Morgunblaðið - 27.04.1991, Blaðsíða 13
* MORGUNBLAÐIB LAUGARDAGUR! B7J lAPRÍIL' 1991
S13
Nokkrar spurning-
ar um Evrópumálin
- sem enn er ósvarað -
eftir Guðjón Auðunsson
ogJónas Guðmundsson
Evrópumálin hafa góðu heilli
fengið vaxandi rými í íslenskri þjóð-
málaumræðu á síðustu vikum.
Álitsgerðir opinberra stofnana og
einstaklinga sem hefðu að ósekju
mátt koma fram fyrr, hafa hjálpað
til við að upplýsa mikilvæga þætti
málsins. En spurningin er enn hvort
nóg sé að gert, hvort íslenskur al-
menningur hafi fengið í hendur all-
ar þær upplýsingar um forsendur
Evrópusamninga okkar og stöðu
samningaviðræðnanna sem völ er á
og hann þyrfti að hafa. Þessi spurn-
ing hefur sérstaklega leitað á okkur
eftir þátttöku í heimsókn rekstrar-
fræðanema Samvinnuskólans til
stofnana Evrópubandalagsins núna
um páskana.
Fyrsta spurningin varðar eðli
þeirra EES-samningaviðræðná sem
við tökum þátt í. Evrópubandalagið
virðist sjá þessar viðræður sem
áfanga á leið EFTA-ríkjanna til EB.
Elleman-Jensen, utanríkisráðherra
Dana, kallaði í nýlegri Morgun-
blaðsgrein EES eins konar „æf-
ingu“ EFTA-ríkjanna fyrir fulla
þátttöku í EB. Ýmsir innan Evrópu-
bandalagsins sjá EB framtíðarinnar
fyrir sér sem bandalag 24 ríkja,
þeirra tólf sem þar eru nú en auk
þeirra sex EFTA-ríkja og sex Aust-
ur-Evrópuríkja. Þetta áfangasjón-
armið er áberandi meðal embættis-
manna bandaiagsins. Það kemur
m.a. fram hversu mikil áhersla er
lögð á að EFTA verði breytt í mynd
EB; þannig verði stofnunum EFTA
breytt í eins konar smækkaða útg-
áfu af stofnunum EB; þetta þýddi
að áliti sumra að EFTA stofnaði til
sérstaks þings bandalagsríkja sinna
og að EFTA-ráðið myndi taka að
starfa á líkan hátt og framkvæmda-
stjórn EB, þar sem að neitunarvald
yrði takmarkað og hyrfi svotil alveg
innan fán-a ára. Er það rétt að EB
setji þessa breytingu á.EFTA enn
sem eina af þremur höfuðforsend-
um fyrir samningum um EES?
Þessar breytingar á stofnunum
og starfsháttum EFTA komu til
viðbótar nýjum sameiginlegum
stofnunum alls efnahagssvæðisins,
s.s. EES-dómstóli, stofnun, ráði og
e.t.v. „þingmannastofnun", sem
m.a. má lesa um í nýrri skýrslu
utanríkisráðherra til Alþingis.
Önnur spurning er tengd þeirri
fyrstu: Hugsa EB-ríkin sér EFTA
þannig breytt með EES-samning-
um, sem opnar æfingabúðir fyrir
lönd sem ekki eru tilbúin eða hæf
til inngöngu í EB? Hér er fyrst og
fremst átt við nokkur Austur-Evr-
ópulönd, svo sem Pólland, Ungveij-
aland og Tékkóslóvakíu, en enn-
fremur nokkur fátækari lönd Evr-
ópu t.a.m. Tyrkland, sem beinlínis
hefur verið meinuð innganga í EB.
Spurningin er því hvort í tengslum
við EES-samningana séu hugmynd-
ir á lofti um að ganga frá sameigin-
legum skilningi um útvíkkun EFTA
á næstu árum.
