Morgunblaðið - 09.05.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.05.1991, Blaðsíða 13
Jttflf ÍAM (' HUOAŒJTMMI'í (IKIAJKMUi)í|OM -MOROUNfifcAÐÍÐ -FBIMTU i>AG Uft AJ-. -MAJ J-&ÍH- Börnin verða harðast úti Óbreyttir borgarar, börn, konur og gamalmenni, sem aldrei hafa klæðst einkennisbúningi eða borið vopn, eru 90 af hundraði fórnar- lamba nútíma styrjalda. , eftir Sigríði Guðmundsdóttur Allir hafa hugmyndir um afleið- ingar styijalda, en fæstir gera sér fulla grein fyrir hve skelfilegur raun- veruleikinn er. Enginn veit hve margir létust í Persaflóastríðinu enda er sú tala ekki endanleg í dag, því enn látast þúsundir manna úr hungri og sjúkdómum sem er bein afleiðing stríðsins. Það er hlutverk Rauða krossins að takast á við þenn- an raunveruleika og taka virkan þátt í aðstoð og uppbyggingu þeirra þjóða sem þjást. Erfiðleikarnir við endurreisn og uppbyggingu þess sem eyðilagt er andlega og líkamlega hjá fórn- arlömbum styijalda eru oft á tíðum óyfirstíganlegir. En margt er hægt að gera og það er ótalmargt sem Rauði krossinn gerir til hjálpar. Níu af hveijum tíu fórnarlömbum styijalda eru óbreyttir borgarar og eru það börnin sem harðast verða úti, ekki aðeins líkamlega, heldur ekki síður andlega. Tilfinningalegur skaði barna vegna stríðs getur orðið mjög djúpur og varanlegur. Það er algéngt að fullorðnir vanmeti hve mikið börn skilja. Það er mögulegt að allt sem skaðar öryggiskennd barnsins sé geymt í minningunni og hafi áhrif á lífsviðhorf þess um alla framtíð. Barnið byggir framtíðarsýn sína á persónulegri reynslu sinni og skilningi á umhverfi sínu. Rannsókn- ir sýna að börn, sem upplifa skelfi- legan atburð þó ekki sé nema einu sinni á ævinni, lenda oft í erfiðleikum síðar. Mörgum slíkurn ungmennum finnst þau ekki eiga neitt gott skilið og eru þess fullviss að þau muni deyja fyrir aldur fram. Innra með þeim býr tilfinningin um að eitthvað skelfilegt sé í vændum og ómeðvitað búa þau sig undir slæma framtíð. Morðtólin sem notuð eru í styijöld- um verða fullkomnari, þá um leið verða afleiðingar þeirra, þjáningar og dauði tilviljunarkenndari. Þeir íbúar heimsins sem mest eru veik- burða, þeir sem síst allra geta varið sig eða flúið, það er að segja börn- in, eru þeir sem þjást mest. Það andlega tjón sem styijaldir valda börnum er því oft og tíðum óbætan- legt. En börn eru ekki aðeins fórn- arlömb í tilfinningalegum skilningi, hörmungar stríðs bitna mjög svo áþreifanlega á þeim líkamlega. Alheimsátak til hjálpar stríðs- hijáðum, sem hér á landi hefur að kjörorði „Sól úr sorta“, hefur að markmiði að lina þjáningar þeirra sem orðið hafa fórnarlömb stríðs- hörmunga. Það andlega tjón sem hernaður veldur börnum er erfitt eða ógerlegt að bæta, en margt má gera til að lina þjáningar og bæta kjör þeirra sem lifað hafa af. Það söfnun- arátak sem nú stendur fyrir dyrum hinn 12. maí beinist annars vegar að verkefni í Afganistan, sem bætt SÓL ÚR SORTA Alheimsátak til hjálpar stríðshrjáðum getur á áþreifanlegan hátt fyrir eina tegund stríðsáverka. Tugþúsundir manna í Afganistan