Morgunblaðið - 09.05.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.05.1991, Blaðsíða 4
4 ^ORGUNHlADLp./qMMTUPAqUKKð.AlAÍil^l Borgardómur Reykjavíkur: Fjárfestiiigarfélagið greiði Fram- kvæmdasjóði um 20 milljónir Fjárfestingarfélag Islands hefur í borgardómi Reykjavíkur verið dæmt til að greiða Framkvæmdasjóði íslands um 19 milljónir króna auk 1,1 milljónar í málskostnað vegna sjálfskuldarábyrgðar sem félag- ið tókst á hendur fyrir láni sem Framkvæmdasjóður veitti fiskeldisfyr- irtækinu Vogalaxi hf, sem nú er gjaldþrota og var að stærstum hluta í eigu Fjárfestingarfélagsins. Forstjóri Fjárfestingafélagsins segir for- sendur dómsins mjög veikar og að honum verði áfrýjað til Hæstaréttar. Stjórn félagsins tókst á hendur sjálfsskuldarábyrgð á láninu, sem tryggt var í fyrstu með 5. veðrétti í landsspildu við Vogavík, með yfirlýs- ingu í júní 1987 þannig að ábyrgðin félli úr gildi þegar framkvæmdum við seiðastöð Vogalax á landsspild- unni lyki og nýtt mat um fullnægj- andi veðhæfni eigna Vogalax lægi fyrir. Framkvæmdum við seiðastöð- ina lauk að mestu haustið 1987. Af _hálfu Fjárfestingarféiagsins var ekki hlutast til um nýtt mat á veðhæfni eignanna né að ábyrgðinni yrði aflétt með formlegum hætti fyrr en í nóvember 1989, eftir að í gang var farin endurskipulagning á fjár- hag Vogalax vegna rekstrarerfið- ieika. Þá ritaði forstjóri Fjárfestinga- félagsins Framkvæmdasjóði bréf og bað um staðfestingu á þeim skilningi féiagsins að ábyrgðin væri úr gildi fallin. Framkvæmdasjóður neitaði að fallast á það. Eftir gjaidþrot Vogalax var landsspildan seld nauðungarsölu og greiddist aðeins upp í kröfur á 1. og 2. veðrétti en umrætt lán hvíldi á 5. veðrétti. í niðurstöðum dómsins er vísað til fundargerðar stjómar Fjárfestingar- félagsins og sagt að af henni megi ráða að það hafi verið skilningur stjómarinnar þegar hún tókst ábyrgðina á hendur að aflétta yrði ábyrgðinni á formlegan hátt. Stjórn- inni hafí borið að eiga fmmkvæði að því með því að sýna fram á að lausnarskilyrði væru komin fram, þ.e. að fullnægjandi veð væri fyrir hendi til tryggingar skuldbinding- unni. Þá segir að í viðskiptum Fram- k’væmdasjóðs og Vogalax hafi komið fram í ágúst 1989 að ábyrgðin væri í fullu gildi og hafí Framkvæmda- sjóður mátt ætla vegna tengsla Vogalax við Fjárfestingarfélagið að stjóm Fjárfestingafélagsins hafi ver- ið kunnugt um þann skilning for- svarsmanna Vogalax. Þá var ekki fallist á að með skuldbreytingu á upphaflega láninu hafi ábyrgðaryfír- lýsingin fallið úr gildi enda hafí kom- ið fram að hún ætti að haldast óbreytt þótt veittur yrði greiðslu- frestur á iáninu en fyrsti gjalddagi var áætlaður á árinu 1991. Allan Vagn Magnusson borgar- dómari kvað upp dóminn. „Framkvæmdasjóði var gjörkunn- ugt um að þau skilyrði sem ábyrgðin byggðist á voru niðurfallin þar sem Guðmundur B. Ólafsson, forstöðu- maður sjóðsins, var bæði í stjórn Vogalax og Fjárfestingaféiagsins fram á árið 1987 og þekkti því allar forsendur málsins,“ segir Friðrik Jó- hannsson, forstjóri Fjárfestingafé- lagsins. „Síðan, að mati lögfræðinga Fjárfestingafélagsins, vora skilyrði, sem ábyrgðin var háð, uppfyllt haust- ið 1987 og ábyrgðin því úr gildi fall- in. Um það var full vissa hjá Fram- kvæmdasjóði. Við teljum dóminn rangan og munum áfrýja málinu til Hæstaréttar." VEÐUR Heimild: Veöurslofa íslands (Byggt á vefiurspá W. 16.151 gær) VEÐURHORFUR I DAG, 9. MAI YFIRLIT: Yfir Norðvesturlandi er vaxandi lægð sem þokast norð- austur. Kólna mun í veðri. SPÁ: Norðvestlæg átt, allhvasst norðaustanlands, en hægari í öðrum landshlutum, einkum suðvestanlands. Él á Norður- og Norð- austurlandi, en þurrt og víða léttskýjað annars staðar. Byrjar að þykkna upp suðvestanlands síðdegis. Fremur svalt. