Morgunblaðið - 09.05.1991, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 09.05.1991, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAI 1991 Minning: Margrét Sigurðar- dóttirfrá Torfgarði Fædd 9. nóvember 1905 Dáin 28. apríl 1991 Til moldar verður borin í dag vin- kona mín og fjölskyldu minnar, Margrét Sigurðardóttir frá Torf- garði í Seyluhreppi, Skagafirði. Hún var fædd 9. nóvember 1905 en lést 28. apríl sl. Hún var gift Bimi Guð- mundssyni frá Dæli í Fnjóskárdal sem lést árið 1965. Við vorum ná- grannar í Hlíðargötunni á Akureyri, við Magga, eins og við alltaf kölluð- um hana, og drengirnir hennar, Siggi og Diddi, voru mínir bestu félagar í æsku. Diddi, Vilhjálmur Bjömsson, matreiðslumeistari, lést fyrir aldur fram, varð bráðkvaddur aðeins 29 ára árið 1974. Sigurður Helgi Bjömsson, forstöðumaður launadeildar Borgarspítalans, fædd- ur 16. apríl 1944, er eldri sonur Margrétar heitinnar. Synir hans eru Egill Birkir og Theodór Skúli. Sig- urður er kvæntur Auði Theodórs, yfírmeinatækni. Þá átti Bjöm Guðmundsson frá Dæli tvö böm frá fyrra hjónabandi, en fyrri eiginkona hans lést ung. Þau eru Guðmundur, gjaldkeri hjá Utgerðarfélagi Akureyrar, og Þor- björg, húsmóðir á Húsavík. Guð- mundur var alinn upp á heimili Margrétar og Bjöms frá níu ára aldri og Þorbjörg kom síðar en hún ólst upp á Hólum í Laxárdal. Mikill var samgangur okkar ungu drengjanna, enda á líkum aldri. Eg man góða daga frá þessum árum. En svo dró allt í einu dálítið ský fyrir sólu. Akureyrarveikin, sú skæða lömunarveiki sem kennd var við staðinn, stakk sér niður í flest hús í götunni. Margrét fór ekki var- hluta af því. Margrét flutti til Reykjavíkur snemma á 7. áratugnum og bjó þar síðan. Aldrei rofnuðu tengslin við hana og fjölskylduna. Sérstaklega eru minnisstæðar heimsóknir okkar til hennar á afmælisdegi sonar henn- ar Didda, 12. maí. Þegar Margrét nú er til moldar borin era mér minnisstæðar nokkrar stundir frá síðari tímum. Eitt sinn var Sigurður sonur hennar og fjöl- skylda hans á förum í stutta ferð til útlanda og báðu okkur hjónin að líta til Margrétar 82ja ára og þá vel hress eins og hennar var vandi. Hún svaraði engum símahringingum og við voram orðin nokkuð áhyggjufull. Loks náðum við sambandi við hana, þá hafði hún bragðið sér í 3ja daga ferðalag um Njáluslóðir um Suður- land með ferðahópi og lét vel af þeirri ferð. Margrét varð fyrirvaralítið að flytjast á sjúkrahús aðeins 3 vikum fyrir andlátið. Hún sá þá að hveiju stefndi. Ég heimsótti hana á sjúkra- húsið og átti við hana langar sam- ræður þar sem hún ræddi um lífið og dauðann. Margrét er nú gengin. Við Ásgerður sendum Sigurði, Auði, bömum og öllum aðstandend- um innilegar samúðarkveðjur. Gunnar Eydal Margrét Sigurðardóttir lést á 86. aldursári og verður jarðsungin frá Fossvogskapellu á morgun, 10. maí. Margrét Sigurðardóttir fæddist í Torfgarði í Seyluhreppi í Skagafirði. Foreldrar hennar vora Sigurður Helgason, bóndi þar, og Helga Magnúsdóttir, eiginkona hans. Þau eignuðust einnig tvo syni, Magnús, fæddur 17. september 1908, dáinn í september 1985, og Helga, sem var lengst af bóndi í Geitagerði, fæddur 19! september 1913. Hann dvelur nú á Sauðárkróki. Sigurður Helgason var sonur Helga Jónssonar og Margrétar Jóns- dóttur, búandi á Sólheimum í Sæ- mundarhlíð, síðar á Syðra-Skörðug- ili. Helgi bóndi Jónsson var systrung- ur við Jón Þorkelsson rektor. Margr- ét, móðir Helga, og Sigþrúður, móð- ír Jóns rektors, voru dætur Áma bónda Helgasonar á Fjalli í Sæ- mundarhlíð. Margrét móðir Sigurðar var dóttir Jóns Þórðarsonar og In- giríðar Benediktsdóttur, systir Jóns í