Morgunblaðið - 27.04.1991, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRIL 1991
Minning:
Olafur P. Páls-
son, Borgamesi
Fæddur 24. ágúst 1971
Dáinn 21. apríl 1991
>
Jf-
Að kvöldi laugardagsins 20. apríl
varð höi-mulegt banaslys rétt fyrir
utan Borgarnes, og mér var sagt
að elsku litli bróðir minn hefði lát-
ist af völdum þess. Guð minn góð-
ur, ekki gat ég trúað þessu, að elsku
Óli minn væri farinn. Hvers vegna
hann sem var svo yndislega kátur
og lífsglaður og átti svo ótal margt
eftir.
Mig langar að minnast hans með
fátækum orðum. Mér er það svo
minnisstætt þegar ég flutti til
Ólafsvíkur snemma á síðasta ári,
en þá kom hann til mín og sagði
við mig, Ásta mín, veistu að ég
sakna þess að hafa þig ekki í Bor-
garnesi. En svo flutti ég aftur heim
í Borgarnes og þá glaðnaði yfir Óla
mínum, en á meðan ég bjó í Ólafs-
vík kom hann oft til mín í heimsókn
og var svo indæll og góður. En eft-
ir að ég kom aftur heim urðum við
svo samrýnd og svo góðir vinir. Við
gátum talað um öll vandamál hvors
annars og alltaf sagði Óli við mig,
Ásta, þetta reddast allt saman. Og
oftar en einu sinni var hann tilbúinn
að laga og þrífa bílinn fyrir mig
og við skiptumst á að laga til í bílun-
um okkar. Ég minnist þess líka
þegar hann og vinur hans fóru að
spila saman í hljómsveit sem þeir
kölluðu Túrbó. Það var svo margt
sem gekk á þar og svo margt
skemmtilegt. Þeir tóku tvisvar þátt
í Músiktilraunum og toppurinn var
þegar þeir spiluðu á HóteÍ Islandi.
Ég var svo stolt af iitla bróður
mínum sem stóð sig alltaf svo vel
í þessu. Alltaf kom hann til mín
áður en hann fór að spila og spurði
mig í hveiju hann ætti að vera.
Þetta fannst mér svo vænt um því
ég fann hvað hann treysti mér mik-
ið.
Það er ekki langt síðan hann kom
til mín og tilkynnti að hann ætlaði
að taka þátt í íslandsmóti í kraft-
lyftingum. En vandamálið hjá hon-
um var það að losna við nokkur
aukakíló til að geta keppt í vissum
þyngdarflokki. Ég gat ekki annað
en hlegið en dró hann út með mér
að hlaupa. En allt þetta skeði dag-
inn fyrir mótið. En þessi hlaup okk-
ar urðu til þess að hann varð ís-
landsmeistari í sínum flokk. Ég
varð svo stolt af honum. Þessi elsku
litli bróðir minn var mér svo mikið
og þessi stóri missir er svo sár en
sú huggun er að ég veit að honum
er ætlað meira hjá Guði og ég veit
að þar stendur hann sig vel. Það
er satt að þeir deyja ungir sem
guðirnir elska. En samt svo sárt.
Elsku besti Sissi og Steini, Guð
blessi ykkur og styrki ykkur í þess-
ari sorg.
Elsku mamma, pabbi, Einar,
Ragnheiður og Guðmundur minn,
ég veit að góður Guð styrkir okkur
í þessari miklu sorg og svo stórum
missi, og allir hans góðu ættingjar
og hans góðu vinir.
Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur
hug þinn, og þú munt sjá, að þú grætur
vegna þess, sem var gleði þín.
(KG)
Guð blessi ykkur öll.
Ásta Pálsdóttir
Hinir dánu eru ekki horfnir að
fullu. Þeir eru aðeins komnir á und-
an. (C.).
Þessu trúum við, og með það í
huga settumst við niður til að skrifa
fáein kveðjuorð til Óla Palla.
Margar af minningum okkar um
Óla Palla tengjast sveitinni okkar
allra, Haukatungu, þar sem hann
átti heima þangað til hann fluttist
til Borgarness. Þótt hann hafi flutt
5 ára gamall sótti hann alltaf í að
fá að koma í sveitina og vera í
nokkra daga. í sveitinni var alltaf
mikið um að vera, og heilluðu trakt-
orarnir hann sérstaklega. Mesta
sportið var að fá að fara í traktors-
ferðir þar sem hann vildi helst sitja
undir stýri. Margt fleira heillaði
hann þar, eins og að fara á hestbak
og fljúgast á við hundinn. Þar sem
hann var alltaf á fullu útivið varð
hann fljótt svangur. Sérstaklega
minnisstætt er þegar hann kom inn
í dyrnar og spurði: „Hvað ertu að
baka?“ Svarið var að verið væri að
baka gersnúða. Var hann þá fljótur
að koma með þá eindregnu ósk sína
að þeir yrðu hafðir stórir og sett
yrði á þá súkkulaði.
