Morgunblaðið - 09.05.1991, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 09.05.1991, Blaðsíða 57
M0ftGUNBIiAMi?a?MIW!®AGtí«/9i 'lMAjí J09J Minning: Guðrún Fædd 11. júní 1904 2. maí 1991 Mig langar til að minnast tengda- móður minnar með nokkrum orðum. Ég kynntist henni vorið 1959, vorið . sem við sonur hennar lukum stúd- entsprófi. Ég hafði oft heyrt á hana minnzt. Ég held að Guðrún Bech hafi verið þekkt í Reykjavík á þess- um árum. Hún var Reykvíkingur í húð og hár, Vesturbæingur. Hún var þá búin að vera ekkja í átján ár, en hafði með hyggindum og útsjónarsemi haldið heimili án þess að fara út af heimilinu til að afla tekna. Þrátt fyrir þetta höfðu börn hennar fengið að læra það sem þau langaði til. Þetta hafðist með hjálp góðra vina, ættingja og þó fyrst og fremst hæfileikum hennar sjálfrar. Sjálf hafði hún haft áhuga á að ganga í skóla, en það tíðkaðist ekki þegar hún var að alast upp að stúlk- ur gengju menntaveginn. Þess vegna var það henni kappsmál að dætur hennar fengju ekki síðri menntun en synirnir. Eitt af því fyrsta sem ég man eftir að hún segði við mig var: Það skal enginn mannlegur máttur fá mig til að búa til nytsaman hlut framar. En iðjusemi og nýtni voru henni í blóð borin. Þegar hún þurfti ekki lengur að sauma og prjóna ígángsklæði fengu listrænir hæfi- leikar hennar útrás með ýmsum hætti. Það hafði ekki tíðkazt á Bræðraborgarstígnum að henda nýtilegum hlut. I áranna rás höfðu safnazt fyrir birgðir af peysum, sem allir voru vaxnir upp úr, kápum, sem hugsanlega var hægt að sauma úr, og svo framvegis. Nú var hafizt handa að rekja upp peysurnar til að sauma úr gólfmottur, sem síðan voru gefnar vinum og vandamönn- um; Kápurnar urðu að enn fallegri gólfmottum, sem saumaðar voru úr fléttuðum strimlum. Og áður en nokkur vissi var búið að nýta alla afganga og kominn tími til að kaupa efni. Það var þá sem hún fór að hekla úr hörgarni. Dúkar, glugga- tjöld, rúmteppi. Þetta eru listmunir sem eiga ekk- ert síður erindi á sýningar en ýmis- legt það sem ber fyrir augu í sýning- arsölum. ,Og þrátt. fyrir svardaga hélt hún áfram að sauma og prjóna föt, og nú á barnabörnin. Guðrún dóttir mín sagði einhvern tíma á aðfangadagskvöld, þá áreiðanlega orðin 15 eða 16 ára: Mér finnst þetta ekki vera nein jól, ég fékk ekki náttföt frá ömmu. Guyðrún Bech var nefnilega eina AMMA yngri barna minna, og eng- in venjuleg amma. Hún gekk alltaf í þjóðbúningi, ekki bara á hátíðum og tyllidögum, heldur á hverjum degi. Hún var ekki hávaxin, en fal- Ieg og bar sig þannig að eftir henni var tekið. Guðrún Bech hafði gífurlegan áhuga á ættfræði og var ættfróð vel. Hún safnaði ættfræðibókum og starfstéttatölum. Ég held að bóka- safn hennar hafi verið alveg ein- stætt safn heimildarrita, safn sem t raun þyrfti að vera til á bókasafni þar sem hægt væri að varðveita það f heild, og halda því við. Ég var svo heppin að vera alin upp af tiltölulega fullorðnum foreldrum, S. Bech sem höfðu líka áhuga á ættar- tengslum, voru líka Reykvíkingar eins og Guðrún og tengdust Vestur- bænum. Ég gat því oftast, held ég, komizt hjá því að verða mér til skammar til dæmis þegar Guðrún var að skýra fyrir mér tengsl mín við aðra íbúa þessarar litlu ættjarð- ar okkar. Það var ekki lítið áfall fyrir Gúðrúnu, sem mundi ekki til þess að hafa sofnað án þess að lesa svolitla stund, þegar sjónin fór að gefa sig. En það var ekki í verka- hring Guðrúnar Bech að æðrast. Þrátt fyrir lélegt heilsufar