Morgunblaðið - 27.04.1991, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.04.1991, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR' 27. APRÍL' «91 11 Karlakórinn Fóstbræður 7 5 ára Karlakórinn Fóstbræður. _________Tónlist______________ Oddur Björnsson Fóstbræður minnast 75 ára af- mælis síns þessa dagana með tón- leikahaldi í Langholtskirkju. Af- mælið miðast við ártalið 1916, þeg- ar félagar úr KFUM, sem iðkað höfðu kórsöng um nokkurra ára skeið, komu starfseminni í fastara horf og réðu til sín ungan og mjög hæfan söngstjóra, Jón Halldórsson. Hann stjórnaði söng Karlakórs KFUM — sem seinna nefndu sig Fóstbræður, við mikinn og góðan orðstír í 34 ár, og undir hans leið- sögn var lagður grunnur að þeim „háa standard", sem hefur verið aðalsmerki kórsins til þessa dags og aukið hróður hans, og íslenskrar söngmenntar yfirleitt, vítt um jarð- ir. Hefur kórinn unnið til viðurkenn- inga á alþjóðlegum vettvangi, og undrar engan — því hann er ákaf- lega samstillt og öguð heild, nánast einsog voldugt og vel stillt hljóð- færi. Það er alveg ljóst að kórinn hef- ur borið gæfu til að velja sér mjög hæfa og vel menntaða stjórnendur. Árið 1950 tekur Jón Þórarinsson tónskáld við stjóm kórsins, og síðan Ragnar Björnsson — sem undanfar- in tíu ár hefur verið aðalstjórnandi hans; einnig Garðar Cortes, Jón Ásgeirsson og Jónas -Ingimundar- son (á árunum 1970-80). Allir komu þeir við sögu á þessum tónleikum — að undanskildum Jónasi, sem var veikur. Einnig kom fram á tónleik- unum æfingastjóri kórsins, Árni Harðarson, og var hans hlutur satt að segja eftirminnilegur. Lag hans Hjartafrost (við texta eftir Þorstein frá Hamri) er fagurt og sterkt (ekki síst í röddum) og var mjög vel sung- ið, einsog nánast allt á þessum konsert. Það sama gilti um lag Sib- eliusar, Því er hljóðnuð, þýða raust- in. Söngskráin var ijölbreytt, gam- alt og nýtt — og ýmislegt þar á milli. Alltaf kann ég vel að meta Þórarin Jónsson (Ár vas alda) og Sveinbjörn Sveinbjörnsson (Lýsti sól), svo ólíkir sem þeir em. Tölu- vert bar á skandinavískum kórlög- um, nútímalegum og af kunnáttu gerð, enda eru höfundar þeirra vel þekktir og jafnvel gamlir kunningj- ar, einsog Erik Bergmann. Innan um glitti í hreinar perlur, einsog lag Jóns Nordals, Svoddan lit ber silki- rein, og nýsamið lag Jóns Ásgeirs- sonar, Kveðja (við texta Magnúsar Guðbrandssonar, sem var einn af stofnfélögum Fóstbræðra) — að ógleymdri Maístjörnunni, fallegt lag, alþýðlegt og vinsælt. Lag Hallgríms Helgasonar (við magnaðan texta), Hin hljóðu tár, snart mig; einnig var ánægjulegt að hlýða á hið ensk-ættaða lag Garðars Cortes, I Wonder As I Wander. Og ekki má gleyma sér- lega fallegum einsöng Sigurðar Bjömssonar í Draumalandi Sigfús- ar. Fjallgangan þeirra Ragnars og Tómasar er ansi glúrin — en kannski verður húmorinn full út- pældur í laginu. Og svona mætti halda áfram. Ég var hrifinn af þeim skýra myndugleik, sem einkenndi kórstjórn Jón Þórarinssonar og blómstraði í „glansnúmerinu" Brennið þið vitar, en