Morgunblaðið - 27.04.1991, Page 22

Morgunblaðið - 27.04.1991, Page 22
Í22 MORGKNBLAÐIÐ lLAUQARDAGUR:27. APRÍ.L ,1991 Farið var ájeppabifreið upp á Hvannadalshnúk á fimmtudag, í 2119 metra hæð yfir sjávarmáli. Morgunblaðið/ómar Ragnarsson Farið á jeppa á Hvannadalshnúk LEIÐANGUR 29 manna á 12 jeppum er nú á Öræfajökli og tókst honum að koma bíl upp á hæsta tind landsins, Hvannadalshnúk, síðdegis á fimmtudaginn. Bílsljóri var Jón Eyjólfsson. Hópurinn tafðist á leið sinni niður af jöklinum í gær, þar sem skyggni var lítið og færð þung, auk þess sem gengið hafði verulega á bensín- birgðir. Þegar haft var samband við leiðangurmenn síðdegis í gær voru þeir í 2.050 metra hæð yfir sjávarmáli og ætluðu að bíða þar eftir viðbótarbirgðum af bensíni og að veðrið batnaði. Stóðu vonir þeirra til þess að hægt yrði að halda áfram í nótt eða nú í morgun. Leiðangurinn á Öræfajökul var farinn á vegum Bílabúðar Benna og er hún kostuð af bandaríska fyrirtækinu Warn, sem framleiðir spil fyrir bíla. Leiðangurinn lagði af stað á Vatnajökul á sunnudag og var fyrst haldið að skála Jökla- rannsóknafélagsins við Grímsvötn. Þar varð hópurinn veðurtepptur en hélt áfram eftir rúman sólarhring og kom að Hvannadalshnúki aðfaranótt mið- vikudags. Á miðvikudagsmorgun var haldið á hnúkinn í blíðskapar- veðri og tókst þá að koma bflnum upp allar bröttustu brekkurnar. Þar fór hann upp fyrir eigin vélar- afli með aðstoð spils. Aðfaranótt fímmtudags versnaði veðrið en þegar því slotaði laust fyrir há- degi á fímmtudag var haldið áfram. Bíllinn náði svo tindinum um klukkan hálf þrjú þá um dag- inn. Skömmu síðar var lagt af stað til baka og jeppinn spilaður niður að tjaldbúðum leiðangursmanna. Til stóð að fara niður á fímmtu- dagskvöld og voru tveir léttir jepp- ar sendir á undan til að kanna, hvort möguleiki væri á að hópur- inn gæti stytt sér leið niður, en frá því var horfíð. Veður hafði þá versnað, skyggni lítið og færð þung, auk þess sem gengið hafði á bensínbirgðirnar. Þegar haft var samband við leiðangursmenn síðdegis í gær voru þeir í um 2.050 metra hæð yfír sjávarmáli. Þar ætluðu þeir að bíða eftir því að þeim bærist meira bensín og að veðrinu slot- aði. Létu þeir vel af sér enda allir við góða heilsu. Áttu þeir von á að geta lagt af stað í nótt eða nú í morgun og ætluðu þá að fara sömu leið og þeir komu, eða áleið- is til Grímsvatna. Fílharmónía: Haydn-tónleik- ar í Kristskirkju SÖNGSVEITIN Fílharmónía heldur Haydn-tónleika í Krists- kirkju, Landakoti, í dag, laugar- daginn 27. apríl, kl. 17.00 og á morgun, sunnudaginn 28. apríl, kl. .20.30. Á efnisskrá tónleikanna eru sin- fónía nr. 26 í d-moll Lamentatione og Nelson-messa í d-moll eftir Haydn. Auk 80 manna kórs Fflharmóníu koma fram á tónleik- unum einsöngvaramir Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Þuríður Baldursdótt- ir, Þorgeir J. Andrésson og Tómas Tómasson og er þetta í fyrsta sinn sem Þorgeir og Tómas koma fram með