Morgunblaðið - 27.04.1991, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.04.1991, Blaðsíða 27
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1991 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1991 27- Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreíðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Stj órnar myndun Forseti íslands hefur veitt Davíð Oddssyni, for- manni Sjálfstæðisflokksins, umboð til stjórnarmyndunar. Það er eðlileg niðurstaða kosningaúrslitanna og þeirra viðræðna, sem fram hafa farið undanfarna daga á milli forystumanna stjórnmála- flokkanna. Davíð Oddsson hefur lýst því yfir, að hann óski eftir viðræðum við Al- þýðuflokk um myndun nýrr- ar ríkisstjórnar og hefjast formlegar viðræður á milli forystumanna þessara tveggja flokka í dag. Það er eðlileg afleiðing þeirrar mál- efnastöðu, sem við blasir í íslenzkum stjómmálum. Morgunblaðið gagnrýndi stjórnmálaflokkana mjög í kosningabaráttunni fyrir það að fjalla ekki meira um mál- efni, en þeir gerðu. Hins veg- ar er það fagnaðarefni, að það er samstaða um mál- efni, sem ræður ferðinni í þeim viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar, sem hefjast í dag undir forystu Davíðs Oddssonar. Alþýðu- flokkurinn hefur komizt að þeirri niðurstöðu, að það sé líklegra til þess að tryggja framgang helztu baráttu- mála flokksins að taka upp samstarf við Sjálfstæðis- flokkinn og þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur komizt að sömu niðurstöðu varðandi helztu baráttumál flokksins. Þótt óformlegar viðræður forystumanna Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks hafi gengið vel til þessa, er aldrei hægt að fullyrða fyrirfram um það, hvort stjórnarmynd- un tekst. Yafalaust eiga ein- hverjir erfiðleikar eftir að koma upp í þessum viðræð- um, eins og alltaf er, en ef málefnin ráða ferðinni áfram er ástæða til að búast við jákvæðum árangri af tilraun Davíðs Oddssonar til stjórn- armyndunar. Verði af stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- flokks, má búast við hatrömmum viðbrögðum frá Framsóknarflokki en þó al- veg sérstaklega Alþýðu- bandalagi. Forystumenn Al- þýðubandalagsins virðast ekki vita sitt rjúkandi ráð vegna þeirrar stefnu, sem stjórnarmyndunin hefur tek- ið. Hins vegar má ganga út frá því, að þeir beiti öllum hugsanlegum brögðum til þess að gera slíkri ríkisstjórn erfitt fyrir. Þess vegna þurfa stuðningsmenn Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks að vera undir það búnir að taka fast á móti öllum tilraunum foringja Alþýðubandalagsins til þess að bregða fæti fyrir stjórnarmyndun Davíðs Oddssonar eða taka upp skotgrafahernað gegn slíkri ríkisstjórn. ' Það eru 20 ár liðin frá því að farsælu tólf ára stjórnar- samstarfi Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks lauk. Sú rikisstjórn náði, þegar á heildina er litið, mestum árangri allra ríkisstjórna, sem setið hafa frá því að lýðveldi var stofnað á ís- landi. Samstarf þessara tveggja flokka olli þáttaskil- um í íslenzku þjóðlífi á marg- an veg. Nú hafa þjóðmálin þróazt á þann veg, að þessir tveir flokkar eiga á ný mesta sam- leið stjórnmálaflokka í landinu. Framundan eru átök