sýndi á sér aðra hlið í Ástarjátningu Orlando di Lassos; sönggleðinni hjá Garðari — og hinni „núanseruðu" ná- kvæmni Ragnars, sem oft skilaði einstáklega fallegum samhljómi — og söng (t.d. í lögum Jóns Nordals og Jóns Ásgeirssonar — að ógieymdu aukalaginu alkunna, Nú sefur sól hjá ægi). Jón Ásgeirsson og Árni Harðarson sýndu takta sem hrifu og leituðu til hjartans í hinum „dýpri“ lögum. Allt er þetta þó „kredit" fyrir kórinn sjálfan — hans agaða söng, vel og sterkt hljómandi raddir. Bjarni Jónatansson annaðist ágætan undirleik í tveimur lögum Páls ísólfssonar, og Árni og Ragnar í Draumalandinu og Maístjörnunni. •Leiðinlegt að Jónas Ingimundarson gat ekki tekið þátt í veislunni, en við fengum þó að hlýða á tvö ágæt lög eftir hann. Carls Billichs og Jakobs Hafstein var minnst með „aukanúmeri", Óla lokbrá, í sjarmerandi útgáfu Ragn- ars Björnssonar, sem stjórnaði fremur fámennri sveit Fóstbræðra á síðari hluta tónleikanna — sem endaði þó í miklu fjölmenni, þar sem Gamlir Fóstbræður mættu gal- vaskir til leiks með starfandi kórn- um og sungu nú Fóstbræður, ungir og gamlir, nokkur þekkt og vel valin lög með miklum glans (hraðaval aldrei of hægt, guði sé lof! — Jón Þórarinsson „gaf taktinn" í upphafi tónleikanna), en stjórn- endur allir komu við sögu. Virtist einu gilda, hvort kórinn var stór eða lítill — eða í meðallagi: alltaf hljómaði hann undurvel. í upphafi hylltu Gamlir Fóst- bræður yngri félaga sína með ávarpi og söng, en hinir tóku und- ir, og var það hrífandi byijun á eftirminnilegum konsert. Vorsöngur í Hamrahlíð Kór Menntaskólans í Hamrahlíð og Hamrahlíðarkórinn. Mozart- tónleikar _______Tónlist_________ Jón Ásgeirsson Nú færist það í vöxt að flutn- ingur tónlistar sé æ meiri þáttur safnaðarstarfs í kirkjum landsins og með tilkomu nýs orgels í Bú- staðakirkju hefur verið haldið uppi þróttmiklu starfi undir stjórn organistans Guðna Þ. Guðmunds- sonar. Fyrsta verkið á Mozart- tónleikunum s.l. þriðjudag var hægi þátturinn úr klarinettukon- sertinum K.622 og lék Sigurður Snorrason, klarinettuleikari, þennan viðkvæma þátt mjög fal- lega en hljómsveitarþátturinn var leikinn á orgel af Guðna Þ. Guð- mundssyni. Kirkjukór Bústaðakirkju er vel mannaður og einn kórfélaganna, Kristín Sigtryggsdóttir, söng Laudate Dominum af þokka og flutti kirkjukórinn síðan Ave ver- um corpus og Missa brevis í G. Ave verum mun vera eitt af síðustu kórverkum meistarans og merkt K.618 en af verkum undir titlinum Missa brevis (stutt messa), eru tilgreindar samtals níu messur, af alls átján og þijár þeirra eru í G-dúr (K.49, 140 og 220). Mozart er tólf ára.