Morgunblaðið - 09.05.1991, Blaðsíða 35
&
EB-frétt
Ráðherrar EB og
EFTA höggvi á hnútrnn
Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, rréttaritara Morgunblaðsins.
Samkvæmt heimildum í Brussel er talið nauðsynlegt að ráðherrar
Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) og Evrópubandalagsins (EB)
höggvi á þann hnút sem viðræðurnar um sjávarútvegsmál eru komn-
ar
Heimildarmenn Morgunblaðsins
segja að það verði ekki gert öðru-
vísi en að þær þjóðir sem helst
hafa haft sig í frammi gefi eitthvað
eftir. Spánveijar verði að slaka á
kröfum sínum um veiðiheimildir en
Norðmenn og íslendingar verði að
sama skapi að draga úr „þver-
móðskufullri“ afstöðu sinni. Heim-
ildarmenn blaðsins segja að ef ekki
náist einhver lausn á þessum deilum
á mánudag sé framtíð samninganna
um Evrópska efnahagssvæðið
(EES) stefnt í hættu. í uppkasti
að lokayfirlýsingu ráðherranna er
enn sem komið er gamalkunnugt
orðalag um físk, á þá leið að vinna
skuli að samkomulagi um sjávarút-
vegsmál sem báðir aðilar geti sætt
sig við.
Brundtland bjartsýn
Gro Harlem Brundtland, forsæt-
isráðherra Noregs, átti í gær fund
með Jacques Delors, forseta fram-
kvæmdastjórnar EB, í Brussel.
Brundtland sagði eftir fundinn að
þau hefðu rætt EES-samningana
og skipst á skoðunum um möguleg-
ar lausnir á þeim ágreiningsmálum
sem helst hafa tafið samningana.
Brundtland kvaðst hafa lagt áherslu
á sameiginlega hagsmuni Norð-
manna og Islendinga í sjávar-
útvegsmálum en ljóst væri að erfið-
leikarnir í samningaviðræðunum
um þau efni byggðust á ágreiningi
innan EB. Það væri ekki hlutverk
EFTA að leysa slík mál, það yrði
EB að gera upp á eigin spýtur.
Brundtland sagði að Delors hefði
verið sammála um nauðsyn þess
að ljúka samningunum fyrir lok
júní, það væri allt í senn; nauðsyn-
legt, mikilvægt og mögulegt. Hún
kvaðst ekki vilja gera lítið úr þeim
vandamálum sem við væri að stríða
en ráðherrafundurinn á mánudag í
Brussel hlyti að leggja áherslu á
að leysa hluta þeirra. Mikilvægt
væri að báðir aðilar legðu sitt af
mörkum, öðruvísi væri ekki við
árangri að búast. Brundtland sagð-
ist ekki telja að umsóknir einstakra
aðildarríkja EFTA hefðu áhrif á
viðræðurnar um EES, ljóst hefði
verið í upphafí að Austurríkismenn
hygðust sækja um og nú lægi fyrir
að umsókn bærist frá Svíum en
bæði þessi ríki hefðu ítrekað stuðn-
ing sinn við yfírstandandi viðræður.
Evrópska efnahagssvæðið hlyti í
framtíðinni að þróast sem mikil-
vægur samstarfsvettvangur allra
Evrópuríkja sem áhuga hefðu á
nánu efnahagssamstarfi, það ætti
ekki síst við um ríkin í Mið- og
Austur-Evrópu.
Aðspurð fullyrti Brundtland að
engin stefnubreyting væri fyrirhug-
uð hjá norsku ríkisstjórninni gagn-
vart EB. Umræður um tengsl Nor-
egs við bandalagið væru í gangi og
hefðu verið það um langa hríð en
fyrst um sinn yrði lögð áhersla á
samningana um EES. Það stæði
ekki til að taka aðild að EB á dag-
skrá Verkamannaflokksins fyrr en
á flokksþingi haustið 1992. Hún
sagði að sér virtist að það ár yrði
mjög mikilvægt fyrir samskipti
Norðurlandanna í heild við EB.
