Morgunblaðið - 09.05.1991, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 09.05.1991, Blaðsíða 56
MÖR<áíHtel!kaiB> MM5WA(Stífl/9l íRÍAS '19W m Minningarorð: Friðrik Guðjóns- son útgerðarmaður Fæddur 9. október 1901 Dáinn 28. aríl 1991 Á morgun, 10. maí, verður Frið- rik Guðjónsson til moldar borinn í Görðum á Álftanesi. Hann andaðist á Landspítalanum 28. apríl sl. eftir erfið veikindi á nítugasta aldursári. Ævinlega setur okkur hljóð, þeg- ar einhver okkur nákominn, vinur eða velgjörðarmaður, er burtu kvaddur yfir móðuna miklu. Að vísu vissum við, sem þekktum Friðrik vel, að hveiju stefndi, þótt þjáning- ar sínar reyndi hann að dylja sínum nánustu til hinsta dags. En minn- inguna um Friðrik Guðjónsson fær dauðinn ekki tekið. Mér er hún kærari en svo, að henni verði lýst, enda náði vinátta okkar yfir rösk 60 ár samfellt. Friðrik Guðjónsson fæddist á Fossi í Vesturhópi, Húnavatnssýslu. Foreldrar hans voru Guðjón Helga- son ættaður úr Vopnafirði og kona hans, Kristín Árnadóttir, frá Hörg- hóli í Vesturhópi. Síðast voru þau búsett á Akureyri. Friðrik var uppalinn á Harastöð- um í Vesturhópi til nítján ára ald- urs og voru fósturforeldrar hans Gunnar Jóhannsson og Steinunn Bjarnadóttir. Þau reyndust honum sem bestu foreldrar. Friðrik end- urgalt elsku þeirra og umhyggju ríkulega, þegar þau þurftu þess með. Innan við tvítugt fór Friðrik af litlum efnum, en meðfæddum áhuga og sjálfstrausti til náms í Gagnfræðaskólanum á Akureyri og lauk þaðan gagnfræðaprófi. Stund- aði síðan nám við Menntaskólann í Reykjavík 1927 og lauk þaðan stúd- entsprófi. Hann lauk kennaraprófi ári síðar eða 1928. Meðan Friðrik var við nám vann hann við sfldarverkun á Siglufirði yfir sumartímann. Þann 19. maí 1928 steig Friðrik sitt mesta gæfu- . spor á langri lífsleið er hann kvænt- ist Ástríði Guðmundsdóttur, sjó- manns í Reykjavík Guðmundssonar og konu hans Margrétar Ólafsdótt- ur. Ástríður lifir mann sinn við bærilega heilsu, þó komin sé á tí- ræðisaldur. Hún á sitt heimili á Hrafnistu í Hafnarfirði, sem Friðrik hafði tryggt þeim hjónum með sinni fyrirhyggju. Þar leið þeim vel eftir langa en óvenju farsæla og litríka starfsævi. Að námi Friðriks loknu héldu ungu hjónin til Siglufjarðar og þar festu þau sér heimili og bjuggu þar að undanskildum árunum 1935 til 1937 að Friðrik var skólastjóri og oddviti á Hellissandi. Þá flyst hann til Siglufjarðar aft- ur með fjölskyldu sína, og gerist þar kennari á vetrum, en á öðrum tíma fékkst hann við útgerð. Fór hægt af stað, en sótti með aðgæslu fram, uns hann var orðinn einn af þekktustu athafnamönnum Siglu- fjarðar. Hann kom mikið við sögu atvinnumála fyrir hönd vinnuveit- enda og hafði þá ekki síður í huga hagsmuni þein-a er eingöngu unnu störf sín hörðum höndum. Hann rak um langt árabil Hraðfrystihúsið Þ.