Morgunblaðið - 09.05.1991, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.05.1991, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1991 25 og signdi mig. Snjórinn var horfinn næst vatninu en allt snævi þakið er fjær dró. Ég gekk í fjárhús og gaf ríkulega á garðann. Þegar morgunverkum vat' lokið rerunt við hjónin út á vatnið skammt frá bæn- um og vitjuðum netjanna. í þeim voru átta silungar. Þegar við höfð- um borðað tók ég fiðluna mína. Börnin söfnuðust í kringum mig og ég söng lög sem þau skildu. Konan mín sat hjá okkur og hafði yngsta barnið á bijósti. Öll börnin okkar eru heilbrigð. Sigríður átta ára, Árnina 6 ára, Jón Frímann á fimmta ári, og Árni Júlíus vantar 10 vikur upp á fyrsta árið. En hvað þetta var unaðslegur dagur. Sólin í há- degisstað, og geislar hennar ljóma á spegilsléttum vatnsfletinum. Ný- komnir farfuglar kvaka glaðlega á ládauðu vatninu. Sumir fljúga fram og aftur um himinhvolfið og svífa síðan niður á vatnið til félaga sinna. Mýflugurnar eru að lifna við og sveima mjúklega í sólskininu og hlýjunni. Einn og einn silungur skýst upp á yfirborðið og gleypir flugu og flugu. Himneskur friður hvílir yfir láði og legi. Á þessari gleðistund sit ég hér í herbergi mínu og færi í letur síðustu línur af frásögn minni frá liðnum dögum, 34 ára og 227 daga að aldri.“ Höfundur er bóndi nð Vogum í Mývatnssveit. ---------------- Fuglaskoð- un á Sel- tjarnarnesi Á VEGUM Náttúrugripasafns Seltjarnarness verður leiðbeint um skoðun fugla við Bakkatjörn og Bakkavík á Seltjarnarnesi nk. laugardag og sunnudag frá kl. 10.30 til 12.00. Á þessum árstíma er fjölbreytni mikil í fuglalífinu og skemmtilegt að fylgjast með því, m.a. eru hér fargestir, þ.e. fuglar á leið til norð- lægra varpstöðva. Mætið við vesturenda Bakkat- jarnar. Nokkrir stórir fulgasjónauk- ar verða til afnota en ráðlegt er að taka með eigin sjónauka. Leiðbein- andi verður Stefán Bergmann. Allir velkomnir. (Frcttatilkynning) Morgunblaðið/Róbert Schmidt Leikendur í lok sýningarinnar ásamt leikstjóranum, Þresti Leó Gunn- arssyni, fyrir miðju. VASKHUGI „Égvaldi Vaskhuga og sparaði með þvi stórféog það besta er, að forritið er einfalt og.öflugt og ég get notað það án erfiðleika. Ef þú vilt fá þægilegt forrit, sem gefur góðar upplýs- ingarum reksturinn, þá mæli ég með Vaskhuga. “ Margrét Kristjánsdóttir, eigandi Föndurstof unnar í Mosfellsbæ Leikfélagið á Bíldudal: Frumsýning á Við borgum ekki Vaskhugi: Sölukerfi, viðskiptamenn, birgðir, fjárhags- bókhald, gjöld, tekjur, virðisaukaskattsuppgjör, gíró- seðlaútprentun, limmiðar, ritvélo.fl., o.fl. Fáðu nánari upplýsingar hjá okkur. ISLENSK TÆKI, Garðatorgi 5, sími 656510. Bíldudal. LEIKFÉLAGIÐ Baldur á Bíldu- dal frumsýndi gamanleikinn „Við borgum ekki, við borgum ekki“, eftir Dario Fo, í félags- heimilinu Baldurshaga 1. maí. Húsfyllir var og tókst sýningin frábærlega vel. Leikstjóri er Þröstur Leó Gunn- arsson leikari frá Bíldudal. Leikur- inn á að gerast í kreppunni á ítal- íu eftir stríð. Konur hnupla vörum úr verslunum og standa síðan frammi fyrir því að þurfa að fela vörurnar fyrir eiginmönnum sín- um, sem eru svo stoltir og heiðar- legir, að frekar dræpust þeir held- ut' en að þurfa að stela mat. Lög- reglan gerir húsleit og þá hefst leikurinn fyrir alvöru. Gamanleikur þessi er eldfjörug- ur frá upphafi til enda. Leikendur eru sjö og þar af eru tveir bræður Þrastar Leó, þeir Jón Rúnar, sem fer með fjögur hlutverk, og Kol- beinn Gunnarsson, sem fer með aukahlutverk, ásamt Elvari Loga Hannessyni. Aðalleikarar eru Hannes Friðriksson, Sonja H. Jóns- dóttir, Ragnheiður K. Benedikts- dóttir og Ottó Valdimarsson. Önnur sýning var haldin á Bíldudal laugardaginn 4. maí og daginn eftir á Tálknafirði. Fyrir- hugað er að sýna gamanleikinn á Patreksfirði og á Barðaströnd á næstunni. Einnig kemur til greina að heimsækja norðurfirðina með stykkið og jafnvel Snæfellsnesið líka. R. Schmidt Ný þjönusta: HjómaiInan Sétni 91- 689 070 AHa fimnitudaga kl.17 - 21. Hinn velþekkti garðyrkjumeistari, Hafsteinn Hafliðason verður þá við símann í Blómavali. Hann ræðir við alla sem vilja leita ráða um hvaðeina sem lýtur að garðyrkju og blómarækt, úti sem inni. Haftð samband við Blómalínuna, vanti svör við spumingum t.d. um plöntuval, jarðveg, áburðargjöf, hvað sem er. Síminn er 91-689 070. Nýtið ykkur þessa nýju þjónustu Blómavals. Í5ÍOfTT|QUC\t ÐUR OFAR ÖÐRUM i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.