Hróarsdal, föður Jónasar í Hróars- dal, sem mikill ættbogi er kominn frá. Heiga Magnúsdóttir, móðir Margrétar, var hálfsystir Tóbíasar Magnússonar í Geldingahoiti. I móð- Sveinn Sigurðs- son - Kveðja Fæddur 13. mars 1938 Dáinn 11. apríl 1991 Föstudaginn 12. apríl barst mér sú harmafregn að Sveinn værí dá- inn. Sveinn, þessi elskulegi maður, sem ég kynntist þegar ég var um það bil 9 ára þegar ég byijaði að passa bömin hans Jnjú og Margrétar konu hans, þau Olöfu Óddu skrif- stofustúlku, Sigurð Rúnar húsasmið og Bjarka Má nema. Með áranum urðum við Adda miklar vinkonur. Alltaf var jafn yndislega vel tekið á móti okkur, fjölskyldunni, hvenær sem við komum þangað í heimsókn á þeirra fallega heimili. Það var orð- ið að hefð síðari ár að ég, Adda, Siggi, Bjarki og stundum Lóa frænka þeirra, væram að vinna á árshátíð fyrir Félag íslenska prent- iðnaðarins þar sem Sveinn vann og sá um að útvega fólk til að vinna á þessum árshátíðum fyrir félagið. Alltaf hlakkaði maður til að hittast þama og ég kallaði þessa veislu allt- af „þetta árlega fyrir Svein“. Slík árshátíð fór fram í mars síðastliðn- um. Ég læt aðra um að rifja upp skóla- göngu hans, einhveija sem kunna það betur en ég. Sveinn var ákaflega ljúfur og þægilegur maður. Ég var alltaf eins og ein af bömunum hans. Kallaði hann mig oft „litla mín“. Það yrði of langt mál að segja allt það sem mér býr í bijósti en ég geymi alltaf sérstakt pláss í hjarta mér fyrir Svein. Það er höggvið stórt skarð við fráfall hans sem enginn getur fyllt. Elsku Margrét, Adda, Siggi, Bjarki, ættingjar og vinir, megi góð- ur Guð styrkja ykkur og leiða í ykk- ar miklu sorg. Ég kveð Svein með söknuði. Ingibjörg Gísladóttir urætt va’r hún afkomandi M'agnúsar Magnússonar, prests í Glaumbæ (d. 1840). Ættir Margrétar voru hrein- skagfirskar, úr Sæmundarhlíð og af Langholti og lengra fram frá Eiríki í Djúpadal og Bimi annálaritara á Skarðsá. Margrét dvaldi æskuár sín í Torfgarði og hafði mjög náin tengsl við frændfólk sitt í Geldingaholti, enda stutt að fara. Föðursystir Margrétar, Sigþrúður, var þá hús- freyja í Geldingaholti og seinni mað- ur hennar var Tobías Magnússon hálfbróðir Helgu móður hennar. Á síðari áram minntist Margrét oftlega heimsóknanna í Holt og frændfólks- ins þar. Þegar Margrét fullorðnaðist lá leið hennar fyrst til Sauðárkróks og síðan til Akureyrar 1927. Hún átti skyldfólk á Eyrarlandsvegi 26, og þar minnist undirritaður hennar sem heimamanneskju, glaðrar og kátrar. Margrét tók síðan að sér mikið ábyrgðarstarf á Kristneshæli sem forstöðukona þvottahúss hælisins og gegndi því starfí í mörg ár. Þar eign- aðist hún góða vini, sem vora Jónas Rafnar læknir og kona hans Ingi- björg Bjarnadóttir frá Steinnesi. Síðan starfaði Margrét á sauma- stofum, oft sem leiðbeinandi, á Ak- ureyri og nál og þráður léku í hönd- um hennar. Helga móðir hennar flutti til hennar og bjuggu þær mæðgur saman þar til Margrét gift- ist Bimi Guðmundssyni í nóvember 1943. Eftir það dvaldi Helga á heim- ili þeirra allt til dauðadags. Bjöm var völundur á tré og jám og starf- aði við byggingarvöradeild Kaupfé- lags Eyfírðinga um árabil. Hann fæddist 28. september 1903 í Dæli í Fnjóskadal en faðir hans, Guð- mundur, var sonur Sigurgeirs frá Veisu. Móðir Bjöms var Aðalheiður Jóhannesdóttir frá Skarði í Dals- mynni og era ættir þær kunnar í Þingeyjarsýslu. Björn og Margrét eignuðust tvo syni, Sigurð Helga, en hann er fædd- ur 16. apríl 1944. Hann starfar sem fulltrúi á skrifstofum Borgarspítal- ans í Reykjavík og er kvæntur Auði, dóttur Theodórs læknis Skúlasonar Baldvin Ólafsson, Akureyri — Minning