Morgunblaðið - 09.05.1991, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 09.05.1991, Blaðsíða 59
tGGÍ I-AM .e HUDAaUTMMI'í QiaAJOVlUDÍIOM MORG U NB hAÐI£> «MMTUDAGOR-9-.-MAT-T-&9T- - þáttur í lífí hennar að hún fórnaði miklum tíma í að rækta garðinn sinn vel enda var hún vinmörg og vinsæl kona. Ég minnist þess svo greinilega hversu góð hún hefur verið við mig. Allt frá því að ég kom til hennar sem barn og fékk að æfa mig á píanóið í klukkutíma á dag í tvö ár undir styrkri stjórn afa, var amma ávallt til staðar broshýr, hvetjandi og fórn- fús. Árin liðu. Ég bjó hjá ömmu og afa í eitt ár þegar foreldrar mínir bjuggu erlendis og var þá á næst- síðasta ári í MR. Þá tengdist ég henni náið. Hún lifði fyrir að gera dvöl mína hjá sér sem ánægjulegasta og besta. Við náðum vel saman þrátt fyrir 59 ára aldursmun. Hálfum mánuði áður en ég flutti til þeirra hjóna var hún búin að fylla ísskápinn af því sem hun vissi að litlu, mat- vöndu nöfnunni hennar þætti gott. Þetta lýsir ömmu best. Amma missti eiginmann sinn og lífsförunaut árið 1983 og var það mikið áfall fyrir hana. Hún hafði hjúkrað honum í svo mörg ár heima. Én trúin á Guð var svo sterk að hún styrkti hana í sorg- inni og söknuðinum. Síðasta ár hefur amma verið mjög veik og notið mikillar umhyggju og ástúðar dóttur sinnar sem hefur far- ið með henni í gegnum frumskóga veikindanna. Ég vil þakka ömmu fyrir þá hlýju sem hún hefur sýnt mér alla tíð. Hún dáði eiginmann sinn og börnin mín tvö sem veittu henni ávallt birtu og yl. Alltaf spurði hún eftir litlu stjörnunum sínum hversu veik og máttfarin hún var núna upp á síðkastið. Ég vil þakka ömmu minni fyrir að fá að vera hluti af lífi hennar. Megi hún hvíla í friði, elsku amma mín. Kristín Alfreðsdóttir Móðursystir mín, Kristín Bjarna- dóttir, verður jarðsungin frá Dóm- kirkjunni föstudaginn 10. inaí. Mér er ljúft og skylt að minnast hennar nokkrum orðum þótt þau verði fá- tæklegri en ég kysi. Kristín, eða Stína eins og hún var nefnd, fæddist þann 19. nóvember árið 1900 í Efri- Miðvík í Aðalvík í Sléttuhreppi. Hún var dóttir hjónanna Sigríðar Kristj- ánsdóttur og Bjarna Þorsteinssonar í Efri-Miðvík. Þegar Stína var 6 ára fluttu þau í Neðri-Miðvík. Stína var yngst 5 systkina. Bjart var yfir fyrstu árum bernskunnar og sérstaklega minntist hún ástríkrar móður. En á löngu lífshlaupi hennar skiptust á gleði og sorg. Sorgin kvaddi snemma dyra. Stína var mjög hænd að yngri bróður sínum en 16 ára gamall fékk hann barnaveiki og dó. Veikin leyndi á sér í fyrstu en brátt var þessi efni- legi piltur dáinn. Stína horfði á móð- ur sína grátandi þar sem hún kraup við dánarbeðið og bað. Grauturinn brann við og kaffið sauð á eldavél- inni. Þetta hafði sterk áhrif á við- kvæma lund Stínu. Ekki löngu síðar fékk móðir hennar bamsfararsótt. 10 ára stúlka horfði upp á móður sína liggja veika í marga langa mán- uði. Tvær föðursystur Stínu, báðar lærðar Ijósmæður, höfðu dáið úr barnsfararsótt nokkru fyrir fæðingu Stínu. Kraftar móður hennar fjöruðu út hægt og hægt og svo var hún dáin. Nú var það þessi 10 ára stúlka sem kraup grátandi við dánarbeð og bað. Hún bað þess að hún mætti deyja líka og vera hjá móður sinni. Faðir hennar reyndi að hugga hana eftir mætti. Einhveija nóttina dreymdi hana að hún væri stödd á fljótsbakka hjá ókunnum manni. Hún sá móður sína á bakkan um á móti. Hún spurði manninn hvort hún mætti ekki fara yfir með honum til móður sinnar en maðurinn sagði: „Ekki núna en seinna verður þú að fara.