Morgunblaðið - 27.04.1991, Page 38
38
MÖRGUNBLAÐIÐ LÁUGAKDAGUR''27. ’APRÍL 1 Ö’91
Bjarni Loftsson
— Minningarorð
Fæddur 27. desember 1905
Dáinn 13. apríl 1991
Það var á þriðja degi jóla árið
1905 austur á Hörgslandi á Síðu
að kona var í barnsnauð. Fæðingin
gekk sérstaklega erfiðlega. Móðirin
var aðfram komin og bamið í bráðri
lífshættu, þegar loksins náðist í
lækni. Læknirinn var mjög fær og
tókst honum að bjarga bæðí móður
og bami. Þegar fæðingin var afstað-
in, er sagt að læknirinn hafi lyft
barninu upp og hrópað hátt: „Húrra,
húrra, hann er lifandi." Þessi iækn-
ir var Bjarni Jensson héraðslæknir,
sonur Jens Sigurðssonar rektors og
bróðursonur Jóns Sigurðssonar for-
seta. Bjarni hafði unnið á fæðingar-
stofnun í Kaupmannahöfn og hafði
því mikla reynslu í fæðingarhjálp.
Hann var héraðslæknir í Vestur-
Skaftafellssýslu frá árinu 1887 og
var mjög farsæll í starfi. Foreldrarn-
ir vom svo glöð og lækninum svo
þakklát, að þau Iétu litla drenginn
heita í höfuðið á honum og var hann
skírður Bjarni. Frá þessum atburði
er sagt í bókinni „Faðir minn Iæknir-
inn.“
Foreldrar Bjarna voru Loftur Ól-
afsson bóndi og póstur á Hörgslandi
á Síðu, f. 29. ágúst 1860 í Neðra-
Dal í Hvammshreppi í Mýrdal, d.
23. júlí 1948 á Hörgslandi og sam-
býliskona hans Þorbjörg Pétursdótt-
ir, f. 23. septmber 1861 á Fossi á
Síðu, d. 11. janúar 1923 á Hörgsl-
andi. Loftur hafði áður verið kvænt-
ur Sigríði Pálsdóttur ekkiu frá
Hunkubökkum, en hún var rúmum
20 árum eldri en Loftur. Bjuggu
þau í Steig í Dyrhólasókn, en skildu
barnlaus árið 1896 eftir 10 ára sam-
búð. Fór Loftur þá til Sigurðar Pét-
Minning:
Fædd 2. maí 1908
Dáin 31. mars 1991
Þakklát minning liðinna samvem-
stunda rifjaðist upp fyrir mér, þegar
ég frétti andlát vinkonu minnar,
Þorbjargar Þórarinsdóttur í Austur-
görðum, ekkju Bjöms Haraldssonar.
Við vomm báðar aðfluttar í sveitina,
Kelduhverfi í Norður-Þingeyjar-
sýslu, gerðust þar húsfreyjur og tók-
um þátt í daglegu lífi fólksins. Þar
voru öl! heimili auðug af menningu
og var mér ætíð gleði í huga eftir
að hafa deilt geði með fólkinu, sem
hafði brennandi áhuga á svo mörgu,
t.d. leiklistarstarfemi og söng. I
sveitinni hefur alla tíð verið góður
kirkjukór sem jafnvel söng við at-
hafnir í öðmm sveitum ef þess var
þörf. Þorbjörg var hin hógværa,
gáfaða kona er beitti sér ekki á söng-
palli en hún studdi því betur mann-
inn sinn sem um árabil var formaður
söngfélags okkar og drifkraftur
þeirra starfa er lyftu okkur af seina-
gangi daglegs lífs. Hann stýrði leik-
ritum og ferðaðist einnig með leik-
hópum í aðrar sveitir, juku því hjón-
in bæði á víðsýni samferðafólksins.