hélt hún heimili á Bræðraborgarstígnum þar til fyrir tæpum tveimur árum. Það gat hún vegna þess að Svala systir hennar leigði hjá henni, og var henni stoð og stytta, en einnig vegna þess hve læknirinn hennar, Svanur Sveinsson, sinnti henni vel. Ég þakka samfylgdina. Hildur Bjarnadóttir Hún var dóttir Reykjavíkur. Þorpið, sem síðar varð höfuðborg, var hennar bernskuminning. Vest- urbærinn og Kvosin voru lifandi veruleiki, þar sem allir þekktu ævi- sögu allra. Hún ólst upp í Norska húsinu á Vesturgötu 40 en reisti síðan heimili sitt við Bræðraborg- arstíg í heimskreppunni miklu, eitt af samvinnuhúsunum hinum megin við götuna, þar sem verkamannabú- staðir Héðins mörkuðu nýja tíma. Þar bjó hún í röska hálfa öld, fyrst með skipstjóranum unga. Síðan þegar hann fórst á þriðja ári heims- stríðsins, þá sat hún ein eftir með börnin en kom þeim öllum til manns og mennta. Guðrún Bech fæddist sama árið og Danakonungur veitti íslending- um heimastjórn og Hannes Haf- stein settist í gamla fangelsishúsið við Lækjartorg sem fyrsti ráðherra íslands. Hún var dóttir Símonar Bech, skipasmiðs, sem ættaður var úr Þingvallasveit, og Guðrúnar, konu hans, sem ættuð var frá Hell- issandi. Vesturgatan, höfnin og miðbærinn voru hennar bernsku- heimur. Hún var greind og minnið gott. Allt til síðustu daga ævinnar voru sögur úr mannlífi Reykjavík- ur, persónur og atburðir, hluti af daglegri viðræðu hennar. Ævintýr- ið um ísland á þessari öld, fátæka fiskimannaþjóð, sem varð eitt fremsta velferðarríki Vesturlanda, danska nýlendu sem varð sjálfstætt lýðveldi og hlaut virðingarsess í samfélagi þjóðanna, öll þessi mikla saga var samofin lífi merkrar konu. Þeir sem kynntust Guðrúnu Bech þurftu ekki að spyrja: Hvað er Is- lensk menning? Hún bar eðliskosti þjóðmenningar okkar í daglegu fasi. Heimili sjómannsekkjunnar bar sterkt svipmót bókmennta og fróð- leiks. Bækurnar batt hún sjálf í fegursta skinn. Alla ævina klæddist hún peysufötum á hverjum degi, líka hin síðari ár, þegar slíkur bún- ingur var hjá nær öllum talinn ein- göngu hátíðarklæði. Reisn, stolt og menning eru þau orð sem helst koma í hugann þegar við kveðjum Guðrúnu Bech. Maður hennar, Þorbergur Frið- riksson, stýrimaður og skipstjóri, var með virtustu sjósóknurum sinnar tíðar. Þegar hann fórst með togaranum Sviða 2. desember 1941 var vandi hinnar ungu ekkju mik- ill. Börnin íjögur voru öll ung og fjárráð lítil. Stoltið var hins vegar ærið, viljinn sterkur og einbeitnin skýr. Hún ákvað að klára sig sjálf. Húsið á Bræðraborgarstíg 52 var að mestu leigt út og hún bjó með börnunum í fáeinum herbergjum. Og ein kom hún þeim öllum til mennta. Auður Þorbergsdóttir borgardómari, Guðrún Katrín Þor- bergsdóttir framkvæmdastjóri, Þór Þorbergsson búfræðingur og ráðu- nautur og Þorbergur Þorbergsson verkfræðingur. Fátæk ekkja með ijögur börn, en samt skyldu dæturnar ganga í menntaskóla. Svo samgróið var jafnréttið liinu daglega lífi heimilis- ins, að dæturnar tvær hafa ætíð haft sérstakan skilning úr móður- garði á jafnréttisbaráttunni. Það var þess vegna skemmtileg stund fyrir Guðrúnu Bech þegar eldri dóttirin, _sem reyndar var fyrsta konan á íslandi til að gegna emb- ætti dómara, náði líka þeim áfanga jafnréttisþróunarinnar að vera fyrst kvenna til þess að stýra hjóna- bandseiði systur sinnar. Við þá at- höfn vorum við Hannes greinilega í aukahlutverkum, þótt ég væri að eignast Búbbu og Hannes væri svaramaður. Ég hafði reyndar séð