Morgunblaðið - 14.05.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.05.1991, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B wguuSA$Stíh STOFNAÐ 1913 106.tbl.79.árg. ÞRIÐJUDAGUR 14. MAI 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Dómstóll í Suður-Afríku: Winnie Mandela lagði á ráðin um mannrán Jóhannesarborg. Reuter. WINNIE Mandela, eiginkona suður-afríska blökkumannaleiðtogans Nelsons Mandela, var í gær fundin sek fyrir rétti í Jóhannesarborg um mannrán og um að hafa verið í vitorði með þeim, sem misþyrmdu fjórum ungum mönnum. Sagði dómarinn, að Winnie hefði afhjúpað sjálfa sig fyrir réttinum sem „ósvífinn lygara". Hér var aðeins um sektardóm að ræða og hefur verjandi hennar ákveðið að áfrýja honum. Xoliswa Falati, forstöðumaður gistiheimilis á vegum kirkjunnar, var fundinn sekur um það sama og Winnie en bílstjórinn hennar, John Morgan, um mannránin. Sagði dóm- arinn, M.S. Stegmann, að þau þrjú og Jerry Richardson, fyrrum lífvörð- ur Winniear, hefðu lagt á ráðin um Bandarikin: Efnavopn- unum eytt Washington. Reuter. GEORGE Bush Bandaríkjafor- seti skýrði í gær frá því að hann hefði tekið ákvörðun um skilyrð- islaust bann við notkun efna- vopna af hálfu Bandaríkjanna og allar birgðir landsins af slíkum vígtólum yrðu eyðilagðar. I yfirlýsingu forsetans segir að Bandaríkjamenn voni að aðrarþjóð- ir fari að dæmi þeirra. Hvatt er til þess að haldið verði áfram að reyna að ná samkomulagi í árangurslitlum viðræðum sem farið hafa fram í Genf í sjö ár um allsherjarbann við notkun efnavopna. Ákvörðun Bush merkir að Bandaríkjamenn hafa varpað fyrir róða tveim kröfum. Þeir hafa hing- að til sagt að þeir áskilji sér rétt til að svara í sömu mynt verði ráð- ist á þá með efnavopnum og krafist þess að fá að halda eftir 500 tonna birgðum þar til allar þjóðir hafi samþykkt efnavopnabann. Banda- ríkin og Sovétríkin náðu á síðasta ári samkomulagi um að eyða megn- inu af efnavopnabirgðum sínum. að ræna fjórum ungum mönnum af gistiheimilinu en Winnie síðan horfið á braut og látið karlmennina um framkvæmdina. Var öllum mönnun- um misþyrmt og einn þeirra, Stom- pei Seipei, svo hart leikinn, að hann lést síðar. Á síðasta ári var Jerry Richardson dæmdur til hengingar fyrir morðið á honum. Nelson Mandela, sem var í fang- elsi þegar þessir atburðir áttu sér stað fyrir tveimur árum, hlýddi svip- brigðalaus á sektardóminn en Winnie, kona hans, endurtók, að hún væri saklaus. Winnie Mandela var framarlega í baráttunni gegn aðskilnaðarstefn- unni í fjarveru manns síns en síðustu ár hafa ýmsar gerðir hennar þótt umdeilanlegar, m.a. stofnun harð- snúinnar lífvarðasveitar. Eldflaugar upprættar Sovétmenn eyðilögðu á sunnudag síðustu SS-20 eldflaugar sínar og var það í samræmi við ákvæði INF-samnings stórveld- anna um fækkun meðal- drægra eldflauga. Samn- ingurinn var undirritaður fyrir þremur árum. Á myndinni bera sovéskir hermenn eina af eldflaug- unum en á innfelldu mynd- inni er sú síðasta sprengd í sundur í tilraunastöð sovéska hersins í Kapústín. Áður höfðu sjálfar kjarna- hleðslurnar verið fjarlægð- ar eins og líklegt er. Reuter Friðartilraunir James Bakers í Miðausturlöndúm: Svartsýni vegna ósveigjan- leika Israela og Sýrlendinga Kairó, Damaskus, Jerúsalem. Reuter. VONIR um verulegan árangur af friðarferð James Bakers, ut- anríksráðherra Bandaríkjanna, um Miðausturlönd hafa dvínað og er kennt um ósveigjanlegri afstöðu ísraela og Sýrlendinga. Gekk hvorki né rak á fundi Bak- ers og Hafez Assad Sýrlandsfor- seta á sunnudag og eftir yfirlýs- ingar Yitzhaks Shamirs, forsæt- isráðherra ísraels, um helgina, eru bandarískir embættismenn ekki bjartsýnir á, að betur gangi í viðræðum Bakers við ísraelska ráðamenn. Alexander Bessmert- nykh, utanríkisráðherra Sov- Viðræður Efta og EB: Stefnt að samningum um EES fyrir júnílok Jón Baldvin Hannibalsson vísar á bug fréttum um málamiðlun í sjávarútvegi Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Á