hafa misst útlim eða útlimi af völd- um hernaðarátaka, og ekki síður af völdum jarðsprengja. Stór hluti þeirra, líklega meirihlutinn, er undir 18 ára aldri. Rauði kross íslands hefur að undanförnu haft hjúkrunar- fræðinga starfandi á sjúkrahúsi Al- þjóðaráðs Rauða krossins í Kabúl. Að sögn þeirra leggjast að meðal- tali 30 börn á mánuði, sem misst hafa útlim, inn á barnadeild sjúkra- hússins. I Kabúl í Afganistan starfar nú stoðtækja- og gei-vilimasmiðja, þar sem sjö gervilimasmiðir á vegum Rauða krossins kenna nútímatækni við gerð gervilima. Hjá þeim eru um 70 lærlingar, sem munu taka við og starfa sjálfstætt og útbreiða jafn- framt þessa þekkingu. Þetta verk- stæði annar engan veginn þörfinni. Alls eru um 2.700 manns á biðlista til að fá gervilim. Nú í sumar mun nýtt og fullkomið verkstæði taka til starfa í Kabúl og þá mun öll aðstaða gjörbreytast. _ Það verkstæði ætlar Rauði kross íslands að styrkja. Jafnframt ætlar Rauði kross ís- Sigríður Guðmundsdóttir lands að halda áfram að styrkja landflótta Kúrda. Það þarf ekki að hafa mörg orð um aðbúnað þeirra eða þá þjáningu sem þeir þurfa að ganga í gegnum. Fréttamiðlar hafa á undanförnum vikum skýrt ná- kvæmlega frá þeim aðstæðum sem Kúrdar búa við. Starfsmaður Al- þjóða Rauða krossins, dr. Michel Tailhades, sem unnið hefur í árarað- ir að hjálparstarfi á vegum Rauða krossins, sagði eftir að hafa heim- sótt Isikveren-flóttamannabúðirnar á landamærum Tyrklands og íraks: „Á tíu ára starfsfeiii mínum við hjálparstörf hef ég aldrei séð nokkuð þessu líkt. Þessar búðir eru mar- tröð.“ í söfnuninni 12. maí verða íslend- ingar beðnir að styrkja þessi tvö verkefni. Það mun geta gjörbreytt lífi margra þúsunda, bæði barna og fullorðinna. Sjálfboðaliðar munu ganga fyrir hvers manns dyr, og hVert framlag mun á áþreifanlegan hátt nýtast þeim sem orðið hafa saklaus fórnarlömb hernaðarátaka. Höfundur er st-arfsmaður RKI. A KOPAVOGS IDAG: HJÓLREIÐAR Klukkan 10 hjóla ungir og gamlir fró Sœlgœtisgerðinni Freyju hf. ó Kórsnesbraut 104 um Kórsnesbraut, Nýbýlaveg og að versluninni Hvelli hf. ó Smiðjuvegi 4c. Freyja hf. gefur öllum þótttakendum sœlgceti og Hvellur hf. gefur þrjú reiðhjól, sem dregið verður um. SIGLINGAR: Siglingafélagið Ýmir er með bótaleigu að Vesturvör 8 fró klukkan 11-17 og klukkan 14 standa Ýmismenn fyrir sýningarkeppni, sem verður kynnt ó staðnum. Keppt verður í 4 aldursflokkum, 22 einstaklingsgreinum og boðsundi, þar sem sveitir skólanna verða skipaðar fjórum stúlkum og fjórum piltum. Stigahœsti skólinn hlýtur verðlaunagrip til eignar. SKÓLASUNDMÓT: Klukkan 14-17 'efna Sunddeild Breiðabliks og Sundlaug Kópavogs til skólamóts í sundi í nýju sundiauginni ó Rútstúni fyrir grunnskólanema. Á LAUGARDAGINN KLUKKAN 10 VERÐUR SÝNINGIN KÓPUR '91 OPNUÐ í DIGRANESI. PAR VERÐA UM 60 FYRIR- TÆKI OG PJÓNUSTUAÐILAR í KÓPAVOGI KYNNT. PAR VERÐUR FJÖLMARGT TIL FRÓÐLEIKS OG SKEMMTUNAR. KÓPAVOGSBÚAR - TÖKUM ÖLL ÞÁTT í KÓPAVOGSVIKU! Atvinnumálanefnd Kópavogs Iðnþróunarfélag Kópavogs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.