Morgunblaðið - 09.05.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.05.1991, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1991 ]/.!/: .i' ii Ju,.' I—tlltl/LitLIL:iLh>I.fi Þing- baltneskra og norrænna bókmenntagagnrýnenda í Tallinn: Framtíð og fyrirheit Þriðja grein Bókmenntir Ingi Bogi Bogason Seinni dag þingsins gafst færi á að eiga viðtöl við einstaka fulltrúa auk þess sem fáein erindi voru flutt. í lokin var samþykkt að gera slíka samkundu að árvissum atburði og verður næsta þing baltneskra og norrænna gagnrýnenda haldið í Finnlandi í júní 1992. Af menningarlegu ástandi í Litháen Ramunas Borsakas er frá Viln- ius. Þar stundar hann rannsóknir og flytur reglulega bókmenntagagn- rýni í útvarp. Borsakas flutti fáein orð um bók- menntalegt ástand í Litháen sem hann sagði að flestu leyti vera iíkt því í Lettlandi og Eistlandi. Borsakas var svartsýnn fyrir hönd faglegrar bókmenntagagnrýni í heimalandi sínu. Hann sagði það skoðun sína og margra annarra Lit- háa að bókmenntagagnrýni fengi ekki staðist nema hún væri ópólítísk og tæki eingöngu mið af fagurfræði- legum sjónarmiðum. Um þessar mundir ætti bók- menntagagnrýni í Litháen mjög und- ir högg að sækja vegna þess að skortur væri á hæfum gagnrýnend- um. Áður hefði bekkurinn verið þétt- skipaður þeim sem unnu í anda ríkj- andi hugmyndafræði. Nú væri bekk- urinn nánast auður, tíma tæki að mennta þá sem kæmu í stað þeirra sem óhjákvæmilega dyttu út. „Menningargagnrýni í dagblöðum og tímaritum okkar er og hefur ver- ið frumstæð. Við bíðum eftir ein- hveiju sem við þekkjum ekki og vit- um það eitt að við eigum eftir að læra svo margt,“ sagði hann að lok- um. Looming-bókaútgáfan Fundarstaðurinn seinni daginn var i húsakynnum hinnar frægu Looming-bókaútgáfu. Stofnandi Ramunas Borsakas hennar var Friedebert Tuglas og lengi vel var þetta eina fijálsa _og óháða bókaútgáfan í Eistlandi. Út- gáfustjóri fyrirtækisins er nú Andr- es Langemets: „Um þessar mundir eru svokölluð fijáls útgáfulyrirtæki mýmörg. Áður var þetta ekki svo. Hafa verður í huga að nú er misjafn sauður í mörgu fé. Innan um eru fyrirtæki gömlu afturhaldsaflanna sem vilja ná fótfestu við breyttar aðstæður." Að mati Langemets er útgáfu- starfsemin ekki endilega að öllu leyti auðveldari nú en á tímum ritskoðun- ar og tjáningarhelsis. T.d. væri pappírsskortur algengt vandamál. Um daginn hefði Looming-fyrirtæk- ið komist yfir meiri pappír en það þurfti að nota í augnablikinu: „Þess vegna gáfum við strax nokkur tonn af pappír til fijálsra útgáfufyrirtækja í Lettlandi. Svona reynum við að hjálpa hveijir öðrum.