Morgunblaðið - 09.05.1991, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 09.05.1991, Blaðsíða 52
MORÖUNBM'ÖIÐ .'FlMÍVfTUÖÁtiÚk'd' 'tóXÍ' 'i Ö9Í Bjöm K. Kjartans- son - Minning Hverju sem ár og ókomnir dagar að mér víkja, er ekkert betra en eiga vini sem aldrei svíkja. (Davíð St.) Nú þegar heiðursmaðurinn Bjöm Kr. Kjartansson hefur kvatt sam- ferðamenn sína hinstu kveðju, þá dettur mér fyrst í hug tryggðin, heiðarleikinn og vináttan. Það var árið 1936 að ég réðst í kaupavinnu, að Skeggjastöðum í Landeyjum. Ég var þá 16 ára og hafði aldrei farið að heiman áður. Skeggjastaðir eru vestarlega í Vest- ur-Landeyjum og eru í nábýli við Þúfu, Eystri- og Vestri-Tungur og Sperðil. Þessir 5 bæir voru í þá daga kallaðir einu nafni Krókur. Það hef- ur sjálfsagt þurft að taka á sig krók, ef fara átti á þessa bæi, því að þeir voru svolítið afskekktir, ekki í alfar- aleið eins og nú er orðið. Heimilisfólkið á Skeggjastöðum vom húsbóndinn, Eiríkur Nikulás- son, þá orðinn rúmfastur, dóttir hans Jónína og eiginmaður hennar, Bjöm Kr. Kjartansson. Húsaskipan vom torfuburstabæir og burstirnar voru 12 og allt hét þetta eitthvað. Fyrst var fjósið, þá smiðjan, hlóðareldhús, gangur og búr þar fyrir innan, svo kom baðstofan og eldhús aftan við hana, skemma, taðhús, þar var keit- an geymd, kartöflugeymsla, hest- hús, lambhús, hrútakofi og aftur hesthús. Fyrir mér sem kaupstaðar- strák var þetta mikið völundarhús, t.d. var innangengt úr baðstofu í fjós. Stæsta og voldugasta húsið var hlaðan, hún var úr timbri og bám- jámi. Þó að mér hafi ekki beinlínis litist vel á herlegheitin, þá átti mér samt eftir að líða vel þama. Fólkið sem mér fannst í fyrstu svolítið torkenni- legt í útliti og klæðaburði átti eftir að reynast mínir bestu húsbændur og vinir. Ég var þama út sláttinn og auðvitað var það Bjöm sem allt utandyra hvíldi á. Hann kunni vel til verka, var góður verkstjóri, út- sjónarsamur og veðurglöggur. Þetta sumar kynntist ég fólkinu á Króks- bæjunum, það var á öllum aldri og ágætis fólk sem ég hef alla tíð síðan borið hlýhug til. Bjöm Kr. Kjartansson fæddist á Fædd 28. janúar 1976 Dáin 7. apríl 1991 Við frænkurnar viljum minnast hennar Tótu eins og við kölluðum hana og kveðja hana í hinsta sinn. Það var mikið áfall er við fréttum af andláti vinkonu okkar. Því sunnudeginum áður 14. apríl ákváðum við að bjóða þeim vinkon- um, Tótu og Möggu í heimsókn í nýju íbúðimar okkar. Tótu kynntumst við í gegnum störf okkar. Það fylgdi mikil til- hlökkun komu hennar að Reykja- lundi sumar hvert. Þá þurfti að færa rúm þeirra Möggu saman svo þær gætu verið nær hvor annarri. Ávallt var líf og ijör í kringum Tótu, hún var vinur allra, og allir á Reykjalundi könnuðust við hana, hún gat sér gott orð hvar sem hún kom. Tóta var mjög hlý og gefandi manneskja, það geislaði af henni gleðin og ánægjan. Það er óhætt að segja að hún hafi verið hvers manns hugljúfi. Skilningurinn og þolinmæðin sem hún sýndi sam- ferðamönnum sínum var talandi dæmi um þroska hennar. Þegar við iátum hugann hvarfla aftur í fcrtíðina rifjast upp mörg atvik, hvert öðru skemmtilegra. Til dæmis tilhiökkun þeirra vinkvenn- anna þegar hljómsveitin Stjórnin átti að koma og spila á Reykjalundi Stokkseyri 