Morgunblaðið - 27.04.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.04.1991, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 271 APRÍL 1991 Fimm ár liðin frá Tsjernobyl-slysinu: Segja 7.000 manns hafa látist af völdum sfeislunar Moskvu. Kíev. Reuter. * Moskvu, Kíev. Reuter. FIMM ár voru liðin í gær frá kjarnorkuslysinu í Tsjernobyl og var þess minnst við guðsþjónustur um gervalla Úkraínu og víðar í Sovétríkjunum. Stjórnvöld I Moskvu halda því fram, að 31 maður hafi látið lifið í slysinu og í kjölfar þess en formaður úkra- ínsku Tsjernobyl-nefndarinnar segir, að frá 1986 hafi 7.000 manns látist af völdum geislunar- innar. Þá sagði sovéskur sérfræð- ingur í fyrradag, að hætta væri á, að steinsteypt hvelfing, sem gerð var yfir kjarnakljúfinn eftir sprenginguna, hryndi saman með þeim afleiðingum, að geislavirkt ryk dreifðist yfir stór svæði. Þúsundir manna voru við guðs- þjónustur þar sem fórnarlamba kjarnorkuslyssins var minnst og Vladímír Jaborívskíj, sem er sérfróð- ur um Tsjernobyl-slysið, sagði á þingi í gær, að afleiðingar þess væru svo skelfilegar, að Úkraínu- menn gætu sagt með sanni, að þeir hefðu upplifað kjarnorkustyijöld. Vladímír Shokoshítníj, formaður Tsjernobyl-nefndar úkraínska þings- ins, sagði, að eftir slysið hefðu um 700.000 manns tekið þátt í hreinsun- araðgerðum og bentu rannsóknir til, að einn af hvetjum 100 væri nú lát- inn af völdum geislunar eða 7.000 manns. Sagði hann, .að stjórnvöldu hefðu hins vegar reynt að fela þetta með því að dreifa fómarlömbunum, sjúku fólki og deyjandi, víðs vegar um Sovétríkin. Sumir vestrænir sérfræðingar segjast sammála sovéskum stjórn- völdum um, að erfítt sé að kenna geislun um ýmiss konar sjúkdóma en David Marples, Kanadamaður, sem hefur skrifað tvær bækur um Tsjernobyl-slysið, segir, að sam- hengið verði þó æ ljósara. Segir hann, að í raun ríki neyðarástand í suðurhluta (Hvíta-Rússlands og Norður- og Norðvestur-Úkraínu. Þar hafi hvers kyns sjúkdómum fjölgað um 1.000% og oftast vegna "þess, að ónæmiskerfí líkamans er ónýtt — vegna „kjarnorkualnæmisins" eins og það er kallað í Úkraínu. Sovéskur sérfræðingur, V. Jav- orívskíj, sagði í fyrradag, að hætta væri á, að hvelfíng úr jámbentri steinsteypu, sem gerð var yfír kjam- akljúfinni í Tsjemobyl, gæti hrunið saman með þeim afleiðingum, að geislavirkt ryk bærist yfír stór svæði. í kljúfnum er mikið af kjam- orkueldsneyti og 'öðmm geislavirk- um efnum en sovésk stjórnvöld segja, að hvelfíngin eigi að duga í áratugi. Þessar úkraínsku Rauða Kross-stúlkur í Kíev eru að safna framlög- um til styrktar fórnarlömbum Tsjernobyl-slyssins en talið er, að afleiðinga þeirra muni gæta í allt að 150 ár. Um 135.000 manns voru flutt burt eftir slysið en síðan hafa margir snúið aftur þrátt fyrir viðvaranir stjórnvalda. Ein borg, Príbjat, hefur þó alveg verið yfirgefin en þar bjuggu áður 50.000 manns. Skyndiverkföll tugmilljóna verkamanna í Sovétríkjunum: Jeltsín sakaður um að kné- krjúpa fyrir Sovétstj órninni Moskvu, Washington. Reuter. UM 50 milljónir verkamanna í sovétlýðveldinu Rússlandi lögðu niður störf i klukkustund eða héldu fundi í vinnutímanum síð- degis í gær til að mótmæla versn- andi lífskjörum og verðhækkun- um, að sögn sovésku TASS-frétt- astofunnar. Aðgerðirnar voru Yiðræður EFTA og EB: Höggvið á hnútinn á ráðherrafundi í maí Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Yfirsamninganefndir Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) og Evr- ópubandalagsins (EB) héldu sameiginlegan fund í Brussel á fimmtu- dag. A fundinum varð samkomulag um að halda sameiginlegan ráð- herrafund í Brussel 13. maí. A þeim fundi mun að öllum likindum ráðast hvort samkomulag næst í samningaviðræðunum um evrópska efnahagssvæðið (EES) fyrir sumarleyfi. Talsmenn bandalaganna beggja sögðu að loknum fundinum að lítið hefði þokast í samkomu- lagsátt á síðasta samningstímabili. Ljóst er að mikið ber á milli bandalaganna