við nokkur veigamestu mál, sem þjóðin hefur þurft að takast á við í sögu lýðveldis- ins. Það fer vel á því, að þessir tveir flokkar, sem áður hafa skilað svo miklum árangri sameiginlega, fái það verkefni að leiða þjóðina inn í nýja öld. Næstu árin verða enginn dans á rósurn á vett- vangi stjórnmálanna en það skiptir miklu máli, hvernig til tekst um tengsl okkar ís- lendinga við Evrópuríkin, um samninga um byggingu ál- vers, um mótun nýrrar fisk- veiðistefnu og um samdrátt í umsvifum íslenzka ríkisins. Takist stjórnarmyndun Dav- íðs Oddssonar í samvinnu við Jón Baldvin Hannibalsson nú, munu stuðningsmenn þessara tveggja flokka binda miklar vonir við stjórnarsam- starfíð og forystumenn þeirr- ar ríkisstjórnar geta jafn- framt gert kröfu um sterkan stuðning frá flokksmönnum sínum og öðrum velunnur- um. Morgunblaðið/Sverrir Flokkstjórn Alþýðuflokksins kom saman s.l. fimmtudagskvöld til að ræða stöðuna í stjórnmálunum. Það var mat Jóns Baldvins Hannibalsson- ar eftir fundinn, að mikill meirihluti hefði verið hlynntur stjórnarsamstarfi við sjálfstæðismenn. Hér kemur Jón til fundarins og heilsar Jó- hönnu Sigurðardóttur og Rannveigu Guðmundsdóttur. Steingrímur Hermannsson: Hef vitað uin Yiðreisnarvilja Alþýðuflokks í tvo mánuði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra segist hafa vitað af vilja forystumanna Alþýðuflokksins til stjórnarsamstarfs við Sjálf- stæðisflokkinn undanfarna tvo mánuði. Steingrímur vísaði með öllu á bug í samtali við Morgunblaðið í gær, að hans málflutningur varð- andi Evrópubandalagið í kosningarbaráttunni hefði kostað hann reiði krata og þar með forsætisráðherrastólinn. „Þetta er aum afsökun hjá Alþýðuflokknum og algjör fyrirsláttur," sagði Steingrímur. „Ég hef óttast það í tvo mánuði að hér yrði mynduð Viðreisn á ný. Ég óttaðist það, jafnvel þótt við næðum meirihluta, sem ég bjóst ekki við, að innan Alþýðuflokksins væru það áhrifamikil öfl, sem ekk- ert vildu annað en stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Jón Baldvin sagði mér þetta sjálfur fyrir hálfum öðrum eða tveimur mánuðum síðan, svo ekkert kemur mér á óvart í þessum efnum,“ sagði Steingrímur. Hann sagði Jón Sigurðsson hafa starfað að því bæði ljóst og leynt að hér yrði mynduð samstarfsstjórn Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks. „Við Jón Baldvin áttum mjög góðan fund í morgun og þar tók hann fram að hann erfði ekkert af Ólafur Ragnar Grímsson sagði að hann, Jón Baldvin Hannibalsson og Jóhanna Sigurðardóttir væru fyrsta fólkið í sögu jafnaðarhreyf- ingarinnar á íslandi sem hefði átt þess kost að setja Sjálfstæðisflokk- inn til hliðar í íslenskum stjórnmál- þessu sem hefur verið ágreiningur okkar upp á síðkastið. Þetta væri bara eðlilegt,“ sagði Steingrímur. Hann kvaðst hafa greint forseta frá því í gærmorgun að hann væri reiðubúinn til þess að reyna myndun félagshyggjustjórnar. „En ég geri fastlega ráð fyrir því að Jón Bald- vin bendi á Davíð og þá er sjálfgef- ið fyrir forseta að fara þá leið.