Morgunblaðið - 09.05.1991, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1991
FLUGDAGURU
Kynning á flugi og flugkennslu
Bjóðum fólki upp á flugferðir, listflug, þyrluflug o.fl.
Kaffi og aðrar veitingar.
Allir velkomnir!
Vesturf lug hf / Þyrluþjónustcm
Reykjavíkurflugvelli, Skerjafjarðarmegin.
Flagð undir fögru skinni
Kvikmyndir
Arnaldur Indriðason
Galdranornin („The Witches").
Sýnd í Bíóborginni. Leikstjóri:
Nicolas Roeg. Aðalhlutverk: Anj-
elica Huston, Mai Zetterling, Jas-
en Fisher, Bill Paterson, Rowan
Atkinson. Bandaríkin. 1989.
Einvalalið stendur að baki ævin-
týramyndarinnar Galdranornarinn-
ar. Hún sameinar krafta breska leik-
stjórans Nieolas Roegs, sem er.sann-
kallaður gaidramaður bíómyndanna,
og brúðumeistarans Jims heitins
Hensons, sem fremstur var á sínu
sviði. Myndin er gerð eftir sögu
norska rithöfundarins Roalds Dahls
um baráttu drengs við hóp af norn-
um og síðast en ekki síst fer banda-
ríska leikkonan Anjeliea Huston með
aðalhlutverkið.
Útkoman er prýðileg fjölskyldu-
mynd, kannski full óttaleg fyrir
yngstu börnin, en eldri börn á öllum
aldri ættu að skemmta sér vel.
Myndin segir af dreng sem elst upp
hjá ömmu sinni en hún er gagntekin
af nornum og varar barnabarnið sitt
eindregið við þeim og sérstaklega
háyfirnorninni. Sjálf hafði amman
komist í tæri við hana í æsku heima
i Noregi og misst litlafingur.
Þau halda í frí á strandhótel í
S-Englandi og viti menn þar eru líka
samankomnar á ráðstefnu allar
nornir veraldar undir dulnefninu
„Konungleg samtök gegn barnaof-
beldi“. Þar er einnig háyfirnornin
sem Huston leikur glimrandi vel, ill-
gjörn og baneitruð, og hún opinberar
hryllileg áform sín: Nornirnar skulu
með nýju töfralyfi breyta hveijum
einasta krakka í landinu í mús.
Drengurinn kemst að þessum áform-
um en nornirnar ná honum og breyta
í mús og þannig verður hann með
hjálp ömmu sinnar að stöðva norn-
irnar.
Roeg leikstýrir kyndugri sögunni
með ríkulegum húmor og glensi en
af fullri alvöru líka. Ólíkt því sem
maður á að venjast frá honum er
fásögnin næsta venjuleg. Skemmti-
legar eru lýsingarnar á nornunum
sem samkvæmt myndinni hata
krakka mest af öllu, hafa ferkantaða
fætur og eru nauðasköllóttar en
klæjar sífellt undir hárkollunni. Það
kemur í hlut Hensons að skapa þeim
trúverðugt gervi þegar þær fletta
af sér hamnum og honum tekst vel
upp. Þetta er ljótur nornahópur, en
alverst er háyfirnornin Huston,
sannkölluð martröð með langt og
bogið króksnef, svívirðileg í kjaftin-
um og grimmlynd með afbrigðum.
Huston hefur greinilega sérstaka
ánægju af hlutverkinu og gæðir það
lífi með fordæðuskap en líka snert
af kímni. Þar fer sannarlega flagð
undir fögru skinni. Aukapersónur
eru einnig á gamansömum nótum,
sérstaklega hótelstjórinn, sem breski
grínarinn Rowan Atkinson leikur,
og Bill Paterson stelur senunni í
hvert sinn er hann birtist sem ger-
samlega óþolandi hótelgestur.
Galdranornin er ágætis skemmtun
fyrir fjölskylduna en yngstu börnin
þurfa líkast til stuðning í gegnum
nokkur atriði.
HÚSNÆÐI í BOÐI
Raðhús í Vesturbæ
til leigu
5-6 herb. raðhús í Vesturbæ tíl leigu frá 1.
júlí í eitt ár eða lengur.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt:
„Vesturbær - 14496“ fyrir 14. maí nk.
ÝMISLEGT
Trésmiðir - vorferð
Vorferðin verður farin laugardaginn 11. maí
kl. 11.00 frá Suðurlandsbraut 30.
Trésmiðafélag Reykjavíkur.
