Morgunblaðið - 09.05.1991, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1991
Macintosh fyrir byrjendur
©
Works - ritvinnsla, gagnasöfnun, töflureiknir og stýrikerfi á
15 klst námskeiöi fyrir byrjendur! Fáiö senda námsskrá.
-------—
*<?
%
Tölvu- og verkfræöiþjónustan
Grensásvegi 16 - flmm ár í forystu
Gísli Ólafsson frá
Syðra-VeUi - Minning•
NYR
ÞJÓNUSTUSÍMI
91-686500
Frá og meö 2. maí 1991 bætum við enn þjónustu
okkar með því að taka í notkun nýjan þjónustusíma
fyrir varahluti í bíla og vélar.
Síminn er
91-68 65
Við minnum einnig á telefaxnúmerið fyrir varahluta-
verslunina,
91-67 46 50.
Skiptiborðið og varahlutaverslunin verða opin alla
virka daga frá klukkan 8-18.
Einnig er hægt að fá samband við varahluta-
verslunina í gegnum aðalsímanúmer fyrirtækisins,
67 00
m.
JUlésúdfiq
HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI 91-670000
Fæddur 1. apríl 1929
Dáinn 2. maí 1991
A morgun, föstudaginn 10. maí,
verður jarðsunginn frá Fossvogs-
kirkju Gísji Ólafsson, en hann iést
2. maí sl. Eg vil reyna með nokkrum
orðum að minnast tengdaföður
míns.
Gísli fæddist á Syðra-Velli í Gaul-
verjabæjarhreppi, Árnessýslu, 1.
apríl 1929. Foreldrar hans voru
Ólafur Sveinn Sveinsson og Mar-
grét Steinsdóttir. Gísli átti stóran
hóp systkina, því hann var fjórði
yngsti af sextán systkinum. Einn
bróðir hans dó á fyrsta ári, en fjórt-
án eru nú á lífi þegar Gísli er fall-
inn_ frá.
Á árinu 1954 kvæntist Gísli Sig-
rúnu Þorsteinsdóttur og áttu þau
fimm börn og barnabörnin eru orð-
in níu. Þau Gísli og Sigrún áttu
lengst af heima í Reykjavík, þar
sem Gísli stundaði ýmis störf. Síð-
ustu æviár sín starfaði hann sem
húsvörður hjá Blindrafélaginu í
Hamrahlíð 17 í Reykjavík. Það starf
átti vel við Gísla. Áuðheyrt var á
tali hans, að samskiptin við heimilis-
fólkið einkenndist af hlýhug og vin-
áttu í garð hinna blindu og sjón-
skertu.
Þegar ég lít til baka, á ég einung-
is góðar minningar um tengdaföður
minn. Fyrir allar góðar stundir vil
ég þakka og fyrir alla þá aðstoð
sem hann veitti mér. Gísli var sér-
lega verklaginn maður og alltaf var
hann tilbúinn að rétta mér hjálpar-
hönd.
Gísli var fæddur í sveit og alla
tíð hafði hann mikinn unað af nátt-
úru landsins. Hann naut þess að
vera úti við og ferðast um landið.
Þessu áhugamáli sínu, að vera í
Fvririiwi
■*•* á
börnin
bariuwöruw
Boðborð •
Verð nu
5.895.-
Áður
7.885.-
• Nlatoístóll
Verð nú
4.635.*
Áður
5.869.-
Feróarúmog 9r'nf
Verð nu
9.695.*
Áður
12.939.-
/MIKUG4RDUR
MARKAÐUR VIÐ SUND
tengslum við náttúruna, fann Gísli
farveg í sumarbústað sínum í Eilífs-
dal í Kjós. Þar áttu hann og Sigrún
margar góðar stundir.
Frá miðju síðastliðnu sumri átti
Gísli við erfið veikindi að stríða. í
þessum veikindum reyndist Sigrún
honum mikil stoð. Umhyggja henn-
ar fyrir manni sínum var ómetan-
leg. Og kjarkur Gísla og æðruleysi
í erfiðum veikindum verða mér
ógleymanleg.
Með þessum fátæklegu orðum
kveð ég tengdaföður minn og þakka
hjartanlega fyrir samfylgdina. Guð
blessi minningu hans.
Haukur Hafsteinsson
Gísli Ólafsson fæddist á bænum
Syðra-Velli, Gaulveijabæ í Flóa.
Foreldrar hans voru Ólafur Sveinn
Sveinsson bóndi og eiginkona hans
Margrét Steinsdóttir. Þeim varð 16
barna auðið og af þeim hópi kom-
ust 15 á legg.
Árið 1954 fluttist hann til
Reykjavíkur og lagði stund á véla-
viðgerðir og járnsmíði næstu tvo
áratugina. 28. ágúst 1954 kvæntist
Gísli eftirlifandi eiginkonu sinni
Sigrúnu Þorsteinsdóttur. Þau eign-
uðust 5 mannvænleg börn, Þóru
hjúkrunarfræðing, Margréti hjúkr-
unarfræðing, Gísla landslagsarki-
tekt, Ólaf myndlistarmann og loks
Guðrúnu nema, sem er lang yngst
systkinanna. Þau hjón hafa búið í
Reykjavík allan sinn búskap. Gísli
átti við nokkurn heilsubrest að
strfða allt frá unglingsárum og varð
því að láta af hinu erfiða starfi járn-
smíðinnar er á ævina leið.
Hinn 10. ágúst 1981 réðst Gísli
til starfa hjá Blindrafélaginu, og
hefur gegnt þar húsvarðarstarfi í
Hamrahlíð 17 allt til æviloka.
