Morgunblaðið - 09.05.1991, Síða 4

Morgunblaðið - 09.05.1991, Síða 4
4 ^ORGUNHlADLp./qMMTUPAqUKKð.AlAÍil^l Borgardómur Reykjavíkur: Fjárfestiiigarfélagið greiði Fram- kvæmdasjóði um 20 milljónir Fjárfestingarfélag Islands hefur í borgardómi Reykjavíkur verið dæmt til að greiða Framkvæmdasjóði íslands um 19 milljónir króna auk 1,1 milljónar í málskostnað vegna sjálfskuldarábyrgðar sem félag- ið tókst á hendur fyrir láni sem Framkvæmdasjóður veitti fiskeldisfyr- irtækinu Vogalaxi hf, sem nú er gjaldþrota og var að stærstum hluta í eigu Fjárfestingarfélagsins. Forstjóri Fjárfestingafélagsins segir for- sendur dómsins mjög veikar og að honum verði áfrýjað til Hæstaréttar. Stjórn félagsins tókst á hendur sjálfsskuldarábyrgð á láninu, sem tryggt var í fyrstu með 5. veðrétti í landsspildu við Vogavík, með yfirlýs- ingu í júní 1987 þannig að ábyrgðin félli úr gildi þegar framkvæmdum við seiðastöð Vogalax á landsspild- unni lyki og nýtt mat um fullnægj- andi veðhæfni eigna Vogalax lægi fyrir. Framkvæmdum við seiðastöð- ina lauk að mestu haustið 1987. Af _hálfu Fjárfestingarféiagsins var ekki hlutast til um nýtt mat á veðhæfni eignanna né að ábyrgðinni yrði aflétt með formlegum hætti fyrr en í nóvember 1989, eftir að í gang var farin endurskipulagning á fjár- hag Vogalax vegna rekstrarerfið- ieika. Þá ritaði forstjóri Fjárfestinga- félagsins Framkvæmdasjóði bréf og bað um staðfestingu á þeim skilningi féiagsins að ábyrgðin væri úr gildi fallin. Framkvæmdasjóður neitaði að fallast á það. Eftir gjaidþrot Vogalax var landsspildan seld nauðungarsölu og greiddist aðeins upp í kröfur á 1. og 2. veðrétti en umrætt lán hvíldi á 5. veðrétti. í niðurstöðum dómsins er vísað til fundargerðar stjómar Fjárfestingar- félagsins og sagt að af henni megi ráða að það hafi verið skilningur stjómarinnar þegar hún tókst ábyrgðina á hendur að aflétta yrði ábyrgðinni á formlegan hátt. Stjórn- inni hafí borið að eiga fmmkvæði að því með því að sýna fram á að lausnarskilyrði væru komin fram, þ.e. að fullnægjandi veð væri fyrir hendi til tryggingar skuldbinding- unni. Þá segir að í viðskiptum Fram- k’væmdasjóðs og Vogalax hafi komið fram í ágúst 1989 að ábyrgðin væri í fullu gildi og hafí Framkvæmda- sjóður mátt ætla vegna tengsla Vogalax við Fjárfestingarfélagið að stjóm Fjárfestingafélagsins hafi ver- ið kunnugt um þann skilning for- svarsmanna Vogalax. Þá var ekki fallist á að með skuldbreytingu á upphaflega láninu hafi ábyrgðaryfír- lýsingin fallið úr gildi enda hafí kom- ið fram að hún ætti að haldast óbreytt þótt veittur yrði greiðslu- frestur á iáninu en fyrsti gjalddagi var áætlaður á árinu 1991. Allan Vagn Magnusson borgar- dómari kvað upp dóminn. „Framkvæmdasjóði var gjörkunn- ugt um að þau skilyrði sem ábyrgðin byggðist á voru niðurfallin þar sem Guðmundur B. Ólafsson, forstöðu- maður sjóðsins, var bæði í stjórn Vogalax og Fjárfestingaféiagsins fram á árið 1987 og þekkti því allar forsendur málsins,“ segir Friðrik Jó- hannsson, forstjóri Fjárfestingafé- lagsins. „Síðan, að mati lögfræðinga Fjárfestingafélagsins, vora skilyrði, sem ábyrgðin var háð, uppfyllt haust- ið 1987 og ábyrgðin því úr gildi fall- in. Um það var full vissa hjá Fram- kvæmdasjóði. Við teljum dóminn rangan og munum áfrýja málinu til Hæstaréttar." VEÐUR Heimild: Veöurslofa íslands (Byggt á vefiurspá W. 16.151 gær) VEÐURHORFUR I DAG, 9. MAI YFIRLIT: Yfir Norðvesturlandi er vaxandi lægð sem þokast norð- austur. Kólna mun í veðri. SPÁ: Norðvestlæg átt, allhvasst norðaustanlands, en hægari í öðrum landshlutum, einkum suðvestanlands. Él á Norður- og Norð- austurlandi, en þurrt og víða léttskýjað annars staðar. Byrjar að þykkna upp suðvestanlands síðdegis. Fremur svalt. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG: Breytileg átt, víða talsverður strekkingur. Rigning eða skúrir víða um land, síst á Suðausturlandi. Hiti 5-10 stig, hlýjast suðaustanlands. HORFUR Á LAUGARDAG: Hæg suðvestan eða breytileg átt. Skúr- ir um vestanvert landið en þurrt og sums staðar bjart veður aust- an til. Svipað hitafar áfram. Svarsími Veðurstofu islands - Veðurfregnir: 990600. N: A Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- 10 Hitastig: 10 gráður á Cels stefnu og fjaðrirnar • Skúrir Heiðskirt vindstyrk, heil fjöður V er 2 vindstig. * V Él Léttskýjað / / / / / / / Rigning = Þoka / / / — Þokumóða Hálfskýjað * / * 5 5 Súld Skýjað / * / * Slydda / * / oo Mistur * * * 4 Skafrenningur Alskýjað * * * * Snjókoma * * * K Þrumuveður % H. / VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veöur Akureyri 10 skýjað Reykjavik 4 rigning Bergen 10 léttskýjað Helsinki 12 léttskýjað Kaupmannahöfn 11 skýjað Narssarssuaq -r2 skýjað Nuuk •f4 skýjað Ósló 16 skýjað Stokkhólmur 14 hálfskýjað Þórshöfn 10 skýjað Algarve 20 léttskýjað Amsterdam 13 léttskýjað Barcelona 9 rígning Berlín 8 alskýjað Chlcago 11 alskýjað Feneyjar vantar Frankfurt 14 skýjað Qlasgow 13 léttskýjað Hamborg 9 rlgning Las Palmas vantar London 12 skýjað Los Angeles 16 heiðskírt Lúxemborg 16 skýjað Madríd 13 skýjað Malaga 23 léttskýjað Mallorca 17 skýjað Montreal 9 léttskýjað NewYork 16 skýjað Orlando 23 hálfskýjað París 12 skýjað Róm 17 léttskýjað Vin 13 léttskýjað Washington 16 þokumóða Winnipeg 3 skýjað Morgunblaðið/Sigurgeir Kom skipsfélaga til bjargar Kristinn Óskarsson, skipveijinn sem fór útbyrðis af Sigurbára VE á sunnudaginn dvelur nú á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja vegna meiðsla sem hann hlaut á fæti. Vaigarð Jónsson, skipsfélagi Kristins, sem henti sér í sjóinn til hans og kom honum til bjargar, heimsótti Krist- inn á sjúkrahúsið í gær. A myndinni eru þeir félagar Kristinn, til vinstri, og Valgarð. Flugleiðir semja við Olíufélagið Skeljung SKELJUNGUR hf. átti lægsta tilboðið í sölu eldsneytis og af- greiðslu flugvéla Flugleiða í Evr- ópuflugi og innanlandsflugi. Bú- ast Flugleiðamenn við að þetta spari félaginu um 20 milljónir króna á ári. Flugleiðir munu á næstunni ganga til samninga við Skeljung hf. um þessi viðskipti, sem nema tæpum 300 milljónum á ári. Gera Flugleiðamenn ráð fyrir að með þessum hætti lækki tilkostnaður þeirra um 20 milljónir króna. Sa- mið verður til eins árs frá og með næstu mánaðamótum. „Þetta fyrirkomulag hefur gefist vel, við höfum boðið eldsneytiskaup út með svipuðum hætti á flugvölium erlendis og hér heima munum við hafa sama háttinn á að ári,“ segir Halldór Vilhjlamsson, fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs Flug- leiða. Verkið var boðið út og voru til- boð opnuð í síðustu viku. Öll olíufé- lögin buðu í eldsneytisafgreiðslu á Keflavíkurflugvelli en Skeljungur og Olís buðu í afgreiðslu og sölu á Reykjavíkurflugvelli. Tilboð Skelj- ungs hf. er talið hagstæðast miðað við að samið verði um afgreiðslu bæði í Keflavík og í Reykjavík. -----» » » Jafnt hjá Jóhanniog Kortsjnoj JÓHANN Hjartarson gerði jafn- tefli við Viktor Kortsjnoj í 6. um- ferð minningarskákmótsins um Max Euwe. Jóhann hefur 2 vinn- inga eftir 6 skákir og er neðstur á mótinu ásamt Míkhail Gúrevítsj. Jóhann hafði hvítt gegn Kortsj- noj, sem beitti franskri vörn gegn kóngspeðsleik Jóhanns. Þeir léku 44 leiki áður en jafntefli var samið. Nigel Short er í efsta sæti á mót- inu með A'h vinning eftir sigur á Ljúbojevic. Valeríj Salov kemur næstur með 4 vinninga en hann vann Jan Timman. Krístín Magnús- dóttirlátín KRISTÍN Magnúsdóttir, til heim- ilis að Einimel 11 í Reykjavík, andaðist á Borgarspítalanum að morgni 7. maí. Hún var á 79. aldursári. Kristín fæddist á Isafírði 17. júní árið 1912 og var hún yngsta barn hjónanna Magnúsar Magnússonar kaupmanns og Helgu Jónsdóttur. Kristín útskrifaðist úr Verslunar- skóla íslands árið 1931. Starfaði hún síðan á skrifstofu O. Johnson og Kaaber til ársins 1938. Kristín giftist Tryggva Jónssyni, stofnanda og forstjóra Ora hf., árið 1938 en hann lést árið 1987. Þau eignuðust tvö börn, Magnús, fram- kvæmdastjóra, og Önnu Lovísu, meinatækni. Kristín starfaði mikið að félags- málum og var m.a. um árabil í stjórn sjálfstæðisfélags Nes- og Melahverfis, stjórn Fulltrúaráðs Kristín Magnúsdóttir. sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, flokksráði Sjálfstæðisflokksins, stjórn Varðar og stjórn Hvatar. Var Kristín sæmd heiðursviðurkenningu Varðar. Jafnframt lét hún félagsmál kvenna mikið til sína taka og var m.a. virkur félagi í Oddfellowhreyf- ingunni til síðasta dags.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.