í viðræðunum um sjávarútvegsmál. Menfred Scheich, aðalsamninga- maður Austurríkis, sem talaði fyrir hönd EFTA, sagði að nokkuð hefði miðað í viðræðunum og í máli hans gætti meiri bjartsýni en hjá Horst Krenzler, aðalsamningamanni EB. Eþíópía: Uppreisnar- menn nálgast höfuðborgina Bandaríkjastjórn hefur kallað 600 Bandaríkjamenn heim frá Eþíópíu eftir að stjórnarherinn neyddist til að hörfa undan upp- reisnarmönnumi gær. Þeir ógna nú höfuðborginni frá þremur hliðum. Tilkynning um heimkvaðningu Bandaríkjamanna kom í kjölfar frétta um að uppreisnarmenn hefðu náð borginni Ambo, sem er 105 km fyrir vestan höfuðborgina, á sitt vald. Stjómarerindrekar sögðu að stjórnarherinn hefði í skyndi sent liðsauka á svæðið en allt virtist benda til þess að stjórnarhernum hefði mistekist að bijóta aðgerðir uppreisnarmanna á bak aftur. Stjórnmálaskýrendur segja að ákvörðun Bandaríkjastjómar hafi valdið reiði meðal valdhafa í Eþíóp- íu vegna þess að hún gefí til kynna að ástandið í landinu það í rauninni er. se verra en Scheich sagði að mikið bæri á milli í sjávarútvegi og tillögur EB um sameiginlegan dómstól væru með öllu óaðgengilegar fyrir EFTA en tillögumar gera ráð fyrir að dóm- stóll EB dæmi í öllum málum sem varða sameiginlega reglur EFTA og EB og sérstakur EES-dómstóll úrskurði einungis í málum sem snerta samning bandalaganna sérs- taklega. Krenzler sagði að framkvæmda- stjórnin hefði mjög takmarkaða möguleika á að koma til móts við sjávarútvegshagmuni aðildarríkja EFTA. Útlitið væri þess vegna dökkt í þeim þætti samningavið- ræðnanna. Hann sagði fráleitt að EB gæti sætt sig við þann kost að einstök aðildarríki EFTA hefðu möguleika á að hafna upp á eigin spýtur nýjum reglum eða breyttum. EFTA yrði að sætta sig við að ná innbyrðis samkomulagi, annað hvort höfnuðu þau öll eða reglurnar giltu fyrir alla. Krenzler sagði að enn væri langt í land með að EFTA hefði dregið nægilega úr kröfum um aðlögun- artíma. EB myndi alls ekki skrifa undir samning sem ætti að taka gildi 1. janúar 1993 innan EB en tveimur til fjórum árum síðar innan EFTA. Samkvæmt heimildum í Brussel hafa íslendingar neitað að ræða landbúnaðarmái við EB og sömu- leiðis ýmis önnur atriði, s.s. stytt- ingu aðlögunartíma fyrr en EB hefur lagt fram viðunandi tillögur í sjávarútvegi. skipulagðar af Sjálfstæða verka- lýðssambandinu í Rússlandi sem segist hafa 60 milljónir félaga en Sovétsljórnin hefur lagt bann við verkföllum í landinu. Borís Jeltsín, forseti Rússlands, hefur hvatt 300.000 sovéska námaverk- amenn til að hefja aftur störf en þeir hafa verið í verkfalli i tvo mánuði. Margir róttækir umbót- asinnar saka Jeltsín um að knék- ijúpa fyrir Míkhaíl Gorbatsjov en Jeltsín hefur lýst stuðningi við neyðaráætlun Sovétstjórnar- innar í efnahagsmálum. Gorbatsjov og Jeltsín hafa átt í hatrammri valdabaráttu undan- farna tíu mánuði en virðast nú ætla að snúa bökum saman. Valent- ín Pavlov, forsætisráðherra Sov- étríkjanna, gaf í skyn á fimmtudag að til greina kæmi að fulltrúar and- stæðinga kommúnista og einstakra lýðvelda fengju ráðherraembætti. Ekki er ljóst hvaða loforð Jeltsín hefur fengið fyrir að styðja mála- miðlun um efnahagsáætlun Moskv- ustjórnarinnar og bann við verkföll- um. Óháða fréttastofan Interfax hafði eftir Jeltsín að undirritað yrði nú um helgina mikilvægt skjal sem gera myndi námaverkamönnum kleift að snúa aftur til starfa „með reisn“. Hann útskýrði orð sín ekki nánar. í samkomulagi leiðtoganna er því heitið að verðlag verði lækkað á sumum nauðsynjum og jafnframt að fljótlega verði Sovétmenn látnir velja forseta í fijálsum kosningum. Ljóst er að Gorbatsjov vonar að sinnaskipti Jeltsíns dugi til að nám- amenn hefji störf en umbótasinninn Anatólíj Sobtsjak, borgarstóri í Len- íngrad, segir að Jeltsín ráði ekki þróuninni. Anders Aslund, sænskur sérfræðingur í efnahagsmálum Sovétríkjanna, segir að samkomu- , Reuter Verkamenn í Mínsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, stöðvuðu um- ferð á Orsha-járnbrautastöðinni í gær til að reyna að þvinga stjórn lýðveldisins til að hlýða á kröfur um aukið sjálfræði lýð- veldisins. lag leiðtoganna, sem leiðtogar átta annarra Sovétlýðvelda styðja, sé „bijálæði“. Ekkert sé tekið á efna- hagsvandanum, boðaðar lækkanir á verðlagi muni aðeins auka hrikaleg- an halla ríkissjóðs og flýta fyrir algeru hruni. Er Gorbatsjov varði áætlun stjórnvalda sagði hann m.a.: „Ekkert þjóðfélag getur unnið bug á kreppu með því að beita einvörð- ungu aðferðum markaðsbúskapar- ins“. Bandarískir embættismenn töldu á fímmtudag að samkomulag Gorb- atsjovs og Jeltsíns benti til þess að Sovétleiðtoginn hygðist á ný sækja stuðning hjá umbótaöflunum en sl. sex mánuði hefur hann oftast fylgt harðlínumönnum að málum. Ýmsir stjórnmálaskýrendur sögðu á hinn bóginn að Sovétleiðtoginn hefði aðeins sýnt á ný hæfileika sína.til að halda völdum með því að tefla saman fulltrúum ólíkra viðhorfa með óvæntum stefnubreytingum. Gabriel Schoenfield hjá Öryggis- og alþjóðamálastofnuninni (CSIS) bandarísku sagði styrk Gorbatsjovs felast í því að enginn vildi taka við starfi hans, svo óleysanleg væru verkefnin. Schoenfíeld sagði að vandi Sovétríkjanna yrði ekki leyst- ur fyrr en við tæki ríkisstjórn sem nyti trausts almennings og gæti hrundið í framkvæmd knýjandi umbótum. „Og ekkert slíkt er í augsýn,“ bætti hann við. Gorbatsjov býðst til að segja af sér Á síðari degi miðstjórnarfundar kommúnistaflokksins á fímmtudag bauðst Gorbatsjov til að segja af sér embætti flokksleiðtoga. Þetta gerðist eftir að hann hafði orðið að hlýða á hvassa gagnrýni harðlínu- fulltrúa á stefnu leiðtogans. „Sjötíu af hundraði ræðumanna gagnrýna mig, ekki í eigin nafni, heldur nafni þjóðarinnar. Eg býðst til að segja af mér,“ sagði Sovétleiðtoginn að sögn eins fulltrúanna. Annar full- trúi hafði eftir Gorbatsjov að hann væri orðinn þreyttur á stanslausum aðfínnslum, hann teldi framtíð flokksins skipta' meira máli en eigin völd. Margir töldu að tilfinningarn- ar hefðu borið Gorbatsjov ofurliði er hann varpaði afsagnarboðinu fram og sýndist Vladímír Ivashko varaformaður flokksins reyna að stöðva Sovétleiðtogann áður en hann steig í ræðustól. Stjórn flokks- ins bar upp þá tillögu að ekki yrðu greidd atkvæði um afsögnina og var sú tillaga samþykkt með þorra atkvæða fulltrúa sem eru 300, að- eins 13 voru andvígir. Bush boðar eyðingu efnavopna Washington. Reuter. GEORGE Bush Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að skuldbinda Bandaríkin til þess að eyða öllum efnavopnum sínum í síðasta lagi árið 2002, að sögn embættismanna. Er það liður í nýjum tillögum Bandaríkjamanna í afvopnunarmálum. Bush mun kynna nýjar afvopnun- artillögur á næstunni er hann flytur stefnuræðu um málefni Mið-Aust- urlanda. Bush og Míkhaíl Gorb- atsjov Sovétforseti undirrituðu yfír- lýsingu á fundi sínum í Washington í júní í fyrra þar sem þeir hétu því að árið 2002 yrðu einungis 5.000 tonn af efnavopnum eftir í eigu hvors risaveldis. Hefði það þýtt að Bandaríkjamenn myndu einungis halda eftir sem nemur '2% af efna- vopnaforða sínum. Bush sagði þá að Bandaríkjamenn myndu eyða öllum efnavopnum sínum ef sam- komulag næðist í Genfarviðræðum 40 ríkja um bann við framleiðslu og geymslu slíkra vopna. Notkun efnavopna í hernaði var bönnuð árið 1925 en írakar beittu þeim í stríðinu gegn íran og gegn óbreyttum Kúrdum í norðurhluta íraks árið 1988. Þeir hótuðu notkun efnavopna í Persaflóastríðinu en Iétu ekki verða af því. Genfarviðræðurnar hafa dregist á langinn án sýnilegs árangurs um nokkurra ára skeið, en með hinu nýja tilboði sínu hyggst Bush blása nýjum glæðum í þær. Ennfremur er hann sagður vilja notfæra sér það tækifæri sem felst í því að írak- ar eru skyldaðir til að eyða eitur- vopnum sínum samkvæmt skilmál- um Sameinuðu þjóðanna um vopna- hlé í Persaflóastríðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.