“ A fréttamannafundi sem Steingrímur Hermannsson hélt í gær, sagði hann að_ sér hefði ekki þótt eðlilegt að Ólafur Ragnar Grímsson byði Jóni Baldvin Hanni- balssyni forsætisráðherraembætti í nýrri ríkisstjórn, þótt hann erfði það ekki við hann. Steingrímur svaraði neitandi spumingu um hvort þetta, um og byggja hér upp sterka og öfluga jafnaðarhreyfingu. „Ég hélt að það væri sú hugsjón, sem hefur bundið okkur Jón Baldvin saman,“ sagði Ólafur. „Við fórum sem ungir menn í framboð 1974 í nafni þeirrar hug- og formlegar viðræður Alþýðu- flokks og Sjálfstæðisflokks, yrði ekki til þess að erfitt yrði fyrir leið- toga núverandi stjórnarflokka að ná saman aftur, færu viðræður um Viðreisn út um þúfur. Steingrímur sagði í því sambandi að hann teldi málefnagrundvöll milli flokkanna vera til staðar, og ekki þyrfti lang- INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, þingmaður Kvennalistans í Reykjavík, segir að það komi sér ekki á óvart, að forseti Islands skuli hafa veitt Davíð Oddssyni, sjónar. Við fórum saman í funda- herferð um landið í janúar 1989 og boðuðum framtíðarsýn jafnaðar- mannahreyfingarinnar. í borgar- stjórnarkosningunum í fyrra mynd- uðu þúsundir af ungu fólki nýjan vettvang, sem var helgaður þeirri hugsjón. Ég skil þess vegna ekki hvers vegna Jón Baldvin kýs að bregðast þessari hugsjón og reynir ekki einu sinni að mynda ríkisstjóm þessara flokka áfram. Það hefur verið draumur íslenskra jafnaðar- manna, að öflug jafnaðarmanna- hreyfing yrði ráðandi afl í íslenskum stjórnmálum. Þennan draum drap Jón Baldvin í gær,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson. an tíma til að fullvinna málefna- samning væri vilji fyrir hendi. Steingrimur tók það fram að hann ætlaði sér ekki að hætta í stjórnmálum eða segja af sér sem formaður Framsóknarflokksins, þótt flokkurinn lenti nú í stjórnar- andstöðu, heldur myndi hann sinna flokkstarfi þeim mun meira. formanni Sjálfstæðisflokksins, umboð til stjórnarmyndunar. Hún segir Kvennalistinn muni nú bíða og sjá hvað út úr viðræð- um Alþýðuflokks og Sjálfstæðis- flokks komi, en ef þeir nái ekki saman sé Kvennalistinn tilbúinn til viðræðna um fjögurra flokka vinstri stjórn. „Þetta kemur mér ekki á óvart,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. „Eftir viðræður okkar við Jón Bald- vin Hannibalsson, formann Alþýðu- flokksins, á fimmtudaginn gerði ég mér grein fyrir að áhugi Alþýðu- flokksmanna á því að ræða stjórn- armyndun við sjálfstæðismenn var mun meiri en á viðræðum um fjög- urra flokka stjórn." Hún segir að Kvennalistinn muni nú bíða og sjá hvað komi út úr við- ræðum Sjálfstæðisflokks og Al- þýðuflokks, en ef þær beri ekki árangur sé Kvennalistinn áfram til- búinn til viðræðna um stjórnar- myndun með Alþýðuflokki, Alþýðu- bandalagi og Framsóknarflokki. „Við höfum staðið í könnunarvið- ræðum við þessa flokka, og það hefur ekki komið upp neinn sérstak- ur ágreiningur milli okkar og þeirra. Það virðast hins vegar vera einhver óleist mál í samskiptum Alþýðu- flokks og Framsóknarflokks." Svartur dagur í sögujafn- aðai-mannalireyfingarirmar - segir Olafur Ragnar Grimsson ÓLAFUR Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins, segist ekki skilja þá ákvörðun Jóns Baldvins Hannibalssonar, formanns Alþýðuflokksins, að leggja til við forseta að veita Davíð Oddssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, umboð