Þorbjörg var hin kyrrláta, smekkvísa
húsfreyja er hafði menntast af lífs-
starfi sínu meðal annars með fram-
andi þjóð. Hún hafði kynnst þar feg-
urð og háttvísi en þetta hvort
tveggja var að mínum dómi hennar
aðalsmerki í daglegri önn. Þorbjörg
var hógvær í dómum sínum um aðra,
en sá þó ætíð spaugilegu hliðarnar
á lífínu. Hún gerði því hveija sam-
verastund ánægjulega. Þorbjörg
hafði oft stórt heimili að sjá um,
t.d. var maður hennar skólastjóri og
bömin okkar áttu samastað þar
meðan skóli stóð yfír; þar var með
öðrum orðum þeirra heimavist. Ég
vil þakka þeim báðum að leiðarlok-
um umönnun , þeirra. Þorbjörg var
urssonar pósts á Hörgslandi og hó-
fust þar með póstferðir hans. Tók
hann við jörðinni og póstferðunum
af Sigurði árið 1904, en þá um vo-
rið fluttist Sigurður austur að Árna-
nesi í Nesjum. Þorbjörg sambýlis-
kona Lofts og móðir Bjarna var
systir Sigurðar Péturssonar. Loftur
var póstur til ársins 1936, eða í
full 40 ár fram yfir 75 ára aldur.
Fór hann í póstferðir sínar yfir óbrú-
uð straumvötn Vestur-Skaftafells-
sýslu og öll verstu vötn Rangárvalla-
sýslu jafnt að vetri sem sumri. Lenti
hann í mörgum svaðilferðum, en
hann var gætinn og öruggur í ferð-
um og átti góða hesta. Sagt er frá
póstferðum Lofts í Söguþáttum
landpóstanna.
Foreldrar Lofts vom Ólafur Þor-
láksson, f. 1812, síðast bóndi í Steig
í Mýrdal, en hann drakknaði í Dyr-
hólahöfn 20. mars 1871, og kona
hans Halldóra Jónsdóttir, f. 15.
september 1825 á Búlandi í Skaft-
ártungu, d. 12. október 1917 á
Hnausum í Meðallandi, dóttir Jóns
Björnssonar bónda á Búlandi og
fyrri konu hans Oddnýjar Runólfs-
dóttur, en sama ættin bjó á Búlandi
frá árinu 1749-1976. Foreldrar ÓI-
afs vora Þorlákur Jónsson bóndi í
Flögu í Skaftártungu og kona hans
Elín Loftsdóttir frá Ytri-Ásum.
Foreldrar Þorbjargar móður
Bjama voru Pétur Jónsson bóndi á
Fossi á Síðu, f. 2. júlí 1815 á Hörgsl-
andi^,d. 11. júlí 1879 á Fossi og
kona hans Sigríður Steingrímsdótt-
ir, f. 7. september 1827 í Skál á
Síðu, d. 19. nóvember 1920 á Fossi.
Pétur var sonur Jóns Jónssonar spít-
alahaldara á Hörgslandi og Þor-
bjargar Bergsdóttur frá Kirkjubæk-
jarklaustri og Katrínar dóttur séra
hagsýn og fór vel með allt er henni
var trúað fyrir svo sem efnahag
heimilis síns en þau hjón urðu vel
bjargálna og virtu kosti þess sjálf-
stæðis eftir að hafa alist upp við
þröngan kost að þeirrar tíðar hætti.
Austurgarður varð myndarbýli úti
sem inni, þar var engu ofaukið eða
óþarfa munir, en alltaf var gaman
að koma til Þorbjargar og Björns
t.d. um jólin. Þar var jólaskrautið
svo fallegt og enn í dag vekja þess-
ar minningar barnslega gleði í sálu
minni. Já, við áttum öll ánægjulegar
samverastundir í þessari fallegu
sveit en ekkert stundlegt hefur neina
bið. Nú er horfinn af sviði leiks og
starfs hópur þeirra sem svo gaman
var að starfa með, en er það ekki
svo að við erum öll eins og peð á
lífsins borði. Nú er eitt af þeim fall-
ið út eftir annasaman starfsdag og
kvaddi sveitina okkar einmitt í þann
mund er við heyrðum boðskap krist-
innar kirkju er svo mælir: Ég lifi
og þér munuð lifa. Það var gjöf hins
hæsta föður að kalla heim til sín
þessa mætu húsfreyju er ávaxtaði
líf sitt svo fallega. Hún ól manni
sínum þijú börn og var þeim holl
og skilningsrík móðir enda unnu þau
henni heils hugar. Þau dvöldu hina
síðustu lífsstund hennar við rekkju-
stokk með kærleiksríkri þökk í huga.
