Morgunblaðið - 09.05.1991, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.05.1991, Blaðsíða 35
 & EB-frétt Ráðherrar EB og EFTA höggvi á hnútrnn Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, rréttaritara Morgunblaðsins. Samkvæmt heimildum í Brussel er talið nauðsynlegt að ráðherrar Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) og Evrópubandalagsins (EB) höggvi á þann hnút sem viðræðurnar um sjávarútvegsmál eru komn- ar Heimildarmenn Morgunblaðsins segja að það verði ekki gert öðru- vísi en að þær þjóðir sem helst hafa haft sig í frammi gefi eitthvað eftir. Spánveijar verði að slaka á kröfum sínum um veiðiheimildir en Norðmenn og íslendingar verði að sama skapi að draga úr „þver- móðskufullri“ afstöðu sinni. Heim- ildarmenn blaðsins segja að ef ekki náist einhver lausn á þessum deilum á mánudag sé framtíð samninganna um Evrópska efnahagssvæðið (EES) stefnt í hættu. í uppkasti að lokayfirlýsingu ráðherranna er enn sem komið er gamalkunnugt orðalag um físk, á þá leið að vinna skuli að samkomulagi um sjávarút- vegsmál sem báðir aðilar geti sætt sig við. Brundtland bjartsýn Gro Harlem Brundtland, forsæt- isráðherra Noregs, átti í gær fund með Jacques Delors, forseta fram- kvæmdastjórnar EB, í Brussel. Brundtland sagði eftir fundinn að þau hefðu rætt EES-samningana og skipst á skoðunum um möguleg- ar lausnir á þeim ágreiningsmálum sem helst hafa tafið samningana. Brundtland kvaðst hafa lagt áherslu á sameiginlega hagsmuni Norð- manna og Islendinga í sjávar- útvegsmálum en ljóst væri að erfið- leikarnir í samningaviðræðunum um þau efni byggðust á ágreiningi innan EB. Það væri ekki hlutverk EFTA að leysa slík mál, það yrði EB að gera upp á eigin spýtur. Brundtland sagði að Delors hefði verið sammála um nauðsyn þess að ljúka samningunum fyrir lok júní, það væri allt í senn; nauðsyn- legt, mikilvægt og mögulegt. Hún kvaðst ekki vilja gera lítið úr þeim vandamálum sem við væri að stríða en ráðherrafundurinn á mánudag í Brussel hlyti að leggja áherslu á að leysa hluta þeirra. Mikilvægt væri að báðir aðilar legðu sitt af mörkum, öðruvísi væri ekki við árangri að búast. Brundtland sagð- ist ekki telja að umsóknir einstakra aðildarríkja EFTA hefðu áhrif á viðræðurnar um EES, ljóst hefði verið í upphafí að Austurríkismenn hygðust sækja um og nú lægi fyrir að umsókn bærist frá Svíum en bæði þessi ríki hefðu ítrekað stuðn- ing sinn við yfírstandandi viðræður. Evrópska efnahagssvæðið hlyti í framtíðinni að þróast sem mikil- vægur samstarfsvettvangur allra Evrópuríkja sem áhuga hefðu á nánu efnahagssamstarfi, það ætti ekki síst við um ríkin í Mið- og Austur-Evrópu. Aðspurð fullyrti Brundtland að engin stefnubreyting væri fyrirhug- uð hjá norsku ríkisstjórninni gagn- vart EB. Umræður um tengsl Nor- egs við bandalagið væru í gangi og hefðu verið það um langa hríð en fyrst um sinn yrði lögð áhersla á samningana um EES. Það stæði ekki til að taka aðild að EB á dag- skrá Verkamannaflokksins fyrr en á flokksþingi haustið 