utanríkisráðherrafundi Efta, Friverslunarbandalags Evrópu, og Evrópubandalagsins í Brussel í gærkvöld náðist umtalsverður árangur á flestum sviðum samninganna um Evrópska efnahagssvæð- ið (EES). Ekkert miðaði þó í samkomulagsátt í sjávarútvegs- og tollamálum, sem virðast vera erfiðasti hjallinn á lokasprettinum. Lauk fundinum með því, að ráðherrarnir ítrekuðu þann vilja sinn að Jjúka samningunum fyrir 24. júní í sumar. I viðtali við Morgunblaðið að un í sjávarútvegi, sem viðurkenndi réttmæti þeirrar kröfu EB að að- gangur að mörkuðum tengdist að- gangi að fiskimiðum. Sagði Jón, að ekkert slíkt hefði komið fram á fundinum og stæði ekki til að breyta afstöðunni hvað það varð- aði. fundinum loknum vísaði Jón Bald- vin Hannibalsson utanríkisráðherra algjörlega á bug þeirri frétt Ritzau-fréttastofunnar dönsku, sem var höfð eftir ónefndum heim- ildamönnum, að íslendingar og Norðmenn hefðu fallist á málamiðl- Jón Baldvin sagði, að í yfirlýs- ingu ráðherranna væri lögð áhersla á, að endanlegur samningur yrði að taka tillit til hagsmuna allra ríkjanna og í greininni, sem fjallaði um sjávarútveg, væri vísað á aðra grein, sem ítrekaði þetta sjónar- mið. Kvaðst hann telja, að í þessu fælist nægjanleg viðurkenning á sérstöðu íslendinga. Að öðru leyti sagði hann, að töluverður árangur hefði náðst varðandi ýmis ágrein- ingsmál, meðal annars um sameig- inlegan dómstól, aðild Efta-ríkj- anna að nefndum EB og um ákvæði um almenna fyrirvara í samning- um. Þá sagði Jón Baldvin, að nokk- uð hefði þokast í umræðum um upprunareglur og aðlögunartíma. étríkjanna, sem einnig er á ferð um Miðauslurlönd, segist þó enn vongóður um að lausn finnist á deilumálunum fyrir botni Mið- jarðarhafs. Sýrlehdingar krefjast þess, að ráðstefnan verði haldin ávegum Sameinuðu þjóðanna en ísraelar vilja ekki ljá máls á því. Þá deila ríkin einnig um hverjir skuli verða fulltrúar Palestínumanna og hvort ráðstefnan skuli haldin í anda álykt- ana SÞ númer 242 og 338 en þar segir, að ísraelar skuli afsala sér hernumdu svæðunum fyrir frið. Hafa bandarískir embættismenn það eftir Baker, að verði ekki veru- legur árangur af þessari fjórðu ferð hans muni hann ekki gera fleiri til- raunir til að finna friðsamlega lausn á deilum ísraela og araba. Á sameiginlegum blaðamanna- fundi þeirra Bakers og Bessmertn- ykhs í Kairó á sunnudag var sov- éski utanríkisráðherrann fremur bjartsýnn. Sagði hann, að ágrein- ingsmálunum hefði fækkað og líkurnar á friðarráðstefnu aukist að sama skapi. Deilan um aðild SÞ að ráðstefnunni virðist þó vera næsta óyfirstíganleg og vegna þess hafa sumir nefnt, að hún yrði hald- in án þátttöku Sýrlendinga. Á blaðamannafundinum vísaði Baker hins vegar slíkum vangaveltum á bug. Yitzhak Shamir, forsætisráð- herra ísraels, sagði á sunnudag, að Israelar myndu aldrei láta af hendi nokkurn skika í Jerúsalem og hefðu auk þess í hyggju að stækka borg- ina í austur inn á Vesturbakkann. Þykja þessar yfiriýsingar Shamirs ekki boða neitt gott fyrir viðræður hans og James Bakers. Þýskaland: Jafnaðar- menn njóta mests fylgis SAMKVÆMT skoðanakönnun sem þýska vikuritið Ber Spiegel birti í gær nýtur Jafnaðarmanna- flokkurinn í Þýskalandi meira fylgis en kristilegir demókratar (CDU), flokkur Helmuts Kohls kanslara, og Kristilega sósíalsam- bandið (CSU), systurflokkur þeirra í Bæjaralandi. Samkvæmt skoðanakönnuninni njóta jafnaðarmenn 40% fylgis en CDU-CSU 38%. í kosningunum í desember fengu jafnaðarmenn 33,8% fylgi en flokkur Kohls tæplega 44%. Mest er fylgistap CDU í austurhluta Þýskalands og segir Der Spiegel að 1,7 milljónir kjósenda þar sem áður studdu kristilega demókrata bindi trúss sitt nú við jafnaðarmenn. Skýringin á fylgishruni stærsta flokks Þýskalands er talin vera aukið atvinnuleysi í austurhlutanum og skattahækkanir þrátt fyrir kosninga- loforð í aðra veru.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.