Morgunblaðið - 09.05.1991, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 09.05.1991, Blaðsíða 71
i;m /•. / j m mt < im____________________________~ ______vji MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1991 71 HANDBOLTI Sigurður Gunnarsson heldur áfram með bikarmeistarana. Sigurður endurráðinn Sigurður Gunnarsson verður áfram þjálfari bikarmeistara ÍBV í handknattleik og gerir eins árs samning við liðið fyrir næsta vetur. Undir stjórn hans náði liðið 3. sæti í úrslitakeppninni, auk bik- armeistaratitilsins, og er það besti árangur í sögu félagsins. „Þetta verður örugglega erfitt og ég að von á að það verði gerðar meiri kröfur til liðsins. En við ætlum að undirbúa okkur vel og það verð- ur gaman að taka þátt í Evrópu- keppninni. Við verðum svo að reyna að standa við vonirnar og til þess þurfum við að halda öllum leik- mönnum okkar og Jafnvel bæta við,“ sagði Sigurður. HANDBOLTI KNATTSPYRNA / U-16 ARA LANDSLIÐIÐ Frábær byijun Ovæntur sigur Islands á Júgóslavíu í lyrsta leik lokakeppni EM | slenska drengjalandsliðið, U-16 ára, byijaði mjög vel í fyrsta leik sínum í lokakeppni Evrópumótsins í knattspymu og sigraði Júgóslavíu, 2:1. Sigurinn var óvæntur, enda Júgóslavar taldir með eitt sterkasta lið mótsins. „Þetta var sannarlega góður sig- ur og meira en við áttum von á. En leikurinn var erfiður og líklegt að við missum menn vegna meiðsla," sagði Sveinn Sveinsson, fararstjóri. Júgóslavar gerðu fyrsta markið á 28. mínútu en aðeins mínútu síðar náðu íslendingar að jafna. Helgi Sigurðsson komst inní vítateig Júgóslava og þar var brotið á hon- um. Hann fékk vítaspyrnu og skor- aði sjálfur úr henni. Skömmu síðar varð Guðmundur Benediktsson, sem verið hafði besti maður liðsins, að fara af leikvelli vegna meiðsla og var það nokkurt áfall fyrir liðið. Sigurmarkið kom á 53. mínútu. Helgi Sigurðsson komst þá í gegn- um vörnina og átti skot sem var varið en Jóhann Steinarsson fylgdi vel á eftir og skoraði. Júgóslavar sóttu nokkuð það sem eftir var en vömin var sterk og Árni Arason stóð sig mjög vel í markinu. íslendingar mæta Spánveijum á morgun og búast má við að það verði erfiður leikur en Spánveijar unnu Sovétmenn rnjög örugglega, 4:1. Guðmundur úr leik Guðmundur Benediktsson leikur líklega ekki meira með liðinu vegna meiðsla í hné. Hann fór útaf og að sögn Sveins Sveinssonar er hann ekki tilbúinn í Spánarleikinn. „Það er slæmt fyrir liðið að missa hann en við höfum ekki gefið upp alla von,“ sagði Sveinn. Nokkuð var af njósnurum á vellinum, m.a. frá Stuttgart og belgíska félaginu Ekeren. Helgi Sigurðsson skoraði fyrra mark íslenska liðsins og lagði upp það síðara. , Árni Arason stóð sig mjög vel í markinu, sérstaklega í lokin er Júgó- slavar sóttu stíft. Mjög efnilegur hópur - segirÁsgeir Sigurvinsson, sem fylgdist með leik íslenska liðsins Þetta var sætur sigur og þó að Júgóslavarnir hafi verið meira með boltann unnu strákam- ir það upp með mikilli baráttu og sterkri liðsheild. Þetta er greini- lega mjög efnilegur hópur," sagði Ásgeir Sigurvinsson, sem fylgdist með leik Islands og Júgóslavíu í gær. „Það var mikil pressa í lokin en strákarnir stóðust álagið vel og það var ánægjulegt að fá þenn- an sigur. Þeir vom að vísu svol- ítið taugaóstyrkir í byijun en það er greinilegt að þeir geta spilað vel.