Morgunblaðið - 27.04.1991, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1991'
25
Friðarumleitanir Bakers í Mið-Austurlöndum:
Bush segir að mikill
árangur hafi náðst
Israelar segja að enn sé deilt um mikilvæg atriði
Washington, Jerúsalem. Reuter.
GEORGE Bush Bandaríkjaforseti fullyrti í gær að ástæða væri
til bjartsýni með árangur af ferð James Bakers utanríkisráðherra
til nokkurra Mið-Austurlanda og Sovétríkjanna. Sovétmenn hafa
fallist á að yeita ásamt Bandaríkjamönnum forystu svæðisbund-
inni ráðstefnu um vandamál heimshlutans. Það dregur úr bjart-
sýni manna að Sýrlendingar hafa ekki fallið frá þeirri kröfu sinni
að Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) stjórni ráðstefnunni sem verði því
alþjóðleg en ekki svæðisbundin. Israelar hafna algerlega aðild SÞ
að friðarumleitunum ríkjanna.
Baker flaug skyndilega til
heimaborgar sinnar, Houston í
Texas, í gær frá Jerúsalem eftir
að honum bárust fregnir af andláti
móður sinnar. Hann hafði fyrr um
daginn átt viðræður við Yitzhak
Shamir, forsætisráðherra ísraels
og David Levy utanríkisráðherra.
Að loknum fundinum með Levy
sagði Baker að tilraunir hans væra
alls ekki búnar að vera þrátt fyrir
ýmsa erfiðleika, kanna þyrfti
ákveðin atriði nánar. Óljóst er hvort
Sovétmenn hafa fallist á kröfu ísra-
ela um stjórnmálatengsl ríkjanna.
Að sögn ísraelskra embættismanna
hefur náðst samkomulag um fjögur
grundvallaratriði í viðræðum Bak-
ers við ísraelana auk þess sem fal-
list er á þátttöku Sovétmanna.
• Eining er um þátttöku Evrópu-
ríkja í friðarráðstefnunni og verður
tilhögun hennar rædd er Levy hitt-
ir leiðtoga Evrópubandalagsins í
segja um þátttöku fulltrúa Palest-
ínumanna frá austurhluta Jerúsal-
Reuter
Brussel 14. maí.
• Ráðstefnan fær hvorki vald til
að samþykkja ákvarðanir eða
þröngva þeim upp á aðildarríkin.
• Einstök aðildarríki ráðstefn-
unnar geta beitt neitunarvaldi verði
borin fram tillaga um að ráðstefnan
komi saman á nýjan leik til að fjalla
um þróun mála.
• Israelar vilja að ráðstefnan hafi
í för með sér beinar viðræður milli
þeirra og arabaríkjanna, vilja enn-
fremur að ijallað verði um vatns-
réttindi, efnahagsþróun og tak-
mörkun vígbúnaðar.
Að auki krefjast ísraelar þess
að skipulag verði með þeim hætti
að fyrst verði sett á laggirnar ráð-
stefna allra aðila en siðan verði
teknar upp beinar, tvíhliða viðræð-
ur þeirra við arabaríkin. Þeir vísa
enn sem fyrr á bug öllum kröfum
arabaríkjanna, einkum Sýrlands,
um þátttöku SÞ og sama er að
em' Walesa ekur hér í opinum hestvagni með Elísabetu drottningu að
--------------- Windsor-kastalanum við upphaf heimsóknar sinnar til Bretlands.
Walesa í opinberri heimsókn í Bretlandi:
Miklir fólksflutningar yf-
irvofandi frá A-Evrópu
LECH Walesa Póllandsforseti sagði á fimmtudag á ráðstefnu með
ungum evrópskum stjórnmálamönnum í Englandi að leysa ætti so-
véska ríkjasambandið upp og leyfa íbúum þess að mynda nýtt banda-
lag byggt á lýðræði. Við sama tækifæri sagði hann einnig að þjóðir
V-Evrópu gætu átt von á gífurlegum straumi fólks frá A-Evrópu
ef þær legðu ekki fram hjálp sína til endurreisnar efnahag ríkjanna
í austurhluta álfunnar.