Fæddur 3. júní 1945 Dáinn 2. maí 1991 Mig langar að minnast Begga með nokkrum orðum. Hann var vin- ur minn og mjög sérstakur vinur því hann var einnig faðir yngsta bams- ins míns. Við kynntumst fyrir 20 áram, fóram þá saman til Vest- mannaeyja á vertíð. Beggi fór á sjó- inn en ég í Hraðið. Nokkrum mánuð- um seinna skildu leiðir en lágu sam- an 3 árum seinna. Þá rugluðum við saman reytum í smá tíma en síðan hélt Beggi norður þar sem hann var fæddur og uppalinn. Það breyttist margt, hann breytti um lífsstíl en breyttist ekki sjálfur. Hann fór að vinna hjá Þórsuram. Beggi var mik- ill Þorsari og ef þeim gekk illa í leikj- um þá varði hann þá alveg í há- stert.' Þegar ég var ófrísk af Agnesi litlu þá hafði hann alveg sínar hug- myndir um nafn ef það yrði dreng- ur, það var auðvitað Þór. Agnes fæddist í ágúst 1988, þá kynntist ég nýrri hlið á honum þar sem hann var sá besti pabbi sem nokkurt lítið barn gæti átt og þau nutu sín svo sannarlega saman. Því miður missti Agnes litla mjög mikið því hún nýt- ur ekki lífsgleði hans og lærir ekki frá honum það sem hann kenndi okkur hinum sem þekktum hann. Það var að lifa. Beggi elskaði lífíð og var vel lifandi síðast þegar við sáum hann þann 1. maí sl. í Flug- stöð Leifs Eiríkssonar þar sem hann hélt í langþráða og vel skipulagða golfferð sem endaði svo sorglega og snögglega. Ég mun minnast hans þar sem hann veifaði til okkar bros- andi. Hann skildi eftir svo mikið líf. 3 börn sem honum þótti vænt um. í gegnum þessa miklu sorg sem við höfum öll orðið fyrir þá er samt hægt að ylja sér við minningar um liðna tíð, húmorinn sem var alveg sérstakur eins og við vitum öll sem þekktum Begga. Hann hefði öragg- lega viljað að við minntumst hans með gleði, ekki sorg. Ég veit að fé- lagar hans í golfínu muna hann allt- af þannig og geta reynt að brosa gegnum raunina sem mætti þeim öllum í síðustu ferð þeirra saman. Ég vil senda ekkju Leifs heitins sem lést með Begga og börnum þeirra fjóram mínar samúðarkveðj- ur. Ég veit að þetta er erfítt fyrir þau öll. Guð veri með ykkur öllum, moður Begga, stjúpa og systram, börnum hans þremur, sérstaklega Ella sem kemur frá Svíþjóð til að kveðja pabba sinn, bömum mínum þremur sem misstu góðan vin og öllum sem um sárt eiga að binda eftir þennan hörmulega atburð í Eriglandi 2. maí sl. Við ýkkur segi ég, Guð blessi ykkur og leiði um alla framtíð. Fari elsku Beggi í friði og hafí hann þökk fyrir allt. Fjóla Á morgun kveðjum við félagar í Iþróttafélaginu Þór á Akureyri einn félaga okkar hinstu kveðju. Baldvin Olafsson lést í hörmulegu slysi í Englandi í síðustu viku og eftir stöndum við félagar hans vanmátt- ugir gagnvart almættinu og spyijum hvers vegna. Við spyijum okkur hvers vegna góður drengur í blóma lífsins er frá okkur tekinn og hvers vegna við fáum ekki oftar að njóta samvista við Baldvin og fínna þann mikla Þórsanda sein ávallt geislaði frá honum. Svör fáum við auðvitað eng- in, hér hefur eitthvað okkur æðra tekið í taumana og við verðum að beygja okkur og sætta okkur við það sem gerst hefur þótt það sé sárt. Baldvin var einn af þeim mönnum sem við viljum kalla ekta Þórsara. Hann gekk ungur til liðs við félagið, lék með því í yngri flokkum á sínum tíma og þótti mikið efni. Ekki fór þó svo að hann ílentist í félaginu sem íþróttamaður, en meiri Þórsari en Baldvin var allt til dauðadags er vandfundinn. Mér er sérstaklega minnisstætt er Baldvin gerðist starfsmaður Þórs fyrir nokkrum áram. Það var ekki lítið verkefni sem hann tók að sér, enda kom það í hans hlut að sjá um allt vallarsvæði Þórs í Glerárhverfí, vinna þar að uppbyggingu og halda