Morgunblaðið - 09.05.1991, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 09.05.1991, Blaðsíða 41
M0RŒL^BLAÐIÐ'fimi.,ntJnAGlíR.9:1MAM991 41 Iðnaður og þjónusta kynnt á Sumarsýningn UM 30 aðilar, atvinnurekendur og þjónustuaðilar, hafa þegar bókað þátttöku i sumarsýningu, sem er kynning á iðnaði og þjónustu á Norð- urlandi og verður haldin í Iþróttahöllinni á Akureyri dagana 7. til 9. júní næstkomandi. Að sýningunni standa Svæðisskrifstofa iðnaðar- ins á Norðurlandi í samvinnu við Atvinnumálanefnd Akureyrar, Iðnþró- unarfelag Eyjafjarðar, lagið á Norðurlandi vestra. Ómar Pétursson framkvæmda- stjóri sýningarinnar sagði að við- Vortónleikar Tónlistarskólans ÁRLEGIR vortónleikar yngri og eldri nemenda Tónlistarskólans á Akureyri verða haldnir á laugar- dag, 11. maí, í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju. Tónleikarnir eru í tvennu lagi og hefjast þeir fyrri kl. 15, en þar koma fram yngri nemendur skólans. Leik- ið verður á píanó, blokkflautu og fíðlu, m.a. verk eftir Prokofieff, Weber, Hándel, Baeh og Brahms. Seinni tónleikarnir hefjast kl. 17, en á þeim koma fram nemendur úr píanó-, strengja- og blásaradeildum og leika fjölbreytta efnisskrá, m.a. verk eftir Stamitz, Block, Waugham- Williams, Debussy, og fleiri. ;lag Þingeymga og Iðnþróunarfé- brögð hefðu verið mjög góð, en fyrir- tækjum gefst enn tóm til að vera með þar sem rými verður fyrir á milli 40 og 50 aðila innandyra auk þess sem boðið verður upp á úti- svæði. Hann sagði að nú yrði haft samband við aðila utan Akureyrar varðandi þátttöku, en þeir aðilar sem þegar hafa tilkynnt um þátttöku eru einkum frá Akureyri. Markmið sýningarinnar et- að vekja athygii almennings á vörum og framleiðslu á Norðurlandi og gefa sem gleggsta mynd af þeirri iðnaðar- og þjónustustarfsemi sem þar fer fram. Jafnframt að stuðla að eflingu viðskipta við norðlensk fyrirtæki og auka tengsl og sam- vinnu þeirra á milli. Handknattleiksdeild Þórs hefur verið fengin til að sjá um undirbún- ing og framkvæmd sýningarinnar og sem fyrr segir er enn hægt að skrá sig til þátttöku hjá framkvæmd- astjóra hennar. Bamaskólanemar úr 7. bekk í fjöruhreinsun BÖRN úr 7. bekk Barnaskóla Akureyrar munu vinna við fjöru- og ruslahreinsun á laugardaginn, 11. maí. Hreinsunarátak krakkanna fer fram undir yfírskriftinni „Gerum hreint fyrir okkar dyrum". Hafist verður handa um hádegisbil og stendur hreinsunin fram eftir degi. Krakkarnir ætla að tína rusl í ná- grenni skólans, við Andapollinn og niður Gilið, en síðan verður ij'aran frá Torfunefsbryggju og inneftir hreinsuð. Nemendur í 7. bekk eru 47 tals- ins, en foreldrar munu leggja þeim lið við hreinsunina þannig að búast má við stórum hópi fólks í þessari hreinsun. FJÓRÐUNGSSJÚKBAHÚSIÐ A AKUREYRI Viljum taka einbýlishús eða annað hentugt húsnæði á leigu til reksturs skóladagheimilis. Vinsamlega hafið samband við Vigni Sveinsson, skrifstofustjóra FSA. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Háskólinn á Akureyri Fyrirlestur ætlaðuralmenningi og þeim, sem áhuga hafa á stjórnun stofnana og fyrirtækja. Dr. Nina Colwill, prófessorírekstrarfræði við Manitobaháskólann í Kanada, flytur fyrirlestur næstkomandi laugardag við Háskólann á Akureyri. Efni: Vald, árangur og tengsl. Staður: Stofa 24 í húsakynnum Háskólans á Akureyri v/Þórunnarstræti. Tími: Laugardagur 11. maí kl. 11.00. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Morgunblaðið/Rúnar Þór Krakkarnir í 5. bekk Lundarskóla hafa dvalið að Hrísum í Eyjafjarðarsveit og fylgst þar með sauð- burði og fleiri undrum lífsins í sveitinni. 