“ Stínu hughægðist við drauminn en áhrifin af þessum atburðum fylgdi henni langa ævi og mótuðu hana. Eftir lát móðurinnar tók við dvöl hjá ættingjum og vandalausum. Oft var hún einmana og saknaði móður sinnar. Þegar hún var 18 ára dó fað- ir hennar eftir langvarandi veikindi. Um tvítugt fór Stína í vist á ísafirði. Nú var orðið bjart yfir öllu og lífið fullt af fyrirheitum. Hún kynntist Iljálpræðishernum og það þótti henni alla tíð mikið gæfuspor. Líknarstarf Hersins höfðaði sterkt til hennar. Á ísafirði kynntist Stína konu sem átti mörg börn og drykkfelldan eigin- mann. Konuna langaði mikið til að sjá móður sína áður en hún dæi en hún lá veik syðra. Þess var þó eng- inn kostur vegna fátæktar. Stína hafði safnað einhveijum krónum í bankabók. Stína gaf konunni banka- bókina fyrir farinu og annaðist heim- ilið í 3 vikur á meðan konan var í ferðinni. Þannig var Stína í sínum góðverkum. Stína fór í foringjaskóla Hjálpræð- ishersins í Reykjavík. Hún frétti af líknarfstarfsemi Hersins í Noregi og sótti um starf þar. Hálfu ári síðar var hún komin til starfa í Osló. Þær voru 10 og nefndust „Slúmsystur". Þær fóru í húsin og hjúkruðu sjúkum og heimsðttu gamalt einmana fólk og báðu með því. Þær hjúkruðu sængurkonum og sáu um heimilin á meðan þær lágu á sæng. Stína fór til Halden og Fredrikstad og alltaf var starfið það sama. Launin voru að geta gert bágstöddum gott og finna þakklæti þeirra. í minningum hennar var alltaf ljómi yfir þessum árum. Leiðin lá aftur til íslands og í Hernum í Reykjavík kynntist hún mannsefninu sínu Bjarna Þórodds- syni póstmanni. Þau gengu í hjóna- band árið 1938. Iljónabandið var farsælt. Hún annaðist veraldarvafst- ur heimilisins en hann var tónlistar- maður af lífi og sál. Hún bar mikla virðingu fyrir hæfileikum hans. Þau skulduðu engum en gott var að leita til þeirra í hjálparþörf. Enginn fór svangur út úr þeirra húsum. Þau eignuðust 2 börn, Guðjóníu og Sigurbjörn Þór. Ég votta þeim samúð mína svo og mökum þeirra, börnum og barnabörnum. Þegat1 ellin færðist yfir Stínu setti hún traust sitt meira og meira á Guðjóníu dótt- ur sína enda var hún henni stoð og stytta. Bjarni dó í júní 1983. Stína vissi af systursyni sínum í heimabyggð sinni. í lok stríðsáranna bauð hún honum að koma suður til Reykjavíkur „að læra“. „Að læra“ var stórt orð í huga unglings norður á Hornströndum á þessum tíma. Hann dvaldi í hennar húsurn og mataðist af hennar borðum meðan á kennaranámi stóð og ber ávallt þakklátan huga til hennar. Systur- sonurinn er sá er þetta ritar. Guð blessi minningu hennar. Stjáni t Systir okkar, MARGRÉT GÍSLADÓTTIR, elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, lést mánudaginn 6. maí. Útförin fer fram í Stokkseyrarkirkju laugar- daginn 11. maí kl. 17.00. Sigurbjörg Gisladóttir, Bjarni Gíslason. t Útför bróður míns, ÓLAFS KJARTAIMSSOIMAR, Seli, Grímsnesi, fer fram frá Skálholtsdómkirkju laugardaginn 11. maí kl. 14.00. Jarðsett verður í Mosfellskirkjugarði. Fyrir hönd vandamanna, Sveinn Kjartansson. t Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR SÍMONARDÓTTUR BECH, sem andaðist 2. maí sl., verður gerð frá Fossvogskirkju föstudag- inn 10. maí nk. kl. 13.30. Auður Þorbergsdóttir, Hannes