“ Nokkrir nafntogaðir höfundar Nokkrir eistneskir rithöfundar, karlar og konur, héldu stutt erindi Andres Langemets á skrifstofu Looming-útgáfunnar. um það hvernig væri að vera rithöf- undur í þessu óvissa andrúmslofti. Þau áttu það sameiginlegt að hafa orðið fyrir vonbrigðum með hlut- skipti sitt. Meðal þeirra sem tóku til máls voru Heino Kiik, leikrita- og skáldsagnahöfundur, Mihkel Mutt, frægastur fyrir kaldhæðnis- legar ádeilusögur og Rein Saluri, eitt mikilvirkasta prósa- og leikrita- skáld Eista um þessar mundir. Frá bókmenntum yfir í stjórnmál Það Iá í loftinu að þennan seinni dag myndu umræður snerta póli- tískari svið en fyrri daginn. Toivo Tasa er ritstjóri tímaritsins „Vikerkaar" („Regnboginn"). Hann ræddi um pólitískt ástand í Eistlandi og hvert stefndi í menningu þjóðar- innar. Það var fróðlegt fyrir fulltrúa Morgunblaðsins að heyra Toivo Tasa lýsa vandamálum smáþjóðar, vanda- málum sem um margt eru hliðstæð þeim hér á landi. I Eistlandi eru þau bara miklu stærri og miklu Toivo Tasa djúprættari. „Skilyrðið fyrir því að við lifum af er að við séum menningarþjóð. Til að viðhalda óbrenglaðri sjálfs- ímynd - til að viðhalda hamingju okkar - hljótum við að varðveita tungu okkar, bókmenntir og þjóð- menningu, á sama hátt og vinir okk- ar frá Norðurlöndum. „Við lifum við algerlega óeðlilegar aðstæður sem ógna skilyrðum fyrir tilvist okkar. Hver gæti t.d. ímyndað sér það Frakkland þar sem 50% íbú- anna væru Englendingar? Hjá okkur er þetta staðreynd. Rússar eru núna helmingur íbúa í Eistlandi." Toivo Tasa sagðist ekki bera brigður á að núverandi' ríkisstjórn Eistlands bæri heill og hamingju eistnesku þjóðarinnar fyrir bijósti. En hvað gæti hún aðhafst gegn ofur- sterkum fjandmanni? Toivo Tasa lýsti því yfir að það væri hvorki betri fjárhagsafkoma né betri tækni sem baltnesku ríkin berðust fyrir heldur ...: „Við beijumst einfaldlega fyrir tilverurétti okkar." Og hann bætti við: „Við viljum ekki hljóta sömu örlög og sumar þjóðir Sovétríkj- anna. Það er ekki víst að fólk á Vesturlöndum viti að þjóðirnar í Úkraínu og Hvíta-Rússlandi eiga ekki lengur eigið tungumál, m.a. vegna þess að í skólunum er ekki lengur kennt á þeirra eigin máli.“ Það sem sameinar Islendinga sundrar Eistlendingum Fyrir íslending er harla erfitt að skilja vandamál baltnesku þjóðanna um þessar mundir. Margt af því sem sameinar okkur sundrar þeim. Við erum ein þjóð og búum á skýrt af- markaðri eyju, tölum eina tungu og eigum sameiginlega, vel skráða sögu. Náttúruleg landamæri eru óglögg hjá baltnesku þjóðunum enda hafa ýmist Þjóðveijar, Svíar, Danir eða Rússar skipst á að ráðskast með þessar þjóðir. í hveiju landi búa tvær eða fleiri þjóðir sem tala hver sína tunguna og saga þeirra er mótsagn- akennd og þarfnast þess að vera umskrifuð. Þess vegna spurði ég Toivo Tasa hvort hugmyndir væru um að sætta þjóðirnar sem byggju saman í þessu landi - eða væri kannski sterkur vilji til að reka alla Rússa burt? „Búum við „saman“ hér í þessu landi? Vissulega hafa Rússar verið hér í 50 ár. Og miðað við þessar hörmulegu aðstæður höfum við um- borið þá frámunalega vel. Þeir hafa verið herraþjóð í okkar landi alla þessa áratugi, þjakað okkur og hald- ið okkur niðri. Það er óhugsandi að benda á meiri tilhliðrunarsemi og umburðarlyndi einnar þjóðar gagn- vart annarri en í okkar tilviki gagn- vart Rússum.