Morgunblaðið - 09.05.1991, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 09.05.1991, Blaðsíða 66
66 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1991 f £ ,,A1ér era/veg sasncx. þb a& Þ&& komi að gagni. Se ttu t>aé afturrL sinn séað." Ast er... ... að koma sjálf með skilaboðin. TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved ® 1991 Los Angeles Times Syndicate POLLUX 'F 552 Nei. Við erum ekki að sökkva. Sundlaug'in er að tæmast ... HÖGNI HREKKVÍSI „ þú Atriíe ao ótvega aiér eitth</ag> TIL AB SVM/A C<5 SBG3A FRÁ I ■SkÓLAtMM."' í Barnaskírn er ekki villukenning - svar til Eydísar Jónsdóttur Eru þeir til sem segja að Guð sé lygari? Hver sá, hann eða hún, sem heldur því fram að kirkja, sem Jes- ús stofnaði, sé fráfallin kirkja og fari með villukenningar, sá gerir Jesúm þ.e. Guð að lygara. Og slíkt háttalag er líka að gera hann að djöfli, af því að Biblían kallar djöful- inn lygara og föður lyginnar. (Jóh. 8, 44.) Jesús stofnaði kirkju. Þegar Sím- on hafði sagt: „Þú ert Kristur, son- ur hins lifq.nda Guðs,“ sagði Jesús við Símon: „Sæll ert þú, Símon Jón- asson. Hold og blóð hefur ekki opin- berað þér þetta, heldur faðir minn á himnum og ég segi þér: Þú ert Pétur, kletturinn, og á þessum kletti mun ég byggja kirkju mína og máttur heljar mun ekki á henni sigr- ast. Ég mun fá þér lykla himnarík- is og hvað sem þú bindur á jörðu, mun bundið á himnum, og hvað sem þú leysir á jörðu, mun leyst á himn- um“. (Mt. 16, 16—19.) Og áður en Jesús var uppnuminn til himna stað- festi hann þetta með því að skipa Pétur hirði lamba sinna og sauða, já, hann skipaði hann hirði yfir kirkju sinni. (Jóh. 21, 15—17.) Páll postuli kallar svo kirkjuna líkama Krists og Jesúm nefnir hann höfuð hennar. (Efesusbr. 1, 22—23.) Og síðan má ekki gleyma orðum Jesú: „Ég mun biðja föðurinn og hann mun gefa yður annan hjálpara, að hann sé hjá yður að eilífu, anda sannleikans." Sá sem segir að kirkjan hafi þeg- ar fyrr á öldum verið fráfallin og kennt villukenningar, gerir Jesúm að lygara, af því að hann og Heilag- ur Andi hefðu þá auðvitað skilið við slíka kirkju. En Jesús er ekki lygari, heldur sá sem ber honum slíkt á brýn og sakar hann um villu- kenningar, alveg eins og djöfullinn er faðir lyginnar. Barnaskírn er ekki villukenning frumkirkjunnar, það er nú eitthvað annað. Frumkirkjan sýnir einmitt börnum sínum ást sína í barnaskírn- inni og fer þar jafnvel eftir fyrir- dæmi Guðs í Gamla testamentinu af því er varðar umskurnina. Um- skurnin var tákn sáttmálans milli Guðs og gyðinganna. Allir í húsinu áttu að umskerast: „Umskera skal bæði þann, sem fæddur er í húsi þínu eins og þann, sem þú hefur verði keyptan. Ef útlendingur býr hjá þér og vill halda Drottni páska, þá skal umskera allt karlkyn hjá honum, og skal hann þá vera inn- borinn maður." (2. Mósebók 12, 48.) Við sjáum að umskurn náði til allra á heimilinu. Hjá frumkirkjunni kom syo skírnin í stað umskurnar- innar. Páll postuli bendir sjálfur á þetta, þegar hann kallar skírnina „umskurn Krists". Fyrst við sjáum í Postulasög- unni, að allt heimilisfólkið hafði verið skírt (Post. 16, 15.34) og það sama sést hjá Páli (1. Kor. 1, 16), þá ættum við að geta verið sam- mála J. Jeremíasi, frægum biblíu- sérfræðingi. Hann skrifaði bók, sem ijallar um barnaskírn á fyrstu öld- unum fjórum, þar sem greint er frá gyðingum, sem komu með skírnina inn í kirkjuna eins og þeir höfðu áður gert með umskurninni. Enginn