Morgunblaðið - 27.04.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.04.1991, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/LESBOK STOFNAÐ 1913 94. tbl. 79. árg. LAUGARDAGUR 27. APRIL 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Ný sljóm tekur við í Finnlandi Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins. ESKO Aho, 36 ára gamall for- maður Miðflokksins, tók við starfi forsætisráðherra Finn- lands í gær. Er hann yngsti mað- ur sem gegnir þessum starfa frá því Finnar hlutu sjálfstæði árið 1917. I hinni nýju fjögurra flokka stjórn mið- og hægriflokkanna sitja 17 ráðherrar og er meðalaldur þeirra 44 ár. Elsti ráðherrann er Elisabeth Rehn varnarmálaráðherra, 56 ára. Hún gegndi sama starfa í fráfar- andi ríkisstjóm og fyrsta konan sem verður varnarmálaráðherra í Evr- ópuríki. Af ráðherrunum eru 8 úr Miðflokknum, sex frá Hægriflokkn- um, tveir úr Sænska þjóðarflokkn- um og einn úr Kristilega flokknum. Við valdatökuna hét Aho að blása nýju lífi í efnahagslíf Finnlands. Sjá „Þáttaskil í finnskum stjórnmálum" á bls. 25. ♦ ♦ ♦ Svissnesk stjórnvöld þaulkanna EB-aðild Bern. Reuter. RÍKISSTJÓRN Sviss mun á næst- unni ræða kosti og galla þess að ríkið gerist aðili að Evrópu- bandalaginu (EB). Sviss, sem fylgir hlutleysisstefnu í utanrík- ismálum, hefur fram að þessu ekki tekið virkan þátt í alþjóða- samstarfi og aðild að Sameinuðu þjóðunum m.a. verið hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu. Yves Seydoux, talsmaður ut- anríkisráðuneytisins, sagði hins vegar í gær að aðild Sviss að EB yrði tekin fyrir í ríkisstjórninni jafn- vel þegar 8. maí nk. Tók Seydoux fram að umræðan um hugsanlega EB-aðild drægi á engan hátt úr stuðningi Sviss við myndun Evrópsks efnahagssvæðis (EES) en um það standa nú yfir viðræður milli EB og Fríverslunar- samtaka Evrópu (EFTA) sem Sviss á aðild að. Morgunblaðið/Ragnar Axelsson A Hvannadalshnúki BIFREIÐ komst í fyrsta sinn á hæsta tind landsins, Hvannadalshnúk, á fímmtudaginn. Var hún af gerðinni Jeep Comanche. Leiðangur 29 manna á 12 jeppum fór á hnúkinn, en aðeins einn bíll fór alla leið á hæsta tindinn.JVIyndin er tekin skömmu áður en tindinum var náð og eru Hrúts- fjallatindar í baksýn. Sjá nánar frétt á bls. 22. George Bush Bandaríkjaforseti: Bandarískur her vemdar Kúrda meðan þörf krefur Washingion. Reuter. GEORGE Bush Bandaríkjaforseti sagði í gær að bandariskar her- sveitir myndu veita Kúrdum vernd á svæðum flóttamanna í norður- hluta íraks svo lengi sem þörf krefði. Jafnframt hvatti Bush til þess að Saddam Hussein Iraksforseta yrði steypt af stóli og endi bundinn á ógnarstjórn hans. Bush hét Kúrdum vernd svo lengi sem nauðsynlegt yrði talið, en auk bandariskra hermanna aðstoða breskir, franskir og hollenskir her- menn við hjálparstarf í norðurhluta íraks. Talið er að hátt á aðra millj- ón óbreyttra Kúrda hafi lagt á flótta undan stjómarher Saddams sem fór með vopnum gegn varnarlausum borgurum þegar fjara tók undan uppreisn kúrdískra skæruliða. Einnig flýðu hundruð þúsunda shíta í suðurhluta