“ Ásgeir sagði að hann hefði ekki bara farið á leikinn til að sjá hann heldur einnig til að svipast um eftir leikmönnum fyrir Stuttgart: „Maður þarf alltaf að fylgjast með en það er of snemrnt að segja neitt. Þetta eru ungir strákar og þótt þeir standi sig vel núna er ekki þarmeð sagt að þeir verði góðir knattspyrnumenn í úrvals- deildinni. Mörg lið fylgjast með leikmönnum á mótum sem þessum og ef þeir standa sig vel þá fylgja liðin þeim eftir og kannski kanna málin betur,“ sagði Ásgeir. Júlíus í stað Alfreðs Júlíus Jónasson, sem leikið hefur með franska liðinu París Asnier- es, er að öllum líkindum á leið til spænska félagsins Bidasoa. Þar kem- ur hann til með að leysa Alfreð Gísla- son af hólmi, en hann hefur tejcið við þjálfun KA fyrir næsta vetur. „Eg fer líklega í næstu viku og skrifa undir. Það er allt klárt og ég ef búinn að ganga frá mínum málum hér í París," sagði Júlíus. Hann sagði URSLIT Knattspyrna UEFA-KEPPNIN Fyrri úrslitaleikurinn: Inter Mílanó—Róma.............2:0 Lothar Matthaus (vsp) 55., Nicola Berti 67. ■ Liðin leika að nýju eftir tvær vikur í Róm. Áliorfendur: 80.000 ENGLAND 1. deild: Aston Villa—Norwich...........2:1 Bowen (sjálfsm.) 9., Yorke 66. — Gordon 42. 16.697. Derby—Everton.................2:3 Harford (vsp) 26., Saunders 83. — Cottee 15. og 84., Sheedy 73. 12.403. Leeds—Sheffield United........2:1 Sterland 11., Shutt 55. — Marwood 52. 28.978. 2. deild: Sheffield Wednesday —Bristol City.3:1 West Ham —Bristol Rovers......1:0 ■ SWffield Wednesday tryggði sér sæti í 1. deild með sigrinum á Bristol City. David Hirst gerði tvö marka Sheffield og hefur gert 31 mark í vetur. Aston Villa heldur sæti sínu í 1. deild. Liðið sigraði Norwich, 2:1, og var það fyrsti sigur liðsins I níu Ieikjum. ÞÝSKALAND Undanúrslit í þýsku bikarkeppninni: Köln - Duisburg...............3:0 Alfons Higl (30.), Frank Ordenewitz (48.), Maurice Banach (90.) Werder Bremen—Frankf urt.......6:3 JÚGÓSLAVÍA Úrslitaleikur bikarkeppnmnar: Hadjuk Split—Rauða Stjarnan...1:0 Alen Boksic 70. Handknattleikur SPÁNN Barcelona—Granollers.........37:18 ■ Staðan i hálfleik var 13:7 Barcelona í vil og liðið gerði útum leikinn snemma í síðari hálfleik. Geir Sveinsson lék sem leik- stjórnandi og skoraði ekki fyrir Granollers. Barcelona er i efsta sæti með 24 stig, Teka 22, Bidasoa 21, Atletico Madrid 19, Valen- eia 15, Granollers 10. að allt hefði gengið mjög hratt fyrir sig. „Það hafði líka mikið að segja að franskur landsliðsmaður í liðinu var að fara frá félaginu og mér leist ekki á liðið sem eftir var. Bidasoa heldur hinsvegar sama liði og Bogd- an Wenta á eftir tvö ár af samningn- um,“ sagði Júlíus. HSÍ og Bidasoa eiga eftir að semja um frí vegna landsliðsins en það verður líklega gert fljótlega. Júlíus Jónasson. BLAK Fei tekur við IS Hou Xiao Fei, þjálfari íslands- og bikarmeistara KA, hefur ákveðið að hætta sem þjálfari KA og taka við liði ÍS. Hann tekur við iiðinu um næstu mánaðamót og kemur til með að sjá um þjálf- un meistaraflokks karla og kvenna. Stefán Magnússon, formaður blakdeildar KA, sagði að það væri mikil eftirsjá í Fei og menn væru misjafnlega sáttir við þá ákvörðun hans að fara frá félag- inu. „Fei hefur unnið mikið og gott uppbyggingastarf í blakinu á Akureyri og fullt af ungum blak- mönnum að koina til. Ingibjörg Arnai-dóttir, formað- ur blakdeildar ÍS, sagði að koma Fei væri mikill fengur fyrir félag- ið og ætti eftir að efta starfið mikið. „Við væntum að sjálfsögðu mikils íif honum og hann á örugg- lega eftir að hafa mjög góð áhrif á liðin. ÍS hefur alltaf verið fram- arlega í blakinu og vonumst við