Fíiharmóníu. Einnig leikur á tónleikunum 24 manna hljómsveit og er Szymon Kuran konsertmeist- ari. Höfundur verkefnanna, Franz Joseph Haydn (1732-1809), samdi sinfóníuna Lamentatione árið 1768 og vísar nafn verksins til laglínu úr Gregorsöng kirkjunnar. Nelson-messan er sú þriðja í röð- inni af sex messum sem Haydn samdi á árunum 1796 til 1802. Nelson-messan er samin árið 1798 milli Sköpunarinnar og Árstíðanna. Aðgöngumiðar eru seldir í Bóka- búð Lárusar Blöndal, Skólavörðu- stíg, og við innganginn. Sif Tulinius fiðluleikari og Siguijón Halldórsson klarinettuleik- ari. Tvennir einleikstónleikar TVENNIR einleikaraprófstónleikar verða haldnir á vegum Tón- listarskólans í Reykjavík eftir helgi og eru þeir síðari hluti ein- leikaraprófs Sifjar Tulinius fiðluleikara og Sigurjóns Halldórs- sonar klarinettuleikara frá skóianum. FYrri tónleikarnir eru mánu- daginn 29. aríl í íslensku ópe- runni og hefjast kl. 20.30. Þar leikur Sif Tulinius fiðluleikari ásamt Steinunni Birnu Ragnars- dóttur píanóleikara og flytja þær verk eftir Jón Nordal, J.S. Bach, Gabriel Fauré og Camille Saint- Saéns. Seinni tónleikarnir eru þriðju- daginn 30. apríl kl. 20.30 í Norr- æna húsinu. Sigurjón Halldórs- son klarínettuleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanó- leikari flytja verk eftir Claude Debussy, Igor Stravinski, Þorkel Sigurbjörnsson og Johannes Brahms. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Tónleikar Kammersveit- ar Reykjavíkur falla niður Bruno Hoffmann fallinn frá Á MORGUN, sunnudaginn 28. apríl voru fyrirhugaðir tónleikar þjá Kammersveit Reykjavíkur þar sem minnast átti 200 ára ártíðar W.A. Mozarts. Var ætlun Kamm- ersveitarinnar að bjóða tónleika- gestum að hlýða á hið sjaldgæfa hljóðfæri „glerhörpu" í fyrsta sinn á íslandi, en eftir Mozart eru til tvö verk fyrir þetta hljóðfæri. Á vegum Kammersveitarinnar og Goethe-Institute á íslandi var vænt- anlegur til landsins Bruno Hoff- mann, meistar glerhörpunnar. Bruno Hoffmann lést á heimili sínu í Þýska- landi í sl. viku. Banamein hans var hjartaslag. Bruno Hoffmann var fæddur í Þýskalandi árið 1908. Hann vakti glerhörpuna af Þyrnirósarsvefni, en glerharpan var vinsælt hljóðfæri á dögum Mozarts og eru til fyrir hana fjöldi verka frá þeim tíma. Hún gleymdist síðan og er það ekki fyrr en nú á okkar dögum að Bruno Hoffmann lét smíða fyrir sig gler- hörpu og helgaði síðan líf sitt þessu hljóðfæri. Hann ferðaðist um allan heim, kynnti hljóðfærið og hélt tón- leika. Einnig sömdu mörg tónskáld fyrir hann verk, t.d. Richard Strauss, Carl Orff, Harald Genzmer. Bruno Hoffmann. Bruno Hoffmann lék einnig inn á fjölda hljómplatna. Með Bruno Hoff- mann er meistari glerhörpunnar fall- inn frá, en vonandi sofnar hljóðfær- ið ekki aftur Þyrnirósarsvefni. Kammersveit Reykjavíkur vonar að gestir hennar fái tækifæri til að kynnast hljóðfærinu þó síðar verði. (Fréttatilkyning)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.