“ Toivo Tasa lagði áherslu á að möguleikinn til að koma á manneskj- ulegu lífi í Eistlandi yrði aðeins að veruleika ef sovéski herinn færi og stuðningur Vestur-Evrópuþjóða yrði að raunveruleika. Flestir Rússar, eða rússneskumælandi fólk, sem býr í baltnesku löndunum, eru annaðhvort hermenn eða tilheyra fjölskyldum þeirra. „Svo verða vesturveldin að átta sig á því að með því að aðstoða Sovétstjórnina eru þau alls ekki að aðstoða okkur. Þvert á móti. Mætti ég þá frekar benda á göfugt for- dæmi íslendinga, þessarar litlu og hugrökku eyþjóðar, sem styðja okkur beint í sjálfstæðisbaráttu okk- ar.“ Tvær agætar knattspyrnubækur _________Bækur_______________ Steinar J. Lúðvíksson Islensk knattspyma 1990 Víðir Sigurðsson Skjaldborg 1990 Lærðu knattspyrnu Janus Guðlaugsson Iðnú 1990 Ekki er blöðum um það að fletta að knattspyrna er sú íþrótt sem nýtur mestrar hylli hérlendis sem og í fjölmörgum öðrum löndum, bæði meðal iðkenda og áhorfenda. Það er því ekki nema eðlilegt að árlega komi út hérlendis jafnvel nokkrar bækur um knattspyrnu og ýmislegt sem tengist íþróttinni. I mestu knattspymulöndum héims eins og t.d. í Bretlandi, eru gefnir út tugir slíkra bóka á hveiju ári og virðist markaðurinn aldrei mettast. Alltaf koma fram nýjar stjörnur sem aðdáendurnir þreytast aldrei á að lesa um og alltaf bætast nýir hópar í skörð áhangenda íþróttar- innar og íþróttafélaganna. Islensk knattspyrna er árbók um knattspyrnu á íslandi og hefur tví- mælalaust öðlast fastan sess í bóka- hillum knattspyrnuaðdáenda á Is- landi. Slík árbók hefur komið út allt frá árinu 1981 og lengst af hefur Víðir Sigurðsson íþróttafrétt- amaður haft veg og vanda af bók- inni. Árbókin hefur þróast í ákveð- inn farveg og hefur lítið verið breytt út af á síðustu árum. Hins vegar er knattspyrnan á íslandi svo sí- breytileg að hver og ein ný bók hefur vitanlega að geyma nýtt efni, ný úrslit, og nýjar frásagnir af knattspymustjörnum. Allt áhuga- fólk um knattspyrnu getur því rifjað upp skemmtilegar minningar með því að fletta þessum árbókum. Þær eru í raun ómetanleg heimild um knattspyrnuna á íslandi og svara næstum öllum þeim spurningum sem upp í hugann koma þegar knattspymuna ber á góma. Árbækur Víðis Sigurðssonar eru vel unnar og auðséð er að hann leggur bæði alúð og metnað í að gera þær sem best úr garði. Það hlýtur að vera mikið og töluvert vandasamt verk að safna saman öllum þeim aragrúa úrslita knatt- spyrnuleikja sem er að finna í bók- inni, því ekki er unnt að fá nema hluta þeirra úr dagblöðum eða úr öðrum fjölmiðlum. Virðist svo sem að Víðir hafi góða samvinnu við skrifstofu KSÍ varðandi öflun að- fanga í bókina. Svo sem eðlilegt má teljast fær keppni þeirra bestu, leikirnir í 1. og 2. deild, mest rými í bókinni en stutt frásögn er af hveijum einasta leik í þessum deildum og að auki tölulegar upplýsingar um félögin í deildunum og leikmenn þeirra. Far- ið er fljótar yfír sögu í hinum deild- unum tveimur, 3. og 4. deild, en samt er þar að finna úrslit úr öllum leikjum. Knattspyrnu kvenna eru gerð góð skil í bókinni. Auk þess eru í bókinni frásagnir af bikar- keppninni, um landsleiki, Evrópu- bikarleiki