Morgunblaðið - 09.05.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.05.1991, Blaðsíða 19
SML TOPP ▼ GÆÐI SLÁTTUORF - HEKKKLIPPUR Það er álitið að þjónusta flutning- smiðlara nýtist best litlum og með- alstórum fyrirtækjum en nánast öll íslensk út- og innflutningsfyrirtæki eru innan þeirra marka. Þjónusta flutningsmiðiara felst m.a. í því að finna hagkvæmustu flutningaleið og -máta, sjá um tollafgreiðslu, gefa út farmbréf o.fl. Flutning- smiðlari sem vinnur sem MTO (Multimodal Transport Operator), fjölmátaflutningsmiðlari, og gefur út FBL-farmbréf (Combined Tran- sport Bill of Lading samþ. af ICC 1984) ábyrgist m.a. afhendibg- artíma, ástand vörunnar o.fl. og gefur aðeins út eitt farmbréf, þótt flutt sé með mörgum ólíkum farm- flytjendum eins og skipi, bíl eða járnbraut milli sendanda og móttak- anda. Flutningsmiðlari er aldrei eig- andi vöru en hagsmunir hans og fraktkaupanda fara saman í því að halda kostnaði sem lægstum þannig að varan sé ætíð samkeppnishæf í verði, en með því tryggir flutnings- miðlarinn að til hans sé leitað um þjónustu. Flutningsmiðlarinn nær niður flutningskostanði með sér- þekkingu sinni og með því að vinna fyrir marga út- og innflytjendur í einu og getur þannig í krafti mik- illa viðskipta knúið niður verð flutn- ingafyrirtækj anna. Flutningsmiðlarar hafa af þess- um sökum verið þyrnir í augum íslensku skipafélaganna og hafa þau með ýmsum ráðum reynt að halda þessum óboðnu gestum frá íslenska flutningamarkaðnum. Hér skal tvennt tínt til. Fyrst skal nefna að síðla árs 1989 sögðu stóru ís- lensku skipafélögin upp 2,5% þókn- un til flutningsmiðlara en svo vildi til að bréf félaganna voru dagsett sama dag. Þessi litla þóknun er við- tekin venja meðal stærstu skipafé- laga og er oftast á bilinu 1,5% til 5% og er ætlað að þekja ókræfan SKOÐAÐU Verið velkomin! .1 i i i i i n~n~ ■ r;:mOO< hvíla þreytta fætur Wicanders Kork-o-Plast Korkflísar er barnaleikur að þrífa ^ inníla 29, Múlatorgi, síml 31641 Þ. ÞORGRÍMSSON & CO MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAI 1991 kostnað sem hlýst af tilboðsgerð, upplýsingagjöf um ferðatíðni, bók- un á fraktrými og vaxtakostnaði vegna útlagðs kostnaðar. Þótt þessi upphæð sé ekki há vita skipafélögin vel að afturköliun á greiðslu þessar- ar smáþóknunar dregur úr áhuga flutnjngsmiðlaranna á viðskiptum við ísland. Annað sem stóru ís- lensku skipafélögin hafa sérstöðu í er að neita flutningsmiðlurum um gámaverð fyrir safnsendingar. Hér er semsé vísvitandi unnið gegn grundvallarstarfsemi flutningsmiðl- unar sem gengur út á að safna saman. stórum og smáum sending- um og semja um heildsöluverð á frakt hjá flutningsaðilum. Um þetta þarf í raun ekki fleiri orð en þessi afstaða stóru íslensku skipafélag- annna hefur verið til umræðu á alþjóðaþingum flutningsmiðlara. Samtök flutningsmiðlara í Rotterd- am, EVO, hafna alfarið fullyrðing- um íslenskra skipafélaga um að flutningsmiðlun sé hnignandi og gamaldags atvinnuvegur. Samtökin segja að andúð íslensku skipafélag- anna á viðskiptum við flutnings- miðlara sé alþekkt og „þægileg" staða vegna fábreytni í flutningum til landsins geri þeim þetta kleift. Þetta orðspor íslensku skipafélag- anna meðal alþjóðaflutningsmiðlara eykur ekki hróður landsins og líkur á góðu samstarfi um ísland sem gegnumflutningaland milli heims- álfanna í vestri og austri, en í slík- um hugmyndum eru alþjóðaflutn- ingsmiðlarar algjört undirstöðuat- riði. „Liner Conferenees" er það sem kalla má samráðsþing skipafélaga en þau ákveða jafnan kjör, skilmála og frakttaxta þeirra skipafélaga sem í samráðinu taka þátt. Sam- kvæmt íslenskum lögum um sam- keppnishömlur og óréttmæta við- skiptahætti eru „samningar, sam- jf>ykktir''og samrað oheimiít þegar verðlag er fijálst". Þetta er einmitt ein ástæða enn til viðbótar því sem áður er sagt m.a. um hinn opinbera stimpil að Fél. ísl. stórkaupmanna hefur lagt til við Verðlagsráð í bréfi frá 7. janúar 1991 að verðlag í sjó- flutningum verði tekið undan ákvæðum. Við afnám verðlagsákvæða á sín- um tíma jókst samkeppni í öllum greinum viðskipta til mikilla muna. Enn þann dag í dag búa þó ýmsar atvinnugreinar við þessa úreltu skipan mála og má þar fyrst og fremst nefna sjóflutninga en einnig vátryggingar o.fl. Við frjálsar markaðsaðstæður veita kaupendur seljendum vöru og þjónustu aðhald gegn verðhækkunum. Fél. ísl. stór- kaupmanna telur að með afgreiðslu verðhækkanabeiðna flutningsaðila í Verðlagsráði, með þeim hætti sem nú tíðkast, sé þetta aðhald ekki fyrir hendi og vinni beinlínis á móti eðlilegri samkeppni. Yfirskrift þessarar greinar, „sjó- orrusta á landi“, er fengin úr erlend- um fagtímaritum um fraktmál frá sjöunda áratugnum, um það leyti er gámavæðing hóf innreið sína í sjóflutningum. Á þeim tíma urðu mikil átök milli skipafélaga og flutningsmiðlara vegna hinnar nýju flutningatækni og var oft talað um þau átök sem sjóorrustu á landi (containersation a seabattle on iand). Tæpum þijátíu árum síðar stendur þessi orrusta enn á íslandi og ekki séð fyrir hvenær muni taka enda. Ýmsir þykjast sjá að vegna aukinnar fákeppni í flugfrakt sé skammt í önnur átök sem eðlilegast verði að kalla „loftbardaga á sjó“. Höfundur er formaður Félags íslenskra stórkaupmanna. Garðsnyrtitæki frá Skil eru byggð samkvæmt ströngustu öryggis- og neytendakröfum, viðurkennd af Rafmagnseftirliti ríkisins. SPÁÐU í VERÐIÐ! FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8, SlMI 84670 U RARABAKKI 3, SÍMI670100 n I dag er tilvalið að líta við í nýja sýningarsal Gísla Jónssonar & co. í Borgartúni 31 og skoða nýju Camp-let tjaldvagnana, Royal, Concorde og Apollo. Hörkugóðirtjaldvagnar ó mjög hagstæðu verði. Einnig eru ó boðstól- um margskonar ferðavörur, svo sem gasgrill, gasvörur, borð og stólar, farangurskassar og ýmsir aukahlutir. Camp-let er tjaldvagninn sem reynst hefur best ó íslandi. Sundaborg 11 Sími 91-686644 Skrifstofa Gísla Jónssonar er f Sundaborg 11, S 686644, Sýningarsalur Borgartúni 31, S 626747. Opiðalla virka dagafrá kl. 10-6, laugardaga kl. 10-4. tíh iriiffriiWiHfMmiiwMmi», bhíiT’Iíii Kmas*m. »w»s
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.