Morgunblaðið - 09.05.1991, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.05.1991, Blaðsíða 28
.28 , MQHQtíNBLAm EWMKVPAWfi :jWMÁh,iflH Tónlist og efri árin eftir Kristínu S. Pjetursdóttur Mikil aukning hefur orðið á umfjöllun um öldrun og málefni aldraðra á síðustu árum. Skilningur og viðhorf þeirra sem yngri eru er smám saman að breyt- ast og verða jákvæðari, enda hlýt- ur svo að fara, þar sem eldra fólki fjölgar með betri lífsmöguleikum. Þó er það svo að aldraðir eru minnihlutahópur og samfélagið hefur jafnvel ákveðnar hugmyndir um hvernig þeir eigi að haga sér. Þetta svarar þó auðvitað ekki til sjálfsmyndar aldraðra (eða er það?) auk þess sem ekki er hægt að fella þennan hóp fólks inn í ákveðið hegðunarmynstur frekar en aðra aldurshópa. Einn er sá þáttur í starfi með eldra fólki og við aðhlynningu þess, sem of lítill gaumur hefur verið gefínn hér á landi og tiltölulega lítið sinnt, en það er markviss notk- un tónlistar. Tilgátur um tengsl milli lækn- ingar og tónlistar eru gamlar, en fræðigreinin, músíkþerapía, er ung. Músíkþerapía notar tónlist til endurhæfingar líkama og sálar, hún byggir á notkun allra þátta tónlistarinnar, allt frá titringi til stórra sinfónískra verka. Tónlistin samanstendur af hljóði og þögn, spennu og slökun og er í þessum andstæðum fólginn lækn- ingamáttur. Þar sem tónlist er notuð til lækn- inga og þjálfunar þarf auðvitað sérmenntað starfslið, en hver sem starfsmaðurinn er þarf samvinnan milli hans og þess aldraða að byggjast á trausti og gagnkvæmri virðingu. Tónlistin er eðlis síns vegna með því besta sem völ er á í félagslegu starfi. Hun hefur verið notuð í tengslum við hagnýta iðjuþjálfun, sem hjálpartæki í geðlækningum, til örvunar athyglisgáfunnar, ímyndunaraflsins og til útrásar innri spennu. Tónlistin örvar næmleik og er einnig notuð sem sálrænn hvati. Tjáningarmáti tónlistar er sterkur og nær til allra mannlegra þátta. Þekkt er að nota tónlist við fæðingar og jafnvel á fósturskeiði og augljóst er að hún á leið að vitund hins deyjandi. Tónlistin er því ómetanleg til félagslegra samskipta, tjáningar, sköpunar, þjálfunar vegna öldrun- arsjúkdóma og annars sjúkleika. Samkvæmt eðli sínu færir tón- listin fólk saman, virkni eykst og tilfinningin fyrir hópnum verður meiri. Tónlistin þarfnast ekki orða í túlkun sinni, hún eykur tengsl, en sundrar ekki. Það sem lýtur að tónlistariðkun eldra fólks sem enn hefur nokkuð góða heilsu, er í eðli sínu ekki frá- brugðið notkun tónlistar til lækn- inga. Það er aðeins að þá er tónlist- in notuð meira sem fýrirbyggjandi þáttur og verður nú vikið að gildi markvissrar söngiðkunar í því sambandi. Nú, sl. fimm til sex ár, hafa verið starfandi kórar eldra fólks hér á laijdi. Þar hefur meðalaldur verið um 77 ár og fjöldi þeirra sem áhuga hafa á að taka þátt í því starfí fer vaxandi og þá um leið einnig þeirra stjórnenda sem hafa trú á að þetta sé hægt. Markmiðið með þessu kórastarfi er að njóta þess sem tónlistin hef- ur upp á að bjóða, líkt og að fram- an greinir og vera virkur þátttak- andi, að eiga með félögum sínum ánægjustundir við að vinna saman að söngiðkun eins góðri og geta leyfír. Á íslandi eru starfandi ótal kór- ar áhugamanna og lærðra og er engin þörf á að reyna að bæta í þann flokk. En þeir eru fáir kórarnir