Morgunblaðið - 09.05.1991, Blaðsíða 70
70
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTSR FIJMMTUDAGUR 9. MAÍ 1991
------------------------... .. ..... ........
SVIÞJOÐ
Sænsku leikmennirnir fagna heimsmeistaratitlinum eftir sigurleikinn
á Sovétmönnum í Finnlandi um síðustu helgi.
Gullregn
ÞESSA dagana fara sænskir mikinn í íþróttaheiminum og
safna að sér heimsmeistaratitlum svo að með ólíkindum er.
í síðustu viku urðu þeir heimsmeistarar í liðakeppni íborð-
tennis, á laugardag heimsmeistarar í íshokkkí, á sunnudag
heimsmeistarar í tvíliðaleik karla í borðtennis og á mánudag
varð Jörgen Persson meistari f einliðaleik karla eftir að hafa
unnið landa sinn Jan-Ove Waldner i úrslitaleik. Svíar ráða sér
vart af kæti yfir öllum þessum sigrum og eru fjölmiðlar upp-
fullir af myndum og frásögnum af öllum þessum meisturum.
Mitt í öllum þessum látum vann síðan hin sænska Carol,
söngvakeppnina, þannig að sænskir eru bókstaflega að rifna
úr monti yfir unnum sigrum á alþjóðavettvangi.
GrétarÞór
Eyþórsson
skrifarfrá
Svíþjóð
Montnastir eru þó Svíar af
íshokkílandsliði sínu, sem
þeir kalla „Tre Kronor", enda er
íshokkíið íþróttagrein númer eitt
hér í landi. Aðal-
fréttatímar sjón-
varps á laugardag
og sunnudag voru
nánast helgaðir
íshokkíliðinu og heimkomu þess,
þar sem 20.000 manns fögnuðu
liðinu í miðborg Stokkhólms. Ein-
um leikmanni er hampað meir en
öðrum, undrabarninu Mats Sund-
in, 20 ára gömlum leikmanni
Quebec í Kanada, en hann gerði
úrslitamarkið, 2-1, í leiknum við
Sovétmenn á laugardag. Þetta
mark hefur verið sýnt hér hvað
eftir annað í sjónvarpi, enda ger-
ast mörk í íshokkíi varla betri.
Sundin einlék gegnum sovésku
vörnina og sendi „pökkinn“ óveij-
andi milli fóta markvarðarins;
snerpan og krafturinn nánast
lygileg hjá þessum unga leik-
manni sem einnig gerði mikilvæg
mörk gegn Finnum er hann gerði
2 mörk á síðustu 48 sekúndum
leiksins og jafnaði, 4-4. Fleiri leik-
menn hafa þó vegið þungt fyrir
Svía í keppninni, t.d. markvörður-
inn Rolf Ridderwall, Thomas
Rundquist og Hákan Loob.
Borðtennis er einnig að verða
sænsk grein, Svíar vörðu nú titla
sína frá 1989, bæði í liðakeppni
og einliðaleik og í honum léku
sömu menn til úrslita og 1989.
Þá vann J-0 Waldner, en nú náði
Jörgen Persson fram hefndum og
vann í þremur lotum. Það óvænta
var að Svíar unnu tvíliðaleikinn,
enginn hafðl reiknað með félögun-
um Peter Karlsson og Thomas von
Scheele og titill þeirra er af sér-
fræðingum talinn eitt það óvænt-
asta í sögu heimsmeistarakeppn-
innar. Það er af sem áður var að
austurlandaþjóðirnar ráði lögum
og lofum á borðtennisborðinu.
Það má telja það með ólíkindum
hversu stór þessi 8 milljóna
manna Norðurlandaþjóð er orðin
í íþróttaheiminum. Að nánast ein-
oka borðtennis, eiga besta tennis-
leikarann, heimsmeistara í
íshokkíi og í handknattleik er
nokkuð sem hvaða stórþjóð gæti
verið stolt af. Sú staðreynd blasir
við í dag að Svíþjóð er að verða,
ef ekki orðin, eitt af stórveldunum
í íþróttaheiminum.
HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐ
Þorbergur með
16 leikmenn
Enn óvíst með leikreyndustu mennina
U-21 í sterkum ríöli
orbergur Aðalsteinsson, lands-
liðsþjálfari í handknattleik, hefur
valið 16 leikmenn vegna undirbún-
ings fyrir B-keppnina, sem verður
seinni hluta mars á næsta ári í Aust-
urríki. Æfingar eru þegar hafnar og
verður æft nær daglega til 24. maí.
Síðan verður bytjað aftur 6. júní og
sami háttur hafður á, en í byijun
júlj eru fjórir landsleikir ráðgerðir.
í hóp Þorbergs að þessu sinni vant-
ar nokkra leikmenn, sem hann gerir
sér vonir um að verði með í B-keppn-
inni. Geir Sveinsson bætist við í júní
og landsliðsþjálfarinn segir að Alfreð
Gíslason sé mjög jákvæður fyrir því
að vera með í sumar. Birgir Sigurðs-
son gefur ekki kost á sér að sinni
vegna persónulegra ástæðna og enn
er óvíst með Sigurð Sveinsson og
Einar Þorvarðarson, en Einar Sig-
urðsson, Gústaf Bjarnason og Patrek-
ur Jóhannesson verða með U-21 lið-
inu í sumar.
„Það er erfitt að vinna við þessar
aðstæður og hugsanlega verður ekki
ljóst fyrr en skömmu fyrir keppnina,
hverjir koma í raun til greina,“ sagði
Þorbergur um stöðu mála á blaða-
mannafundi í gær.
20 til 25 leikir fyrirhugaðir
Gert er ráð fyrir að landsliðið leiki
20 til 25 leiki fram að B-keppninni.
1. og 3. júlí verður leikið gegn Dönum
í Danmörku og verið er að reyna að
fá leiki við Svía í sömu ferð eða 5.
og 6. júlí. Tékkar vilja koma og leika
15. og 16. september, en 13. til 17.
nóvember tekur liðið þátt í sterku
móti í Ungveijalandi ásamt heima-
mönnum, Júgóslövum, Svisslending-
um og Austurríkismönnum. Svíar
koma og verða leikir gegn þeim 2.
til 5. janúar, en 22. til 26. janúar
verður tekið þátt í móti í Austurríki.
Júgóslavar eru tilbúnir að leika hér
þijá leiki 1. til 10. mars, en B-keppn-
in verður 19. til 29. mars.
U-21 liðið tekur þátt í lokakeppni
HM í Grikklandi 4. til 14. september
og hefur Gunnar Einarsson valið 20
leikmenn til undirbúnings, sem hefst
í dag. Helsta verkefnið í sumar verð-
ur mót á Spáni 12. til 22. júlí, þar
sem átta efstu þjóðir úr síðustu HM
leika.
Dregið hefur verið í riðla á HM í
Grikklandi og er ísland í riðli með
Sovétríkjunum, Rúmeníu go Júgó-
slavíu, en 16 lið taka þátt.
