Morgunblaðið - 27.04.1991, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRIL 1991
ATVIHNUAl A; ;/ YSINGA
Starfskraftur
Viljum ráða starfskraft á kassa í varahluta-
verslun frá kl. 9.00-18.00. Tvö hálfsdags-
störf koma til greina. Framtíðarstarf.
Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir
þriðjudagskvöld, merktar: „K - 3913“.
Sjóflutningar
Óskum eftir ungum manni til starfa í flutn-
ingadeild félagsins.
Viðkomandi þarf að hafa gott vald á ensku
og Norðurlandamáli og vera áreiðanlegur og
vinnusamur.
Skriflegar umsóknir óskast sendar auglýsinga-
deild Mbl. fyrir 1. maí merktar: „Skip -13134“.
Sjúkrahús Skagfirðinga, Sauðárkróki
Hjúkrunarfræðingar
3ja árs hjúkrunar-
fræðinemar
sjúkraliðar
Okkur bráðvantar hjúkrunarfræðinga til sum-
arafleysinga tímabilið 1. júní- 31. ágúst. Einn-
ig vantar sjúkraliða á sama tíma.
Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri á
staðnum eða í síma 95-35270.
FRÁ FJÖLBRAUTASKÓLANUM í BREIÐHOLTI
Lausareru
til umsóknar
kennarastaða í íslensku og stundakennsla í
íþróttum, líffræði, næringarfræði og sérfæði
á matvælasviði.
Umsóknum ber að skila fyrir 24. maí nk.
Nánari upplýsingar á skrifstofu skólans í
síma 75600.
Skólameistari.
FUNDIR - MANNFAGNAÐUR
Verzlunarmannafélag
Reykjavíkur
Framboðsfrestur
Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjarat-
kvæðagreiðslu í Verzlunarmannafélagi
Reykjavíkur um kjörfulltrúa á 18. þing Lands-
sambands íslenskra verslunarmanna. Kjörnir
verða 74 fulltrúar og jafnmargir til vara.
Listar þurfa að hafa borist kjörstjórn á skrif-
stofu Verzlunarmannafélags Reykjavíkur,
Húsi verslunarinnar, fyrir kl. 12.00, þriðju-
daginn 30. apríl nk.
Kjörstjórnin.
efélag
bókagerðar-
manna
Aðalfundur
Félags bókagerðarmanna verður haldinn
mánudaginn 29. apríl kl. 17.00 í hótel Holiday
Inn (Hvammi).
Dagskrá:
Samkvæmt gr. 9.3. í lögum félagsins.
Félagar mætum vel og stundvíslega.
Stjórn félags bókagerðarmanna.
Líknarfélagið konan
heldur aðalfund í Norræna húsinu laugardag-
inn 4. maí kl. 15.00.
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.
Allir hjartanlega velkomnir.
Stjórnin.
TILBOÐ - ÚTBOÐ
Útboð
UMF Staðarsveitar óskar eftir tilboðum í að
þekja íþróttavöll. Um er að ræða skurð á
9600 m2, flutning á þökum 6 km og lagningu.
Verktími frá 25. maí til 1. ágúst.
Tilboðum skal skila skriflega til UMF Staðar-
sveitar, Ölkeldu, Staðarsveit, 311 Borgarnes,
fyrir 15. maí nk.
Nánari upplýsingar veittar í síma 93-56699
eða 93-56696.
Félagið áskilur sér rétt til að taka hvaða til-
boði sem er eða hafna öllum.
Innkaupastofnun ríkisins fyrir hönd Heil-
brigðis- og tryggingamálaráðuneýtis, óskar
hér með eftir tilboðum í smíði tengigangs
milli eldhúsbyggingar og aðalbyggingar
Landspítalans í Reykjavík.
Helstu kennitölur:
- Heildargólfflötur 2770 m2
- Heildarrúmmál húsa 11000m3
- Uppgröftur 7300 m3
- Steypa 1600m3
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Inn-
kaupastofnunar ríkisins eftir næstkomandi
þriðjudag gegn 20.000,- kr. skilatryggingu.