26. september 1899, son- ur hjónanna Pálínu Bjömsdóttur og Kjartans Guðmundssonar. Bjöm var elstur 16 systkina, sex dóu í fmm- bemsku, en 10 uxu úr grasi. Þeir vom tveir bræðurnir með sama nafni, eldri og yngri Bjöm. Björn yngri lifir nú einn allan systkinahóp- inn. Um aldamótin Var víða mikil fá- tækt og erfitt reyndist að koma upp stórum barnahóp,. foreldrar þurftu móti vilja sínum oft og tíðum að láta bömin frá sér. Bjöm var aðeins 8 ára er hann var sendur til sumar- dvalar að Laugarbökkum í Ölfusi. Björn sagði mér að honum hafi alls ekki liðið illa þarna, en hann varð að vinna þó ungur væri. Hann hefur ekki farið heim fyrr en eftir réttir, því að hann fór með fjárrekstur til Reykjavíkur ásamt Guðjóni, en það hét bóndinn á þessum bæ. Bjöm mundi lítið eftir hvað gerðist í þess- ari ferð, utan eitt atvik sem skeði á Hellisheiði, sem ekki verður frá greint hér. Árið eftir, þá 9 ára gamall, er Björn aftur sendur frá móður sinni, sem honum þótti svo undursamlega vænt um. Nú var farið lengra, eða að Skeggjastöðum í Landeyjum, til hjónanna Eiríks og Kristínar. Auk þeirra vom á bænum dætur þeirra tvær. Jónína hét sú eldri, 29 ára, Guðrún hét sú yngri, hún dó á besta aldri. Bimi leið þama þokkalega vel, nema hvað leiðindi sóttu á hann á stundum. Eiríkur var harðsnúinn dugnaðarmaður, hans sjóndeildar- hringur var, að vera bjargálna og það gerðist með mikilli vinnu og harðfylgi. Björn varð því að standa sig, 9 ára paturslítill og grannur, en gerði eins og hann gat, hlífði sér hvergi, var seigur til æviloka. Kjartan, faðir Björns, kom að ári liðnu að vitja drengsins, en hann gat ekki tekið hann með sér heim. Bam bættist í hópinn á hveiju ári og það jók á vandræðin. Bjöm minntist oft á það hve sárt hann grét þegar fað- ir hans kvaddi og móðurhöndin svo mjúk og hlý í órafjarlægð. En dreng- urinn þroskaðist á sálu og líkama, hann harðnaði og fann að tilfinning- amar þurfti að beisla, að gráta var vonlaus uppgjöf. Og árið eftir kemur síðasta sumar. Tóta og Magga tóku sér snemma stöðu fyrir utan salinn og ætluðu svo sannarlega að láta mynda sig með Evrovisjón-stjörn- unum og að sjálfsögðu tókst þeim ætlunarverk sitt og vom þau öll mynduð saman í bak og fyrir. Enn annað dæmið rifjast upp fyrir okk- ur, það var þegar Tóta ákvað að trúlofa sig, sama sumar. Þá fékk hún hring annarrar okkar lánaðan og trúlofaði sig. Eftir nokkrar klukkustundir fór sú okkar sem átti hringinn að ókyrrast, hún vildi fá hringinn sinn til baka, var heldur ekki viss um að kærastinn myndi samþykkja skiptin möglunarlaust, hann þekkti jú ekki Tótu. En Tóta var trúlofuð og ætlaði ekki að breyta því í riánustu framtíð. Þá tóku við langar og strangar samn- ingaumleitamir, málin voru rædd afturábak og áfram og rökunum þvælt fram og aftur. Niðurstaðan kom snögglega, en þá hringdum við í hlutaðeigandi kærasta. Tóta ællaði að beita öllum sínum klækj- um til að heilla hann, en viti menn, það sjaldgæfa gerðist, henni brást kjarkurinn. Hún skilaði hringnum í snarhasti og ákvað að bíða með trúlofun í bili. En þessa er nú meira getið í gamni en alvöru, þetta er talandi dæmi um hinn mikla „húm- or“ sem hún hafði. Þótt form þín hjúpi graflín, granna mynd, og geymi þögul moldin augun blá faðir