Morgunblaðið - 27.04.1991, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 27.04.1991, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRIL 1991 39 Minning: Jónas B. bergsson Fæddur 31. ágúst 1943 Dáinn 16. apríl 1991 í gær var til moldar borinn á Höfn í Hornafirði, Jónas Björgvin Sigurbergsson verktaki, látinn langt fyrir aldur fram. Hann var fæddur að Svínafelli í Hornafirði, en þar-bjuggu foreldrar hans, Sig- urbergur Arnason og Þóra Guð- mundsdóttir. Sigurbergur er látinn fyrir nokkrum árum, en Þóra er enn á lífi og býr hjá syni sínum í Svína- felli. Jónas var áttundi í röðinni af tíu börnum þeirra hjóna og sá fyrsti sem kveður. Að Jónasi stóðu traustir stofnar. Faðir hans Sigurbergur var dóttur- sonur Jónasar „grjótgarðs" sem var kunnur vegghleðslumaður á síðustu öld, og sjást enn verk hans. Þóra móðir Jónasar Björgvins var dóttir eins af kunnustu framkvæmda- mönnum Austur-Skaftfellinga, Guðmundar Hoffells, sem ásamt því að búa í Hoffelli, stundaði fiskiklak, silfurbergsvinnslu og koparnám, svo nokkuð sé nefnt. Jónas Björgvin átti því ekki langt að sækja hagleik og framkvæmda- gleði, en hvort tveggja hafði hann í ríkum mæli. Svínafell í Hornafirði er nú lík- lega eini bær á íslandi sem er umlukinn óbrúuðum jökulvötnum, sem oft verða ófær yfirferðar. Jón- as lærði snemma ásamt systkinum sínum að þekkja þessi straumvötn, og háttu þeirra, og kom það sér oft vel síðar við margvísleg störf að flutningum og vegagerð. Ekki mun Jónas hafa lagt upp í lífsbaráttuna með mikinn auð milli handa, og ekki hægt að segja að hann væri fæddur með silfurskeið í munni, en hann braust áfram og byijaði snemma að aka vörubifreið- um, fyrst í vöruflutningum hjá Gísla bróður sínum, en síðar á eigin bíl. 1974 keypti hann sér fyrstu mokstursvélina, og var það upphaf- ið að starfi hans sem verktaki, en hann tók nú að sér í auknum mæli ýmis verk, og áður en lauk var hann einn stærsti verktaki á Aust- urlandi og eru nú ófáir kílómetrar af uppbyggðum vegum, með bundnu slitlagi minnisvarði um at- hafnamann sem skilaði miklu verki,. þrátt fyrir skamma ævi. Óhætt er að segja, að það hafi ekki verið að skapi Jónasar að gef- ast upp, þó móti blési, og oft kom verklagni hans og ósérhlífni, því fram sem aðrir töldu ógerlegt, og aldrei held ég að hann hafi ætlað öðrum að vinna það verk sem hann var ekki tilbúinn að ganga í sjálfur. Jonas var mikill einstaklings- hyggjumaður, sem vildi hafa frelsi til athafna, en jafnframt veit ég að hann hafði samúð með og rétti oft hjálparhönd þeim sem undir urðu í lífsbaráttunni. Þessu flíkaði hann ekki, og vildi ekki að haft væri á orði, en hann var vinur vina sinna í raun, og þegar ég lít yfir þessi 26 ár sem við þekktumst, þá er mér efst í huga að þrátt fyrir að stundum kæmi til skoðanaskipti á milli okkar og eigi alltaf verið sam- mála þá varð það okkur ekki til vinslita, og ég tel það mér til tekna að hafa átt þess kost að verða Jón- asi samferða um stund á lífsleiðinni. Við Kolbrún vottum eftirlifandi eiginkonu Jónasar, Auði Magnús- dóttur, og litlu dótturinni Svövu, alla samúð okkar, svo og móður hans og systkinum, og óskum þeim alls hins besta um ókomin ár. _ Björn Ólafsson Það falla eikur