Tilboð skulu hafa borist Innkaupastofnun ríkis-
ins, Borgartúni 7, eigi síðar en miðvikudaginn
22. maí 1991 kl. 11.00 f.h. og verða þau þá
opnuð í viðurvist viðstaddra bjóðenda.
INNKAUPASTOFNUN RIKISINS
_______BORGARTUNI 7. 105 REVKJAVIK_
EIMSKIP
Útboð
Hf. Eimskipafélag íslands óskar eftir tilboð-
um í viðhald útisvæða á athafnasvæðum
sínum í Sundahöfn og víðar.
Verkið felst í:
Holuviðgerðir ímalbiki 2.000 mz.
Yfirlögn á malbiki 5.000 m2.
Viðgerðir á lögnum.
Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu
Stefáns Ólafssonar hf., Borgartúni 20, 105
Reykjavík, gegn 5.000 kr. skilatryggingu.
Þar verða tilboð opnuð miðvikudaginn 8.
maí kl. 11.00.
\Uf VERKFRÆÐISTOFA
\ A A 1 STEFANS Olafssonar HF. m,
y( X y CONSULTING ENGINEERS
BORGARTÚNI20 105 REYKJAVlK
ATVINNUHÚSNÆÐI
Skrifstofuhúsnæði óskast
Óskum að taka á leigu 25-50 fm skrifstofu-
húsnæði vestan Kringlumýrarbrautar.
Norðurhaf hf.
Símar 624880 og 623263.
Fax 28789.
KENNSLA
Skólavist
skólaárið 1991-1992
Inntökuskilyrði í skipstjórnarnám eru:
A. Skipstjóranám 1. stigs skv. eldri reglu-
gerð:
1. Að hafa lokið grunnskólaprófi eða hlið-
stæðu prófi.
2. 24 mánaða hásetatími eftir 15 ara ald-
ur á skipum yfir 12 rúmlestir.
B. Skipstjórnarnám 1. stigs skv. reglugerð
frá 15. mars 1991:
1. Að hafa lokið a.m.k. 32 námseiningum
framhaldsskóla í eftirfarandi greinum:
Bókfærsla
Danska
Eðlisfræði
Efnafræði
Enska
íslenska
Stærðfræði
Tölvur
Samtals
2e. (BOK102).
4e. (DAN102, DAN202.
2e. (EÐL102).
3 e. (EFN 103).
6e. (ENS103, ENS203).
6 e. (ÍSL103, ÍSL203).
6e. (STÆ103, Stæ 203).
3 e. (TÖL103).
32 einingar
2. 6 mánaða siglingatími á skipi yfir 6 rúm-
lestir eða brúttótonn eftir 15 ára aldur,
skv. sjóferðabók eða vottorði frá lög-
skráningarstjóra.
Umsækjandi skal ennfremur skv. eldri og
nýrri reglugerð leggja fram:
1. Vottorð um sjón, heyrn og málfæri sem
yfirmannsstaða krefst. Sjónvottorð skal
vera frá augnlækni.
2. Almennt heilbrigðisvottorð.
3. Sakavottorð.
4. Sundvottorð. Vottorð um að hafa lokið
9. stigi í sundi skv. nýrri reglugerð.
Skipstjórnaranám 2. og 3. stigs verður eins
og verið hefur eftir eldri reglugerð og eru
þeir sem hafa lokið 1. stigi og ætla sér í fram-
haldsnám hvattir til að koma í skólann strax
í haust.
Undirbúningsdeild.
Sérstök undirbúningsdeild verður haldin við
Stýrimannaskólann fyrir þá, sem fullnægja
ekki inntökuskilyrðum skv. reglugerð frá 15.
mars 1991, um að hafa lokið 32 námseining-
um framhaldsskóla og ætla sér að fullnægð-
um skilyrðum um 6 mánaða siglingatíma eða
meira, í 1. stig haustið 1992.
Umsóknir um skólavist skal senda til Stýri-
mannaskólans í Reykjavík, pósthólf 8473,
128 Reykjavík, fyrir 10. júnf nk.
Upplýsingar gefnar í síma 1 31 94 frá kl.
8.00-14.00 daglega.
Skóiameistari.