landsins til írans eða leituðu verndar hjá hersveitum bandamanna við landamæri Kúv- eits. Útvarpsstöð uppreisnarmanna í suðurhlutanum sagði í gær, að í fyrrinótt hefðu skæruliðar ráðist inn í Basra, næststærstu borg landsins, úr þremur áttum og náð henni á sitt vald. Fréttin fékkst ekki staðfest en flóttamenn hafa undanfarna daga skýrt frá átökum milli uppreisnarmanna og stjórnar- hermanna í suðurhlutanum. Saudi-Arabar sögðust í gær ætla Míkhaíl S. Gorbatsjov um sovéska ríkjasambandið: Ursögn lýðvelda torvelduð Mnal/vu línnfor Moskvu. Reuter. ÞEIM SEX Sovétlýðveldum sem stefna ad fullu sjálfstæði verður ekki gert auðvelt að yfirgefa ríkjasambandið, að sögn Míkhaíls Gor- batsjovs Sovétleiðtoga. Ríkin sex; Eistland, Lettland, Litháen, Georg- ía, Armenía og Moldova, hafa neitað að samþykkja nýjan ríkjasátt- mála. Þau taka heldur ekki þátt í að ræða neyðaráætlun í efnahags- málum sem forsetar hinna lýðveldanna með Borís Jeltsín Rússlands- forseta hafa nú samþykkt. „Að sjálfsögðu verða lýðveldin sex að horfast í augu við það hvern- ig samband þeirra eigi að vera við ríkjasambandið,“ sagði Gorbatsjov í þingræðu. „Þau sem kjósá að yfir- gefa það verða að haga aðgerðum sínum í samræmi við stjórnar- skrána. Það verður að kanna allar hliðar málsins — mannleg vanda- mál, fjármál, efnahagsmál, varnar- mál, ekkert má undanskilja.“ Harð- ar deilur hafa geisað milli Sovét- stjórnarinnar og stjórna lýðveld- anna um greiðslur í sameiginlega sjóði sambandsins og umbótasinnar gagnrýna nýja sáttmálann á þeim forsendum að úrslitavaldið verði samkvæmt honum enn í Moskvu. Lög ríkjasambandsins gera ráð fyrir því að það taki fimm ár fyrir lýðveldi að ganga úr því, tvisvar skuli verða þjóðaratkvæðagreiðsla um úrsögnina og lokaákvörðun skuli þing lýðveldisins taka. Þau lýðveldi sem stefna á sjálfstæði segja að skilyrðin séu óaðgengileg. Sjá „Jeltsín sakaður um að knékrjúpa fyrir Sovétstjórn- inni“ á bls. 24. að skjóta skjólshúsi yfir um 50.000 íraska flóttamenn sem hafst hafa við á yfirráðasvæði hersveita bandamanna í suðurhluta íraks. Þar á meðal eru um 16.000 íraskir stríðsfangar sem ekki vilja snúa aftur heim. Ákvörðun Saudi-Araba var vel tekið af hálfu fulltrúa flótta- mannahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Hundruð léttvopnaðra íraskra herlögreglumanna urðu við fyrir- mælum herja bandamanna í gær og fóru frá borginni Zakho. Stjórn- in í Bagdad ákvað ennfremur í gær að leggja niður varaliðið sem talið hefur verið að um ein milljón sjálf- boðaliða skipaði. Utanríkisráðherrar Persaflóa- ríkjanna munu koma saman til fundar í Kúveit næstkomandi þriðjudag og taka afstöðu til til- lagna Kúveita um að bandamenn verði beðnir að leggja sérstökum arabískum öiyggissveitum lið. Háttsettur embættismaður í ut- anríkisráðuneytinu i Kúveit sagði að til greina kæmi einnig að Irönum yrði boðin aðild að sveitunum sem ætlað er að halda uppi öryggis- gæslu á Persaflóasvæðinu. Sjá „Bush segir að mikill árangur hafi náðst“ á bls. 25.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.