vissi meira um þessa sið- venju en Origenes, sem var með biblíuskóla í Palestínu, og staðfestir hann það sem hér er fram komið. Tertullianus sem uppi var í Túnis á þriðju öld, telur hins vegar rétt að bíða með skírn, þar til viðkom- andi hafi öðlast persónulega synda- tilfinningu (vitund um synd). En Páll postuli kennir að við séum öll undirorpin erfðasynd Adams og þess vegna kenna Agústínus og kirkjan að nauðsynlegt sé að skíra alla og þá auðvitað líka börnin, sem verða þá meðlimir kirkjunnar þegar frá frumbernsku. Sr. Jónas Gíslason þýddi fróðleg- an bækling um erfðasyndina (útgef- andi Kristilegt stúdentafélag). Öll ættum við svo að vita og þá sérstak- lega mæður, að kristilegt uppeldi hefst snemma. Á þetta minnir bók- in „Daglegt líf á dögum Krists", sem dr. Jakob Jónsson þýddi. Þar segir: „Börn í Gyðingalandi voru frá frumbernsku alin upp í alveg sér- stöku andrúmslofti. Með umskurn- inni (skírninni) var barninu veitt viðtaka í söfnuðinn. Móðirin veitti smábörnunum frumatriði þekking- arinnar og allt umhverfis sig á Umbamaskirn \ Til Velvakanda. innar tnlar, og eyðileggur auk að Hinn 16. íebníar birtist I Vel- þeaa hlna fðgru táknmynd aklmar- us vakanda grein eftir sr Jón Habcta innar. Sklmln tiknar dauða, bí þar sem hann flallar um gildi greftrun og upprisu Jesú Krists. in bamasklmarinnar. Ég vil benda í Sj4 R6m. 6:3-6. Eina og Jesús var ti þá staðreynd að bamaskímin er krossfestur og dó, var grafinn og í ein af villukenningum fráfallinnar reis svo upp, þannig táknar það I iciiui mn i annnina lyrr a oiaum. inni, p.e. er Krossiesiur meo ivnsu e Vitað er að heiðnir menn jusu og segir akilið við sitt fyrra synd- « vatni á bðm sln er þeim varéefið uga llfemi. Hann er greftraður I a nafn. Pálll postuli yaraði við að vátninu og ris alðan (upp úr vatn- e eftir burtfðr hans mundu koma inu) til að ganga I cndumýjun llfa- k ólmir vargar er eigi þyrma hjðrð- ins með Kristi. inni, og að úr þeirra eigin hðp Ungbam hefur engra aynda að mundu risa upp menn er mundu iðrast og hefur ekki þroska og i með ranganúna lærdóma. vitsmuni til að skijja og meðtaka d 20:29,30. veginn til frelsunarinnar. Það er þ< Þegar á 2. Sld eftir Krist kom ekki þar með sagt að bðm aéu in fram sú hugsun að taka msetti inn útilokuð frá Guðsríki, það er að- I söfnuðinn bðm kristinna foreldra með þvl að sklra þau. Fyrst var talað um bðm á aldrinum 6-10 heimilinu sá barnið gerast allskonar lærdómsríkar athafnir með trúar- legri merkingu, löngu áður en það kunni að lesa. Fjöldinn allur af sið- venjum stóð t.d. í sambandi við hvíldardagshaldið (sunnudag) og hinar ýmsu hátíðir, einkum pásk- ana. Börnin fengu einnig fræðslu um kafla úr ritningunni og suma sálmana urðu þau að læra utan að (Davíðssálmana). En 5-6 ára gömul skyldu þau byija í skólanum.“ Væri nokkuð á móti því, að við kristnir menn, hefðum heimþrá til slíks heimilis, eins og þá var aðal gyðinganna? Jú, það er vissulega gott að við kristnir menn tökum líka ungbömin í söfnuðinn eins og gyðingar gerðu skv. vilja Guðs. (1. Mósebók 17, 9—14). Við vitum svo sannarlega að Jesús Kristur skv. Mt. 28, 20: „til enda veraldar" og Heilagur Andi skv. Jóh. 14, 16: „hjá yður að eilífu", ljúga ekki. Þeir eru með kirkjunni sinni. Jesús sagði við Pétur (Lk. 22, 31-32): „Símon, Símon, Satan krafðist yðar að sælda yður eins og hveiti. En ég hef beðið fyrir þér, að trú þín þijóti ekki. Og styrk þú bræður þína, þegar þú ert snú- inn við.