Nokkru síðar tók Sigrún að starfa
sem matráðskona á vegum félags-
ins. Fljótlega er Gísli hafði tekið
við störfum komu mannkostir hans
í ljós, rólyndi, samviskusemi og
hjálpsemi. Skömmu eftir komu sína
í hús Blindrafélagsins urðu þau
hjónin ómissandi hluti af starfsemi
félagsins. Þau sköpuðu íbúum húss-
ins í Hamrahlíð 17 öryggi og nutu
trausts íbúanna og annars starfs-
fólks Blindrafélagsins. Jafnframt
tóku þau á sinn hljóðláta og vin-
gjarnlega hátt mikinn þátt í öllu
félagslífi Blindrafélagsins.
Eg var stjórnarformaður Blindra-
félagsins er Gísli hóf störf hjá því,
en starfaðij'afnframt hjá Öryrkja-
bandalagi íslands, þá kynntist ég
Gísla sem fyrirmyndar húsverði. Á
árinu 1985 varð ég jafnframt fram-
kvæmdastjóri Blindrafélagsins með
starfsaðsetur í Hamrahlíð 17. Þá
kynntist ég fyrst manninum Gísla
Ólafssyni. Hann ók mér oft í sam-
baridi við störf mín og ýmsar útrétt-
ingar. Þá vorum við oft tveir í bíln-
um og ræddum saman um lífið og
tilveruna. Þá komst ég að því að
Gísli var ótrúlega vel lesinn og fróð-
ur, og sérlega jákvæður og umburð-
arlyndur í afstöðu sinni til með-
bræðra og samferðamanna sinna
hér í jarðlífinu. Ég er sannfærður
um að mannlífið væri mun bjartara
og betra ef við ættum fleiri slíka.
En orð tii þess að lýsa kostum lát-
ins manns eru að jafnaði mun fá-
tæklegri en sú manngerð sem mað-
ur reynir að lýsa. Ég vil þakka Gísla
.Ólafssyni fyrir störf hans í þágu
Blindrafélagsins og fyrir þau mann-
bætandi áhrif er hann hafði á mig
og aðra samferðamenn sína. Ég
leyfi mér að samhryggjast eftirlif-
andi eiginkonu hans og börnum, og
öðrum skyldmennum vegna hins
ótímabæra fráfalls hans.
En minningin um góðan dreng
mun lifa, og það mikla trúnaðar-
traust er hann sýndi í veikindum
sínum og kyrrlátu fráfalli verður
þeim ógleymanleg huggun á þess-
ari kveðjustund. Ég kveð Gísla
Ólafsson með söknuði, en hlakka
jafnframt til að hitta hann aftur
hinum megin landamæranna. Guð
blessi minningu Gísla Ólafssonar
húsvarðar.
Halldór Sveinn Rafnar, fram-
kvæmdastjóri Blindrafélagsins.
Mitt skip er lítið, en lögur stór
og leynir þúsundum skeija.
En granda skal hvorki sker né sjór
því skipi’er Jesús má veija.
Hans vald er sama sem var það áður,
því valdi’er særinn og stormur háður.
Hann býður: „Verði blíðalogn!”
(H. Trandberg - þýð. V. Snævarr)
Það er hásumardagur og búið
að vekja okkur börnin, það er hirð-
ingardagur framundan. Tveir
drengir eru lagðir af stað með
beislakippur á bakinu út í hagann
að ná í hestana. Það er dögg á
grasinu eftir áfall næturinnar svo
fætur drengjanna digna, en morg-
ungeislarnir þerra það aftur þegar
sólin hækkar á lofti. Hestarnir
liggja aflangir og sofa. Þegar þeir
verða drengjanna varir standa þeir
upp einn af öðrum. Þeir ná þeim
öllum því þeir eru spakir eftir brúk-
un síðustu daga. Allt gengur þetta
eftir áætlun, hestarnir eru lestaðir,
hnýtt hveijum aftan í annan og
teymdir heim þar sem reiðingarnir
eru lagðir á.
Lestin er farin niður á engjar.
Heima eru fjögur yngstu systkinin.
Systirin hjálpar móður sinni en
bræðurnir þrír eiga að taka á móti
lestinni þegar hún kemur, hleypa
böggunum ofan af hestunum með
þeim sem fór á milli, koma þeim í
hlöðu, leysa úr, gera upp reipin og
hafa þau tilbúin ef kallað er eftir
þeim, þá eru þau hnýtt saman í
bunka og sett á einn hestinn til
baka. Svona gengur dagurinn til
kvölds.
Börnin eru á aldrinum sjö til tólf
ára. Sá sem er elstur er í hlöðunni,
en þeir yngri velta böggunum til
hans þar sem hann hleður úr. Það
hækkar í hlöðunni á stórum hirðing-
ardegi. Það er metnaður í drengjun-
um að hafa við heimreislunni, vera
búnir að ganga frá heyinu og reip-
unum og jafnvel hafa smá stund
til hvíldar á milli, og stoltið er ekki
minna þegar faðir þeirra kemur í
hlöðudyrnar um kvöldið og lítur
yfir dagsverkið.
t
Hjartans þakkir sendum við öllum fjær og nær, sem sýndu okkur
samúð og kærleika við andlát og útför
SIGURÐAR JÓELSSONAR
frá Sælundi, Vestmannaeyjum.
Fanney Ármannsdóttir,
Jóel og fjölskylda,
Þórdís Jóelsdóttir og fjölskyldur.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinsemd við andlát og
útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu,
AUÐAR HALLGRÍMSDÓTTUR,
Staðarhvammi 1,
Hafnarfirði.
Viktor Aðalsteinsson,
Helen Viktorsdóttir, lan Stuart,
Hallgrímur Viktorsson, Ragnheiður Rögnvaldsdóttir,
Viktor Viktorsson, Ásrún Vilbergsdóttir,
og barnabörn.