HÚSNÆÐIÓSKAST
Frí í paradís
Við viljum skipta á húsnæði og bíl í 2 vikur
í endaðan ágúst 1991. Við eigum fallegt hús
á eyjunni Maui, Hawaii. Okkur vantar hús-
næði fyrir fjóra (allir fullorðnir) og bíl. Vinsam-
legast skrifið til: Robert Hanusa, R.R.1 Box
195, Wailuku, Hawaii 96793 USA eða hring-
ið í síma eða fax. +90 808-244-7225.
FÉLAGSLÍF
Hjálpræóis-i
ft|0| herinn
\N""'NÚ 2
Hátíðarsamkoma í kvöld kl.
20.30. Majórarnir Anna og Dan-
íel Óskarsson stjórna og tala.
Hersöngsveitin syngur. Verið
velkomin.
I.O.O.F. 12 = 173510872 = Lf.
I.O.O.F. 1 = 173510872 = LF.
Frá Félagi eldri borgara
Gönguhrólfar fara af stað nk.
laugardag kl. 10.00 frá Hverfis-
götu 105.
íítmhjálp
Hátíðarsamkoma í Þríbúðum fé-
lagsmiðstöð Samhjálpar á
Hverfisgötu 42, kl. 16.00 í dag.
Hvítasunnusöfnuðurinn í
Kirkjulækjarkoti annast sam-
komuna. Fjölbreytt dagskrá.
Stjórnandi: Hinrik Þorsteinsson.
Barnagæsla.
Allir hjartanlega velkomnir.
■jyfatnU f^vf
H ÚTIVIST
GRÓFIHNII • REYKJAVÍK • SÍMI/SÍMSVARI14606
Fuglaskoðunarferð
Fimmtud. 9. maí i fylgd með
Árna Waag. Kl. 10.30: Komið við
á Náttúrufræðistofu Kópavogs
þar sem fjallað verður um helstu
fugla, sem þátttakendur koma
til með að sjá. Stansað við Kópa-
vog, Snorrastaðatjarnir og
Njarðvíkurfitjar. Þá verður geng-
ið frá Garðskagavita suður i
Fitjadal og frá Sandgerði að
Bæjarskerjum. Komið við i
Fuglavík á heimleið. Kl. 13.00:
Styttri ferð, sem sameinast ár-
degisferðinni við Garðskagavita.
Brottför í báðar ferðirnar frá
BSÍ-bensínsölu. Stansað á
Kópavogshálsi, við Ásgarð i
Garðabæ og Sjóminjasafnið í
Hafnarfirði.
Helgarferðir 10.-12. maí:
Eyjafjallajökuli >
Gist í Básum. Þaðan verður
gengin Hátindaleið yfir jökulinn
og komið niður við Seljavelli.
Fararstjóri Þráinn V. Þórisson.
Þórsmörk - Giljagöngur
M.a. farið i hin stórfenglegu gil,
Bæjargil og Nauthúsagil, enn-
fremur Merkurkerið, Selgil,
Grýtugil og Smjörgilin. Þá verður
einnig boðið upp á göngur upp
á Morinsheiði og yfir í Hamra-
skóla ef fariö er 9. maí. Jöklaför-
unum fagnað í Seljavallalaug.
Fararstjóri Kristinn Kristinsson.
Afmælispóstganga
í tilefni af því að á mánud. 13.
maí eru 215 ár liðin frá því að
tilskipun um póstferðir á íslandi
var gefin út, efna Póstur og slmi
og Útivist til sérstakrar póst-
göngu, þar sem flutt verða
ábyrgðarbréf eftir gamalli leið
úr Grófinni í Keflavík suður i
Básenda og áfram i Grindavík,
en þessa leið er talið að Sigvaldi
Sæmundsson, fyrsti fastráðni
landpósturinn, hafi farið í fyrstu
póstferðinni 1785. Póstur og
sími býður upp á ókeypis rútu-
ferð í gönguna. Brottför frá BSÍ-
bensínsölu kl. 8, 14 og 18. Þátt-
taka tilkynnist Útivist í síma
14606 fyrir föstudagskvöld.
Sjáumst!
Útivist.
ÚTIVIST
GRÓFINH11 • REYKJAVÍK • SÍMI/SÍMSVARIH606
Útivist um hvítasunnu
17.-20. maí
Holl hreyfing - góður félags-
skapur
Básar - Goðaland
Það er tilvalið að fagna nýju
sumri á þessu óviðjafnanlega
svæði. Gönguferðir við allra
hæfi, jafnt fjallageitur og þá,
sem eru að byrja í gönguferðum.
Góð gisting og hin ákjósanleg-
asta aðstaða i Útivistarskálunum
I Básum. Kvöldvökur, varðeldur.