Guðrúnu Bech fyrst nokkrum árum áður. Það var í sextugsafmæli Eysteins Jóns- sonar, nágranna hennar á Ásvalla- götu. Þá gekk þessi kona í stofuna, klædd peysufötum eins og ætíð á hátíðardögum eða hversdags. Slík var tign hennar og þokkf að allir tóku eftir. Þá kynntist ég fyrst þeim virðuleika og hlýju sem ætíð gerðu Guðrúnu Bech ógleymanlega þeim sem henni kynntust. Hún var sér- stök kona, sem setti svip á bæinn, og allir báru fyrir henni djúpa virð- ingu. Það var merkilegt, sagði Guð- mundur J. Guðmundsson við mig fyrir nokkrum dögum, að við strák- arnir í Verkó hentum aldrei snjó- bolta í þessa konu. Það var sérstak- ur blær sem gerði hana ógleyman- lega öllum þeim sem þekktu og skapaði henni djúpstæða virðingu vina og þá átti hún marga. Guðrún Bech var einstaklega list- feng kona. Hannyrðir hennar prýða veggi í heimahúsum okkar við hlið málverka fremstu meistara ís- lenskra lita. Hún hnýtti teppin sjálf eftir eigin huga og litir og form voru án fyrirmynda. Slík var listin, að erlendir gestir sem sjá þau á veggjum, spyrja oftar um höfund þeirra en myndanna sem eru verk nafnfrægra íslenskra listamanna. Og bækurnar voru hennar heimur. Ævisögur og þjóðlegur fróðleikur, menningarrit og ættfræði. Hún gaf þeint öllum sérstakt líf með því að binda þær sjálf í fagurt skinn. Hver bók varð þannig dýrgripur, sem börn og barnabörn og aðrir sem á eftir koma munu geyma svo lengi sem þeijn finnast listgripir einhvers virði. I garðinum við húsið á Bræðraborgarstíg standa svo trén, há og fögur, vitnisburður um rækt- unarstarf sem sinnt var á hvetju sumri í meira en hálfa öld. í raun og veru var ævi Guðrúnar Bech hversdagsleg. Ung stúlka á Vesturgötunni, sem batt ástarhug við glæsimennið og sjómanninn Þorberg stýrimann, missir hann ung og elur upp börnin sín fjögur á sama stað, þar sem barnabörnin urðu síðan heimagangar. En í reynd var hún tákn hins besta í íslenskri menningu, ævintýranna sem gera íslenskar konur einstakar, gáfaðar, glæsilegar, stoltar, listfengar og menntaðar. Ættmóðirin, sem aldrei barst. á en kom 'þó öllum börnum sínum til mennta, hversdagskonan sem bar íslenskan hátíðarbúning á hveijum degi, hógvær en hefði samt sómt sér vel innan um aðalskonur og höfðingja hvaðanæva úr heimin- um. Það var mikill vandi fyrir okkur Hannes að vera tengdasynir slíkrar konu, þótt hlutverk tengdadætr- anna væri líka sérstakt. I báðum okkar var og er nokkur fyrirferð, þótt á sitt hvoru sviðinu sé. I ná- vist Guðrúnar Bech urðum við hins- vegar oftast nær hljóðir og hógvær- ir menn. Slíkt var kyrrlátt en áhrifa- ríkt vald Guðrúnar Bech í hennar nánasta umhverfi. Það er þakklát fjölskylda sem fylgir Guðrúnu Bech til hinstu hvíld- ar. Vegferðin úr Norska húsinu á Vesturgötunni frá fyrstu árum ald- arinnar til vordaganna nú í maíbyrj- un, næstum níutíu árum síðar, er vissulega löng. í henni er falið ævintýrið um einstaka konu, sem aldrei mun gleymast þeim sem henni kynntust. Ólafur Ragnar Grímsson Að lokinni langri ævi er gott að leggja augun aftur, fá hvíld. Amma mín, blessunin, var vel að hvíldinni komin. Hún var aldrei iðjulaus kona. Alltaf hafði hún nóg að starfa og þegar öllum verkum var lokið settist hún við hannyrðir. Heimili hennar á Bræðraborgarstíg bar handbragði hennar glöggt vitni. Þangað var alltaf yndislegt að koma. í stofunni hennar var ein- staklega friðsælt andrúmsloft, dúk- ar, veggteppi og stólasessur allt unnið af henni sjálfri, stór kiukka sem tifaði og