1992. Hún sagði að sér virtist að það ár yrði mjög mikilvægt fyrir samskipti Norðurlandanna í heild við EB. Styrkjum til fiskiskipa úthlutað Framkvæmdastjórn Evrópu- bandalagsins úthlutaði á miðviku- dag fyrrihluta styrkja bandalagsins til uppbyggingar fiskiskipaflota að- ildarríkjanna og í fískeldi. Einungis var úthlutað til endurnýjunar á fískiskipum og afgreiðslu 373 um- sókna um styrki til nýsmíði físki- skipa var frestað fram á haust. Alls var úthlutað styrkjum að verð- mæti 2,1 milljarði ÍSK. Til end- urnýjunar 316 fískiskipa var ákveð- ið að veija sem svarar einum millj- arði ÍSK og til 102 verkefna í físk- eldi voru samþykkt framlög _sem svara til rúmlega milljarðs ISK. Langflesta styrki fengu Spánveijar, 111 til endurnýjunar á fískiskipum og 32 vegna fískeldis. Þeir höfðu sótt um 80 nýsmíðastyrki að fjár- hæð 3,5 milljarðar ÍSK. Afstaða til þeirra umsókna verður tekin í haust og engir styrkir verða greiddir út fyrir þann tíma. Reuter Vindurinn bregst siglingaköppum Stars and Stripes, kappsiglingabátur Dennis Conners, í keppni undan borginni San Diego á Kaliforníuströnd á þriðjudag. Fresta varð keppn- inni þar sem vindur varð skyndilega svo lítill að enginn bátanna komst í mark á tilskildum tíma, fjórum stundum og 45 mínútum. Hassfund- ur á Spáni Malaga. Reuter. SPÆNSKA lögreglan fann á þriðjudag 1.200 kg af hassi, sem falin höfðu verið á ströndinni við borgina Malaga á Suður- Spáni. Lögreglan kyrrsetti einnig skip, sem hana grunar að hafi verið notað við að smygla hassinu til Spánar frá Marokkó en það sem af er þessu ári hefur hún lagt hald á meira en 11 tonn af hassi. Hefur því aðallega verið smyglað frá Norður-Afríku og Asíu. ERLENT RENAULT ö f«ra urr, , ^ RENAULT NEVADA 4x4 ... fjórhjóladrifinn skutbfll f fullri stærö RENAULT CLIO... fallegur bfll fyrir nútímafólk BÍU ársins í Evrópu 1991 - Gullna stýriö - Auto Thropy verðlaunin RENAULT 19 CHAMADE... meira en frábær fjölskyldubfll BíU ársins 1990 í Danmörku, Noregi og írlcaidi Miðvikudagur 8. maí Hvolsvöllur - Esso kl. Vík - Víkurskálinn kl. Kirkjubæjarklaustur-Esso kl. Höfn - Sindrabær Fimmtudagur 9. maí Djúpivogur - Esso Breiðdalsvík - Bláfell FáskrúðsQörður - Hótel Austurland kl. kl. kl. 09.30 -11.00 12.30 -14.00 15.30 -16.30 20.00 - 22.00 11.00 -13.00 14.30 -16.00 kL 17.30 -19.00 Föstudagur 10. maí Neskaupstaður - Egilsbúö Eskifjörður - Shellskálinn Reyðarfjörður - Bfley Egilsstaðir - Söluskálinn Laugardagur 11. maí Akranes - Iþróttahús Húsavík - BK Bflaverkst. Akureyri - Hjólbaröaþj. Sunnudagur 12. maí Akureyri - Hjólbaröaþj. Akranes - íþróttahús kl. 10.30 -12.30 kl. 14.30 -15.30 kl. 16.00 -18.30 kl. 19.30 - 21.00 kl. 10.00 -17.00 kl. 10.00 -12.00 kl. 14.00 -18.00 kl. 13.00 -16.00 kl. 10.00 -17.00 Bílaumboðið hf. Krókhálsi 1,110 Reykjavík, sími 91-686633 FAÐU ÞER Lfí. SKÓ Á MORGUN Vorum að fá sendingu af nýjum barnaskóm frá L.A. Gear. Laugavegi 62 Sími 13508 3 U_ o tr t— cn o Q_ 3 Q Z UJ 05
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.