ÞORGRfMSSON&CO Ármúla 29, Reykjavík, sími 38640 Hrímni hf., sem frysti fisk og síld jafnframt söltun síldar. Einnig rak hann Hraðfrystihús á Skagaströnd með öðrum. Hann var umboðsmað- ur erlendra síldveiðiskipa er bæki- stöð höfðu á Siglufirði, svo og flutn- ingaskipaeigenda flest allra þeirra skipa, sem þjónustu þurftu á að halda hér við land. Eins og af ofan- rituðu má sjá, var Friðrik Guðjóns- son mikill athafnamaður til lands og sjávar á þeim árum þegar síld, karfi og þorskur var einn mesti gjaldeyrisstofn þjóðarinnar. Fyrstu kynni mín af Friðrik Guð- jónssyni hófust á þann veg, að við þrír félagar báðum hann að kenna okkur nokkuð af því námsefni í ein- katímum heima hjá sér, sem komið gæti að gagni við inntökupróf í framhaldsskóla. Það var auðsótt og kom að fullu gagni. Frá þessum námstímum á heimili Friðriks og frú Ástríðar konu hans þróaðist sú vinátta mín við þau hjón og börn þeirra, sem aldrei hefur skuggi á fallið. Með tímanum æxlaðist það svo, að ég var um langt árabil starfs- maður Friðriks við fjölþætt verk- efni. Fijálslyndi hans og vinátta í starfi var í fullu samræmi við skap- gerð hans. Heimili hans og frú Ástríðar var mér jafnt opið, sem mitt eigið væri. Þar var opið hús íslenskum vinum húsbóndans, sem og erlendum. Húsmóðirin lét sér hvergi bregða þótt erlenda sendiherra með föru- neyti bæri áð garði, jafnvel þótt húsbóndinn væri víðs fjarri, starfs síns vegna. Ég var oft vitni að því, með hví- líkri reisn hún tók á móti slíkum gestum. Þá þótti mér gaman að vera eins og einn af fjölskyldunni. Það fór að hausta í Siglufirði, atvinna dróst saman, síldin blessuð hætti komu sinní að Norðurlandi. Fólk hætti að sækja sumaratvinnu í síldarbæinn, sem útlendingar þekktu sumir hveijir betur en Reykjavík. Árið 1955 fluttu Friðrik Guðjóns- son og fjölskyldan hans í Garða- hrepp, þar sem hann hélt umboðs- störfum sínum áfram fyrir hina erlendu viðskiptavini sína í sjávar- afurðum, meðan heilsan entist. Nú er þessi þjóðkunni athafna- maður allur. Ég kveð hann með hrærðum huga og þökk fyrir það hve mikill og sannur vinur hann var mér frá fyrstu kynnum til hinstu stundar. Hann var góður maður í orðsins fyllstu merkingu. Ég sendi eiginkonu hans, frú Ástríði, börnum, tengdafólki og af- komendum mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Guð blessi minningu Friðriks Guðjónssonar. Björn Búason Föstudaginn 10. maí kl. 13.30 fer fram frá Dómkirkjunni í Reykja- vík líkför Friðriks Guðjónssonar, útgerðarmanns, er lengi átti heim- ili á Siglufirði, en hin síðari ári í Silfurtúni í Garðabæ og Reykjavík. Hann lést í Landspítaianum 28. f.m. Foreldrar hans voru hjónin Krist- ín Árnadóttir, bónda að Hörgshóli í Vesturhópi og konu hans Ingi- bjargar Jónatansdóttur og Guðjón Helgason er átti ættir að rekja til Vopnafjarðar og í Suður-Þingeyjar- sýslu. Helgi faðir hans var búsettur að Gunnarsstöðum . á Langanes- strönd, en koná hans Hólmfríður Jónsdóttir var systurbarn við Frið- jón Jónsson bónda á Sandi í Aðal- dal, föður Guðmundar skálds. Börn Guðjóns og Kristínar voru átta, fimm synir og þijár dætur. Bræðurnir Ingvar, Gunnlaugur, Árni og Frímann eru allir látnir. Elsta systirin, Guðný, lést 4. nóv- ember sl. og Frímann 12. júní á liðnu ári og nú Friðrik og hafa því þijú systkinanna safnast til feðra sinna á tæpu ári. Á lífi eru systurnar Hólmfríður, en fyrri maður hennar var Georg Pálsson, bókari, og bjuggu þau á Akureyri og Siglufirði, en eftir lát hans fluttist hún til Reykjavíkur og síðar giftist hún Árna Pálssyni, byggingameistara í Reykjavík, en hann er nú látinn. Þá er Ásta Zoega, ekkja Krist- jáns