi, en um uppruna þess orðs og frummerkingu er reyndar ekki allt Ijóst. Aðrir hafa reynt að tengja mannsnafnið Eiður við írsku Aedh, sbr. kvenheitið Eðna (fomírsku Ethne, Eithne) sbr. karlheitið Aidan, af rót sem merkir smálogi, eldur. En mér 586. þáttur hefur komið í hug hvort það væri nokkur fjarstæða að setja Eiður í samband við orðið eiða = móðir, gotn. aiþei í sömu merkingu, og fornírsku aite = faðir. Sjá einnig edda = lang- arama. Eg held að þessi „skýr- ing“, að Eiður feli í sér ein- hvers konar ættar- eða fjöl- skyldutengsl, sé ekkert verri en hinar. 3) Það gleður mig mikið, hversu orðið listhús er nú að festast í málinu. Það átti lengi erfitt uppdráttar vegna eilífs „gallerí“tals. 4) Kristín Þorsteinsdóttir í sjónvarpinu fær stig fyrir að forðast staglstfl. Hún sagði frá sókn Svía um aðild að Efna- hagsbandaiagi Evrópu (Hinu evrópska efnahagssamfélagi). Svíar sóttu um aðild, athöfn þeirra var sókn um aðild. Það er betra en tvítekningin „um- sókn um“. 5) Spurning dagsins til ykkar allra: Hvernig væri að segja heiðarleikur í staðinn fyrir ensku 'orðin „fair play“? Til dæmis: þetta var fullkominn heiðarleikur á báða bóga. Hvernig væri það? Ekki þarf „heiðarleikur“ að vera *leikur upp á heiði! Limrusmiðir hafa verið nokk- uð duglegir undanfarið: Salómon sunnan kvað: Vort líf, það er ljósglampi hvikur og lappsnúið rétt eins og nykur, en ef að við reynum og getum, við greinum í grautnum þó heilmikinn sykur. Unglingur utan kvað: Þá gargaði gráðugur fálkinn ' og gogg rak í sjálfdauðan jálkinn. „Ja, ekki er það gott, svona ámóta flott og saltfiskur daufur í dálkinn." Inghildur austan kvað: Ung þekkti ég hermanninn hraustan, svo hugprúðan, dyggan og traustan, en jafnvel askviðir fúna, - - þetta er aumingi núna. Með kveðju, þín Inghildur austan. P.s. Ég hef heyrt að dr. Broddi Jóhannesson hafi látið sér detta í hug að nota orðið meinlaus í staðinn fyrir „umhverfisvænn". Er þetta ekki snjallt?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.