Eftirtaldir leikmenn skipa annars
landsliðshópana:
A-liðið:
Guðmundur Hrafnkelsson..................FH
Bergsveinn Bergsveinsson................FH
Sigmar Þröstur Óskarsson...............ÍBV
Magnús Amason.......................Haukum
Jakob Sigurðsson.......................Val
Axel Bjömsson....................Stjömunni
Konráð Olavson....................... KR
Valdimar Gn'msson......................Val
Sigurður Sveinsson......................KR
Skúli Gunnsteinsson..............Stjömunni
Júlíus Jónasson...................Asniares
Sigurður Bjamason................Stjömunni
Óskar Ármannsson........................FH
Jón Kristjánsson.......................Val
Stefán Kristjánsson.....................FH
Július Gunnarsson......................Val
U-21 liðið:
Ingvar Ragnarsson...............Stjörnunni
Hallgrimur Jónasson.....................ÍR
Axel Stefánsson.........................KA
Gunnar Andrésson......................Fram
Friðleifur Friðleifsson.............Gróttu
EinarG. Sigurðsson................Selfossi
Róbert Rafnsson.........................ÍR
Magnús Sigurðsson................Stjömunni
Jason Ólafsson........................Fram
Karl Karlsson.........................Fram
Patrekur Jóhannesson.............Stjömunni
Dagur Sigurðsson.......................Val
Ólafur Stefánsson......................Val
Gústaf Bjarnason..................Selfossi
Finnur B. Jóhannsson...................Val
Björgvin Rúnarsson.................Víkingi
Jóhann Ásgeirsson.......................IR
Helgi Bragason.........................ÍBV
Óskar Sigurðsson....................Haukum
Sveinberg Gíslason..................Haukum
faðm
FOLX
■ DAVID Plíitt hefur ákveðið að
hafna tilboði frá ítalska félaginu
Bari og leika áfram með Aston
Villa í ensku 1. deildinni. Hann
sagði að boð Bari hefði verið mjög
freistandi, enda miklir peningar í
boði, en hann hefði ákeðið að leika
frekar áfrám í Englandi.
■ TÓRÍNÓ hefur hinsvegar
gengið frá samningum við belgíska
landsliðsmanninn Enzo Scifo sem
leikur með franska liðinu Auxerre.
Hann hefur verið í láni í Frakkl-
andi frá Inter Mílanó.
■ HAMBURG SV, sem varð Evr-
ópumeistari bikarhafa í knatt-
spyrnu 1983, verður hugsanlega
dæmt í bann í þýsku úrvalsdeildinni
vegna mikilla skulda. Þær eru um
hálfur milljarður ÍSK og fátt sem
bendir til þess að félagið nái að
grynna verulega á þeim á næst-
unni. Það hefur reynt að selja hluta-
bréf en Hamborgarar virðast ekki
ýkja spenntir fyrir því að eiga hlut
í liðinu.
■ IVAN Vutsov hefur sagt af sér
sem landsliðsþjálfari Búlgaríu í
knattspymu. Flann var fyrir
skömmu dæmdur í þriggja ára bann
frá hliðarlínunni eftir að hafa hrækt
á dómara í landsleik og sagðist
ekki telja sig geta stjórnað liðinu í
leikjum, án þess að vera við völlinn.
Aðstoðarþjálfari liðsins, Krasimir
Borisov, hefur tekið við liðinu.
■ ÍRANIR hafa ákveðið að leyfa
landsmönnum að stunda golf og
keilu að nýju en þessar íþróttagrein-
ar voru meðal margra sem voru
bannaðar þegar Khomeni komst
til valda árið 1979. Við valdatökuna
bannaði erkiklerkurinn íjölda
íþróttagreina en skák, hnefaleikar
og póló hafa einnig hlotið náð fyrir
augum yfirvald. Nokkuð sérstakar
reglur gilda um íþróttir í landinu
og t.d. mega aðeins konur horfa á
íþróttir kvenna.
HANDKNATTLEIKUR
Fyrsta norræna handknattleiksþingið:
Sameiginleg stefnuskrá mótuð
FYRSTA norræna handknatt-
leiksþingið verður haldið á
Hótel Holiday Inn í Reykjavík
dagana 9. til 11. maí. Það verð-
ur sett í kvöld kl. 18.30 og
munu um 50 manns taka þátt,
þar af 32 frá Danmörku, Finn-
landi, Færeyjum, Noregi og
Svíþjóð.
Handknattleikssamband íslands
lagði til fyrir um það bil ári
að svona þing yrði haldið annað
hvert ár í stað sérstakra funda
formanna, framkvæmdastjóra,
þjálfara, dómaranefndamanna og
annarra aðila innan hreyfingarinnar
á Norðurlöndum. Þannig væri betur
hægt að samræma ýmiss skipulags-
mál og móta sameiginlega stefnu.