Fararstjóri Biörn Finnsson.
Skaftafell - Öræfasveit
Farið að Jökulsárlóni og í Múla-
gljúfur, gengið i Morsárdal og
Bæjarstaðaskóg. Fararstjóri Eg-
ill Pétursson.
Öræfajökuli
Hér býðst tækifæri til þess að
fara á konung jöklanna. Gengin
Sandfellsleið á jökulinn. Ekkert
klifur, enginn sérstakur útbúnað-
ur nauðsynlegur, aðeins góðir
gönguskór og hlý föt. Undirbún-
ingsfundur fyrir ferðina auglýst-
ur síðar. Fararstjóri Reynir Sig-
urðsson.
Haukadalsskarð - Hrútafjörður
Bakpokaferð úr Haukadal, um
Haukadalsskarð yfir að Hrúta-
firði. Gist i tjöldum. Ný og spenn-
andi ferð á hagstæðu verði.
Gerðu eitthvað eftirminnilegt
um hvítasunnuna og drífðu þig
i Útivistarferð.
Sjáumst!
Útivist.
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 1953Í
Laugardagur 11. maí
kl. 10
Fuglaskoðunarferð
Ferðafélagsins
Árleg fuglaskoðunarferð Ferða-
félagsins um Suðurnes og víðar.
Farið verður út á Álftanes og
siðan til Suðurnesja. Stansað við
Garðskaga, Sandgerði og Hafn-
arberg og víðar. Stuttar göngur.
Tilvalin fjölskylduferð. Þátttak-
endur fá lista til að skrá þær
fuglategundir sem sjást i ferð-
inni. Slík skráning hefur verið í
ferðunum frá árinu 1970. í Hafn-
arbergi eru allar bjargfuglateg-
undir landsins að haftyrðlinum
undanskildum. Munið sjónauka
og fuglabók. Góðir leiðbeinend-
ur verða með í för. Missið ekki
af þessari ferð sem er jafn ár-
viss og farfuglarnir.
Fimmtudagur 9. maí kl.
13
A. Esja - vesturbrúnir. Gengið
upp á Kerhólakamb (Feröafé-
lagsleiðina) og um vesturbrúnir
niður að Ártúni.
B. Verferð 2: Nes - Borg -
Bakki. Fjöruganga. Þarna var
útræði á fyrri tíð. Ágæt fjöl-
skylduganga. Verð 1.000 kr.,
fritt fyrir börn m. fullorðnum.
Brottför frá Umferðarmiðstöð-
inni, austanmegin.
Sunnudagur 12. maí
Gönguferð um gosbeltið 4. ferð.
A. Kl. 10.30 Slaga - Núps-
hlíðarháls - Krísuvík.
B. Kl. 13 Höskuldarvellir - Sog
- Krísuvík.
Fimmtudagur 16. maí
kl. 20
Sólarganga og fuglaskoðun á
Álftanesi. Ferðin er degi síöar
en í áætlun vegna opins húss
og ferðakynningar í Sóknarsaln-
um á miðvikudagskvöldið 15.
mai kl. 20.30.
Hvítasunnuferðir
27.-20. maí
1. Snæfellsnes - Snæfellsjök-
ull, strönd og eyjar. Góð gisting
að Görðum.
2. Þórsmörk - Langidalur. Það
hefur vorað snemma í Mörkinni.
Gist í Skagfjörðsskála. Göngu-
ferðir viö allra hæfi.
3. Fimmvörðuháls - Mýrdals-
jökull á ski'ðum.
4. Öræfajökull - Skaftafell. Út-
búnaðarlisti á skrifst. Leiðbeint
verður í jöklatækni áður en lagt
er á jökulinn.
5. Skaftafell - Morsárdalur
(nýja brúin) - Öræfasveit. I ferð-
um 4 og 5 er val um hús eöa
tjöld að Hofi. Helgarferðir á
Eyjafjallajökul verða eftir hvíta-
sunnu. Gerist félagar i Ferðafé-
laginu. Pantið tímanlega i hvíta-
sunnuferðirnar. Skrifstofan
Öldugötu 3, simar: 19533 og
11798 er opin alla virka daga
frá kl. 9-17. Fax: 11765.
Ferðafélag islands.
Hvítasunnukirkjan
Fíladelfía
Almenn samkoma í kvöld kl.
20.30. Ræöumaður Garðar
Ragnarsson. Allir hjartanlega
velkomnir.
Skipholti 50b
Almenn samkoma i kvöld kl.
20.30. Allir innilega velkomnir.