Það var alveg sama hvar eða
hvenær við hittum Óla Palla, al'itaf
mætti okkur þetta hlýja, glettna og
glaðværa bros sem einkenndi hann.
I öllum samskiptum sínum við aðra
gaf hann svo mikið af sjálfum sér,
og skildi svo mikið eftir af hlýju
og væntumþykju. Alltaf var mikið
fjör í kringum hann þó hann gæti
verið alvörugefinn þegar svo bar
undir.
Að lokum viljum við þakka Óla
Palla fyrir alltog allt. Elsku Gagga,
Palli, Einar, Ásta, Ragnheiður og
Guðmundur, við getum lítið sagt
en hugurinn er hjá ykkur.
Þú
sem ferð
ferð aldrei allur.
Hveiju sinni
skilur þú eitthvað eftir.
Hluta af þér - í mér.
^ (SPE)
Binni, Beggi, Daddi, Óli,
Valgarð Pitta, Valla, Unna
og fjölskyldur.
Okkur langar að minnast í fáum
orðum vinar okkar og góðs félaga,
Ólafs Páls Pálssonar, sem lést af
slysförum aðfaranótt sunnudagsins
21. þ.m.
Þegar einum úr hópnum er kippt
svo skyndilega í burtu og á svo
sviplegan hátt sem þarna varð,
verðum við sem lömuð og getum
naumast trúað að slíkt hafí gerst í
raun og veru.
Við minnumst Óla Palla, eins og
hann var kallaður, sem góðs drengs
sem gott var að eiga sem vin í leik
og starfi. Við eigum góðar minning-
ar úr þreksalnum, þar sem ávallt
var hjálpast að, hlegið og gert grín
og átti hann góðan þátt í því, og
það var í raun sama hvar og hve-
nær maður hitti hann, maður gat
alltaf treyst því að hann gæfi sér
tíma til þess að spjalla og koma
manni í gott skap, því ávallt var
stutt í brosið og bjarta fallega svip-
inn hans. Lengi gætum við minnst
allra góðu stundanna sem við áttum
saman.
Stundum talaði Óli Palli um
dauðann við okkur eins og hann
hefði skynjað að hann myndi kveðja
okkur og þennan heim áður en langt
um liði. Fráfall hans skilur eftir
gífurlegt tómarúm í hjörtum okkar
allra sem þekktum hann. Við vott-
um fjölskyldu hans, vinum og ætt-
ingjum okkar dýpstu samúð.
„Aðeins sá, sem drekkur af vatni þagnarinn-
ar, mun þekkja hinn volduga söng.
Og þegar þú hefur náð ævitindinum, þá
fyrst munt þú hefja fjallgönguna.
Og þegar jörðin krefst líkama þíns, muntu
dansa [ fyrsta sinn.“
(Ur Spámanninum, Kahlil Gibran.)
Dóra, Grétar og Jón Bjarni
Kosningadagurinn rann upp með
sól og blíðu og allir hlökkuðu til
kvöldsins. En engum datt í hug
hvað átti eftir að gerast. Um mið-
nætti breyttist gleðin í martröð.
Hræðilegt slys hafði orðið. Einn
best vinur okkar, hann elsku Óli
Palli, hafði látist og tveir aðrir góð-
ir vinir okkar slasaðir.
Allt varð dimmt og drungalegt
og fáir sáust á ferli. En hver er
tilgangurinn? En eins og sagt er:
„Þeir sem guðirnir elska deyja ung-
ir.“ Væntanlega hefur hann verið
kallaður til mikilvægra starfa ann-
ars staðar.
Einhvern veginn getur maður
ekki trúað því að hann sé farinn
að eilífu svona ungur, aðeins 19 ára
hraustur og myndarlegur strákur,
sem okkur hefði fundist réttlátt að
fengi að lifa lengur. Erfitt verður
að sætta sig við þetta og ætíð
munum við minnast hans.
Ólafur Páll eða Óli Palli eins og
hann var alltaf kallaður af vinum,
var ávallt svo hress, brosandi og til
í allt. En nú þegar hann er farinn
er gott að eiga allar þessar góðu
minningar um hann og ánægju-
stundir okkar saman sem hefðu
mátt vera svo miklu miklu fleiri.
En við erum þakklátar fyrir að
hafa kynnst honum svona vel.