Styrkjum til fiskiskipa
úthlutað
Framkvæmdastjórn Evrópu-
bandalagsins úthlutaði á miðviku-
dag fyrrihluta styrkja bandalagsins
til uppbyggingar fiskiskipaflota að-
ildarríkjanna og í fískeldi. Einungis
var úthlutað til endurnýjunar á
fískiskipum og afgreiðslu 373 um-
sókna um styrki til nýsmíði físki-
skipa var frestað fram á haust.
Alls var úthlutað styrkjum að verð-
mæti 2,1 milljarði ÍSK. Til end-
urnýjunar 316 fískiskipa var ákveð-
ið að veija sem svarar einum millj-
arði ÍSK og til 102 verkefna í físk-
eldi voru samþykkt framlög _sem
svara til rúmlega milljarðs ISK.
Langflesta styrki fengu Spánveijar,
111 til endurnýjunar á fískiskipum
og 32 vegna fískeldis. Þeir höfðu
sótt um 80 nýsmíðastyrki að fjár-
hæð 3,5 milljarðar ÍSK. Afstaða til
þeirra umsókna verður tekin í haust
og engir styrkir verða greiddir út
fyrir þann tíma.
Reuter
Vindurinn bregst
siglingaköppum
Stars and Stripes, kappsiglingabátur Dennis Conners, í keppni undan
borginni San Diego á Kaliforníuströnd á þriðjudag. Fresta varð keppn-
inni þar sem vindur varð skyndilega svo lítill að enginn bátanna
komst í mark á tilskildum tíma, fjórum stundum og 45 mínútum.
Hassfund-
ur á Spáni
Malaga. Reuter.
SPÆNSKA lögreglan fann á
þriðjudag 1.200 kg af hassi, sem
falin höfðu verið á ströndinni
við borgina Malaga á Suður-
Spáni.
Lögreglan kyrrsetti einnig skip,
sem hana grunar að hafi verið
notað við að smygla hassinu til
Spánar frá Marokkó en það sem
af er þessu ári hefur hún lagt
hald á meira en 11 tonn af hassi.
Hefur því aðallega verið smyglað
frá Norður-Afríku og Asíu.
ERLENT
RENAULT ö f«ra urr, , ^
RENAULT
NEVADA 4x4
... fjórhjóladrifinn
skutbfll f fullri stærö
RENAULT CLIO... fallegur bfll fyrir nútímafólk
BÍU ársins í Evrópu 1991 - Gullna stýriö - Auto Thropy verðlaunin
RENAULT 19 CHAMADE... meira en frábær fjölskyldubfll
BíU ársins 1990 í Danmörku, Noregi og írlcaidi
Miðvikudagur 8. maí
Hvolsvöllur - Esso kl.
Vík - Víkurskálinn kl.
Kirkjubæjarklaustur-Esso kl.
Höfn - Sindrabær
Fimmtudagur 9. maí
Djúpivogur - Esso
Breiðdalsvík - Bláfell
FáskrúðsQörður -
Hótel Austurland
kl.
kl.
kl.
09.30 -11.00
12.30 -14.00
15.30 -16.30
20.00 - 22.00
11.00 -13.00
14.30 -16.00
kL 17.30 -19.00
Föstudagur 10. maí
Neskaupstaður - Egilsbúö
Eskifjörður - Shellskálinn
Reyðarfjörður - Bfley
Egilsstaðir - Söluskálinn
Laugardagur 11. maí
Akranes - Iþróttahús
Húsavík - BK Bflaverkst.
Akureyri - Hjólbaröaþj.
Sunnudagur 12. maí
Akureyri - Hjólbaröaþj.
Akranes - íþróttahús
kl. 10.30 -12.30
kl. 14.30 -15.30
kl. 16.00 -18.30
kl. 19.30 - 21.00
kl. 10.00 -17.00
kl. 10.00 -12.00
kl. 14.00 -18.00
kl. 13.00 -16.00
kl. 10.00 -17.00
Bílaumboðið hf.
Krókhálsi 1,110 Reykjavík, sími 91-686633
FAÐU ÞER Lfí.
SKÓ Á MORGUN
Vorum að fá sendingu af nýjum
barnaskóm frá L.A. Gear.
Laugavegi 62 Sími 13508
3
U_
o
tr
t—
cn
o
Q_
3
Q
Z
UJ
05