Þorbjörg var gæfusöm að eyða lífs-
kraftinum í Kelduhverfi þar sem hún
tengdist mjög vel gefnu fólki. Maður
hennar og systkini hans frá Austur-
görðum vora ætíð mjög virk í öllu
er til heilla horfði í hverskonar fé-
lagsmálum sveitar okkar. Kveð ég
því með þakklæti í huga alla þessa
litríku persónuleika, en ég hreifst
mjög af þeirri menningu er mætti
mér í Kelduhverfi svo sem ég gat
um áður. Áfram mun verða haldið
þar á sömu braut enda léttára í vöf-
Jóns Steingrímssonar prófasts á
Prestsbakka. Bjarni Loftsson var
þannig í fimmta ættlið frá séra Jóni
Steingrímssyni.
Bjarni talaði lítið um æsku- og
unglingsár sín á Hörgslandi. Hann
var einkabam foreldra sinna og mun
hafa verið mjög hændur að móður
sinni, enda var faðir hans mikið á
ferðalögum. Hann var í Verslunar-
skóla íslands og síðan í Bændaskó-
lanum á Hvanneyri 1924-1926, og
lauk þaðan prófi. Árið 1930 tók
hann við búi á Hörgslandi af föður
sínum.
í Hörgslandi kom árið 1930 ung
kaupakona, Svanhvít Rútsdóttir frá
Litlu-Heiði í Mýrdal. Felldu þau
hugi saman ungi bóndinn og kaupa-
konan og gengu í hjónaband fyrir
réttum 60 árum, 25. apríl 1931.
Svanhvít fæddist 10. ágúst 1911 í
Varmahlíð undir Eyjafjöllum, dóttir
Rúts Þorsteinssonar og Soffíu Sig-
ríðar Jóhannsdóttur, sem síðar flutt-
ist til Danmerkur. Bjami og Svan-
hvít bjuggu stórbúi á Hörgslandi frá
1930 til 1960. Ræktuðu þau jörðina
og byggðu upp íbúðarhús og útihús.
Bjarni mun ávallt hafa verið nokkuð
hlédrægur, en þó ófeiminn. Tók
hann nokkurn þátt i félagsmálum í
sveit sinni, var m.a. í fyrstu stjórn
Skógræktarfélagsins Mörk 1944 og
tók talsverðan þátt í stjórnmálaum-
ræðum.
Svanhvít og Bjarni eignuðust alls
níu börn, sem öll fæddust á Hörgs-
landi. Ein dóttir þeirra fædd 1946
dó aðeins um tveggja mánaða göm-
ul. Hin börnin átta eru: Þorsteinn
Jóhann, fulltrúi hjá Vátryggingafé-
lagi íslands í Reykjavík, kvæntur
Þórhildi Sigurðardóttur ættaðri úr
Álftaveri og eiga þau fjögur börn,
Svandísi Ástu, Ónnu Kristínu, Sig-
urð Gunnar og Ragnhildi. Guðrún,
húsmóðir í Keflavík, sem gift var
Friðriki Þórði Bjamasyni, tollverði
í Keflavík, ættuðum frá Suðureyri
við Súgandafjörð, en hann lést 1983,
eignuðust þau einn son, Bjarna.
Ragnhildur, búsett í Osló, gift Kjell
Albert Hafstad yfírverkfræðingi hjá
Oslóborg, eiga þau þijú böm, Einar
um en áður var. Þorbjörg mundi þar
tímana tvenna, lifði þar og dó sjáifri
sér og sveitinni okkar til sóma. Grím-
ur Thomsen mælti svo eftir bónda-
konu.