sló og bókahilla full af bókum sem hún hafði nostursam- lega bundið í skinn. Garðurinn hennar í góðri rækt, hirtur af alúð og heimabakað meðlæti með kaff- inu. Þrátt fyrir alla iðjusemi átti amma Guðrún alltaf gnótt af því dýrmætasta sem nokkur maður getur gefið öðrum, það var tími. Aldrei var svo mikið að gera að ekki væri nægur tími til að hlusta Wj á litla skottu og ræða við hana um hvað sem var. Við barnabörnin vorum vön að elta hana um allt hús og fylgjast með störfum hennar. Við vorum ekki há í loftinu þegar við fengum að taka þátt í flestöllu og leiðbeindi hún við verkin. Sjálfsagt hefur oft verið tafsamt að hafa okkur yfír sér, en aldrei varð ég annars vör en að hún hefði ánægju af nærveru okkar. Hjá ömmu lærðum vð að meta rólegar stundir, sitjandi við borð- stofuborðið þar sem hver og einn vann sitt handverk. Þegar hún leit til okkar yfir gleraugun sín leið mér eins og ég væri með einstakt listaverk milli handanna. Við vorum varla orðin læs þegar hún var farin að hjálpar okkur að stauta fram úr ættfræðibókum, oft til að reyna að finna góð nöfn til að nota í sívin- sælum búðarleik. Mikið vorum við amma ánægðar þegar við rákumst á nafnið Landbjartur. Það var tign yfír siíku nafni fannst okkur. Ég sat oft á eldhúsbekknum og fylgdist með ömmu baka í undar- lega „gúnda“-pottinum sínum. Ekki minnist ég þess að hafa verið skömmuð þegar ég notaði tækifær- ið og gladdi ruslakarlana. Gaf þeim allar pönnukökurnar út um gluggann á meðan amma brá sér í símann. Hún skildi hvað fyrir lít- illi telpu vakti, en hafði mörgum árum seinna gaman af að rifja þetta upp. I garðinum áttum við ótal ánægjustundir og ekki var amma lengi að kenna okkur að þekkja örsmá blöð óútsprunginna blóma í sundur. Arfann má taka, en fjólan á að vera. Svo kom hún með litla garðkönnu og við reyndum af fremsta megni að gæta þess að engin planta liði skort. Amma sameinaði á þennan hátt hjá okkur leik og störf. Við lærðum margt um leið og við höfðum mikla ánægju af. Oftar en ekki leitaði ég til ömmu ef eitthvað bjátaði á eða vanda bar að höndum. Þá settumst við niður í algeru tímaleysi og rökræddum fram og aftur. Þó að ég sæi bara tvær eða þijár leiðir fram úr vand- anum, gat amma Guðrún alltaf fundið nokkrar til viðbótar. Þegar við vorum búnar að ræða allar lausnir fram og aftur tókst mér yfirleitt að gera upp hug minn og létti stórum. Amma virtist vita hve- nær sú stund var komin því þá tók hún strax upp léttara hjal. Aldrei hvarflaði að henni að spyrja hver niðurstaða mín væri. Alltaf kvaddi ég léttfætt og gekk út stíginn, leit upp í gluggann og vinkaði. En um leið og hliðið lagðist aftur hugsaði ég „en hvað finnst þér ég ætti að gera?“ Við því fékk ég aldrei svör, heldur bjart bros og vink á móti. Það er hvetjum manni mikilvægt að hafa einhvern til að leita til. Einhvern sem tekur þér og hug- renningum þínum alvarlega, burt- séð frá eigin skoðunum. Þannig reyndist amma Guðrún mér og fyr- ir það er ég henni innilega þakklát. Ég er sannfærð um að margir vilja taka undir þakklæti hennar. Von- andi mun okkur, sem bárum gæfu til að kynnast henni, takast að verða afkomendum okkar eins mikilvægir samferðamenn og hún var okkur. Minningar geta verið eilífar. Ég kveð elsku ömmu mína og hafi hún þökk fyrir allt. Að lokinni langri ævi er gott að leggja augun aftur. Þóra Þórarinsdóttir N$í Osvikið kaffibragð Með aðeins hálfu koffeinmagni omi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.