Morgunblaðið - 27.04.1991, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 27.04.1991, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27‘. APRIL 1991 41 hann unni sér engrar hvíldar fyrr en pokinn var fullur af berjum. Þannig var Siggi. Hann var í eðli sínu mikið náttúrubarn og naut þess að vera úti við, jafnan við ein- hverja iðju. Og hugvitssamur var hann með afbrigðum. Hann hafði t.d. komið sér upp og þróað sér- staka aðferð til að hreinsa berin og jafnan fann hann einhveija leið eða tækni til að iétta verkin, Sigurður var jafnaðarmaður að lífssýn. Réttsýni og jöfnuður var honum í blóð borið. Sjálfur hafði hann alist upp við kröpp kjör og þekkti harða lífsbaráttu frá unga aldri. Hann lifði uppgangstíma jafn- aðarmanna í Rauða bænum ísafirði og var tíðrætt um baráttu Alþýðu- flokksins við íhaldið í bænum. Mér varð það snemma ljóst af samtölum við Sigga hvílíkt feiknaafl hafði búið í ísfirsku verkafólki á þeim tíma sem jafnaðarmenn stjórnuðu bænum. Sigurður Hjálmar Sigurðsson var fæddur 13. apríl 1911 að Garði í Skötufirði í Isafjarðardjúpi. For- eldrar hans voru Sigurður Gunnars- son og Þorbjörg Pálsdóttir. Hann var yngstur systkina sinna. Hann flytur sem barn með foreldrum sínum að Kleifarkoti í Mjóafirði en þar hafði elsta systir hans sest að. Þar bjó hann til 15 ára aldurs er hann fór á sjóinn. 1931 tók Sigurð- ur vélstjórapróf og gerist eftir það vélstjóri á Samvinnufélagsbátunum og stundar sjóinn á þeim fram til 1940 þegar bátur sem hann er á ferst. Upp úr því gerðist hann land- verkamaður. Lengst af vann Sig- urður hjá Olíusamlagi útvegs- manna, þar sem hann var bæði á smurstöð, við útkeyrslu og af- greiðslustörf. Þegar Menntaskólinn á ísafirði tók til starfa 1971 var hann ráðinn húsvörður og gegndi því starfi í áratug. 1981 fluttu Siggi og ína að Torfalæk til Elínar dóttur sinnar og tengdasonar sem þar búa miklu myndarbúi. Þar bjuggu þau hjónin þar til fyrir tveimur árum er þau fluttu á ný til ísaljarðar og settust að í þjónustuíbúð í dvalarheimili aldraðra Hlíf 2 í Torfnesi á ísafirði, skammt frá heimavist Menntaskól- ans. Við heimsóttum þau nokkrum sinnum að Torfalæk og fundum hvað þeim leið vel hjá fólkinu sínu. Samt sem áður hélt bærinn milli ijallanna fyrir vestan áfram að toga í þau og þau fluttu eins og áður segir vestur aftur þegar tækifæri gafst. 8. október 1933 gekk Sigurður að eiga Þorvaldínu Jónasdóttur frá Sléttu í Sléttuhreppi. Samband þeirra var alla tíð gott. Þau áttu fjögur börn og er þeirra elst Sigurð- ur Gunnars Sigurðsson, skrifstofu- stjóri hjá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen, eiginkona hans er Helga Ketilsdóttir. Brynjólfur Ingv- ar Sigurðsson er prófessor við Há- skóla íslands, eiginkona hans er Ingibjörg Lára Hestnes. Elín Sigur- laug Sigurðardóttir búkona er gift Jóhannesi Torfasyni frá Torfalæk í V-Húnavatnssýslu. Yngstur er Þór- arinn Sigurðsson, tannlæknir, kvæntur Hildi Káradóttur. Sigurður og ína áttu 13 barnabörn og 3 bamabarnaböm. Sigurður átti við mikil veikindi að stríða seinni árin. Hann stóð sig samt sem hetja allt til enda. I símtali við hann fyrir nokkrum mánuðum kom fram að áhugi hans á þjóðmálum og stjórnmálum hélst leiftrandi. Nú þegar Sigurður er kvaddur er okkur efst í