þótt ungar séu. A þessa leið hugsaði ég þegar ég frétti lát frænda míns, Jónasar frá Svínafelli. Ekki þannig að skilja að fréttin væri mér óvænt því um nokkurt skeið hafði Jónas háð harða baráttu við þann illvíga sjúkdóm sem nú hefur sigrað. Sigur- verktaki Jónas var fæddur að Svínafelli í Hornafirði 31. ágúst árið 1943, sonur hjónanna Sigurbergs Árna- sonar og Þóru Guðmundsdóttur er þar bjuggu. Var Jónas þriðji yngst- ur tíu systkina sem áttu sín bernsku- og þroskaspor í Svínafelli. Náttúrufarslegar aðstæður í Svínafelli eru afar sérstæðar. Horn- afjarðarfljót eiga upptök undan jöklunum sem að baki eru, falla síðan sitt á hvora hönd Svínafells én sameinast á leið sinni til sjávar. Fyrrum voru þau býli til sveita, sem þannig voru sett, talin afskekkt. Svo var þó ekki um Svínafell sem í raun var í þjóðbraut. Atorka og dugnaður fólksins í Svínafelli átti stóran hlut í að ijúfa þessa einangr- un en af því leiddi að Svínafell var áningarstaður margra þeirra er þarna áttu leið um. En auðvitað setti þetta umhverfi mark sitt á lífs- mátann í Svínafelli. Það kostaði mikið starf og langan vinnudag að halda þessu mannmarga heimili í góðu horfi enda atorkan hjá hús- bændunum þar fátíð, að ekki sé meira'sagt. Þetta var umhverfið sem fóstraði frændfólkið í Svínafelli, mótaði líf- sviðhorf þess og áræði og hefur áreiðanlega reynst dijúgur aflgjafi þegar á hefur reynt. Það er eins og mér finnist stundum að þetta sérstæða umhverfi og náttúrufar í Svínafelli sé stef í lífi fólksins sem þar á uppruna sinn og rætur. Ef til vill hefur það verið á upp- vaxtarárum Jónasar sem Svína- fellsheimilið átti sitt mesta blóm'a- skeið. Eldri systkinin enn að mestu heima og því vel liðað til bústarfa. Jónas hleypti því heimdraganum fljótlega eftir fermingu. í fyrstu hélt hann austur á Norðfjörð þar sem hann var við sveitastörf sumar- langt. Næst lá leiðin norður í Skag- afjörð þar sem hann aðstoðaði Sig- uijón, bróður sinn, við byggingu á íbúðarhúsi. Á þessum árum voru miklar framkvæmdir í Hornafirði. Við það jókst þörfin á margháttuðum tækja- búnaði svo verk gengju vel fram. Hér var því ákjósanlegur vettvang- ur fyrir unga menn að taka sér fyrir hendur vörubifreiðaakstur. Jónas nýtti sér þessar aðstæður til kaupa á vörubifreið og þar með var lífsstarf hans ráðið. Þessi störf fór- ust Jónasi vel úr hendi. Það réðst af frábærri verklægni hans, vinnu- semi og dugnaði við hvert það starf er hann tók sér fyrir hendur. Þegar til þess kom að farið var að bjóða út opinberar framkvæmdir í vax- andi mæli haslaði Jónas sér völl á þeim vettvangi. Jókst þá fljótlega tækjabúnaður hans er auðveldaði samkeppni í verktakastarfsemi. Þau störf sem Jónas tók sér þannig fyrir hendur voru hin fjöl- breytilegustu, þótt þar hafi trúlega vegaframkvæmdir verið stærsti þátturinn. Hann fékkst einnig við línulagnir auk ýmissa minni verk- efna er tengdust m.a. byggingar- framkvæmdum. Af þessum störfum var Jónas orðinn virtur verktaki er naut trausts fyrir trúverðugheit í viðskiptum og nákvæm vinnubrögð. Þrátt fyrir að starfsvettvangur Jónasar væri ekki í Svínafelli hafði hann þar heimilisfesti til þrítugs en upp úr því breytast hagir hans. Um þær mundir ólst upp að