þá hann semur fyrstu messuna en um tvítugt er hann lýkur við K.220, svo að þarna munar nokkru. Hér mun K.49 hafa verið flutt en sú sem merkt er K.140 er á vafalista um verk meistarans. Kórinn og einsöngvarar, sem voru Einar Örn Einarsson, Eiríkur Hreinn Helgason, Ingveldur Ól- afsdottir og Stefanía Valgeirs- dóttir, allir félagar í kómum, fluttu þetta æskuverk meistarans af þokka en strengjaundirleikur var framinn af Imu Þöll Jónsdótt- ur, Guðrúnu Árnadóttur, Þórhildi Höllu Jónsdóttur, og „continue“ af Önnu Guðnýju Guðmundsdótt- ur. Klarinettuleikararnir Sigurður Snorrason og Reynir Óskarsson og fagottleikarinn Hafsteinn Guð- mundsson léku stutt Divertimento sem í efnisskrá er merkt er 229 No. 1. Þetta verk finnst ekki í tónverkaskrá meistarans, svo hugsanlega er hér um einhvers- konar umritun að ræða. Hvað um það, þá var flutningur þeirra fé- laga með ágætum. Ingibjörg Marteinsdóttir söng konsertaríuna Chio mi scordi Guðni Þ. Guðmundsson K.505 og gerði það mjög vel en auk fyrrgreindra hljóðfæraleikara bættust í hópinn Móeiður Sigurð- ardóttir á lágfiðlu, hornistarnir Lilja Valdimarsdóttir og Þorkell Jóelsson og á fagott Rúnar Vil- bergsson. Lokaverkefni tónleikanna var Sancta María K.273, mótetta sem Mozart samdi 1777 og eins og Alfred Einstein segir í bók sinni um Mozart, er þessi mótettubæn á þeim skilum í ævi meistarans, að þar lýkur hamingjusamri æsku en við tekur tími vonbrigða og erfiðleika. Þykir Einstein, sem segja megi, að heilög María hafi ekki bænheyrt Mozart. Verkið var ágætlega flutt undir stjórn Guðna Þ. Guðmundssonar, sem jók nokkuð við raddskipan verksins en það er samið fyrir strengjaundirleik og var viðbót blásara vel og smekklega útfærð. _________Tónlist____________ Jón Ásgeirsson Tónleikarnir sl. fimmtudag voru helgaðir snillingnum Mozart með flutningi þriggja verka hans, Sinfóníu í g-moll K.183, píanó- konsert í C-dúr K.467 og Haffner-serenöðunni, K.250. Ein- leikari á píanó var Markus Schir- mer en stjórnandi Petri Sakari. Þær sinfóníur sem fræðimenn telja að marki tfmamót á tónsmíðaferli Mozarts eru nr. 18 og 25. Þar má marka áhrif frá Haydn, sem aðallega koma fram í skarpari skipan sónötuformsins. Sú nr. 25, sem flutt var að þessu ________Tónlist____________ JónÁsgeirsson Kór Menritaskólans i Hamrahlíð og Hamrahlíðarkór- inn undir stjórn Þorgerðar Ing- ólfsdóttur sungu inn vorið á sum- ardáginn fyrsta. Þetta voru heils- dagstónleikar með tveimur hlé- um, þar sem boðið var upp á kaffi og kökur og ýmsar tónlist- aruppákomur er unga fólkið sá um og hófst þessi sumarsöngv- aka klukkan hálfþijú og lauk um sjöleytið. Efnisskránni í heild var skipað á þann hátt, að á fyrstu tónleik- unum voru sungin íslensk söngv- erk og á miðtónleikunum, sem hófust klukkan fjögur, madrigal- ar frá sextándu öld. Undirritaður kom á síðustu tóhleikana er hó- fust hálfsex en á þeim var efnis- skráin blönduð erlend tónlist. .. Fyrsta lagið, It was a lover and his lass, er eftir Swingle. Ward Lamar Swingle (1927) er bandarískur tónlistarmaður. Hann lagði stund á píanóleik og lærði meðal annars hjá Walter Gieseking. Um tíma starfaði Swingle í Evrópu sem pianóleik- ari og fékkst einnig við hljóm- sveitarstjórn og stjórnaði Ballets de Paris í fjögur ár. Hann hlaut heimsfrægð fyrir söngflokk sinn Swingle Singers, sem sagt er að hafi haldið yfir tvö þúsund tón- sinni, hefur einnig verið talin sýna sterk áhrif frá J.S. Bach, t.d. í