“ Jesús sagði þetta af því að hann vissi að stund veikleikans myndi koma yfir Pétur, en Jesús sigraði einmitt sjálfur allar freist- ingar og var því fær um að vera með og varðveita Pétur. En þar með blasir þáð þá líka við okkur, sem við getum algjörlega treyst, að Jesús sé einnig með hinum 266 eftirmönnum Péturs, sem hirðum kirkjunnar. Ef við viljum íjúfa eininguna í Guðs kirkju, þá er nóg, að „slá hirð- inn og sauðirnir munu tvístrast". (Mk. 14, 27). En Jesús vill einingu: „Og það verður ein hjörð og einn hirðir." (Jóh. 10, 16.) Hlýðum hon- um. Séra Jón Habets Víkveiji skrifar Hún var skondin frétt Morgun- blaðsins í fyrradag um þau mistök sem áttu sér stað þegar Árna Matthíassyni blaðamanni var sent þingfararkaup Árna Mathiesen alþingismanns. Þarna var um að ræða mannleg mistök, sem hafa verið leiðrétt. Hitt var öllu sorglegra að sjá í sömu frétt hve laun alþingismanna eru skammarlega lág, þegar haft er í huga að þetta er eitt kröfuharð- asta og ábyrgðarmesta embætti þjóðfélagsins. Þegar búið er að draga frá staðgreiðslu skatta og greiðslu í lífeyrissjóð fær þingmað- urinn 115.913 krónur til ráðstöfun- ar. Víkverja er til efs að þingmanna- laun séu lægri í nokkru öðru lýð- ræðislandi. Þegar þessi lágu laun eru höfð í huga er með ólíkindum hve mikið erfiði margir leggja á sig til þess að komast í þessa vinnu! XXX Sumum finnst Svíar með afbrigð- um leiðinlegir og hrokafullir. Ekki ætlar Víkveija að leggja neinn dóm á það, en hitt er víst að Svíar eru ótrúlegir hæfileikamenn. Um síðustu helgi eignuðust þeir heims- meistara í ísknattleik og borðtennis og sigruðu einnig í Evróvision- söngvakeppninni. Þeir eru heims- meistarar í handknattleik, knatt- spyrnulið þeirra er í hópi þeirra beztu í heimi og svo eiga þeir af- reksmenn í fremstu röð í mörgum íþróttagreinum, svo sem á skíðum, í tennis og bifreiðaíþróttum. Lista- menn og vísindamenn eiga þeir í fremstu röð og áfram mætti telja. Víkveiji tekur ofan hatt sinn fyrir frændum okkar Svíum. xxx Undanfarna daga hefur verið að koma í ljós að sumir ráð- herrar í fyn-verandi ríkisstjórn hafa beitt valdi sínu með mjög svo um- deilanlegum hætti. Núverandi dómsmálaráðherra hefur m.a. séð sig knúinn til þess að afturkalla ýmsar embættisveitingar fyrirrenn- ara síns. í kosningabaráttunni voru ráðherrar Alþýðubandalagsins í sviðsljósinu vegna útgáfu kosn- ingabæklinga og samninga um mannvirki víðs vegar um landið, sem kosta skattborgarana stórfé. Víkveiji er þeirrar skoðunar að með einhveijum ráðum verði að takmarka vald ráðherra svo sama sagan endurtaki sig ekki. Það verð- ur að gera þá kröfu til nýs Alþing- is, að það taki strax á þessu máli. XXX Víkveiji sá í Morgunblaðinu í gær að aðeins eru eftir tvær sýningar á Pétri Gaut í Þjóðleikhús- inu. Því er ástæða til þess að hvetja menn til að fara í leikhúsið og sjá þessa mögnuðu sýningu. Annað tækifæri til að sjá Pétur Gaut gefst vart næstu áratugina. Aðsókn að sýningunni hefur valdið vonbrigðum. Vissulega er verkið þungt og langt en Víkveiji naut hverrar mínútu. Frábær leikur Arnars Jónssonar stendur ljóslif- andi fyrir hugskotssjónum. Menn voru ekki á eitt sáttir um að ný tónlist skyldi samin við leikinn. Vík- veija líkaði vel tónlist Hjálmars Ragnarssonar á sýningunni. Söngur Sólveigar hinn nýi var.spilaður í útvarpinu í gærmorgun og þá sann- færðist Víkveiji um að þessi tónlist á eftir að verða sígild.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.