Walesa er í fyrstu opinberu heim-
sókn pólsks þjóðhöfðingja til Bret-
lands síðan í heimsstyijöldinni síð-
ari. Hann sagðist lengi hafa verið
þeirrar skoðunar að besta lausn á
vanda Sovétríkjanna væri að þau
yrðu leyst upp. Walesa, sem fengið
hefur loforð Johns Majors, forsætis-
ráðherra Bretlands fyrir efnahags-
aðstoð við Pólland, sagði að það
væri nauðsynlegt til hægt væri að
brúa bilið milli lífsgæða í Austur-
og Vestur-Evrópu. „Fátækt á einu
svæði og auðlegð á öðru ieiðir til
fólksflutninga. Við megum 'ekki
koma upp silfurtjaldi í staðinn fyrir
járntjaldið. Ef tilraunir til að byggja
upp fyrirtæki og fjárfestingar í
Austur-Evrópu bregðast þá munu
fólksflutningar milli landsvæða
verða gífurlegir. Þeir munu síðan
ógna öryggi og jafnvægi í álfunni,"
sagði Walesa.
Walesa og Major gáfu á miðviku-
dag út sameiginlega yfirlýsingu um
að þeir myndu hvetja til samvinnu
Pólveija og Breta á sviði efnahags-
mála og iðnaðar og stuðla að auk-
inni samvinnu milli fyrirtækja í
báðum löndunum.
I London var tilkynnt að Anna
prinsessa, dóttir Elísabetar Breta-
drottningar, muni verða fyrsti með-
limur bresku konungsfjölskyldunn-
ar til að fara í opinbera heimsókn
til Póllands. Heimsóknin fer fram
7.-10. maí í boði Walesa forseta.
Þáttaskil í finnskum stjórnmálum
eftir Jaakko
Ilioniemi
NY ríkisstjórn hefur nú tekið
við völdum í Finnlandi. Þessi
umskipti marka vissulega þátt-
askil því þetta er í fyrsta skipti
í rúman aldarfjórðung sem
miðflokksmenn og hægri menn
ganga til stjórnarsamstarfs.
Skömmu eftir þingkosningarn-
ar í marsmánuði varð Ijóst að
jafnaðarmenn myndu verða í
stjórnarandstöðu í stað þess að
mynda stjórn með Miðflokkn-
um og hægri mönnum. Þar réðu
málefnin ekki úrslitum. Jafnað-
armenn hafa nú tvívegis tapað
fylgi í kosningum og Pertti
Paasio, formaður flokksins, var
þeirrar skoðunar að ráðlegast
væri að freista þess að byggja
flokkinn upp í stað þess að taka
þátt í stjórnarsamstarfi ekki
síst þar sem mörg erfið verk-
efni bíða nýju ríkisstjórnarinn-
ar.
Það sem ef til viil vekur sér-
staka athygli er sú staðreynd að
forsætisráðherrann nýi, Esko
Aho, leiðtogi Miðflokksins, hefur
aldrei áður setið í ríkisstjórn. Þótt
Aho sé aðeins 36 ára gamall hef-
ur hann hins vegar umtalsverða
reynslu. Það orð fer almennt af
honum að hann sé slyngur samn-
ingamaður og hann þykir koma
vel fyrir í fjölmiðlum. Það á eftir
að reyna á þessa eiginleika hans
á þeim erfiðleikatímum sem nú
blasa við í Finnlandi.