hans enn að vitja hans og nú átti drengurinn að fá að koma heim. En nú snerist dæmið við, hann vildi ekki fara, hér í sveitinni var örygg- ið, engin ómegð, að vísu þurfti að vinna, en nóg var að bíta og brenna. Þannig leið bernskan hans Bjössa á Skeggjastöðum. Hann lærði að lesa, reikna og draga til stafs, það var hans lögfræði. En þrátt fyrir allt, vinnan göfgar manninn. Eftir þetta heimsótti Bjöm for- eldra sína árlega, í það minnsta, og kom þá jafnan færandi hendi, t.d. með smjör og annan mjólkurmat, kjöt og jarðávexti og þá voru fagnað- arfundir. Síðast þegar ég heimsótti Bjöm þá kom hann með mynd af móður sinni og sagði: Þetta er hún mamma mín, fínnst þér hún ekki falleg? Jú, Pálína var bæði góð og falleg kona. Frostaveturinn mikla 1918 batt Björn á sig skauta í hlað- inu á Skeggjastöðum og skautaði til Stokkseyrar, Þjórsá var þar enginn farartálmi. Og daginn eftir kom hann sömu leið til baka. Þá var Bjöm á góðum aldri. Það mun hafa verið upp úr 1920, að þau fóm að draga sig saman, Jónína heimasætan og tökudrengur- inn Bjöm. Og þó að aldursmunurinn væri 20 ár og Jónína í fyrstu geng- ið Birni í móðurstað, þá varð úr þessu hjónaband svo gott, að aldrei bar skugga á. Jónína var sannkrist- in kona og lifði samkvæmt boðorð- unum og gerði í því að halda þau. Það leyndarmál sem henni var trúað fyrir fór ekki lengra. Björn bar bæði traust og virðingu fyrir Jónínu og hann annaðist hana með miklum sóma þar til yfír lauk. Jónína var 81 árs er hún lést. Ég var á Djúpuvík sumarið 1939. Þriðja september það ár braust heimsstyijöldin síðari út. Ég var þá í þann veginn að fara heim til Hafn- aríjarðar, en ég átti raunverulega hvergi heima, foreldrar mínir vom á sjúkrahúsum og heimkoma þeirra var ekki í augsýn. Svo að ég ákvað að fara austur í Landeyjar, að Skeggjastöðum. Mér var eins og endranær vel fagnað. Og er ég var búinn að vera þarna í góðu yfírlæti í nokkra daga og vinna að haust- verkunum með Bimi, þá spyr hann mig eitt sinn, hvort ég vilji ekki vera hjá sér sem ársmaður. Þau vom þá bara tvö í heimili Jónína og Bjöm, því Eiríkur dó í maí 1937. Ég tók þessu boði og sé aldrei eftir því. Kaupið var að vísu lítið, en mér leið þama eins vel og best varð á kosið. Þetta ár sem ég var hjá þeim Bimi og Jónínu var þá eitthvað það hvar skáldið forðum fegurð himins sá, - ó fjarra stjömublik, ó tæra lind - og eins þótt fólni úngar varir þær sem eitt sinn þíddu kalinn hlekkjamann, þær hendur stirðni er Ijúfar leystu hann og lyki dauðans greip um báðar tvær, það sakar ei minn saung því minníng þín í sálu minni eilift líf sér bjó af yndisþokka, ást og mildri ró, einsog þú komst í fyrsta sinn til mín; einsog þú hvarfst í tip sem mál ei tér, með tár á hvarmi í hinsta sinn frá mér. (Höf. Halldór Kiljan Laxness) Möggu vinkonu hennar, foreldr- um og bróður viljum við votta okk- ar dýpstu samúð. Þökk fyrir góðar stundir. Júlíana og Lilja Björk besta í lífí mínu. Ég kynntist hinu almenna sveitastarfi árið um kring. Gegningum að vetrarlagi, skepnum- ar urðu að fá sitt hvernig sem viðr- aði, hey var borið í meisum og vatn í skjólum. Björn lagði mikla áherslu á það, að ganga vel um heyin, ekk- ert strá mátti fara til spillis. Ég undraðist það oft, hvað þessi