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG: Breytileg átt, víða talsverður strekkingur. Rigning eða skúrir víða um land, síst á Suðausturlandi. Hiti 5-10 stig, hlýjast suðaustanlands. HORFUR Á LAUGARDAG: Hæg suðvestan eða breytileg átt. Skúr- ir um vestanvert landið en þurrt og sums staðar bjart veður aust- an til. Svipað hitafar áfram. Svarsími Veðurstofu islands - Veðurfregnir: 990600. N: A Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- 10 Hitastig: 10 gráður á Cels stefnu og fjaðrirnar • Skúrir Heiðskirt vindstyrk, heil fjöður V er 2 vindstig. * V Él Léttskýjað / / / / / / / Rigning = Þoka / / / — Þokumóða Hálfskýjað * / * 5 5 Súld Skýjað / * / * Slydda / * / oo Mistur * * * 4 Skafrenningur Alskýjað * * * * Snjókoma * * * K Þrumuveður % H. / VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veöur Akureyri 10 skýjað Reykjavik 4 rigning Bergen 10 léttskýjað Helsinki 12 léttskýjað Kaupmannahöfn 11 skýjað Narssarssuaq -r2 skýjað Nuuk •f4 skýjað Ósló 16 skýjað Stokkhólmur 14 hálfskýjað Þórshöfn 10 skýjað Algarve 20 léttskýjað Amsterdam 13 léttskýjað Barcelona 9 rígning Berlín 8 alskýjað Chlcago 11 alskýjað Feneyjar vantar Frankfurt 14 skýjað Qlasgow 13 léttskýjað Hamborg 9 rlgning Las Palmas vantar London 12 skýjað Los Angeles 16 heiðskírt Lúxemborg 16 skýjað Madríd 13 skýjað Malaga 23 léttskýjað Mallorca 17 skýjað Montreal 9 léttskýjað NewYork 16 skýjað Orlando 23 hálfskýjað París 12 skýjað Róm 17 léttskýjað Vin 13 léttskýjað Washington 16 þokumóða Winnipeg 3 skýjað Morgunblaðið/Sigurgeir Kom skipsfélaga til bjargar Kristinn Óskarsson, skipveijinn sem fór útbyrðis af Sigurbára VE á sunnudaginn dvelur nú á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja vegna meiðsla sem hann hlaut á fæti. Vaigarð Jónsson, skipsfélagi Kristins, sem henti sér í sjóinn til hans og kom honum til bjargar, heimsótti Krist- inn á sjúkrahúsið í gær. A myndinni eru þeir félagar Kristinn, til vinstri, og Valgarð. Flugleiðir semja við Olíufélagið Skeljung SKELJUNGUR hf. átti lægsta tilboðið í sölu eldsneytis og af- greiðslu flugvéla Flugleiða í Evr- ópuflugi og innanlandsflugi. Bú- ast Flugleiðamenn við að þetta spari félaginu um 20 milljónir króna á ári. Flugleiðir munu á næstunni ganga til samninga við Skeljung hf. um þessi viðskipti, sem nema tæpum 300 milljónum á ári. Gera Flugleiðamenn ráð fyrir að með þessum hætti lækki tilkostnaður þeirra um 20 milljónir króna. Sa- mið verður til eins árs frá og með næstu mánaðamótum. „Þetta fyrirkomulag hefur gefist vel, við höfum boðið eldsneytiskaup út með svipuðum hætti á flugvölium erlendis og hér heima munum við hafa sama háttinn á að ári,“ segir Halldór Vilhjlamsson, fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs Flug- leiða. Verkið var boðið út og voru til- boð opnuð í síðustu viku. Öll olíufé- lögin buðu í eldsneytisafgreiðslu á Keflavíkurflugvelli en Skeljungur og Olís buðu í afgreiðslu og sölu á Reykjavíkurflugvelli. Tilboð Skelj- ungs hf. er talið hagstæðast miðað við að samið verði um afgreiðslu bæði í Keflavík og í Reykjavík. -----» » » Jafnt hjá Jóhanniog Kortsjnoj JÓHANN Hjartarson gerði jafn- tefli við Viktor Kortsjnoj í 6. um- ferð minningarskákmótsins um Max Euwe. Jóhann hefur 2 vinn- inga eftir 6 skákir og er neðstur á mótinu ásamt Míkhail Gúrevítsj. Jóhann hafði hvítt gegn Kortsj- noj, sem beitti franskri vörn gegn kóngspeðsleik Jóhanns. Þeir léku 44 leiki áður en jafntefli var samið. Nigel Short er í efsta sæti á mót- inu með A'h vinning eftir sigur á Ljúbojevic. Valeríj Salov kemur næstur með 4 vinninga en hann vann Jan Timman. Krístín Magnús- dóttirlátín KRISTÍN Magnúsdóttir, til heim- ilis að Einimel 11 í Reykjavík, andaðist á Borgarspítalanum að morgni 7. maí. Hún var á 79. aldursári. Kristín fæddist á Isafírði 17. júní árið 1912 og var hún yngsta barn hjónanna Magnúsar Magnússonar kaupmanns og Helgu Jónsdóttur. Kristín útskrifaðist úr Verslunar- skóla íslands árið 1931. Starfaði hún síðan á skrifstofu O. Johnson og Kaaber til ársins 1938. Kristín giftist Tryggva Jónssyni, stofnanda og forstjóra Ora hf., árið 1938 en hann lést árið 1987. Þau eignuðust tvö börn, Magnús, fram- kvæmdastjóra, og Önnu Lovísu, meinatækni. Kristín starfaði mikið að félags- málum og var m.a. um árabil í stjórn sjálfstæðisfélags Nes- og Melahverfis, stjórn Fulltrúaráðs Kristín Magnúsdóttir. sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, flokksráði Sjálfstæðisflokksins, stjórn Varðar og stjórn Hvatar. Var Kristín sæmd heiðursviðurkenningu Varðar. Jafnframt lét hún félagsmál kvenna mikið til sína taka og var m.a. virkur félagi í Oddfellowhreyf- ingunni til síðasta dags.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.