sem eldra fólkið fyllir, það fóik sem vegna aldurs er ekki lengur starf- andi í hinum hefðbundnu kórum, eða hefur bara ekki fýrr látið verða af því að fara í kór. Það kann að vera að einhver spyrji hvort þannig kórstarf eigi rétt á sér eða sé til einhvers og vísast þá til þess er áður er sagt um fyrirbyggjandi gildi tónlistar- starfs. Kórar eldra fólks þurfa að setja sér markmið líkt og aðrir kórár. Þeir þurfa að hafa tækifæri til að koma fram, spreyta sig og miðla öðrum, en eru þó eðli málsins sam- kvæmt hafnir yfir gagnrýni þá sem „venjulegir" kórar þurfa oftast að lúta. Þá skapast líka nauðsynleg tengsl við áheyrendur og eiga þeir sinn þátt í að forða frá hinni lúmsku og hættulegu stöðnun og óvirkni. Lagaval í kórum hinna eldri þarf að miða að tilfínningu fyrir því að ráða við verkefnið og vaxa með því. Gleðin er fölskvalaus þegar árangur er góður og til þess að ná honum hafa kórar af þessum toga alla möguleika, því að sönn sönggleði er annað en linnulaus ósk um fullkomnun. Auk þess eigum við tónskáld meðal kórfélaga, þó ekki hafi þeir haft hátt um verk sín um dagana. í kórunum eru verk þeirra flutt og þarf ekki að fjölyrða um gildi þess. Nú stendur fyrir dyrum kóramót aldraðra, það 4. í röðinni og það viðamesta. Fleiri kórar eru þátt- takendur en áður og kór leikskóla- bama verður einnig með að þessu sinni. Kóramótið verður tileinkað ári söngsins, sem er einmitt nú, 1991. Þarna koma fram um tvö hundruð manns, sá yngsti 3 ára og sá elsti níræður. Kóramótið á sér einkunn- arorð, svohljóðandi: Að syngja fullkomlega lýtalaust er gott. Að syngja af einlægri sönggleði er betra. Að deila með öðrum gleðinni af söngnum er best. Það er að upplifa saman ... Mótið hefst kl. 14 laugardaginn 11. maí, í Fella- og Hólakirkju, en nánar verður sagt frá því annars- staðar í blaðinu. Og því skyldi þá látið staðar numið við sönginn eingöngu? Það er ekkert sem mælir gegn því að markvisst tónlistamám sé stundað af eldra fólki eins og öðrum aldurs- hópum, sé áhugi og geta fyrir hendi. Þar á ég við nám í hljóðfæra- leik, tónlistarsögu, hlustun, hljóm- fræði o.fl. Kristín S. Pjetursdóttir „Það viðhorf verður að skapast í þjóðfélaginu að það sé svo sjálfsagt að ekki þurfi að eyða orðum að því, að hinn aldraði sé hvarvetna liðtækur á sama hátt og allir aðrir hópar fólks.“ Ég tel það verðugt verkefni og sjálfsagt að gefa eldra fólki kost á að nema við þá tónlistarskóla sem fyrir eru, eða að bjóða upp á slíkt nám í félagslegu starfí. Til fyrirmyndar er að Söngskól- inn í Reykjavík hefur gefíð fólki á öllum aldri kost á söngnámi. Einnig má geta þess að boðið hefur verið upp á tónlistarhlustun undanfarin ár í felagsstarfí aldr- aðra í Kópavogi, þó ekki hafi verið um nám að ræða. Viðhorf hinna yngri til tónlist- arnáms aldraðra þarf að vera já- kvætt og tekið jafn alvarlega og nám annarra. Meðal aldraðra íslendinga í dag eru frekar fáir hljóðfæraleikarar, en sterk sönghefð og tilfinning fyrir rödduðum söng. Þetta mun þó vera að breytast af augljósum ástæðum og má ætla að nú fari eldra fólki fjölgandi sem menntað er í hljóðfæraleik. Þannig verður auðveldara að halda uppi tónlistarstarfí meðal aldraðra, en aldrei má missa sjónar á félagslegu gildi þess, eða útiloka þá sem „aðeins eru með sér til gamans". Við skulum vona að