til stjórnarmyndunar. I sam- tali við Morgunblaðið í gær sagði Ólafur að þetta væri svartasti dagurinn í sögu íslenskrar jafnaðarmannahreyfingar, þar sem Jón Baldvin hefði brugðist hugsjón íslenskra jafnaðarmanna um að hér yrði byggð upp öflug jafnaðarmannahreyfing, sem setti Sjálfstæðis- flokkinn til hliðar í íslenskum stjórnmálum. Þetta kemur mér ekki á óvart - segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir LÍTIÐ YKKUR NÆR -segir Yoko Ono, sem opnar sýningu á verkum sínum á Kjarvalsstöðum í dag Á sýningu sem opnuð verður í vestursal Kjarvalstaða í dag, verða sýnd 111 verk sem Yoko Ono hefur unnið á árunum 1960 til 1990 og er sýningin því nokk- uð ítarlegt yfirlit yfir myndlist- arferil hennar. Myndverk Yoko Ono eru ná- tengd því hlutverki sem sem hún hefur óneitanlega tekið að sér; að boða frið. Hún gerir sér mat úr smáum hlutum, úr daglegu umhverfi og skilaboð hennar eru „Líttu þér nær.“ Á blaðamannafundi sem Yoko hélt á Kjai-valsstöðum í gær, kvaðst hún ekki svartsýn á að friður gæti náðst í heiminum, þrátt fyrir Persaflóastríðið og aðr- ar væringar, og bætti við: „Hér áður hélt ég að friður mundi ríkja í heiminum árið 1990. Svo er ekki. En það þýðir ekki að allt sé tapað - heldur að friðarbaráttan taki lengri tíma. Eg var mjög bjartsýn - en þótt draumar mínir hafi ekki ræst, geri ég mér grein fyrir að barátt- an fyrir friði er mun útbreiddari en hún var á 7. áratugnum. Við hugsum meira um frið og hvaða leiðir eru að honum. Þið íslendingar getið skipað veigamikið hlutverk í friðarbarát- tunni. í stað þess að hugsa: „Hvers erum við, lítil þjóð, megn- ug,“ eigið þið að gera ykkur grein fyrir hvaða forskot þið hafið. Ég hef oft heyrt talað um ísland og lesið um það; um hreinu jörðina, loftið og vatnið. En þegar ég kom hingað, áttaði ég mig á því hvað- an þið hafið allan ykkar styrk og orku; frá jörðinni. Ef þið eydduð meiri tíma í að gleðjast yfir og njóta þessarar ómenguðu'náttúru Morgunblaðið/Einar Falur. það, get ég sagt ykkur að fyrir utan heimili mitt safnast oft aðdá- endur, búnir myndavélum og mynda húsið í gríð og erg. Þeir eru að reyna komast að því hvern- ig ég lifí. Á meðan á þessu stend- ur, geng ég út og inn án þess að þeir taki eftir mér. Það er þetta sem ég á við, þegar ég segi; lítið ykkur nær og njörvið ekki mark- mið ykkar niður. Þið gætuð misst af því sem er mikilvægt og þið eruð að leita að.“ Yoko Ono á Kjarvalsstöðum í gær. og skilduð að hana hafið þið fram yfir flestar aðrar þjóðir, gætuð þið verið öðj'um þjóðum fyrirmynd - og það eru fyrirmyndirnar sem hafa mestu áhrifin. Smáir hlutir eru Yoko hugleikn- ir og hún segir frá því að fyrst eftir að eiginmaður hennar, John Lennon, féll frá, hafi hún örvænt um að hún hefði tapað mikilvæg- um stalli til að útbreiða friðarboð- skap sinn. En frá þeim tíma hafi hún tekið upp aðrar aðferðir: „í hvert sinn sem ég heyri einhvern segja eitthvað sem máli skiptir, eða les góða setningu í dagblaði eða tímariti, sendi ég höfundinum póstkort og þakka honum fyrir. Það tekur ekki langan tíma og með þessu hjálpum við hvert öðru - og það er alltaf gott að vita að maður stendur ekki einn. Við erum oft með