í þessu sambandi má velta fyrir
sér kröfu EB um að EFTA-ríkin
stofni sjóð til styrktar fátækari
löndum Evrópubandalagsins. Það
er ljóst að EB iítur að nokkru leyti
á EFTA-rikin sem forréttindaklúbb
velstöndugra ríkja, sem eigi að
leggja sitt af mörkum til þróunar
í allri Evrópu. Hugmyndir hér á
landi um að við gætum með tengsl-
um við EB notið góðs af sjóðum
þess bandalags virðast táisýnir ein-
ar. Samningamenn EFTÁ munu
hafa gengist inn á einhvers konar
sjóðsstofnun, þó undir öðrum nöfn-
um heldur en EB fór fram á. Spurn-
ingin er hversu mikilar kvaðir sé
hugmyndin að þessi sjóður leggi á
EFTA-löndin og hvernig muni hátt-
að úthlutunum úr sjóðnum.
Og er þá komið nánar að stöðu
samninganna um EES. Er það rétt
að viðræður um fiskveiðiréttindi
hafi fjarlægst samkomulag á síð-
ustu mánuðum? Samkvæmt heim-
ildum okkar mun hugmyndum EB
um 30 þúsund tonna veiðiheimildir.
EB-landa í Norður-Atlantshafi ekki
hafa verið tekið ólíklega í Noregi,
þar sem beinlínis hafi verið nefnt
að 10 þúsund tonna aflakvóti kæmi
til greina; en þá hafi komið fram
nýjar kröfur innan EB um 70 þús-
und tonna aflakvóta sem sé nú lík-
leg til að verða afstaða bandalags-
ins í heild. Þannig hafi samningsað-
ilar íjarlægst hvor annan í fiskveiði-
málum og EB undirstrikað að í
þessum efnum leggi bandalagið
áherslu á að fá kröfum sínum full-
nægt
Afstaða Spánverja
Þessi harða fiskveiðistefna Evr-
ópubandalagsins ber greinilega
merki nokkurra ríkja sem mestu
ráða um sjávarútvegsmál banda-
lagsins, sérstaklega Spánar, en sá
framkvæmdastjórnaiTnaður sem fer
með sjávarútvegsmál bandalagsins
„Þeim spurningum og
athugasemdum sem hér
hafa verið settar fram
er ætlað að varpa ljósi
á og kalla eftir frekara
ljósi á stöðu og eðli
samningaviðræðna
okkar og EFTA við
Evrópubandalagið.“
er Spánveiji, en einnig Portúgals
og írlands. Við heyrðum þeirri skoð-
un fleygt að lykilaðstaða Spánveija
og harka þeirra myndi koma í veg
fyrir samkomulag sem væri íslend-
ingum að skapi á næstu mánuðum;
það væri beinlínis mjög óheppilegt
fyrir ísland að ljúka ætti samning-
um í júní, þegar sami Spánveijinn,
Marin, stýrir enn fiskveiðimálunum;
betra hefði verið að tefja málið þar
til nýr framkvæmdastjórnarmaður
hefði fengið þennan málafiokk. Eða
er ætlunin að gera tilraun til að
leysa fiskveiðihnútinn á vettvangi
utanríkisráðherra bandalaganna
tveggja og þá hvenær?
Þessi túlkun á harkalegri fram-
göngu Spánveija í fiskveiðimálum
kom okkur nokkuð á óvart í heim-
sóknum okkar til stofnana Evrópu-
bandaiagsins. Hún vekur spurning-
una um hvað verður ef EES-viðræð-
urnar fara út um þúfur. Aðspurður
um hvort fríverslunarsamningur
okkar frá 1972 og sérbókunin frá
1976 um tollaívilnanir fyrir fisk
gætu verið í hættu ef ekki yrði af
heildarsamningum, gaf einn emb-
ættismaður fyllilega í skyn að Spán-
veijar myndu óska eftir að samn-
ingum yrði sagt upp.
Spurningin er hvort Evrópuband-
alagið hefur hótað íslendingum
slíkri samningsuppsögn ef við látum
bijóta á fiskveiðimálunum. Einnig,
hvort þessi afstaða_ Spánveija, og
e.t.v. Portúgala og íra, útiloki ekki
nýjan hagstæðari tvíhliða samning
um fríverslun okkar með fisk á
Evrópumarkaði.
Annars virðist meðferð fiskveiði-
málanna í samskiptum bandalag-
anna vera mjög flókin, því eins og
kemur fram í fyrrnefndri skýrslu
utanríkisráðherra munu samningar
um sjávarútvegsmál eins og iand-
búnaðarmái, formlega verða tví-
hliða á milli einstakra EFTA-ríkja
og Evrópubandalagsins.
