Morgunblaðið - 27.04.1991, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.04.1991, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRIL 1991 Minning: Knstjón G. Guðmunds- son frá Hellissandi Fæddur 9. mars 1908 Dáinn 17. apríl 1991 Kristjón Guðni Guðmundsson frá Hellissandi lést á Hrafnistu í Reykjavík 17. apríl sl. 83 ára að aldri. Hann verður jarðsunginn í dag frá Ingjaldshólskirkju. Kristjón fæddist í Berghól á Arn- arstapa 9. mars 1908. Ólst hann þar upp og einnig í Bárðarbúð á Hellnum þar til að hann flytur með foreldrum sínum og systkinum að Görðum í Beruvík. Foreldrar hans voru þau hjónin Ólöf Kristjánsdóttir og Guðmundur Brynjólfsson. Þegar á unga aldri gekk Kristjón að þeirri vinnu sem í boði var, hvort heldur var á landi eða á sjó. Það var ekki um önnur störf að ræða. Kristjón var mikill vinnuforkur. Ósérhlífinn og duglegur að hverju sem hann gekk. Strax í upphafi kom sá ásetningur hans skýrt í ljós, að skila af sér hveiju verki svo vel sem hann var frekast maður til. Þessi ásetningur hans fylgdi honum svo ævina á enda. Á þessum árum þurftu menn oft að leita burt úr sinni heimabyggð til þess að fá vinnu. Fór hann þá bæði til Vestmannaeyja og Kefla- víkur og stundaði hann þar sjó- mennsku og fiskvinnslu. Einnig stundaði hann sjómennsku frá Hell- issandi. Kristjón kvæntist eftirlifandi eig- inkonu sinni, Siguijónu Danelíus- dóttur 28. nóvember 1934. Sigur- jóna er dóttir hjónanna Sveindísar Hansdóttur og Danelíusar Sigurðs- sonar, formanns og útgerðarmanns á Hellissandi. Kristjón var á bát með Danelíusi og kynntist hann þá dóttur hans, Siguijónu og opinber- uðu þau trúlofun sína á sjómanna- daginn 1931. Var hún þá sautján ára að aldri. Fluttist hún þá með honum að Görðum í Beruvík og bjuggu þar með foreldrum hans í fimm ár. Kristjón keypti þá land í Beruvík og reisti þar myndarhús. Húsið var nefnt Nýjabúð og stóð það alveg niður við sjó og var ekki lengra niður að sjávarkambinum en um það bil fimmtíu metrar og heyrðust sjávargnýrinn vel inn í hús þegar mikið brimaði. í Nýjubúð stunduðu þau fjárbúskap og einnig stundaði hann mikið sjóinn því stutt var á fengsæl fiskimið og einnig var þar mikill reki sem var mikil búbót í þá daga. Þau Kristjón og Siguijóna eign- uðust eina dóttur er Fjóla hét en hún lést á þriðja ári. Skömmu seinna tóku þau litla stúlku í fóstur en hún lést aðeins níu vikna göm- ul. Árið 1942 tóku þau stúlkubarn og nokkru síðar dreng að sér og gengu þeim í foreldrastað. Þau eru: Birna, gift Guðmundi Gíslasyni og eiga þau fjórar dætur sem öll eru búsett í Reykjavík; Grétar, kvæntur Guðjónu Valdimarsdóttur og eiga þau fimm börn, sem búsett eru í Keflavík. í Nýjubúð bjuggu þau hjónin til ársins 1945 er þau fluttu að Ingj- aldshóli i Neshreppi, að frátöldum tveimur árum sem þau bjuggu á Öndverðarnesi þar sem Kristjón var vitavörður. Árið 1947 fluttust þau hjónin frá Ingjaldshóli á Hellissand og gerðist hann þar vörubifreiðar- stjóri og tók hann einnig þátt í út- gerð með Friðþjófi Guðmundssym á Rifi. Einnig átti hann bátinn Breiðfirðing ásamt fleirum. Árið 1965 flytja þau til Reykjavíkur vegna veikinda Siguijónu. Kristjón vann um tíma við Búrfellsvirkjun við járnbindingar og einnig í Reykjavík. Síðan gerðist hann vakt- maður á Borgarsþítalanum og vann þar í fimmtán ár en þá varð hann að hætta störfum vegna aldurs. Það var alveg sama hvar Kristjón vann eða með hveijum alls staðar var hann vinur og félagi og virtur mjög bæði af ungum sem öldnum. Hann sagði alltaf meiningu sína, var fastur fyrir en særði samt eng- ann. Ég hef þekkt Kristjón frá því að ég var ungur drengur og þótti mér alltaf mikið til hans koma. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að verða tengdasonur hans og kynntist ég þá því fyrst hvað hann var mikil persóna, sannur vinur og félagi. Við áttum saman svo ótalmargar ánægjustundir þegar hann og Sig- uijóna komu með okkur hjónunum austur í sveit, þar sem við vorum að byggja okkur sumarbústað. Allt- af var Kristjón boðinn og búinn til að koma og rétta mér hjálparhönd. Og ekki má gleyma frístundun- um. Á kvöldin sátum við og spiluð- um við kertaljós. Þá var oft glatt á hjalla og margt spaugilegt látið fjúka. En upp á síðkastið fór ferðum þeirra fækkandi en í hvert sinn þegar við komum úr sveitinni spurði hann alltaf hvernig var veðrið, hvernig er gróðurinn, eru trén farin að taka við sér eða hann sagði var stormur í stormadal núna. Það var oft stutt í grínið. 37 Ég mun ávallt sakna hans, en minningin um mætan mann mun ávallt lifa. Ég bið algóðan guð að styrkja Siguijónu konu hans og aðra að- standendur. Guðmundur S. Gíslason Okkur langar í fáum orðum að minnast elsku afa okkar, Kristjóns, sem lést svo skyndilega 17. þessa mánaðar. Það er erfitt að veijast söknuðinum og sorginni þrátt fyrir þá vissu að nú hafi hann öðlast hvíld og eilífa sælu. Afi var elsku- legur og góður maður og þegar við komum í heimsókn vildi hann ætíð fá að heyra fréttir úr Keflavíkinni og hvernig allt gengi. Hann var alltaf hress og kátur og minnumst við þess sérstaklega á áttræðis af- mæli hans fyrir þremur árum. Þá dansaði hann um allt og var hrókur alls fagnaðar. Sárt er að hugsa til þess að fá aldrei að sjá afa aftur en minningin um hann mun þó alltaf búa í hjört- um okkar. Og það er gott að vita til þess að hann er í góðum höndum hjá guði. Elsku amma, Guð gefi þér styrk í sorginni því missir þinn er mestur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Gréta Grétarsdóttir og Kristjón Grétarsson, Keflavík. Minning: Anna S. Magnúsdótt- ir Vestmannaeyjum Fædd 24. febrúar 1913 Dáin 20. apríl 1991 í dag fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum útför ömmu minnar, Önnu Magnúsdóttur, sem varð bráðkvödd laugardaginn 20. apríl. Þótt amma hafi átt við hejlsu- leysi að stríða í mörg ár þá brá mér mjög er mamma tilkynnti mér lát hennar. Maður er aldrei viðbúinn dauðanum þegar hann kemur. Hún amma hét fullu nafni Anna Sigrid Magnúsdóttir. Hún fæddist 24. febrúar 1913 hér í Vestmannaeyj- um. Foreldrar hennar voru Margrét Bjarnadóttir og Magnús Þórðarson. Hér í Eyjum ólst amma upp hjá móður sinni og bræðrum við leik og störf. Snemma tók alvara lífsins við eins og algengt var á þeim árum. Skólaganga var stutt. Svo tók skóli lífsins við sem oft er ekki verri en annar skóli. Ung fór amma í vist til Reykjavíkur. Það þótti á við góð- an húsmæðraskóla að þéna á góðu heimili. í Reykjavík giftist amma Marteini Péturssyni og eignuðust þau tvo syni, Pétur Lúðvík og Karl Gunnar. Þau slitu samvistir. Síðan giftist amma afa mínum Sigurði Gissurarsyni og saman eignuðust þau tvö börn, Þórarin og Margréti. Heimili afa og ömmu var alltaf í Vestmannaeyjum lengst af á Birkihlíð 26, nú síðustu ár á Kirkjuvegi 59. Ég var svo heppinn að eiga heima í kjallaranum hjá afa og ömmu fýrstu árin og gegnum tíðina hef ég verið mikið hjá þeim. Það var alltaf tilhlökkun að fá að gista hjá ömmu og afa á Birkjó og gæða sér á kaffi og kringlu sem þótti alveg sjálfsagt, þó maður væri ekki hár í loftinu. Hún amma var einstök kona, sem vann verk sín í hljóði og þótt heilsan væri lé- ieg kvartaði hún aldrei, hafði það alltaf ágætt og sagði að þetta væri allt að koma. Eftir að amma var orðin heilsulít- il stóð afi eins og klettur við hlið hennar, hafði hana heima og hugs- aði aðdáunarlega vel um hana og eru afa færðar innilegar þakkir fyr- ir allt. Það verður tómlegt að koma á Kirkjuveginn og hitta ekki ömmu oftar en svona er lífið. Ég og Dísa systir mín kveðjum ástkæra ömmu okkar, sem var okk- ur svo góð og biðjum henni guðs blessunar á nýjum vegum. Einnig kveðja mamma og pabbi ömmu og þakka henni allt sem hún gerði fyr- ir þau. Elsku