granni maður gat áorkað, honum féll aldrei verk úr hendi, allan ársins hring fann hann sér eitthvað til að gera og verkefnin virtust óþijótandi. Þetta ár kynntist ég fólkinu í félags- lífinu í Landeyjunum. Þá var gaman að vera ungur og þeysast um á góð- um fáki, í æskuglöðum hópi. Ég fór svo frá þeim hjónum er ég hafði dvalið þar í rúmt ár og kvaddi þau með söknuði og trega. Björn borgaði mér heldur meir en um var samið. Ég hélt svo til Kefla- víkur, þetta var í ársbyijun 1941. Þegar hér er komið sögu er Jónína verulega farin að tapa heilsu og kröftum, enda útslitin af þrældómi og vosbúð frá unglingsárunum. Árið 1943 gekk ég í hjónaband og það sama ár kom Björn í heimsókn til mín. Hann sagðist vilja hætta að búa í sveit, Jónína var orðin heilsulaus og engin leið að fá fólk til sveita- starfa. Styijöldin var þá í algleym- ingi, ísland hemumið og almenning- ur sótti í vinnu hjá setuliðinu. Það varð úr að ég útvegaði Birni bæði hús og vinnu. Húsið var nr. 12 við Tjarnargötu og borgaði Björn það út í hönd kr. 30.000. Fyrsta vinnan hans var að ísa físk í fraktskip ti útflutnings á Bretlandsmarkað. Þau Bjöm og Jónína kunnu strax vel við sig í Keflavík. Björn var hvar sem hann vann trúr og góður starfs- kraftur. Hann vann um skeið í hrað- frystihúsinu Jökli hf. og síðast á Keflavíkurflugvelli, í sjúkrahúsi, en þaðan fékk hann oft viðurkenningu fyrir vel unnin störf. Björn seldi húsjð -sitt og keypti annað nr. 12 við Kirkjuveg. Þar andaðist Jónína hinn 1. september 1961. Björn kvæntist í annað sinn Lám ímsland frá Akureyri. Þau lifðu í ástríku hjónabandi í 8 ár. Þau Bjöm og Lára keyptu mjög góða íbúð í húsi nr. 32 við Hátún. Lára lagði sig alla fram í því að búa þeim Bimi gott og vinalegt heimili. Lára fékk illkynja sjúkdóm, sem dró hana til dauða, það var árið 1969. Guðbjörg, dóttir Láru, og Skarphéðinn, maður hennar, hafa sýnt Bimi vináttu og tryggð æ síðan. Þegar Bjöm var orðinn ekkill í annað sinn, þá settist að honum kvíði, hann hafði alla tið verið félags- lyndur og mátti ekki til þess hugsa að verða einsetumaður. Hann reyndi í tvígang að fá sér ráðskonu, en þær reyndust ekki að hans skapi, hann þráði lifandi og líflegar vemr inn á heimilið. En, jú Bjöm átti eftir að kvænast í þriðja skiptið og enn var hann heppinn. Hún heitir Guðbjörg Guðnadóttir sem varð þriðja konan hans. Er hér er komið er Björn lið- lega 70 ára og ævikvöldið framund- an. Guðbjörg vildi ekki búa í Kefla- vík, svo það varð úr að þau seldu íbúðina góðu og keyptu íbúð við Laugamesveg í Reykjavík. Bjöm hætti að vinna fljótlega eftir að hann fluttist til Reykjavíkur. Síðasta íbúð- in sem þau Guðbjörg og Björn eign- uðust, er í Skipasundi nr. 88. Hjóna- band þeirra Guðbjargar og Björns hefur verið mjög gott, þau hafa ver- Þórunn J. Hafþórs- dóttir - Kveðjuorð --------------------C------------- ið lífleg og ræðin og fengur að eiga þau fyrir vini. Guðbjörg gerði sitt besta til að skapa Birni gott ævi- kvöld. Undir lokin var Björn farinn bæði að sjá og heyra illa og var þá gjarnan farinn að hafa orð á því að fá hvíldina. Hann andaðist 3. maí sl. sáttur við Guð og menn. Þegar farið er að skrifa um níræð- an mann er skiljanlega af miklu að taka. Ég hef reynt að stikla á stóm, en