Svínafelli í Öræfum einstaklega fallegur systrahópur. Tókust nú kynni með einni þessara systra, Auði Lóu Magnúsdóttur, og Jónasi. Reistu þau heimili sitt á Höfn í fremur litlu húsnæði en brátt var tekið til við byggingu vandaðs íbúðarhúss þar sem heimili þeirra hefur síðan stað- ið. Svo var það hinn 15. apríl 1985 sem sá mikli gleðidagur rann upp að þau Jónas og Auður Lóa eignuð- ust dótturina Svövu Mjöll sem færði líf og fjör inn á heimilið. Jónas var meðalmaður á hæð, vel vaxinn með karlmannlegu yfir- bragði. Hann var í hópi duglegustu manna, greiðvikinn og verklaginn svo orð fór af. Lundarfarið var stór- brotið. Á góðri stund í vinahópi var Jónas jafnan glaðsinna og góður félagi. Hann var traustur heimilis- faðir og hélt heimili sínu í góðu horfi. Á kveðjustund er vissulega til margra að horfa. Systkinahópurinn í Svínafelli er stór og niðjarnir margir, náinn frændgarður enn stærri. Það hefur verið mikið lífslán yfir þeirri stóru fjölskyldu sem Jón- as átti uppruna sinn í. Ég hygg að hann sé einn sá fyrsti sem fellur þeirra er fullorðinsárum hafa náð. Það eru þó öðrum fremur konurn- ar þijár sem hugurinn dvelur nú hjá. Móðirin sem nú fylgir einu barna sinna hinstu sporin. Það er mikið lífssvið sem þessi aldna heið- urskona horfir nú yfir, allt frá því er hún sá lífið vakna og dafna inni í Svínafelli til þeirra þungu spora sem nú eru gengin. Það hafa vissulega verið erfiðir tímar sem Auður Lóa hefur mætt að undanförnu. Þess verður lengi minnst og seint að fullu þakkað hvernig hún hefur hlúð að bónda sínum í erfiðum veikindum hans. Og vissulega er það mikil huggun harmi gegn að enn er við hlið henn- ar dásamlegur félagi, dóttirin Svava Mjöll. Það býr í eðli þessarar þjóðar að vonir vakna með vori. Þannig bið ég að einnig megi verða í hugum þeirra sem nú kveðja Jónas frá Svínafelli. Að hækkandi sól víki skuggum sorgarinnar til hliðar svo að minningin um góðan dreng megi brátt varðveitast í gleði en ekki SOl'g. Egill Jónsson í þann mund sem sumarið heils- ar, kveðjum við góðan dreng. En eitt sinn verða allir menn að deyja, eftir bjartan daginn kemur nótt. Fram í hugann koma ljúfar minn- ingar um Jónas Björgvin föðurbróð- ur. Alltaf var beðið með mikilli eftir- væntingu þegar hann var væntan- legur suður til Reykjavíkur. Hvað skyldi hann ætla að flytja á risa- stóra vörubílnum núna? Bíla, jarð- ýtu, hús eða flugvél? Þetta var spennandi heimur í augum frænd- systkinanna og ekki urðum við fyr- ir vonbrigðum þegar Jónas birtist, hress að vanda og til í að svara ótal spurningum forvitinna systk- ina. Að alast upp á milli jökulfljóta hefur vafalaust áhrif á menn og Jónas hafði einkenni fjölskyldunn- ar, handlagni, þrautseigju — og þijósku. Með það veganesti og vinn- ugleði tókst Jónasi að komast áfram og byggja upp sitt eigið fyrirtæki fyrir austan. En lítils virði er allt heimsins pijál ef þú átt engan vin og svo sannarlega átti Jónas góðan vin, sem var Auður Lóa. Betri eigin- konu getur enginn hugsað sér í tæp tuttugu ár stóð hún við hlið hans í blíðu og stríðu og átti ekki síður stóran þátt í velgengni þeirra og myndarlegu heimili. Þann 15. apríl 1985, rættist langþráður draumur þeirra, þegar Svafa Mjöll fæddist. Síðasta ár hefur sýnt hve sam- heldin fjölskyldan var. Það er ekki auðvelt fyrir unga- sál að skilja til- gang lífsins hvað þá fyrir okkur hin sem eldri erum. Gott er góðan heim að sækja, og á það svo sannarlega við fjöl- skylduna að Hólabraut 16. Við, og foreldrar okkar, biðjum góðan Guð að styrkja þær mæðgur og ömmu Þóru, sem fylgir nú sínum yngsta syni siðasta spölinn, svo og öllum þeim sem Jónas þekktu. