Morgunblaðið - 27.04.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.04.1991, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1991 17 ■ I-RÁÐITC Á ÍSLANDI heldur síðustu ráðsfundi starfsársins laug- ardaginn 27. apríl, í Norðurljósa- sal Þórskaffis við Brautarholt, og hefst fyrri fundurinn kl. 9 með skráningu. Stef fundarins er: Elskr aðu vorið og vonina geym, þá verð- ur þér sporlétt hver ganga. Forseti I-ráðs er Ingimunda Loftsdóttir ITC Korpu. Á dagskrá er: Ræðu- keppni ráðs, félagsmál og kosning nýrrar stjórnar. Gestafyrirlesari er Dagný Kristjánsdóttir bókmennt- afræðingur. Skynja konur tímann á annan hátt en karlmenn. Hæfnis- mat á fundinn gefur Sólveig Ágústsdóttir, ITC . írisi. Síðari fundurinn er kvöldfundur á sama stað settur kl. 20.00. Stef fundarins er Gott er að vera í góðum hóp og gerast honum líkur. Þá verður kvöldverður, úrslit kynnt í ræðu- keppni, verðlaunaafhending og inn- setning nýrrar stjórnar. Síðan verð- ur slegið á létta strengi. Gestgjafa- deild er ITC-Yr, umsjónarmaður fundanna er Viktoria Isaksen. (Frcttatilkynning) „Bjargar- kaffi“ Óháða safnaðarins Á sunnudaginn kemur, 28._apríl, verður guðsþjónusta í kirkju Oháða safnaðarins og hefst hún kl. 14.00. Sr. Vigfús Þór Árnason sóknar- prestur í Grafarvogi messar í fjar- veru safnaðarprests. Eftir guðsþjónustuna verður hið árlega „Bjargarkaffi" í Kirkjubæ og er það nú sem fyrr Kvenfélagið, sem sér um kaffisöluna til styrktar safnaðarheimilinu. Safnaðarfólk og velunnarar safn- aðarins eru hvattir til að koma til guðsþjónustu og njóta síðan veg- legra veitinga Kvenfélagskvenna. Safnaðarprestur ■ KIRKJUKÓRAR Stöðvar- fjarðar- og Heydalakirkju og söngkraftar úr kirkjukór Fá- skrúðsfjarðar heimsækja höfuð- borgarsvæðið um helgina ásamt sóknarpresti, sr. Gunnlaugi Stef- ánssyni, rtýkjörnum alþingismanni. Á sunnudaginn verður messað kl. 11.00 í Garðakirkju og verður messunni útvarpað. Eftir hádegi verður messað í Hallgrímskirkju kl. 14.00 og mun sr. Karl Sigur- björnsson þjóna fyrir altari ásamt sr. Gunnlaugi. Austfirðingar í Reykjavík eru sérstaklega hvattir til að fjölmenna. Kirkjukórar Heyd- alaprestakalls hafa mótað þá hefð að fara a.m.k. einu sinnu á ári í messuheimsókn. Árið 1989 fóru kórarnir saman til Ungveijalands og í fyrra til Akureyrar. Peter Máte og Lenka Máte hafa umsjón með söngstjórn og organleik við kirkjurnar í Heydalaprestakalli og á Fáskrúðsfirði. (Frcttatilkynning) ■ SÆNSKA kvikmyndin um Emil í Kattholti verður sýnd í fundarsal Norræna hússins ^sunnudaginn 28. apríl kl. 15.00. Myndin er gerð eftir sögu Astrid Lindgren og var sýnd fyrir nokkrum árum við miklar vinsældir í Reykja- vík. Föður Emils leikur Allan Edw- all á eftirminnilegan hátt og hver man ekki eftir hrópum hans á prakkarann Emil, þegar stráksi hefur framið enn eitt skammar- strikið. Kvikmyndin er sýnd í tengslum við Listahátíð æskunnar og er aðgangur ókeypis. Myndin er með sænsku tali og ótextuð. í anddyri stendur yfir sýning á mynd- skreyttum íslenskum barnabókum. Takmarkanir á umferö í kms i nNI vegna gatnaframkvæmda / sumar veröa Vonarstrœti, Templarasund og noröurhluti Tjarnargötu endurgeröar þannig, aö göturnar veröa steinlagöar og settar snjóbrceöslulagnir í þœr. jafnframt veröur noröurbakki Tjarnarinnar endurbyggöur. Nauösynlegt er aö loka götunum meöan á framkvœmd stendur. Verkiö veröur unniö i áföngum. A meöfylgjandi mynd má sjá áfangaskipti. Eftirfarandi er áœtlun um verktima einstakra áfanga. o © © o Wrktímii Vonarstrœti austan nr. 10..................30. apríl - 15. ágúst. Templarasund................................5. júlí - 15. ágúst.. Vonarstrœti frá nr. 8 aö Tjarnargötu og Tjarnargata frá Vonarstrœti oð nr. 4......1. júlí - 1. sept. Tjarnargata frá nr. 4 aö Kirkjustrœti....... 1. júní - 15. júlí. Tjarnargata frá Vonarstraeti aö nr. 12......15.júlí- 15.sept. Á tímabilinu 30. apríl - 1. sept. veröur ekki unnt aö aka um Vonarstrœti frá Lœkjargötu aö Suöurgötu. Þess í staö er ökumönnum bent á aö aka Skólabrú, Pósthússtrceti og Kirkjustrceti. . Framkvcemdum viö Tiarnargötu milli Vonarstrcetis og Kirkjustrœtis veröur hagaö þannig, aö aökoma veröur möguleg aö bílastceöi Alþingis. 30. apríl hefst l.áfangi verksins. Þá veröur Vonarstrceti austan nr. 10 lokaö. Einstefna á vesturhluta Vonarstrcetis veröur þá afnumin. Viö upphaf hvers áfanga veröur auglýst nánar um lokanir gatna og breytingar á umferö. Verð kr. 1.235 þús. stgr. Spíttkerra í sérflokki. Greiðslukjör við allra hæfi. (H) VATNAGÖRÐUM 24, RVÍK., SÍMI 689900 NÝR DAGUR AUGLÝSINGASTOFA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.