Nú er þar skarð fyrir skildi
skemmtun öll farin,
drottinn og dauðinn svo vildi,
dapur er arinn;
heimilisblóminn sá bjarti
brá sínu skarti.
Heimiliseldur Þorhjargar var að
vísu kulnaður. Störfin voru að baki,
en minning hennar lifír með okkur
sem þekktum hana og söknum
hennar einlæglega. Grímur vissi
líka svar við broddi dauðans.
Dijúpa mun drottins úr hendi
döggin, sem huggar,
þó göfuga gleymist ei kvendið
grafar í skugga
mild verða minningatárin,
mýkja þau sárin.
Máttur komandi vorgróðurs
breiði feld sinn á hinstu hvílu Þor-
bjargar húsfreyju frá Austurgörð-
um. Ég votta öllum ættingjum
hennar mína innilegustu samúð.
Guðrún Jakobsdóttir
Finn, Else Merete Svanhild og Sven
Bjarne. Þorbjörg Matthildur, tækni-
teiknari í Reykjavík, áður gift Emst
Pétri Daníelssyni lækni í Bandaríkj-
unum, eignuðustu þau þijú börn,
Mörthu, Svein og Bryndísi. Einar,
leigubílstjóri í Reykjavík, sambýlis-
kona hans er Dóra Guðjónsdóttir
og fósturdóttir Lovísa Guðbjörg,
dóttir Dóra. Anna Sigríður, gift
Árna Reynissyni framkvæmdastjóra
í Reykjavík, eiga þau tvö börn,
Guðrúnu Elísabetu og íris. Loftur
Páll, trésmíðameistari í Reykjavík,
kvæntur Guðrúnu Gyðu Þórólfsdótt-
ur úr Reykjavík, eiga þau þrjár
dætur, Svanhvíti, Regínu og Berg-
lindi Gyðu. Hilmar, trésmiður {
Reykjavík, kvæntur Hafdísi Ingv-
arsdóttur, eiga þau tvö börn, Ingvar
Öm og Svanborgu Fjólu.
Bamabörnin era því átján og
barnabamabörnin sjö. Bjarni og
Svanhvít vora mikið fyrir börn sín,
og hjá þeim áttu fjölskyldur þeirra
alltaf samastað.
Bjarni var mjög hrifínn og hreyk-
inn af konu sinni og dáði hana mjög.
Þegar hann talaði um hana, kom
alltaf sérstakur glampi í augu hans
og bros færðist yfir andlitið. Svan-
hvít var falleg kona og myndarleg.
Hún var glöð og létt í lund og hafði
góð áhrif á alla sem umgengust
hana. Bjarni taldi það sitt mesta lán
í lífinu að hafa eignast hana fyrir
konu.
Bjami og Svanhvít fluttust til
Reykjavíkur árið 1960. Eldri börnin
voru þá farin að heiman, en þau
yngri of ung til að taka að sér bú-
skapinn. Seldu þau jörðina og
keyptu sér íbúð í Stóragerði 10. I
Stóragerðinu tók Bjarni að sér
margskonar störf fyrir húsfélagið,
var gjaldkeri og sá um bókhaldið
auk ýmissa starfa við framkvæmdir
Fæddur 22. júní 1936
Dáinn 22. apríl 1991
Þær voru dapurlegar fréttirnar
sem við systurnar fengum að vestan
sl. mánudag. Að Ninni mágur okk-
ar væri dáinn. Fyrstu viðbrögð vora
dofi en síðan fóru minningarnar að
bijótast fram ein af annarri. Já, við
eigum margar góðar minningar til
um Ninna. Við voram litlar stelpur
þegar Ninni og Stína systir giftu
sig. Ninni varð strax mikill vinur
okkar. Hann gaf sér alltaf tíma til
að leika og spjalla við litlu mágkon-
urnar. Ekki dvínaði vináttan þó
árin liðu. Tengslin voru sterk.
Eftir að við urðum fullorðnar og
eignuðumst okkar börn fengu þau
að kynnast Ninna á sama hátt og
við. Börn hændust mjög að honum.