öðrum þættinum, þar sem heyra má óvenju áhrifamikla útfærslu á svonefndum eftirlíkingum stefja. Flutningur verksins í heild var ágætur en ný uppsetning hljóm- sveitar gæti hafa valdið því að samhljóman sveitarinnar var með öðrum hætti en hljómleikagestir eru vanir og munar þar nokkru, að hornin hljómuðu sterkar en oft áður. Píanókonsertinn í C-dúr K.467, er meðal þeirra vinsælustu eftir meistarann, enda er tónmál hans gætt sérstæðum töfrum. Einleik- arinn Markus Schirmer lék kon- sertinn afburða vel, náði að laða leika um allan heim. Útfærsla Swingles á þessum gamla madr- igalatexta hljómaði skemmtilega í lifandi útfærslu kórsins. Mit Lieb bin ich umfangen eftir Steurlein og sænska þjóð- lagið um ungfrúna sem gekk í dansinn eru klassísk viðfangs- efni kóra. Tourdion úr frönsku handriti frá 1530 er sérkennilegt lag og flutningur nefndra þriggja laga gæddur þeim sérstaka org- elhljómi, sem Þorgerður er snill- ingur í að laða fram. Sjömannsvise, poppuð norsk útfærsla, býr yfir nokkrum þokka en þarna vantaði á sam- virkni undirleikara við kórinn. Tvö finnsk lög komu næst og fram sérstæðan fínleika og leik- andi hraða, sem blómstraði í síðasta kaflanum. Schirmer er ekki aðeins músíkalskur heldur og góður „tekniker" eins og kom fram í aukalaginu, sem á íslensku hefur oft verið nefnt „djöfullegur innblástur" og er eftir Prokofiev. Þar sýndi Schirmer á sér allt aðra hlið en í Mozart og er rétt að fylgjast með þessum píanista, sem líklegur er til stórræðanna. Tónleikunum lauk með Haffner-serenöðunni, einu sér- kennilegasta verki Mozarts, hvað snertir formskipan. Verkið er sambiand af sinfóníu, fiðlukonsert og divertimento. Guðný Guð- mundsdóttir konsertmeistari lék var Fjær er hann enn þá mjög fallega sungið. Frá Austurlönd- um nær söng kórinn tvö lög og var sérstaklega gaman að lagi frá Makedóníu. Gloria úr Magnificat eftir J.S. Bach og Ave verum eftir Mozart voru flutt með undirleik strengjasveitar kórfélaga og var þokki yfir flutningnum. Loka- verk tónleikanna var áminning eftir Bachofen (1697-1755) um þá sem fyrirlíta tónlist. Sumar- kveðja kórsins var Smávinir fagrir eftir Jón Nordal, sem kór- inn söng á þann hátt, sem aðeins Þorgerður kann að laða fram hjá ungu söngfólki. einleikinn í „fiðlukonsertinum" og samdi hún „kadensurnar“. Leikur hennar var ágætur og einkar góð- ur í lokakafla konsertsins, sem er hraður „rondo“. Kadensurnar eru ágætlega gerðar og falla mjög vel að tónmáli meistarans. Svo sem eins og í ekta „diverti- mento“ notar Mozart hornin og tréblásturshljóðfærin, en sérstak- lega þó óbóin, á mjög skemmtiieg- an og leikandi máta. Leikur hljóm- sveitarinnar var góður í serenöð- unni undir stjórn Perti Sakari og tónleikarnir í heild sérlega skemmtilegir, enda er tónlist Moz- arts ofin saman af þeirri snilld, sem stendur ofar öllu mannlegu en er samt gædd í ríkari mæli en hjá nokkru öðru tónskáldi undar- lega seiðmagnaðri manneskju- legri hlýju. SINFÓNÍUTÓNLEIKAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.