Við vonum að honum hafi verið
vel tekið þar sem hann dvelur nú
Minning:
SigríðurL Hannes-
dóttir, Ólafsfirði
Fædd 1. september 1934
Dáin 22. apríl 1991
í dag er sorg í ranni. Til moldar
er borin kær vinkona og góður fé-
lagi, Sigríður Hannesdóttir, dóttir
^ hjónanna Halldóru Magnúsdóttur og
Hannesar Jónssonar. Hún ólst upp
ásamt þremur systrum, þeim Svand-
ísi, Hólmfríði, Maríu og fósturbróð-
ur, Ólafi Karlssyni, á Staðarhóli í
Aðaldal. Ég kynntist Siggu fyrst
árið 1957 er hún kom til Olafsfjarð-
ar sem unnusta frænda míns, Garð-
ars Guðmundssonar. Gengu þau í
hjónaband 27. desember það sama
ár. Þau eignuðust fjögur börn. Þau
eru: Halldóra, Guðmundur, Ólöf og
Hannes. Með okkur Siggu tókust
mikil og góð kynni sem stóðu æ síð-
an. Við bjuggum hlið við hlið, aðeins
smá girðing á milli sem auðvelt var
að stökkva yfír í þá daga, því ómiss-
andi var að byija daginn án þess
að fá sér kaffisopa og rabba saman
því hún var svo glaðvær og hress
og gat miðlað öðrum gleði og hlýju.
Með börnum okkar var góð vinátta,
þó sérstaklega voru Gummarnir okk-
ar samrýndir. Okkar kæru vinkonu
^ verður sárt saknað en minningin um
hana og allar góðu stundírnar eigum
við eftir. Elsku Garðar, börn,
tengdabörn, barnabörn og tengda-
móðir sem nú kveðja ástkæran lífs-
förunaut og vin, Guð styrki ykkur
og styðji í sorgum ykkar.
Hafi Sigga mín þökk fyrir allt.
Verði líf hennar hér ljósgeisli á vegi
ástvina hennar og verði minning
þeirra jafn björt og hennar.
Freyja
Mikil og traust vinkona okkar,
Sigríður Ingibjörg Hannesdóttir á
Ólafsfirði, er látin langt um aldur
fram. Þegar tengdasonur hennar
hringdi til okkar að morgni 22. þessa
mánaðar og tilkynnti okkur að hún
væri dáin, hafði okkur síst grunað
að símtal við hana norður kvöldið
áður yrði hið síðasta.
Sigga, eins og hún var ávallt köll-
uð, var afar geðþekk kona að yfir-
bragði, hlýleg og glaðsinna og það
var alltaf jafn notalegt að vera í
návist hennar. Hún fæddist 1. sept-
ember 1934 og ólst upp á Stað-
arhóli í Aðaldal með þremur systrum
sínum og fósturbróður en fluttist til
Ólafsfjarðar þar sem hún giftist
Garðari Guðmundssyni, útgerð-
armanni. Þar bjó hún Garðari og
börnum þeirra ríjórum, Halldóru,
Guðmundi, Ólöfu og Hannesi, einkar
vistlegt heimili. Henni þótt vænt um
*
að hafa í kringum sig blóm og fal-
lega hluti og hún lagði mikla alúð í
að rækta garðinn umhveríis húsið
þeirra upp í hlíðinni við Ólafsfjörð.
Þaðan er einstaklega fallegt útsýni
yfir fjörðinn og ógleymanleg eru
mörg kvöldin þegar við sátum saman
yfir kaffibollum, skröfuðum um
heima og geima og nutum sólarlags-
ins. Hún gladdist yfír velgengni
barna sinna sem eru nú öll uppkom-
in og hafa stofnað sín heimili og
barnabörnin átta voru líf hennar og
yndi. Hún hlakkaði mikið til þess
að vera við fermingu fyrsta barna-
barns síns nú um hvítasunnuna, Sig-
urðar Garðars, sem ber nafn þeirra
hjónanna beggja. En það fór á ann-
an veg.
Sigga var mikill vinur vina sinna.
Þegar dóttir okkar Gígí og Rafn,
tengdasonur okkar, fluttust norður
til Ölafsfjarðar og bjuggu þar um
þriggja ára skeið, stóð heimili Siggu
og Garðars þeim opið og verður seint
fullþökkuð sú hlýja sem þau sýndu
börnum okkar þegar þau voru að
koma sér fyrir á nýjum stað, sem
best verður lýst með því að dæturd-
ætur okkar kölluðu hana aldrei ann-
að en ömmu Siggu. Gígí og Rafn
og dætur þeirra hugsa til hennar
með djúpu þakklæti. Einnig Gestur
og Óli synir okkar, en sá síðarnefndi
bjó hjá þeim, þegar hann var um
stundarsakir í vinnu hjá Garðari.
Tilhlökkun var allaf jafn mikil
þegar við áttum von á Siggu og
Garðari að norðan eða þegar við
fórum til þeirra. Hún tók á móti
gestum sínum með sinni eðlislægu
einlægu hlýju og oft var spilað fram
á nótt. Þegar hún hringdi til okkar
þá talaði hún alltaf um að vega-
lengdin væri allof löng á milli okkar
og óskaði þess að við værum nú
komin til að slá í spil.