huga mikið þakk- læti fyrir að hafa fengið að kynn- ast þeim miklu mannkostum sem hann bjó yfir. Minningin um hann mun lifa. Allt sem við áttum saman heldur áfram að vera til. Stundirnar á dalnum með honum og ínu, í beijaferðum, ferðalagið á heima- slóðir hans í Djúpinu, skopskyn hans og glettni á góðum stundum. Allt þetta mun lifa. En síðast og ekki síst minnumst við hlýhugs hans og mannkærleika, jafnaðar- stefnu eins og hún best gerist. Fyr- ir þetta allt þökkum við Sigurði. Að lokum viljum við Kara senda ínu, börnum, skyldfólki og tengda- fólki samúðarkveðjur. Þráinn Hallgrímsson Minning: ____C? GunnarA. Pálsson hæstaréttarlögmaður Gunnar A. Pálsson hrl. lést í Reykjavík þann 15. apríl sl. Gunnar var á 82. aldursári. Gunnar bar ald- ur sinn vel og var mikill útilífsmaður og göngugarpúr. Hann átti við nokk- urn lasleika að stríða fyrir fáum árum en allt virtist benda til þess að nú myndi vora afskaplega vel hjá honum. Hann var hress og kátur og léttur í spori. Ég er þakklátur fyrir að Gunnar A. Pálsson leit til mín á skrifstofu mína í Sjálfstæðishúsinu aðeins þremur dögum áður en hann lést. Við spjölluðum þar saman þrír dá- góða stund, Kjartan, sonur hans" og ég. Það var afskaplega létt yfir því samtali. Gunnar lék á als oddi, gekk um gólf, eins og hans var vandi, þegar þannig stóð á, og sagði af- dráttarlaust skoðun sína á því, sem hæst bar í huga okkar Kjartans, kosningastússinu og undirbúningn- um öllum. Það var ekki laust við að hann stríddi okkur dálítið með kersknislausum skotum. Mér var hugsað til baka og það var eins og ekkert hefði breyst frá þvi ég kynnt- ist þeipi feðgum fyrir tæpum aldar- Ijórðungi. Við vissum það hvorugur, Gunnar 'eða ég, að hann var kominn þennan dag til þess að kveðja. Kveðjustundin sú verður mér ógleymanleg og verð ég ætíð þakk- látur fyrir að hafa ekki þurft að fara á mis við hana, sem hefði verið svo auðvelt í öllum gauraganginum, ferðalögunum og flökkulífinu, sem kosningaundirbúningi fylgir. Gunnar var harður af sér og skoð- anafastur maður. Hann gat verið dálítið sérsinna og gaf ekkert fyrir, hvert straumurinn lá það og það sinnið. Hann hélt sínu striki á hveiju sem gekk. Hann var ekki uppá- þrengjandi eða afskiptasamur um þá hluti, sem honum komu ekki við að hans mati, en hafði þó á flestu mjög afdráttarlausar meiningar. Ég eignaðist vináttu Kjartans, sonar Gunnars, fyrir 22 árum og fann fljótlega upp úr því, að ég átti hauk í horni þar sem Gunnar A. Pálsson var. Hann var þó örugglega fremur seintekinn maður og vissu- lega ekki allra. Gunnar átti síðar eftir að veita mér margvíslegan stuðning og gerði það á sinn hljóða og örugga hátt. Þeir feðgar, Gunnar og Kjartan, voru óvenjulega nánir vinir og mikilvægir hvor öðrum. Kjartan hefur nú í senn misst föður og sinn nánasta vin. Við Astríður sendum honum og Sigríði, tengda- dóttur Gunnars, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Davíð Oddsson t Móðir okkar, RANVEIG HELGADÓTTIR frá Hólmi i Landbroti, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 22. apríl. Útförin fer fram frá Prestbakkakirkju á Síðu miðvikudaginn 1. maí kl. 14.00. Jarðsett verður í Hólmi. Helgi Valdimarsson, Runólfur Valdimarsson, Sverrir Valdimarsson. t Útför GUÐRÚNAR SIGURÐARDÓTTUR, Norðurbrún 