Kreppa einkennir finnskt efna-
hagslíf nú um stundir. Hagstæð
viðskiptakjör réðu mestu um upp-
ganginn í efnahagslífinu á síðasta
áratug. Gott verð fékkst fyrir út-
flutningsvörur Finna jafnt í austri
sem vestri. Nu hafa viðskiptin við
Sovétríkin dregist verulega saman
og verðfall hefur orðið á helstu
útflutningsmörkuðum. Umtals-
verðar fjárfestingar einkenndu
góðærið og þær voru fjármagnað-
ar með erlendum lánum. Nú er
greiðslujöfnuðurinn eitt helsta
áhyggjuefni nýju ríkisstjórnarinn-
ar.
Ríkisstjórn Miðflokksins, hægri
manna og smáflokkanna tveggja,
Sænska þjóðarflokksins og kristi-
legra, mun einnig þurfa að taka
afstöðu til þróunarinnar í Evrópu.
Skoðanakannanir sýna að hægri
menn og stuðningsmenn Mið-
flokksins eru öldungis ósammála
um hvort Finnum beri að sækja
um aðild að Evrópubandalaginu.
Svo kann að fara að Esko Aho
reynist erfitt að sætta þessi sjón-
armið.
Bæjar- og sveitarstjórnakosn-
ingar fara fram í Finnlandi eftir
eitt og hálft ár og þær kunna að
skipta sköpum fyrir ríkisstjórnina.
Forsetakosningar, sem fram eiga
að fara snemma árs 1994, eru
þegar teknar að setja mark sitt á
finnsk stjórnmál. í nýju ríkis-
stjórninni sitja þrír eða fjórir menn
sem vonast til að hreppa það háa
embætti og athygli hefur vakið
að Ilkka Suominen, sem þykir lík-
legasta forsetaefni hægri manna,
hefur ákveðið að setjast í stól
þingforseta í stað þess að taka
sæti í rikisstjórninni. Með þessu
virðist hann ætla að forðast hlut-
deild í ákvörðunum, sem hugsan-
lega eiga eftir að mælast illa fyr-
ir meðal alþýðu manna, og koma
fram sem virðulegur stjórnmála-
skörungur. Hann hefur einnig
sagt af sér embætti formanns
Hægriflokksins.
Erfiðar ákvarðanir bíða nýju
ríkisstjórnarinnar. Samdráttur,
erfið staða á vettvangi utanríkis-
viðskipta, halli á rekstri ríkissjóðs
og umtalsverður niðurskurður rík-
isútgjalda geta tæpast talist gleði-
tíðindi. Á hinrt bóginn hlýtur það
að teljast jákvætt að á vettvangi
öryggis- og varnarmála blasa
engin raunveruleg vandamál við.
Svo virðist sem um það ríki al-
menn samstaða að taka þurfi til
endurskoðunar afstöðu Finna til
samrunaþróunarinnar í Evrópu en
á því sviði hefur mörgum mikil-
vægum spúrningum enn ekki ver-
ið svarað. Finnar hafa ávallt og
ævinlega tekið mið af þróun mála
í Svíþjóð. Sæki Svíar, sem eru
helstu samkeppnisaðilar Finna,
um aðild að Evrópubandalaginu
kann svo að fara að breyting verði
á afstöðu Finna. Raunar sýna
skoðanakannanir að 44% Finna
eru hlynnt aðild að Evrópubanda-
laginu, 14% kveðast því andvíg
en 42% segjast ekki hafa tekið
afstöðu til málsins. í Finnlandi er
venjan hins vegar sú að ríkis-
stjórnin taki af skarið í stórmálum
Jaakko Ilioniemi
sem þessu. Spurningin er því sú
hvernig Esko Aho tekst upp og
hvort ríkisstjórn hans getur haft
raunverulega forystu á þessu
sviði. Það kann að reynast erfitt
verkefni en það er vissulega ekki
óleysanlegt.
Höfundur er forstjóri Eáðs
atvinnulífsins í Finnlandi, fyrrv.
sendiherra íGenf og
Washington og er þekktur
greinahöfundur.