ekki sannist að samfélagið vilji ekki fjárfesta í eldra fólkinu vegna þess að í því sé ekki nein framtíð, en taumlaus og grunnhyggin æsku- og hreysti- dýrkun nútímans gefur ekki mikið fyrir þroskaða fegurð aldraðra, eða gefur gaum að getu þeirra. Það viðhorf verður að skapast í þjóðfélaginu að það sé svo sjálf- sagt að ekki þurfí að eyða orðum að því, að hinn aldraði sé hvar- vetna liðtækur á sama hátt og all- ir aðrir hópar fólks. Og þar sem barn gærdagsins er maður dagsins í dag og verður að öllum líkindum öldungur morgundagsins, ætti að vera auð- velt að tengja alla þætti ævinnar saman í eina órofa heild og njóta undrunarinnar yfír því að vera til og vita af því. Höfundur er tónm enn takennari. Ekkí mitt fólk? eftirÞorgrím Þráinsson Fyrir um það bil 12 árum var boðað til samkomu í Háskólabíó. Múgur og margmenni þusti að og húsið fylltist á svipstundu. Þarna var hvorki kabarett á ferð- inni, tónleikar né stórgrínarar landsins að skemmta þjóðinni, heldur hópur fólks af öllum stig- um þjóðfélagsins að segja áfeng- isvandanum stríð á hendur með stofnun SÁÁ. Það var bæði sorglegt og gleði- legt að sjá hversu margir vildu ljá samtökum af þessu bagi lið. Gleðilegt að samtökin skyldu fá slíkan meðbyr strax í upphafí, sorglegt að svo margir teldu sig hafa þau kynni af vandamálinu að þeir gætu ekki látið sig vanta þarna. Og þó vantaði stóran hóp sem hefði líka átt erindi. Við breytum því víst ekki svo glatt að skarinn er stór sem glím- ir við áfengis- og fíkniefni, í einni eða annarri mynd. Og aldur þeirra sem ánetjast lækkar sí- fellt. Enginn, hvorki þú né ég, getur sagt með neinni vissu að þetta hendi ekki þá sem okkur eru kærir. Áfengisvandinn fer sínar eigin leiðir og allir staðir eru honum jafn kærir; rétt einsog kettinum í ævintýri Kiplings. Við getum engu að síður lagt hönd á plóg, greitt götu þeirra sem vilja snúa frá áfengi og vímuefnunum. Það gerum við með því að kaupa einn lítinn álf sem SÁÁ býður til kaups 17. og 18. maí. Þeir eru litlir og léttir þessir álfar. En margir saman vega þeir þungt í pyngju samtak- anna, sem byggja nú eftirmeð- ferðarstöð fyrir fíknsjúklinga, Þorgrímur Þráinsson stöð sem mörg okkar eiga eftir að þakka upphaf nýs og betra lífs. Höfundur er ritstjóri og rithöfundur. jyrirviðkvœmon hársvörð Lactacyd harsapan verndar hársvörðinn og ver hann þurrki, jafnframt því sem hún vinnur gegn ■ 858 ertingu og flösumyndun ■ * Lactacyd hársápan er mild og hefur hina góðu eiginleika Lacta cyd léttsápunnar og inniheldur auk þess hárnæringu sem mýkir •fy' ? /: hárið og viðheldur raka þess ■ 'zSSs Lactacyd hársápan fæst með og Á án ilmcfna í helstu stórmörk- uðum og að sjálfsögðu í næsta apóteki ■ ■ Á PÚLSINUM föstudags- og laugardagskvöld 10. og 11. maí verður hljómsveitin Galíleó. Gal- íleó leikur fyrst og fremt gullaldar- rokk og popptónlist. Nýverið hafa þeir sent frá sér lag á safnplötu frá Steinum hf. Hljómsveitina skipa: Sævar Sverrisson, söngur, Rafn Jónsson, trommur, Orn Hjálmarsson, gítar, Baldur Sig- urðsson, bassi, Jens Hansson, sax og hljómborð. Trúbadorinn Gísli frá Akranesi kemur fram milli kl. 22-23 en hann hefur verið að hasla sér völl á Reykjavíkursvæðinu, m.a. hefur hann leikið á Naustk- ránni og í Geirsbúð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.