Það verður tómlegt að koma heim
í Hnífsdal og hitta ekki Ninna. Að
geta ekki lengur fylgst með þúsund-
þjalasmiðnum bralla. Allt lék í
höndum hans. Ótrúlegustu hlutir
fengu nýtt hlutverk. Bamavagn og
saumavél urðu að sláttuvél og göm-
ul fúin spýta að listaverki. Svona
gætum við lengi talið. Minningarnar
utan húss og innan, enda mun sam-
býlisfólk hans fljótt hafa komist að
heiðarleika hans og dugnaði.
I Reykjavík vann Bjarni ýmis
störf, fyrst í Kjörgarði við Laugaveg
og hjá Flugfélagi íslands um tíma,
en síðar í Þvottahúsi Landakotsspít-
ala. Árið 1966 hóf hann störf hjá
Reykjavíkurborg, fyrstu árin sem
stæðisvörður, stöðumælavörður og
gangbrautarvörður, en seinna flutt-
ist hann inn á skrifstofu umferðar-
deildar og vann þá mikið við umferð-
artalningar auk ýmissa skrifstofu-
starfa. Hann var einstaklega sam-
viskusamur, áreiðanlegur og vand-
virkur við öll sín störf. Þá var hann
mjög þægilegur í allri umgengni og
kom sér vel meðal samstarfsmanna
sinna. Eins og áður segir var Bjarni
í eðli sínu fremur hlédrægur, en
leyndi á sér. Hann vann á við nán-
ari kynni og kom þá í ljós, að hann
vissi meira um flesta hluti en virst
hafði í fyrstu. Hann var sérstæður
persónuleiki, sem samstarfsmenn
og samferðamenn hans á lífsleiðinni
muna eftir. Þótti mörgum sam-
starfsmönnum hans mjög vænt um
hann og er undirritaður einn þeirra.
Nokkru eftir að Bjarni hóf störf sín
hjá borginni komst ég að því að við
vorum náskyldir, móðir mín og hann
voru systkinaböm. Kölluðum við
hvorn annan frænda upp frá því.
Þegar Bjarni varð að hætta störf-
um hjá borginni um áramótin
1980-81 vegna aldurs, fór heilsu
hans hrakandi. Hann hafði lítið fyr-
ir stafni heimafyrir, enda var sjónin
farin að bila. Hann stundaði þó sund
og kom í heimsóknir á gamla vinnu-
staðinn. Gáfu menn sér þá alltaf
nokkurn tlma til að spjalla við hann.
Með árunum fór þessum heimsókn-
um þó fækkandi.
Sumarið 1988 fluttust þau Svan-
hvít og Bjami úr Stóragerðinu í litla
íbúð í húsi hjá Lofti syni sínum í
Starrhólum 1. Þau voru bæði orðin
heilsulítil og vildu vera sem næst
sínum nánustu. Svanhvít hafði átt
við slæman hjartasjúkdóm að stríða
síðustu árin, en þó hafði engan órað
fyrir að kallið kæmi svo skyndilega
sem raun varð á. Hún lést heima
snemma morguns 21. apríl 1989.
Sama dag varð Bjarni fyrir því
óhappi að detta á stofugólfinu heima
hjá syni sínum og lærbrotna. Það
má því segja að hann hafi brotnað
í tvennum skilningi þennan dag, og
náði hann sér aldrei eftir það. Hann
dvaldist í rámt ár á Borgarspítalan-
um, en síðan á Hjúkrunarheimilinu
Sunnuhlíð í Kópavogi, þar sem hann
lést laugardaginn 13. apríl sl.
Ég votta börnum, tengdabörnum,
barnabömum og öðrum vanda-
mönnum innilegrar samúðar.
Blessuð sé minning Bjarna Lofts-
sonar.
Guttormur Þormar
svo ótal margar munum við geyma
í hjörtum okkar.
Elsku Stína, Sólrán, Kolbrán og
Guðrún. Guð gefí ykkur styrk {
sorg ykkar.
Guðrún og Dagmar
Þorbjörg Þórarinsdótt-
ir frá Austurgörðum
Kristinn Friðbjörns-
son - Kveðjuorð