Kr. Davíðsson, Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, Ólafur Ragnar Grímsson, Þór Þorbergsson, Arnfríður Hallvarðsdóttir, Þorbergur Þorbergsson, Hildur Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t FINNBOGI ÁSTVALDUR ÞORSTEINSSON frá Haugum, Garðavík 5, Borgarnesi, verður jarðsunginn frá Stafholtskirkju laugardaginn 11. maí kl. 14.00. Sigurður Þorsteinsson, Ágúst Þorsteinsson, Guðrún Jóhannsdóttir, Ingí Þorsteinsson, Pálína Guðmundsdóttir og bræðrabörn. t Ástkær sonur okkar, bróðir og mágur, JÓHANN ÞÓRÐARSON, Sunnutúni, Stokkseyri, verður jarðsunginn frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 11. maí kl. 14.00. Valgerður Sigurðardóttir, Þórður Guðnason, Elvar Þórðarson, Helga Jónasdóttir, Gerður Þórðardóttir, Bjarni Hallfreðsson og systkinabörn. Lokað Vegna jarðarfarar GÍSLA ÓLAFSSONAR, húsvarðar,. Hamrahlíð 17, verður lokað eftir hádegi föstudaginn 10. maí. Blindrafélagið og Blindravinnustofan. t Eiginmaður minn og faðir okkar, JÓN HALLGRÍMSSON, Dalsgerði 1a, Akureyri, sem andaðist að heimili sínu þann 3. maí, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 10. maí kl. 13.30. Sólveig Guðmundsdóttir, Lilja Jónsdóttir, Inga Vala Jónsdóttir, Halla Ólöf Jónsdóttir. t Móðir min, tengdamóðir og amma, MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR frá Torfgarði, til heimilis i Lönguhlíð 3 Reykjavík, verður jarðsungin frá Nýju Kapellunni í Fossvogi föstudaginn 10. maí kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu heiðra minningu hennar, er bent á Systrasjóð St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Fyrir hönd vandamanna, Sigurður Helgi Björnsson, Auður Theodórs, Egill Birkir, Theodór Skúli. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, FRIÐJÓN JÓNSSON, frá Hóli, Jaðarsbraut 3, Akranesi, verður jarðsunginn laugardaginn 11. maí kl. 14.00 frá Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Hall- grímskirkju i Saurbæ. Guðmundur Friðjónsson, Sigríður lllugadóttir, Anna R. Friðjónsdóttir, Halldór Eggertsson, Guðjón Friðjónsson, Olga Friðjónsdóttir, Bjarni Bjarnason, barnabörn og barnabarnabarn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, FRIÐRIK H. GUÐJÓNSSON f.v. útgerðarmaður, Siglufirði, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni 10. maí kl. 13.30. Ástríður Guðmundsdóttir, Bragi Friðriksson, Katrin Eyjólfsdóttir, Kristín Asta Friðriksdóttir, Hafsteinn Sigurðsson, Gréta Friðriksdóttir, Sigmar Ólason, Steinunn Friðriksdóttir, Jón Árnason, Gunnur Friðriksdóttir, Fjóla Friðriksdóttir, Haraldur Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför, MARKÚSAR Ö. THORODDSEN, Patreksfirði. Lilja Ö. Thoroddsen og aðrir aðstandendur. Þökkum af alhug öllum þeim sem sýndu samúð og vináttu og vottuðu virðingu við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, MAGNÚSAR GUÐJÓNSSONAR bifvélavirkja, Langholtsvegi 71. Margrét Magnúsdóttir, Guðmundur Sigurþórsson, Guðjón V. Magnússon, Kolbrún Þorkelsdóttir, María Ó. Magnúsdóttir, Karl A. Ágústsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Alúðarþakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, föður okkar og bróð- ur míns, SVEINS PÁLSSONAR, fyrrverandi menntaskólakennara. Helena Pálsson, Páll Sveinsson, Kári Pétur Sveinsson, Frans Jósef Sveinsson, Gunnar Páll Sveinsson, Karl Ágúst Sveinsson, Páll Pálsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.