afi, missir þinn er mikill en eins og amma sagði svo oft bá er íIpiiAinn oVlíi vprst.ur. Far þú í friði, friður guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Sigurður Kristján Hún mamma, Anna Sigrid Magn- úsdóttir, svo undarlegur hljómur og hispurslaus og á einu augabragði er sem tilveran öll stöðvist og öll undur okkar ævintýralegu jarðar kristallast í minningunni um þá móður sem bjó yfir þeirri mildi og þeim mætti að hvorki válynd veður né vond tíðindi gátu skyggt þar á, Mamma, þetta lykilorð í lífi allra jarðar barna, þetta alþjóðlega orð sem á þó við um aðeins eina per- sónu í hvert eitt sinn í mannheim- um. Mamma, veröldin sem bams- sálin byggir á drauma sína og þrár á hversdagsveginum. Móðurástin sem er óháð tíma og rúmi svo lengi sem lifir, móðurástin sem eldist ekki frekar en eilífðin og hefur sama tón við hjartarætur hvort sem barnið er í bernsku eða með ára- tugi að baki. Hún mamma var ein af þessum venjulegu Eyjakonum, hjartahlý að upplagi, en gat verið stóryrt og talað tæpitungulaust ef því var að skipta. Það brimaði stundum skart hjá henni, en slétti jafnharðan, reynslan hafði kennt henni að það var tímasóun að standa í óveðri að ástæðulausu ef tilefnið var ekkert meira en hversdagslegur hégómi. Anna Sigrid Magnúsdóttir var nafnið hennar mömmu, fædd 24. febrúar árið 1913. Hún ólst upp í barnahóp hjá einstæðri móður þar sem ekkert var til nema ástúð og vilji til þess að koma börnunum til manns. Móðir hennar vann við skúr- ingar og alla vinnu sem til féll til þess verkefnis sem hún ætlaði sér að skila og uppeldið var markvisst og kröfuhart, enda bjó mamma að því alla tíð með reglusemi sinni og aðhaldi til handa okkur systkinun- um. Alla tíð var hún á vaktinni ef maður gerði eitthvað af sér sem henni fannst ámælisvert og víst var það ósjaldan hvort sem maður hugs- ar til fyrstu stunda sem maður man eftir sér að síðustu daga ævi henn- ar. Hún hreinlega tuktaði mann til og krafðist þess að maður færi vel með h'fið og mæti hve yndislegt það væri. Á yngri árunum var hún enda- laust tilbúin til þess að taka þátt í vnnHamálnm hamanna sinna. taka þátt í að leysa þau, þessi stórmál sem upp komu í veröld barnsins sem á svo takmarkaða skólun að baki í lífsins leik. Við vorum fjögur systk- inin sem nutum þeirrar veraldar sem hún skóp og varði. Hún lifði og hrærðist í lífinu í Eyjum og var eins og aðrar sjómannskonur, bæði húsráðandi og húsbóndi þar sem pabbi var á sjónum. Hún fékk ver- tíðarhýruna á vorin hjá pabba okk- ar, Sigurði Gissurarsyni og varð að spila úr henni. Það var hennar hlut- skipti fremur en pabba að kenna okkur að ríma við seltuna sem býr í blóði Eyjanna, seltuna sem skýrði svo margt mikilúðlegt og litskrúð- ugt í fari pabba og annarra sem okkur þykir vænt um. Mamma og pabbi voru mjög sam- rýnd, hún stjanaði við hann framan af, en í veikindum hennar á síðustu árum snerist blaðið við og Siggi Giss. sýndi á sér nýja hlið, næm- leika, blíðu og hlýju sem hann hafði svo sem ekkert verið að flagga sér- staklega hvorki í tíma né ótíma þótt við fyndum ávallt fyrir trausti hans og festu og bakhjarli í handa Heimakletts. Vinarþel hans gaf möinmu mikið í veikindum hennar. Og nú er hún mamma dáin Drottni sínum til móður miklu. í hjarta okkar er hvort tveggja í senn sár söknuður og sæt minning, því svo lengi lifir sem leiftrar í hug og hjarta og lifándi minning um svo mæta móður er veganesti sem aldr- ei svíkur. Megi góður Guð vernda hana og blessa eins og hún bar börnin sín fyrir bijósti. Fyrir hönd okkar systkinanna, Þórarinn Nýja DAS-húsið er til sýnis nú um áramótin itilefni af nýju happdrættisári sýnum við 15 milljón króna DAS-hús við Aflagranda 25 í Vesturbænum í Reykjavík í dag milli kl. 13 og 19. Allir velkomnir. -þar sem vinningamir fást

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.