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deir aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Hannes Árnason, Þóra, Sig- ríður Klara og Berglind Heiða Árnadætur. Okkur langar að minnast góðs vinar okkar, Jónasar Björgvins Sig- urbergssonar, sem lést á Land- spítalanum 16. apríl sl., eftir mjög erfiða sjúkdómslegu, aðeins 47 ára að aldri. Jónas fæddist í Svínafelli í Nesj- um 31. ágúst 1943. Foreldrar hans voru Sigurbergur Árnason og Þóra Guðmundsdóttir og var hann 8. í röðinni af 10 börnum þeirra hjóna. Eldri systkini hans eru þau Sigur- jón, Árni, Gísli, Arnbjörn, Guð- mundur, Sigurbjörg og Valgerður en yngri Gróa og Sigríður. Jónas ólst upp á Svínafelli, bænum á milli fljóta, og markaði hið stórbrotna landslag eflaust djúp spor í ævi hans. Árið 1972 kom hinn tryggi lífsförunautur Auður Lóa Magnús- dóttir frá Svínafelli í Öræfum inn í líf Jónasar og var hún sá klettur sem stóð við hlið hans uns yfir lauk. Árið 1985 fæddist litli sólargeislinn, Svava Mjöll og var hún mikill fé- lagi föður sínum og gagnkvæmt. Hún var ekki há í loftinu þegar hún fór að fylgja pabba sfnum í vörubíln- um. Jónas var margra manna maki. Þrek hans var ótrúlegt. Hann var drengur góður, hreinskiptinn og með afbrigðum traustur. Allt stóð sem stafur á bók í samskiptum við hann og til þess sama ætlaðist hann af öðrum. Hann var vinur vina sinna í raun. Dulur var hann, en þegar komið var inn fyrir skelina kom hlýja hans og kímnigáfa í ljós. Okkar aðaláhugamál voru bílar og vinnuvélar og var oft mikið rætt um það, sérstaklega í öllum okkar utanlandsferðum, þegar við gátum skilið áhyggjurnar eftir heima. Þá sagði hann mér margar sögur jafn skondnar sem alvarlegar frá sínum yngri árum. Síðasta ferð okkar erlendis í mars 1990, var ákaflega eftirminni- leg. Þá fórum við öll fjögur saman til Berlínar og er okkur sú ferð enn í fersku minni. Þó svo að Jónas væri þá orðinn mikið veikur kveink- aði hann sér aldrei. Síðastliðið haust komumst við á æskuslóðir Jónasar í fyrsta skipti pg með hann sem leiðsögumann. Öll veikindi gleymdust þessa stund, í ægifögru og stórbrotnu umhverfi jökla, fljóta og fjalla, undir frásagn- arlist hans. Elsku Auður Lóa og Svava Mjöll. Við biðjum góðan Guð að styrkja ykkur og blessa. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Helmuth og Guðný Hvað er Armaflex Á góðu verði pípueinangrun í hólkum, plötum og límrúllum frá Þ. ÞORGRÍMSSON & C0 Ármúla 29 - Múlatorgi - Simi 38640 og traust. MONGOOSE hefur unni6 fleiri torfærukeppnir í Bandaríkjunum\en nokkurt annað hjól. Regluleg sko&un og stilling ón endurgjalds. OPIÐ LAUGARDAGA 1000 - 1600 CA? G.Á. Pétursson hf Nútfðinni Faxafeni 14, simi 68 55 80 RaðgreiAslur FJALLAHJOL EKKI BARA TIL FJALLA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.