í horfínu því sem fyrir var. Og það var ekki slegið slöku við. Það skipti ekki máli hvaða viku- dagur var, eða hvaða tíma sólar- hringsins þurfti að vinna. Alltaf var Baldvin tilbúinn og það kom oft fyr- ir, sérstaklega yfír sumartímann, að hann var á svæðinu svo til allan sólarhringinn. Baldvin vann ómetan- legt starf á svæði Þórs. Ekki var launakröfunum fyrir að fara og mér er næst að halda að hann hefði ver- ið tilbúinn að starfa á svæði félags- og Guðlínar Jónsdóttur, og eiga þau einn son, Theodór Skúla. Vilhjálmur annar sonur þeirra Björns fæddist 12. maí 1945. Starfaði hann sem matreiðslumeistari, lést ókvæntur og barnlaus 28. ágúst 1974. Auk sonanna tveggja ólst sonur Bjöms, Guðmundur, upp á heimili þeirra frá 9 ára aldri. Margrét flutti til Reykjavíkur 1963 ásamt Birni eiginmanni sínum, hann lést 14. júlí 1965 á Akureyri. Margrét átti heimili í Reykjavík í um 28 ár og fór eins og mörgum Skagfirðingum, að hún kunni mjög vel við sig þar, ekki síst fyrir sakir víddarinnar sem minnir á vídd heimahaganna. í elli sinrii hafði Margrét nóg fyrir stafni, las og saumaði meðan lesbjart var, en síðustu árin dapraðist henni sjón, svo að hún gat aðeins lesið með erfíðleik- um. Þrátt fyrir það hélt hún reisn sinni og gleði yfír hveijum degi. Hún minntist sólskinsblettanna og undi sér við hlýjar minningar. Margrét var trúuð kona, en minntist aldrei á trúmál. Hún bjó yfír miklum styrk, gat verið mjög ákveðin í skoðunum á mönnum og málefnum og lét ekki hlut sinn ef slíkt kom til. í kunnri smásögu Isaks Dinesens í „Sjö got- neskir þættir“, segir frá lífsviðhorf- um þeirra, sem stæra sig af gjörðum sínum og afrekum og hinna sem þurfa slíks ekki, þeirra sem „eru“ með og í sjálfum sér, hafa til að bera styrk og reisn. Stundum virðist þetta vera kynfylgja, stundum ekki. Er þetta einkenni var Margrétar. Siglaugúl- Brynleifsson ins endurgjaldslaust. Svo kom að því að Baldvin hugðist flytja suður til Reykjavíkur sem hann og gerði fyrir nokkram árum. Við reyndum mikið til að halda í hann, enda vand- fundinn maður sem var tilbúinn að leggja annað eins á sig fyrir félagið sitt. En þótt Baldvin flytti suður, þá var hann alltaf sami góði Þórsarinn í hjarta sínu, og hann fór ekki leynt með það. Um það geta þeir líka borið vitni íþróttamenn Þórs sem hafa haldið suður í keppnisferðir undanfarin ár. Alltaf var Baidvin mættur þar sem félagið hans var að keppa, og hvatningarópin vora ekki spörað. Mér er það sérstaklega minnis- stætt er handboltaiið Þórs var að keppa í Kópavogi fyrir skömmu. Þegar ég kom í íþróttahúsið var fjöl- mennt á áhorfendapöllunum, lang- mest heimamenn að hvetja lið sitt. En Baldvin var líka mættur og það leyndi sér ekki. Hann fór langt með það einn að yfírgnæfa heimamenn sem þó voru fjölmargir og höfðu hátt. Svona var Baldvin. Hann var Þórsari fram í fíngurgóma og okkur ómetanlegur liðsmaður. En nú er hann horfínn okkur í bili. Við fáum ekki oftar að skiptast á skoðunum við hann um íþróttir, heyra og fínna ákafa hans þegar slík mál ber á góma, hlusta á stór- brotnar skýringar hans á hinum ýmsu atburðum og hlæja með honum á góðri stund. Þess í stað verðum við að láta okkur nægja að ylja okk- ur við minningarnar um góðan dreng, góðan Þórsara sem bar hag félagsins síns ávallt fyrir bijósti og studdi það í blíðu og stríðu. Um leið og við þökkum fyrir sam- fylgdina og kynnin góðu sendum við öllum ástvinum Baldvins okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Þeirra missir er mikill, eins og okkar. F.h. Iþróttafélagsins Þórs, Aðalsteinn Sigurgeirsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.