fyrirfram ákveðnar hugmyndir og erum svo upptekin af hugðarefnum okkar,“ sagði Yoko ennfremur, „að við missum af því sem er að gerast í kringum okkur. Sem dæmi um Leikarar og aðstandendur leikritsins um Kaj Munk, Höfn í Hornafirði: Leikritið Kaj Munk í Hafnarkirkju LEIKRIT Guðrúnar Ásmundsdóttur um Kaj Munk verður frumsýnt í leikstjórn Hlínar Agnarsdóttur í Hafnarkirkju, Höfn í Hornafirði, næstkomandi sunnudag, 28. apríl, kl. 20.30. Nítján leikarar koma fram í sýningunni, sá yngsti, Bryiyar Smári Bjarnason sem leikur yngsta Kaj Munk, er aðeins 6 ára gainall. Hjalti Vignisson leikur Kaj 10 ára gamlan en Hákon Leifsson leikur hinn fullorðna K:y Munk. Meðal annarra leikara má nefna Sigrúnu Eiríksdóttur, Ingvar Þórðarson, Erlu Einarsdóttur og Hrein Eiríksson. Leikritið um Kaj Munk var fyrst sett upp í Hallgrímskirkju árið 1987 og var þar sýnt 40 sinnum fyrir fullu húsi. Auður Bjarnadóttir listdansari samdi nokkur dansspor fyrir sýn- inguna í Hafnarkirkju í samráði við höfund og leikstjóra. Verkið fjallar um prestinn Kaj Munk sem lét lífið fyrir sannfæringu sína. Þegar hafa verið ákveðnar sex sýningar á verkinu. 2. sýning verð- ur þriðjudaginn 30. apríl, sú þriðja miðvikudaginn 1. maí, sú fjórða fimmtudaginn 2. maí. Upplýsingar og miðapantanir eru hjá Leikfélagi Hornafjarðar. Flug- leiðir bjóða afsláttarfargjöld á sýn- inguna. Leikritið um Kaj Munk er sett upp sameiginlega af aðilum innan kirkjunnar og Leikfélagi Horna- fjarðar. Þess má geta að Hafnar- kirkja á 25 ára vígsluafmæli á þessu ári. Tuttugu ár liðin frá því fyrstu handritin komu Handritin til sýnis í Árnastofnun um helgina STOFNUN Árna Magnússonar gengst um helgina fyrir sér- stakri hátíðarsýningu á handrit- unum sem komu fyrst heim frá Danmörku fyrir tveimur ára- tugum, Konungsbók Eddu- kvæða og Flateyjarbók. Sunnudaginn 21. apríl voru liðn- ir tveir áratugir frá _ því fyrstu handritin komu til íslands frá Danmörku. Að því tilefni verður sýning í Árnastofnun á morgun, laugardag, og á sunnudaginn. Sýningin verður opin frá klukkan 14 til klukkan 16 báða dagana. Einnig verður opið miðvikudaginn 1. maí á sama tíma. Það voru Konungsbók Eddu- kvæða og Flateyjarbók sem fyrst komu til landsins og verða þær báðar til sýnis í Arnastofnun. Einnig verða sýndir fleiri kjörgrip- ir svo sem Skarðsbók Jónsbókar, Skarðsbók postulasagna, Möðru- vallabók og Stjóm. Morgunblaðið/Júlíus Jónas Kristjánsson og Sigurgeir Steingrímsson glugga í Stjórn, sem er frá miðri 14. öld. Að sögn Jónasar Kristjánssonar forstöðumanns Árnastofnunar, er allur þorri handritanna kominn heim, eða um 2.000 handrit. Ein- hver eru eftir í Danmörku þar sem verið er að gera við þau og sum eru notuð þar við fræðistörf. Jónas sagði að svokölluð Teikni- bók væri eitt fárra handrita sem enn væri í Danmörku sem kalla mætti dýrmætt en unnið væri að því að gefa hana út hér á landi í vönduðu ljósriti. . Teiknibókin er frá miðöldum og í henni eru teikningar listamanna sem þeir hafa síðan notað sem fyrirmyndir að listaverkum. Þetta er eina bókin sinnar tegundar sem til er á Norðurlöndunum og í heim- inum eru aðeins til 20-30 slíkar * bækur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.