á svo margt ósagt sem gjarnan hefði mátt koma fram. Undir lokin vil ég gera orð Gríms Thomsens að mínum, þau eiga vel við um Björn vin minn. Viðmótsprúður geði glöðu gekk hann fram í blíðu og stríðu, hæfur fyrir hærri stöðu, hann var sinnar stéttar prýði. Hög var hönd og hagur andi, hógvær lund og reglubundin. Varla mun á voru landi verða betri drengur fundinn. Hann kom til mín 7. júní sl. Þá sátum við tveir og rifjuðum upp gömlu dagana í baðstofunni á Skeggjastöðum. Hann var rólegur og honum leið vel. Ég stóð upp sótti myndavél og smellti af. Hann sat þögull, horfði fram fýrir sig með hendur bundnar í skauti. Hann var kominn í gamla torfbæinn og hugur- inn reikaði víða. Mig langar til að myndin fylgi þessari kveðju minni. Við sátum áfram saman, ég tók í höndina á honum, við sögðum ekki neitt. Því þá fyrst er vináttan sönn, þegar tveir vinir gleðjast af því að vera saman, án þess þó að mæla orð af munni. Ollum ættingjum og vinum Bjöms Kr. Kjartanssonar sendi ég mínar bestu samúðarkveðjur. Og kæra Guðbjörg, við Anna, kona mín, send- um þér hlýjar kveðjur, þú áttir góða daga með Bjössa. Sameiginlega kvejum við ástríkan mann og góðan vin. Böðvar Þ. Pálsson „Ég fer burt að búa yður stað“, sagði Jesús við vini sína, „svo að þér séuð einnig þar sem ég er“. Þessi orð eru styrkur okkar og huggun er við kveðjum Bjöm Kristin Kjartansson, sem jarðsettur verður frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 10. maí. Björn fæddist á Stokkseyri 26. sept. 1899 og var því á 92. aldurs- ári er hann fékk hægt andlát eftir stutta legu á Landakotsspítala þann 3. maí s.l. Foreldrar Bjöms voru hjónin Pá- lína Bjömsdóttir og Kjartan Guð- mundsson, sjómaður og verkamaður, ættaður frá Björk í Flóa. Björn var elstur 16 systkina, en af þeim náðu 10 fullorðinsaldri. Af þessum stóra systkinahópi er nú aðeins einn á lífí, Björn yngri. Níu ára gamall fór Björn Kristinn í fóstur til hjónanna Kristínar Jóns- dóttur og Eiríks Nikulássonar, á Skeggjastöðum í Vestur-Landeyjum. Lífsbaráttan var hörð hjá foreldrum Bjöms og ómegðin mikil, svo það reyndist óhjákvæmilegt að senda elsta barnið af heimilinu. Eftir fyrsta árið í vistinni á Skeggjastöðum vildi ' Bjössi fá að fara heim aftur, en fékk það svar að foreldrar hans gætu ekki tekið við honum. Ári síðar bauðst honum svo að snúa heim, en þá vildi hann ekki fara frá Skeggja- stöðum, svo vel var honum farin að líka dvölin þar. Og vistin á Skeggjastöðum átti eftir að verða lengri en Björn óraði fyrir, því rúmlega tvítugur giftist hann heimasætunni á bænum, Jón- ínu Eiríksdóttur og tók upp frá því við búi á Skeggjastöðum. Jónína var allmiklu eldri en Björn en það fór vel á með þeim hjónum og sambúðin varð hin farsælasta. Björn reyndist góður bóndi, gekk sérlega vel að öllu í sambandi við skepnur og hey og var þekktur fyrir dugnað og seiglu. Hann hafði mikið yndi af hestum og á síðari árum gladdist hann sjaldan meira en þegar honum var færð stytta eða mynd af ein- hvetjum gæðingi. Björn fluttist til Keflavíkur árið 1944, vann um tíma í frystihúsi, en hóf fljótlega störf á sjúkrahúsinu á Keflavíkurflugvelli. Þar starfaði hann allt þar t.il hann varð áttræður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.