1 (áður Hamarsgerði 2), verður gerð frá Bústaðakirkju mánudaginn 29. apríl kl. 13.30. Guðjón Sigurðsson, Haraldur Sigurðsson, Sigurður Jóhannsson, Valdimar Jóhannsson, Örn Jóhannsson, Jóhann Valdimarsson. Oddný Björnsdóttir, Sigrún Á. Sigurðardóttir, Bryndís Arnfinnsdóttir, Ingibjörg Ragnarsdóttir, Björg Kristjánsdóttir, t Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGURRÓSAR TORFADÓTTUR, Hrafnistu, Reykjavík, áður til heimilis á Meðalholti 10, fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 29. apríl nk. kl. 15.00. . Björn Þorsteinsson, Torfi Þorsteinsson, Páll Þorsteinsson, Þorsteinn Þorsteinsson, Ingigerður Þorsteinsdóttir, Gunnlaugur Þorsteinsson, Þorgeir Þorsteinsson, Guðmundur Þorsteinsson, barnabörn og barnabarnabarn. Edda Svavarsdóttir, Sigríður Kristinsdóttir, Guðrún K. Þórsdóttir, Hildigunnur Þórsdóttir, Hilmar F. Thorarensen, Ingibjörg Ó. Hafberg, Bergþóra Skarphéðinsdóttir, t Alúðar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og jarðarför AXELS MAGNÚSSONAR pípulagningameistara, Tryggvagötu 26, Selfossi. Fyrir mína hönd og vandamanna hins látna. Sigríður Einarsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar, HARÐARSVAVARSSONAR jarðfræðings, Bæjartúni 5, Kópavogi. Ellen Ingibjörg Árnadóttir, Hinrik Þór Harðarson, Árni Már Harðarson, Gerður Björk Harðardóttir, Þorgerður Sigurgeirsdóttir, Stefán Friðbjarnarson, Gunnar Svavarsson, Lára Sveinsdóttir, Svavar Sigurðsson, Úlla Þorvaldsdóttir, Örn Svavarsson, Helga Henrýsdóttir, Guðmundur H. Jónsson. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, HÓLMFRÍÐUR MARGRÉT JÓHANNSDÓTTIR, sem andaðist í Borgarspítalanum þann 21. apríl, verður jarðsung- in mánudaginn 29. apríl kl. 10.30 frá Fella- og Hólakirkju. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna, Sigurður Runólfsson. t Systir mín, AUÐUR HELGA ÓSKARSDÓTTIR, Skúlagötu 40a, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 30. apríl kl. 13.30. Bent Scheving Thorsteinsson. + Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og stuðning við frá- fall og útför elsku litlu dóttur okkar og systur, TINNU ÝR FRIÐRIKSDÓTTUR. Friðrik Steingrímsson, Steinvör Baldursdóttir, Telma Ýr Friðriksdóttir. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og lang- afa, ÁRSÆLS KJARTANSSONAR, Háaleitisbraut 103. Sérstaklega þökkum við starfsfólki Vífilsstaðaspítala frábæra umönnun. Klara Vemundsdóttir, Haukur Ó. Ársælsson, Unnur S. Jónsdóttir, Hafsteinn Á. Ársælsson, Sigrún J. Jónsdóttir, Anna Ársælsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda vináttu og samúð við andlát og jarðarför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGURBORGAR SUMARLÍNU JÓNSDÓTTUR frá Suðurevri, Súgandafirði. Ása Bjarnadóttir, Eyjólfur Bjarnason, Þórhallur Bjarnason, Andrés Bjarnason, Anna Bjarnadóttir, Páll Bjarnason, Karl Bjarnason, Arnbjörg Bjarnadóttir, Borghildur Bjarnadóttir, Hermann Bjarnason, barnabörn og Vilhjálmur Óskarsson, Guðfinna Vigfúsdóttir, Guðrún Bjarnadóttir, Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Magnús Hagalínsson, Sigríður Gissurardóttir, Hildur Þorsteinsdóttir, Eðvarð Sturluson, Jón Björn Jónsson, Pricilla Stockdale Bjarnason, barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.