Meginstarf þingsins felst í starfi
sex vinnuhópa. Formenn samband-
anna fjalla um samvinnu á norræn-
um og alþjóðlegum vettvangi.
Framkvæmdastjórar og stjórnar-
menn taka fyrir skrifstofuhald og
fjármál norrænu handknattléiks-
sambandanna. Mótanefndir ræða
um mótamál, fræðslunefndir um
fræðslumál og menntun þjálfara,
dómaranefndir um leikreglur og
dómaramál og landsliðsþjálfarar og
-nefndir um landsliðsmál.
HSÍ hefur skipulagt þingið með
stuðningi frá ÍSÍ, menntamálaráðu-
neytinu og Sjóvá-Almennum.
A DOFINNI
Vormót UMFA
Um helgina fer fram fyrsta stiga-
- mót FRÍ, Vormót UMFA, á Varmár-
velli í Mosfellsbæ. Mótið hefst kl. 14
á laugardag og verður keppt í eftirt-
öldum greinum: 400 m grindahlaupi
karla og kvenna, 200 m hlaupi karla
og kvenna, 400 m hlaupi kvenna,
800 m hlaupi karla, 1.500 m hlaupi
kvenna, 3.000 m hlaupi karla,
kringlukasti, þrístökki, kúluvarpi og
spjótkasti karla og kúluvarpi, há-
stökki og þrístökki kvenna. Skrán-
ingu þarf að tilkynna til í s. 666647
eða 666837 fyrir föstudagskvöld.
Lokahóf Víkings
Lokahóf handknattleiksdeildar
Víkings fer fram í Lionssalnum Sigt-
úni 9 annað kvöld, föstudag 10. maí
og hefst kl. 21. Veitt verða verðlaun,
skemmtiatriði o.fl. Aðgangur er
ókeypis. Allir Víkingar og velunnarar
félagsins eru hvattir til að mæta.
ISLANDSGLIMAN
GrettisbeKið tiyggt
fvrir fimm milliónir
m J
Ólafur Haukur hefur titil að veija.
ÍSLANDSGLÍMAN, elsta og
sögufrægasta íþróttamót á
íslandi, verður háð í íþrótta-
húsi Kennaraháskólans á
laugardaginn kl. 17. Keppt
verður um hið fræga Grettis-
belti, sem var fyrst keppt um
1906. Grettisbeltið er tryggt
fyrirfimm milljónir króna, en
beltið er einn verðmætasti
verðlaunagripur sem keppt
er um á íslandi.
Us hafa 27 glfmukappar varð-
veitt Grettisbeltið, en á belt-
inu eru silfurskyldir með nöfnum
glímukappanna, en alls eru 80
skyldir á beltinu. Ármann J. Lárus-
son hefur oftast tekið á nióti belt-
inu, eða fimmtán sinnum. Hann tók
á móti beltinu fjórtán ár í röð -
1954-1967.
Átta glímukappar eru skráðir til
leiks að þessu sinni. Ólafur Haukur
Ólafsson, Jón Birgir Valsson, Helgi
Bjarnason, Orri Björnsson og
Óskar lngi öíslason, allir úr KR,
Arnar Friðriksson, HSÞ, Helgi
Kjartansson, HSK og Ingibergur
Sigurðsson, UV.
Ólafur Ilaukur, sem er fjórfaldur
glfmukóngur (1985, 1986, 1989,
1990), er talinn sigurstranglegast-
ur. Helsti keppinautur hans að
undanförnu, Skarphéðinsmaðurinn
Jóhannes Sveinbjömsson, verður
fjarri góðu gamni. Hann er að út-
skrifast af Bændaskólanum á
Hvanneyri á sama tíma og íslands-
glíman fer fram.
Búast má við mjög jafnri og
spennandi keppni un næstu sæti.
Að Ólafi og Helga frálöldum eru
allir keppendur ungir og stórefni-
legír glímumenn um tvítugt. Það
má ekki gleyma þeim möguleika
að glímukóngurinn fái byltu, því
að allt getur gerst í glímu sem og
öðrum íþróttum.