Zoega, kaupmanns í Reykja- vík. Friðrik fæddist að Fossi í Vestur- hópi, en nokkurra vikna gamall var hann tekinn í fóstur af hjónunum Gunnari Jóhannssyni og Steinunni Bjarnadóttur, er bjuggu að Hara- stöðum í sömu sveit, og þar ólst hann upp þar til hann um átján ára fer til foreldra sinna er þá bjuggu á Akureyri, en faðir hans vann þá við verkstjórn og fiskmat. Fósturforeldrar Friðriks áttu eina dóttur barna, Ingibjörgu, er síðar varð húsfreyja að Gröf í Víðidal, gift Gunnari Jónssyni þónda. Þau eru ríú bæði látin. Auk þess að taka Friðrik í fóstur tóku sæmdarhjón þessi annað fóst- urbarn, telpu að nafni Magnea Hin- riksdóttir, giftist hún Finni Sigurðs- syni, múrara í Stykkishólmi, áttu þau tvo syni er búa í Stykkishólmi, en foreldrarnir eru látnir. Friðrik hefir sagt mér að hann hafi fengið gott atlæti hjá fósturfor- eldrum sínum og minntist þeirra ætíð með hlýju. Er þaú voru orðin ellimóð og urðu að hætta búskap tók hann þau til sín á heimili sitt á Siglufirði og þar voru þau þar til Gunnar lést 1949, en nokkru eftir lát hans flutti Steinunn fósturmóðir hans að Gröf til Ingibjargar dóttur sinnar og lést þar. Er Friðrik flutti til Akureyrar til foreldra sinna hóf hann nám í Gagn- fræðaskólanum og lauk þar gagn- fræðaprófi en síðar lá leið hans suður í hinn almenna menntaskóla í Reykjavík og brautskráðist þar stúdent 1927. Árið síðar 1928 lauk hann kenn- araprófi en 19. maí kvæntist hann eftirlifandi konu, Ástríði Sigurrósu Guðmundsdóttur úr Reykjavík. Fluttu þau ungu hjónin til Siglu- fjarðar og þar var hann kennari við barnaskólann í nokkur ár. Á sumrin vann hann að síldar- söltun. Eftir síldarleysissumarið 1935 réðst hann sem skólastjóri og oddviti í Neshrepp utan Ennis, Hell- issand, og var fjölskyldan þar í tvö ár. Þá var á ný flutt til Siglufjarðar og verður þá aðalstarf hans við útgerð og síldarsöltun og varð hann brátt með umsvifamestu síldarsalt- endum á Siglufirði. Árið 1955 flytur hann með fjöl- skyldu sína suður, sest að í Silfur- túni í Garðabæ og eftir það vann hann mest við síldarmóttöku fyrir sænska og finnska síldarkaupend- ur. Þau hjóffin eignuðust þijár dæt- ur, Kristínu Ástu sem er gift Frið- riki Hafsteini Sigurðssyni vélstjóra í Reykjavík, Grétu, gifta Sigmari Ólasyni vélstjóra, búsett á Reyðar- firði og eiga þau þijú börn, eina dóttur og tvo syni, Steinunni, er heitin er eftir fóstumóður Friðriks og gift er Jóni Árnasyni, borgar- starfsmanni í Reykjavík. Börn þeirra eru fimm, 3 synir og tvær dætur. Friðrik, elsti sonur Steinunnar og Jons, nú lektor við Háskóla Is- Iands, er fæddur á heimili afa síns og ömmu á Siglufirði og alinn upp hjá þeim að verulegu leyti. Einnig var dóttir Grétu, Ásta Magnea, á heimili afa síns og ömmu til fimm ára_ aldurs. Áður en Friðrik kvæntist átti hann son, Braga, prófast í Kjalar- nesþingum og prestur í Garðapre- stakalli. Séra Bragi er kvæntur Katrínu Eyjólfsdóttur frá Eskifirði. Eiga þau fjögur börn, tvær dætur og tvo syni. Auk þess átti Friðrik tvær dætur, Gunni, starfsmaður á Veðurstofu íslands, er gift var Sig- uijóni Jóhannessyni, leikmynda- teiknara og eru börn þeirra tvö, drengur og stúlka. Yngst er Fjóla Guðrún, gift Haraldi Jóhannessyni, framkvæmdastjóra