svo og af þeim Islending- um sem'eru að gera garðinn fræg- an í atvinnumennsku erlendis. í nokkurs konar bókarauka er síðan brugðið upp svipmyndum liðinna ára og í árbókinni fyrir árið 1990 Víðir Sigurðsson er fjallað um tímabilið 1967-1969. Má af þeirri umfjöllun sjá að ekki hafa síður verið sviptingar í knatt- spyrnunni þá en nú. Unglingaknattspyrnu eru einnig gerð nokkur skil í bókinni. Ef til vill er það sá þáttur bókarinnar sem ástæða væri til þess að gera enn meira úr. Þar kemur íþróttafólk framtíðarinnar við sögu, fólkið sem mun örugglega fylla síður þessarar árbókar þegar stundir líða. Það er kannski nánast óframkvæmanlegt að geta úrslita allra leikja í yngri flokkunum, svo margir eru leikirn- ir, en víst er að það myndi enn auka gildi bókarinnar, ekki síst fyr- Janus Guðlaugsson ir hin ýmsu íþróttafélög sem örugg- lega munu nota árbækurnar þegar þau þurfa að rifja upp sögu sína. Gífurlegur fjöldi ljósmynda er í árbókinni. Þarf ekki að fara mörg- um orðum um það að þær bæði lífga upp á bókina og hafa mikið gildi því þarna sannast hið fornkveðna að myndir segja oft meira en mörg orð. Litmyndir eru t.d. af öllum lið- um sem hlutu meistaratitil á árinu 1990, og þarna er einnig að finna myndir af öllum liðum sem leika í 1. deild. Það eitt út af fyrir sig kostar örugglega mikla vinnu að smala slíkum myndum saman. Það er hiklaust hægt að hrósa Víði Sigurðssyni fyrir það ágæta verk sem hann vinnur með skrá- setningu árbókanna um knatt- spyrnu. Þær hafa bæði mikið heim- ildargildi og eru að auki skemmti- legar til skoðunar fyrir alla knatt- spyrnuáhugamenn. Bók Janusar Guðlaugssonar, Lærðu knattspyrnu, er af öðrum toga. Hér erum að ræða kennslubók sem vafalaust mun koma mörgum til góða. Kannski ekki síst knatt- spymuþjálfurum en einnig geta ungir knattspyrnuiðkendur, sem hafa þann sjálfsaga og vilja sem þarf til að nema slík fræði af bók, haft verulegt gagn af bókinni. Jan- us Guðlaugsson veit örugglega manna best hvernig á að setja slíkt fræðsluefni fram. Hann hefur mikla reynslu sem knattspyrnumaður, íþróttakennari og knattspyrnuþjálf- ari. I bókinni fjallar Janus einkum um_ undirstöðuatriði íþróttarinnar. Texti bókarinnar er ágætlega fram settur og útskýringar það góðar að það á ekki að vera neinum ofviða að komast að kjarna málsins. Mik- ill fjöldi skýringarmynda er í bók- inni og auðvelda þær lesendum að tileinka sér fræðin. Það hefur oft verið sagt að æfingin skapi meistar- ann og með því að notfæra sér þessa bók ættu áhugasamir knatt- spyrnumenn að geta stytt sér leið að því marki að ná árangri í íþrótt- inni. Knattspyrnan, eins og fjöl- margar aðrar íþróttagreinar, bygg- ist að verulegu leyti á tækni, útsjón- arsemi og kunnáttu. Um þessi þijú meginatriði fjallar Janus í bókinni og útskýrir þau. Bókin er fengur fyrir þá, sem fást við þjálfun barna og unglinga, og góð viðbót við það kennsluefni sem þegar hefur verið gefið út hér á landi og tekur því raunar í mörgu fram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.