til þess að svo verði áfram. Fei tekur við af Sigurði Þráins- syni sem þjálfaði bæði karla- og kvennalið IS í vetur en hann lék einnig með karlaliðinu. KORFUKNATTLEIKUR / NBA Lægsta skor í Bostoní38ár Leikmenn Boston Celtic máttu þola tap á heimavelli, Boston Garden, þegar meistaralið Detroit Pistons kom þangað í heimsókn, ■■■■■■ 75:86. Larry Bird Frá gat ekki leikið með Gunnari Boston vegna Valgeirssym meiðsla í baki og i an an junum munagj um mjnna- Boston hefur ekki skorað svo fá stig á heimavelli í úrslitakeppninni í 38 ár. Varnarleikur Detroit var sterkur og voru þeir Kevin McHale og Ro- BADMINTON Islendingar úrleik Guðmundur Adolfsson og Ása Pálsdóttir töpuðu fyrir A. Kaul og Si-An Deng frá Kanada, 13:18 og 4:15, í tvenndarleik á heimsmeist- aramótinu í badminton í gær. Þar með er þátttöku íslendinga lokið í heimsmeistaramótinu að þessu sinni. KNATTSPYRNA Úrvalsklúbbur KSÍ stofnaður Knattspyrnusamband íslands stendur fyrir stofnun félags- skapar, klúbbs áhugamanna um knattspyrnu, 15. maí. Félagar í Úr- valsklúbbi þessum verða fyrrverandi lykilmenn íslenskrar knattspyrnu, leikmenn jafnt sem forystumenn svo og aðrir áhugamenn og velunnarar, auk forystumanna úr styrktarfyrir- tækjum KSÍ. Klúbburinn er hugsaður til stuðn- ings íslenska landsliðinu. Úrval/Út- sýn er einn af styrktaraðilum KSÍ og mun klúbburinn vera rekinn í sam- vinnu við það fyrirtæki. Gert er ráð fyrir að féiagar í Úr- valsklúbbnum verði 100-130. Á næst- unni verður haft samband við þá sem eiga kost á því að gerast meðlimir í klúbbunum. Áhersla verður lögð á ánægjulega samvinnu í góðum hópi í tengslum við landsleiki. Starfsemi Úrvalsklúbbsins felst m.a. í að hittast fyrir og eftir leiki og ræða málin, ferðum á landsleiki og stórleiki erlendis og félagsfundum. Auk þess verður reynt að halda upp samskiptum við svipaða klúbba í ná- grannalöndunum. Undirbúningsnefnd að stofnun Úrvalsklúbbsins skipa: Halldór Ein- arsson, formaður, Baldvin Jónsson, Benedikt Sveinsson, Björn Theodórs- son, Haraldur Sturlaugsson, Kristinn Jörundsson, Magnús Haraldsson, Sveinn Jónsson og Þórarinn Sveins- son. Framkvæmdaraðilar eru Þórir Jónsson og Hörður Hilmarsson frá Úrval-Útsýn. bert Parish teknir föstum tökum. Þeir náðu aðeins að skora úr 10 af 28 skotum, sem þeir tóku, en skotnýting Boston var aðeins 39%. Nýting Detroit var ekki betri, eða 38%. Það sem munaði mestu var að leikmenn Detroit náðu 15 frá- köstum í vörn og þeir skoruðu eftirl að hafa náð 20 sóknarfráköstum. Isiah Thomas hjá Detroit meidd- ist, tognaði á fæti, og missir hann sennilega af öðrum leik liðanna, en verður tilbúinn í þriðja leikinn. Mm FOLK ■ KRISTJAN Halldórsson, leik- maður 2. deildarliðs ÍR í knatt- spyrnu, lék fyrsta landsleik sinn gegn Möltu á þriðjudagskvöld. Hann er fyrsti ÍR-ingurinn tii að spila A-landsleik í knattspyrnu. ■ ATLI Eðvaldsson, fýrirliði íslenska landsliðsins, jafnaði lands- leikjamet Marteins Geirssonar í leiknum gegn Möltu. Báðir hafa þeir leikið 67 landsleiki. ■ KARL Þráinsson, örvhenta skytta Víkings í 1. deildinni í hand- bolta, er hugsanlega á leið ti! Þýskalands í framhaldsnám. Hann segir að það sé þó enn óljóst og jafnar líkur á því að hann fari og verði áfram. ■ INGEMAR Johansson, fyrrum heimsmeistari í hnefaleikum, er ekki hættur að slá frá sér. Hann er orðinn 58 ára en var nýlega dæmdur til að greiða sekt fyrir slagsmál á bar í Gallivare í Svíþjóð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.