á Seltjarnar- nesi, og eiga þau tvö börn, dreng og stúlku. Þó að Friðriks verði jafn- an minnst sem eins litríkasta og umsvifamesta athafnamanns á Siglufirði, þá er einnig víst að hans verður og minnst sem mjög hæfs kennara og skólastjóra og þau ummæli hefi ég eftir frú Guðrúnu Björnsdóttur frá Kornsá er var skól- astjóri á Siglufirði. Árið 1941 keypti Friðrik hús það á Siglufirði, er Guðmundur Hall- grímsson, héraðslæknir, og Camilla Thors höfðu búið í en hús þetta var með stærri og glæsilegri húsum og húseigninni fylgdi stór garður eða réttara sagt tún, en slíkt var ótítt á Eyrinni. Heimili þeirra hjóna var menn- ingarlegt, búið mjög smekklegum og vönduðum húsmunum og bóka- safn var þar meira en á öðrum heimilum enda hafði Friðrik ánægju af lestri góðra bóka, þó sérstaklega þjóðlegum fróðleik. Garðurinn eða túnið sem fylgdi húsi þeirra var það stórt að Friðrik gat haft hesta sína þar, en hann var mikill hestaunnandi og gaf sér ætíð góðan tíma til þessara tóm- stunda. Hann var stórbrotinn í öllu því er hann tók sér fyrir hendur, gleði- maður er naut líðandi stundar en undir hijúfu yfirborði var hann við- kvæmur og öllum vildi hann vel og gott gera og til þess færi ég um- mæli Sverris Hermannssonar bank- astjóra en hann minnist á Friðrik í bókinni „Skýrt og skorinort“ eftir Indriða G. Þorsteinsson, rithöfund, én Sverrir ásamt skólabræðrum úr MA rak síldarsöltun á Siglufirði, Ými. Hafði honum lánast með harð- fylgi að fá sérsöltun á kryddsíld, 460 tunnur, og er það hafði tekist var síldin skoðuð og seld sænskum kaupanda fyrir hátt verð, en hann gekk síðan á bak orða sinna, neit- aði móttöku, taldi síldina vera þráa og ætlaði að kaupa af öðrum. Þetta skipti hina ungu síldarsaltendur verulegu máli og lýsit' Sverrir á myndrænan hátt og á kjarnmiklu máli þessum viðskiptum. Hann leitaði til Friðriks er tók honum vel, þó nótt væri komin, hringdi þegar í síldarkaupendur erlendis og tókst strax að selja síld- ina á því verði sem upphaflega var um samið og varð því hagsmunum hinna ungu síldarsaltenda boi'gið. Friðrik var meðalmaður að hæð, þrékvaxinn, allur hinn vörpulegasti, stórskorinn í andliti, skolhærður, enni hátt, breiðleitur, augu grá og hvöss. Hann bar jafnan gleraugu, því sjón hans var eigi góð, svo var og hjá öllum þessum bræðrum. Svipur hreinn og upplitsdjarfur. Þau hjónin fluttu á Hrafnistu i Hafnarfirði 1982 og höfðu þar vist- lega íbúð og undu hag sínum vel. Fyrir 2-3 árum veiktist Friðrik en hann hafði lengi þjáðst af sykur- sýki. Kom þar að, að hann þurfti að gangast undir skurðaðgerð og vinstri fótur tekinn af ofan hnés og eftir það var hann bundinn hjóla- stól, en andlega heill. Hann varð því að vera á sjúkradeild síðustu tvö árin, en kom daglega inn í íbúð konu sinnar á Hrafnistu og var þar meginhluta dagsins. Þau hjónin voru mjög samrýnd og Ástríður hjúkraði honum allt sem hún mátti og orkaði og fyrir það var hann þakklátur. Hann sagð ætíð, er spurt var um líðan hans, að sér liði vel og ekki kvartaði hann yfir einu né neinu og reyndi að styrkja konu sína allt svo sem hann mátti, en Ástríður er orðin lasin og mjög sjóndöpur. Þakklátur var hann forstöðu- manni og forstöðukonu