Morgunblaðið - 27.04.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.04.1991, Blaðsíða 29
MOHGUNBUAÐIÐ LAUGARDAGöR 27. APRÍL 1991 29 Harmoníkufélag Reykjavíkur. Hátíð harmoníkunnar í Tónabæ HÁTÍÐ harmoníkunnar verður haidin í Tónabæ v/Skaftahlíð sunnudaginn 28. apríl kl. 15-18. Stórsveit Harmoníkufélags Reykjavíkur leikur nokkur lög und- ir stjórn Karls Jónatanssonar. Einleikarar úr HR, þau Einar Björnsson, Jóna Einarsdóttir og Sveinn Rúnar Björnsson koma fram. Heiðursgestir hátíðarinnar verða: Eyþór Guðmundsson, Grétar Geirs- son, Grettir Björnsson, Hörður Kristinsson og Reynir Jónasson. Þeir Grétar og Eyþór leika dúett, en aðrir h'eiðursgestir einleik. í kaffihléi koma fram börn og unglingar með hljóðfæntieik og söng. Allir enj velkomnir meðan hús- rúm leyfir. Kaffiveitingar á staðn- um. (Frcttatilkynning) Tónleikar Snæfell- ingakórsins SNÆFELLINGAKÓRINN í Reykjavík heldur tónleika þriðju- daginn 30. apríl kl. 20.30 í Breið- holtskirkju (Mjódd). Flutt verða lög eftir innlenda og erlenda höfunda, en sérstök áhersla verður lögð á tónlist eftir Mozart í tilefni 200 ára ártíðar hans. Einsöngvari verður Theodóra Þorsteinsdóttir, píanóleikari Lára Rafnsdóttir og stjómandi er Friðrik S. Kristinsson. Snæfellingakórinn. Kaffihúsatónleikar FÍH í Rauðagerði FÉLAG íslenskra hljómlistarmanna gengst fyrir kaffihúsatónleikum í salarkynnum félagsins í Rauðagerði 27 í Reykjavík (áður Bifreið- aumboð Ingvars Helgasonar hf.) sunnudaginn 28. apríl kl. 15.30. Tónleikarnir eru haldnir í fjáröflunarskyni svo gera megi salinn enn betur úr garði til tónlistarflutnings. 13 manna hljómsveit leikur undir leiðsögn Þorvaldar Steingrímssonar fiðluleikara sem sjálfur stjómaði fjölmörgum kaffihúsahljómsveitum á millistríðsárunum og er öllum hnútum kunnugur. Meðal hljóðfær- aleikara era auk Þoi-valdar: Jóhann G. Jóhannsson, píanó, Björn R. Ein- arsson, básúna, Guðrún Birgisdótt- ir, flauta, Sigurður Halldórsson, selló, Ágústa Jónsdóttir, fiðla, Ei- rikur Öm Pálsson, trompet, Sigurð- ur I. Snorrason, klarinett, Páll Hannesson, kontrabassi, Friðrik Már Baldursson, fiðla, og Bryndís Pálsdóttir, fiðla. Kaffihúsahljómsveitin á æfingu fyrir tónleikana á sunnudaginn und- ir stjórn Þorvaldar Steingrímssonar. C ■ BIRGIR Andrésson opnaði myndlistarsýningu í Galleríi Sæv- ars Karls, Bankastræti 9, föstu- daginn 26. apríl. Birgir er fæddur í Vestmannaeyjum 1955 og stund- aði nám við Myndlista- og handíða- skóla íslands 1973-77 og Jan van Eyck listaháskólann í Maastricht í Hollandi 1978-79. Birgir hefur ver- ið starfandi myndlistarmaður frá 1979. Sýningin stendur til 17. maí og er opin á verslunartíma frá kl. 9-18 og 10-14 á laugardögum. ■ Á PÚLSINUM í kvöld, laugar- daginn 27. apríl, verða síðustu tón- leikar Bobs Mannings og KK- bands. Tónleikarnir verða teknir upp til varðveislu og jafnvel útgáfu. T Landsbyggðarrokk LOKA tilraunakvöld Músíktil- rauna Tónabæjar og Stjörnunn- ar var sl. fimmtudagskvöld. Þar með lauk undanúrslitum fimmt- án