5. bekkur í Lundarskóla í sveitarferð: Mjög gaman þegar naut- in reyna að stanga mann BÖRN í 5. bekk Lundarskóla hafa síðustu daga kynnt sér lífið í sveitinni, fylgst ineð sauðburði, gælt við hænuunga og gefið á garðann. Foreldrafé- lag skólans hefur staðið fyrir þessuin ferðum að Hrisum og hefur einn bekkur í senn dvalið í tveimur sumarhúsum sein þar eru í sólarhring. Hafa börnin tekið þessari nýbreytni í skóla- starfinu vel. Foreldrafélagið stóð einnig fyrir ferðum af þessu tagi síðasta vor og er þess vænst að framhald verði á. Sigurgísli Sveinbjörnsson bóndi að Hrísum og fjölskylda hans reka ferðaþjónustu og eru til staðar þijú sumarhús skammt ofan við bæinn. Á bænum getur einnig að líta sýnishorn af blönduðum bú- skap; 50 ær, nokkrar kýr og kál- far auk hænsna að ógleymdum hinum íslenska Bangsa með hringað skott. Skepnurnar eru vanar margmenni og kippa sér ekki upp við það þó krakkarnir snúist í kringum þær." Valgerður Hrólfsdóttir kennari við Lundarskóla sagði að dvölin væri bömunum bæði til gagns og gleði, en mörg börn sem alin væru upp í bæjum þekktu ekki af eigin raun til íslensku húsdý- ranna. Það væri þvi mikilvægt að eiga þess kost að fara með bömin í sveitina, þar sem þau dveldu um tíma. Krakkarnir sögðu að skemmti- legast væri að fara í fjósið og halda á lömbunum. „Það er líka mjög gaman þegar nautin reyna að stanga mann, þá bara reynir maður að forða sér alveg á fullu,“ sagði einn drengjanna. Bömin fá sameiginlegan morgunverð og að kvöldinu eru grillaðar pylsur, en að öðm leyti koma þau með nesti að heiman. „Við eram með mikið nesti, ætli það dugi ekki í svona fjóra daga,“ sögðu þau. Á kvöldin er kveiktur varðeldur. „Ættum við að segja draugasögur í kvöld,“ sagði ein stelpan og samsinntu félagar hennar uppástungunni, en krakkarnir sögðust kunna margar slíkar sögur þó ein væri einkum nefnd; Græna höndin. Sigurgísli sagði að nokkuð væri um að hópar sem þessi kæmu til að fylgjast með lífínu í sveitinni, en hann hætti kúabú- skap fyrir tveimur áram og fór út í ferðaþjónustuna sem hann taldi eiga mikla framtíð fyrir sér. Áætlar hann að taka fjórða sum- arhúsið í notkun í sumar, en í framtíðinni er fyrirhugað að reisa 12-16 hús á svæðinu. Um 30 þúsund tjáplöntum hefur verið plantað á svæðinu og frekari gróðursetningar era á dag- skránni. „Ætli það hafí ekki verið ævintýramennska að við fóram út { þetta í fyrstu, en við stóðum frammi fyrir því að leggja í mikl- ar endurbætur á fjósinu. Við völd- um ferðaþjónustuna fremur og sjáum ekki eftir því, þetta er mjög skemmtilegt og fjölbreytnin í starfinu er meiri en mann óraði fyrir,“ sagði Sigurgísli. Morgunblaðið/Rúnar Þór Flugmódelfélag Akureyrar hélt sýningu á módelum fyrir skömmu. Á myndinni eru Magnús Ottósson, Kjai-tan Guðmundsson formað- ur félagins og Björn Sigmundsson, en fyrir framan þá er einn af yngri félögunum, Steindór Steindórsson. Flugmódelfélag Akureyrar: Brýnt að fá malbikað- an flugvöll Flugmódelfélag Akureyrar efndi til sýningar á flugmódelum á sumardaginn fyrsta. Undan- farna vetur hefur félagið haft smíðaaðstöðu í íþróttavallarhús- inu. Félagið hélt í vetur námskeið á vegum íþrótta- og tómstundaráðs í módelsmíði og er einnig stefnt að því að halda annað slíkt næsta vet- ur. Flugmódelfélagið er að byggja upp flugaðstöðu á Melgerðismelum ásamt öðrum flugáhugamönnum og hefjast jarðvegsskipti fyrir malbik- aðan flugvöll væntanlega í maímán- uði, þó ekki verði malbikað fyrr en á þar næsta ári. Flugbrautin á að vera 8X100 metrar, en félagsmenn telja að starfsemin standi og falli með þessum velli. Félagsmenn segja flesta geta srníðað og flogið flugmódelum, en betra sé að fá tilsögn í smíði og flugi og eru þeir reiðubúnir að að- stoða þá er þess óska.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.