Áhugi Dana
Þegar rætt er við embættismenn
EB um kosti þess fyrir íslendinga
að gerast aðilar að EES eða EB
þá vefst það fyrir þeim að nefna
ákveðna þætti. Ljóst er að margir
þeir kostir sem nefndir eru í umræð-
unni hér heima eru þess eðlis að
við myndum njóta þeirra án tillits
til þess hvort við gerumst aðilar eða
ekki. Má þar nefna lækkun verðlags
á innflutningi og ýmsa staðla, sem
við getum allt eins ákveðið einhliða
að laga okkur að. Helst má í stofn-
unum Evrópubandalagsins heyra
það sjónarmið sem Danir hafa hald-
ið stíft að okkur, og kom skýrt fram
í Morgunblaðsgrein Elleman-Jens-
ens sem fyrr var nefnd, að innan
EB gætum við haft bein ■ áhrif á
ákvarðanir og þróun bandalagsins
en ekki utan þess.
Þeir dönsku embættismenn sem
við ræddum við í Lúxemborg og
Brussel töluðu um að miðja Efna-
hagsbandalagsins myndi færast
norðar með aðild Norðurlandanna;
þannig fengju Danir stuðning við
sitt „gildismat“. Af mörgum átti
skilja að Dönum fyndust þeir vera
talsvert einangraðir í félagsskap
Evrópubandalagsríkjanna. Því
hugsa þeir sér gott tii glóðarinnar
við að öðlast stuðning bræðraþjóða
á Norðurlöndum í glímunni við sjón-
armið og hagsmuni ríkja Mið- og
Suður-Evrópu.
Þeim spurningum og athuga-
semdum sem hér hafa verið settar
fram er ætlað að varpa ljósi á og
kalla eftir frekara ljósi á stöðu og
eðli samningaviðræðna okkar og
EFTA við Evrópubandalagið. Við
höfum fyrst og fremst fengið að
kynnast sjónarmiðum og túlkunum
okkar sjálfra í íslenskum skýrslum
og fjölmiðlum. En það er engu að
síður mikilvægt fyrir íslenskan al-
menning að kynnast sjónarmiðum
og afstöðu innan Evrópubandalags-
ins til þessara samingaviðræðna;
okkur er beinlínis nauðSýn á að vita
hvaða væntingar viðsemjandinn ber
í btjósti við samningaborðið. Ann-
ars kunnum við að eiga erfitt með
að lifa við niðurstöðu gerðra samn-
inga.
Höfundar eru lektorar við
Samvinnuháskólann á Bifröst.
Húsavík:
Fliótt ofleymist vetrarþraut
Hýsavík.
NÚ hafa Húsvíkingar kvatt mjög
góðan vetur, þó tvö eftirminnileg
áhlaup hafi yfir dunið, hið fyrra
um áramótin og olli það sköðum
og hið síðara, páskahretið, sem
kom að vísu viku fyrir páska og
skildi eftir sig meiri snjó en
menn muna eftir að hafi fallið
hér á einum sólarhring og iná
segja að það hafi verið fyrsti
snjórinn á þessum vetri.
Undanfarnir vetur hafa verið svo
mildir að unga kynslóðin gerir sér
ekki grein fyrir hörðum vetri, enda
man hún ekki veturinn 1951, eða
fyrir 40 árum. Þá var veðurharka
og snjó svo mikill á Norðurlandi,
frostalög og algjör jarðbönn, svo
ijúpur gerðu sig heimakomnar í
húsagörðum og refir leituðu til
byggða og hús fenntu í kaf á Húsa-
vík eins og sjá má á meðfylgjandi
mynd.
- Fréttaritari.
Morgunblaðið/Silli
Sjálfboðaliðar moka ofan af Knútsstöðum á Húsavík snjóaveturinn
1951.
J W—436
S—115 Herraskyrta Sportjakki m/hettu
kr. 1.290,- kr. 5.900,-
Rvenjakki
Hagvöxtur framtíðar er í lækkuðu vöruverði á hagkvæmum góðum vörum
Opnunartími B
Mánudag - föstudag frá
kl. 13 -18.
Laugardag frá kl. 10 -16.
NÝBYLAVEGUR
SKODA
TOYOTA
Póstkröfuþjónusta
Nýbýlavegi 4 (Daibrekkumegin), Kóftavogi, símar 91-45220