unghljómsveita, en úrslitin voru svo í gærkvöldi. Tónlistin á fimmtudaginn var öllu fjöl- breyttari en fyrri kvöld, sem réðst kannski af þvi að ein- göngu voru sveitir utan af landi að þessu sinni, en þrátt fyrir það var þungarókkið sigursælt Ifkt og áður, tvær þungarokk- sveitir tóku þátt og komust báð- ar áfram. Fyrsta tilraunasveitin á fimmtudag, Þörungarnir, var af gamla skólanum: gleðipoppsveit með tvíræðum textum. Tónlist sveitarinnar féll í grýtta jörð hjá áheyrendum, en sveitin var þokk- aleg sem slík, söngvari ágætur og rytmasveitin. Ekki komu nema tvær söng- konur fram á tilraununum að þessu sinni og önnur þeirra var í Suðurnesjasveitinni Jónatan. Greinilegt var þegar I fyrsta lagi að þar fór geysief nileg söngkona, þó lagið væri misheppnaður óskapnaður. Önnur lög sveitar- innar voru skárri, en skorti þó herslumuninn, sérstaklega í loka- laginu, þrátt fyrir metnað í útsetningum. Rétt er að leiðrétta nafn söngkonu Jónat- ans sem var rangt í blaðinu sl. fimmtudag, en hún heitir Inga Rósa Þórarinsdóttir. Þriðja tilraunasveitin, Maskín- an, var önnur tveggja norðan- sveita þetta kvöld. Líkt og hjá Jónatan var fyrsta lag sveitarinn- ar misheppnað, en svo náði hún sér á strik. Mesta eftirtekt vakti ágætur trymbill sveitarinnar, sem sýndi sig að vera fyrirtaks söngvari. Það dugði þó ekki til, því það var ekki nema annað lag- ið sem gekk upp, hin voru stefnu- laus. Exit var einnig frá Akureyri, Jónatan Maskínan Mömmustrákar Þörungarnir Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir líkt og Maskínan. Sveitin leikur pönkað þungarokk, sem var skemmtilegt áheyrnar og radd- lítill en karaktermikill söngvari gerði sitt til að lyfta sveitinni. Helsti gallinn var hvað lítið heyrð- ist í gítarleikaranum. Hér var gert stutt hlé og skipt um tónlistarstefnu, því unglinga- sveitin Mömmustrákar úr Vest- mannaeyjum sté á svið eftir hlé. Meðalaldur sveilarmanna var lík- lega lægstur þeirra sveita sem sést hafa í tilraunum að þessu sinni, en þeir réðu þó vel við það sem þeir voru að gera. Fullmikill byrjendabragur var þó á útsetn- ingum, en lögin sjálf voru þokka- leg. Líkt og hjá Maskínunni vakti athygli söngvinn bráðskemmti- legur trymbill. Fönkhouse er sveit úr Borgar- nesi, sem tók við af Vestmanney- ingunum. Eins og nafnið ber með sér leggur sveitin áherslu á fönk- tónlist og hafði ýmsa tilburði í þá átt. Þar var þó ekki nema í stuttum köflum sem það gekk upp, því í fönki verðu bassinn að vera mun léttari og reyndar nán- ast aðalhljóðfæri. Það var ekki upp á teningnum hjá Funkhouse, því þrátt fyrir góða spretti hjá gítarleikara sveitarinnar og skemmtileg innskot frá hljóm- borðsleikaranum, var rytma- grunnurinn langtífrá sannfær- andi; stirðar trommur og hökt- andi bassi. Lokasveit kvöldsins var Trass- arnir, sem þátt tóku í þriðja sinn og líklega betri en nokkru sinni. Þeir sigruðu líka með nokkrum yfirburðum, en Exit varð í öðru sæti. Árni Matthíasson Funkhouse

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.