Hrafnistu, hjúkrunarliði og læknum fyrir alla umönnun og umsjá. Friðrik verður lagður til hinstu hvíldar að Görðum, en er þau hjón- in bjuggu í Silfurtúni, höfðu þau þá jiegar kosið sér legstað þar. Ég votta ekkju hans, frú Ástríði, dýpstu samúð svo og börnum og öðrum vandamönnum. Björn Ingvarsson Á fyrri helmingi þessarar aldar — og nokkuð fram á þann síðari — var Siglufjörður miðstöð síldveiða og síldariðnaðar í landinu. „Silfur hafsins" var einn af gildari þáttum i þjóðarbúskapnum og Siglufjörður einn af hornsteinum verðmæta- sköpunar í landinu. Margir athafna- menn settu svip á síldarbæinn á þessum gömlu og góðu dögum. Þeirra á meðal vóru bræðurnir Ingvar og Friðrik Guðjónssynir, sem báðir stóðu fyrir útgerð og síld- arsöltun í áratugi. Ingvar er látinn fyrir mörgum árum, en Friðrik, sem lézt 28. apríl sl. á nítugasta aldurs- ári, verður jarðsettúr frá Dómkirkj- unni í Reykjavík klukkan 13.30 á morgun [föstudaginn 10. maí]. Friðrik Guðjónsson var fæddur 9. október 1901. Foreldrar hans vóru Kristín Árnadóttir og Guðjón Helgason. Þau eignuðust átta böm. Eftir lifa tvær systur, Hómfríður og Ásta. Friðrik ólst upp hjá fóstur- foreldrum, Steinunni Bjarnadóttur og Gunnari Jóhannssyni, Harastöð- um í Þverárhreppi í Vestui'-Húna- vatnssýslu. Árla ævinnar stóð hugur Friðriks tii náms og framtaks. Grunnmennt- un hlýtur hann í heimahögum, en sautján ára gamall heldur hann til náms á Akureyri. Þaðan lá leiðin í Menntaskólann í Reykjavík. Þar lýkur hann stúdentsprófi 1927. Kennarapróf tók hann ári síðar. Árið 1928 kvæntist Friðrik eftir- lifandi konu sinni, Ástríði S. Guð- mundsdóttur, ættaðri úr Reykjavík. Sama ár flytjast þau til Siglufjarð- ar. Friðrik varð kennari við Barna- skóla Siglufjarðar en tók jafnframt nemendur á heimili þeirra hjóna. Ástríður og Friðrik héldu heimili í Siglufirði til ársins 1955, ef undan eru skilin árin 1935-1937, en þau ár var hann skólastjóri á Hellis- sandi, þar sem hann gegndi einnig oddvitastarfi um sinn. En Siglu- fjörður varð vettvangur hans lengst af starfsævinnar. Hann hóf atvinn- urekstur þar, fyrst ásamt kennslu, en starfaði síðan alfarið við útgerð og síldarsöltun. Hann var alla tíð vel látinn og virtur vinnuveitandi. Þau hjón, Ástríður og Friðrik, voru vinsæl og vinmörg. Heimili þeirra lá um þjóðbraut þvera í þeirra orða beztu merkingu. Þar mætti gestkomendum allt í senn: reisn, menningarbragur og ljúfmennska. Ekki skemmdi það heimilisbraginn að húsbóndinn var félagslyndur, fjölfróður, og skemmtilegur maður, sem hafð gott lag á að létta lund viðmælenda sinna. Þau góðu hjón settu svip sinn á Siglufjörð um langt árabil. Friðrik Guðjónsson lifir í minn- ingu þeirra, sem þekktu hann bezt, sem góður drengur, dugmikill at- hafnamaður og ljúfur og skemmti- legur persónuleiki. í þeirra hópi eru börnin hans sex: séra Bragi, Kristín Ásta (Stella), Gréta, Steinunn, Gunnur og Pjóla. Ég á bjartar og góðar minning- ar, tengdar heimili þeirra Ástríðar og Friðriks. Ég kveð genginn heið- ursmann með söknuði og þakklæti og bið honum Guðs handleiðslu. Eftirlifandi konu hans og bömum sendi ég og fjölskylda mín innilegar samúðarkveðjur. Stefán Friðbjarnarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.