Sigga hafði átt við veikindi að
stríða og þurfti vegna þeirra að leita
suður. Á milli þess að hún dvaldi á
spítalanum bjó hún hjá okkur og
aldrei vildum við trúa því að svona
færi því hún bar sig svo vel.
Við vinir Siggu höfum mikið misst
en mestur er missir Garðars, barna
þeirra, barnabarna og systkina. Við
þökkum henni allt sem hún var okk-
ur um langt árabil og biðjum Guð
að styrkja þig elsku Garðar og íjöl-
skylduna á þessum erfiðu tímum.
Hildur, Pétur og fjölskylda.
og honum líði vel.
Elsku Gagga, Palli, Einar og
Ásta, við viljum votta ykkur okkar
innilegustu samúðarkveðjur og
biðja algóðan Guð að styrkja ykk-
ur, ij'ölskylduna og nánustu vini í
þessari miklu sorg.
Einnig viljum við votta okkar
elskulegu vinum, Sissa og Steina,
sem einnig eiga um sárt að binda,
okkar dýpstu samúðarkveðjur.
Megi minningin um góðan dreng
varðveitast í hjörtum okkar um
ókomin ár.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem.)
Fari hann í Guðs friði.
Elva Björk og Sólveig Ásta.
Þegar mér varð ljóst að vinur
minn Óli væri dáinn greip mig
mikil sorg og tómleiki. Þennan
hörmungardag hafði ég hitt Óla
og því trúði ég því ekki að hann
hefði kvatt lífið svo skömmu eftir
að ég sá hann í síðasta sinn. Minn-
inguna um hann mun ég þó alltaf
geyma þó við Óli sjáumst ekki í
bráð.
Óli, eða Óli Palli eins og hann
var oftast nær kallaður, var mjög
lífsglaður og lifði fyrir líðandi
stund. Ég tók eftir því að það var
sem hann vissi að hans stund hér
á jörðinni yrði stutt, því naut hann
hverrar gleðistundar sem gafst og
nýtti öll tækifæri til nýrra kynna.
Óli var vinamargur, einkum vegna
þess hversu skemmtilegur og
traustur vinur hann var. Hann
hafði þann einstaka hæfileika að
geta alltaf hresst mann við þegar
maður var niðurdreginn. Það var
alltaf stutt í brosið hjá Óla og að
hitta hann var oft eins og maður
fylltist orku og bjartsýni.
Ég mun sakna Óla, en ég veit
að þegar ég kveð þessa jörð og
hverf inn í annað líf mun hann
vera fyrstur manna til að bjóða
mig velkominn, með bros á vör.
Að lokum vil ég votta mína dýpstu
samúð til foreldra hans, systkina,
ættingja og vina. Megi allar góðar
vættir styrkja ykkur öll.
Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur
hug þinn, og þú munt sjá að þú grætur
vegna þess, sem var gleði þín.
(Kahlil Gibran)
Geir B. Guðmundsson
Æ, hvar er leiðið þitt lága?
Mig langar að mega
leggja á það liljukrans smáan,
því liljurnar eiga
sammerkt með sálinni þinni
og sýna það, vinur minn besti,
að ástin er öflug og lifir,
þótt augun í dauðanum bresti.
(Jóhann Sigurjónsson)
Hvernig geta fuglarnir sungið?
Þetta var eitt af því fyrsta sem
kom upp í hugann þegar ég vakn-
aði eftir erfiðustu nótt ævi minnar,
nóttina sem Óli Palli kvaddi þennan
heim.
Mér fannst óskiljanlegt að hægt
væri að komast yfir þessa miklu
sorg. En með því að takast á við
erfiðleikana sigrar maður þá.
Við vorum skólafélagar í gegn
um grunnskóla en kynntumst ekk-
ert að ráði fyrr en síðastliðið sum-
ar. Það var ósjaldan sem hann tók
okkur vinkonurnar, mig og Heidi,
á rúntinn. Þá var mikið spjallað og
hlustað á tónlist. Jólafríinu eyddum
við fjögur saman; ég, Heidi, ÓIi og
Sissi. Við urðum ein heild. Þau jól
líða okkur aldrei úr minni. Að loknu
jólafríi skildust leiðir okkar um
tíma en svo næðum við aftur upp
góða vinskapnum og eyddum sam-
an óteljandi stundum.
Það er fyrst við svona áfall sem
maður finnur hversu vináttuböndin
eru sterk. Nú verðum við, vinirnir
sem eftir lifa, að haldast í hendur
og styðja hvert annað aftur út í
lífið, þrátt fyrir að stórt skarð hafi
verið höggvið í þennan vinahóp.
Óli Palli var trúnaðarvinur minn