Morgunblaðið - 14.05.1991, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1991
.23
Fyrsti
STEF-dag-
urinn til-
einkaður
Jóni Leifs
SAMBAND tónskálda og eig-
enda flutningsréttar héldu
STEF-dag í fyrsta sinn laugar-
daginn 11. maí, og var hann til-
einkaður Jóni Leifs, sem var
frumkvöðull að stofnun samtak-
anna, fyrsti formaður þeirra og
framkvæmdastjóri um langt ára-
bil. Markmiðið með sérstökum
STEF-degi er að kynna starf-
semi STEF og veita jafnframt
viðurkenningu þeim aðilum, sem
veitt hafa samtökunum liðsinni
sitt með einum eða öðrum hætti.
Á þessum fyrsta STEF-degi var
Rut Ingólfsdóttur og Paul Zu-
kofsky veitt viðurkenning fyrir
kynningu og flutning á verkum
Jóns Leifs, og Ríkisútvarpinu
var veitt viðurkenning fyrir
kynningu og flutning á íslenskri
tónlist um áratuga skeið, svo og
fyrir gott samstarf við samtökin
frá upphafi.
Paul Rut
Zukofsky Ingólfsdóttir
Samband tónskálda og eigenda
flutningsréttar var stofnað 1948,
og eru samtökin í fyrsta lagi í fyrir-
svari fyrir tónskáld og textahöf-
unda að því er varðar höfundarrétt-
armálefni á íslandi, og í öðru lagi
sjá þau um að innheimta höfundar-
réttargjöld vegna flutnings og upp-
töku á tónlist og úthluta þejm til
innlendra jafnt sem erlendra rétt-
hafa. Aðildarfélög að STEF eru
Tónskáldafélag íslands og Félag
tónskálda og textahöfunda.
Á ári hveiju úthlutar STEF
þóknun til um það bil 1.100 rétt-
hafa hér á landi.
Núlíðurmérvel
Barninu líður vel eftir baðið. Nivea krembað, milt og
mýkjandi barnabað, fer vel með viðkvæma húð
ungbarnsins. Nivea krembað inniheldur mild
hreinsiefni og olíur sem halda húðinni silkimjúkri.
Sýrustig pH5.
HIVEA
J.S. Helgoson, sími 91-685152
Nakvæmlega eins I
og góðir sveppir eiga að vera.
Ljúffengir og bragðmiklir.
Tilvaldir í sósur, súpur og á pitsur
Þú getur valið um 290 og 380 g
í næstu matvöruverslun.
D
sveppir
9
s sneioum
i sneiðum
1 •
380 g
290 g
NIÐURSUÐUVERKSMIÐJAN ORA HF.
AUQLÝSINQASTOm