Morgunblaðið - 14.05.1991, Blaðsíða 26
26
leet IAM .l-l ÍKJOAdUUIIII'l aiGAJHWUOHOM
■ THORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1991
Færeyjar:
Verkbanni svar-
að með verkfalli
Kaupmannahöfn. Frá Nils Jorgen Bruun,
VERKFALL hófst hjá ófaglærð-
um verkamönnum í Færeyjum í
gær en sl. miðvikudag lýstu sam-
tök vinnuveitenda yfir verk-
banni. Sáttasenyari reyndi fram
á mánudagsmorgun að miðla
málum og lagði til launahækkun
sem nemur 62 aurum (um sex
ISK) á klukkustund. Atvinnurek-
endur höfnuðu tillögunni.
Meðal þeirra sem eru í verkfalli
eru vörubílstjórar, starfsmenn í
sorphirðu, hafnarverkamenn og
ræstitæknar. Starf liggur sem fyrr
niðri í frystihúsum landsins.
A Landssjúkrahúsinu í Þórshöfn
var samið um undanþágur og er
helmingur ræstitækna og mat-
reiðslufólks í vinnu. Á sjúkrahúsinu
á Þvereyri er hins vegar ekkert
unnið í eldhúsi og engin hreingem-
ing fer fram.
Áætlunarflug milli Kaupmanna-
hafnar og Færeyja heldur áfram
þrátt fyrir átökin en póstur og fragt
berst hins vegar ekki með vélunum.
Farþegar frá Færeyjum fá aðeins
að hafa með sér 5 kílógramma
handfarangur, en farþegar frá
Kaupmannahöfn fá ekki afhentan
farangur sinn. Ein undantekning
var þó gerð að því er hið síðasttalda
varðar. Færeyska knattspymu-
landsliðið, sem keppir við Júgóslav-
íu og Austurríki í Evrópukeppni
meistaraliða á næstu tveimur vik-
fréttarilara Morgunblaðsins.
um, fór frá Færeyjum á föstudag
og fengu liðsmenn að hafa farangur
með sér.
■
MW**
-:4%,
! Vj ^ '■' ■ ■»- * * , ■ - * * \ ■ > ÍL , i .1 > * ÍAl
Þýskaland:
Flokkur
Græningja
klofnar
Frankfurt. Reuter.
UM 200 róttækir náttúru-
verndarsinnar og kvenrétt-
indakonur í þýska Græn-
ingjaflokknum ákváðu á
sunnudag að segja sig úr
flokknum og stofna nýjan.
Klofningshópurinn sakar
forystumenn Græningja-
flokksins um svik við málstað
náttúruverndarsinna. Jutta
Ditfurth, fyrrverandi þing-
maður Græningjaflokksins, er
leiðtogi nýja flokksins.
Sovéskur út-
sendari CIA
fiýr vestur
Lundúnum. Reuter.
SOVÉSKUR leyniþjónustumað-
ur, sem njósnaði fyrir Banda-
ríkjamenn, hefur flúið til Banda-
ríkjanna, að sögn breska sunnu-
dagsblaðsins Sunday Telegraph.
Blaðið segir að njósnarinn, Alex-
ander Krapíva, hafi flúið ásamt
fjölskyldu sinni frá Vín. Krapíva
hafi starfað á vegum leyniþjónustu
sovéska hersins, GRU, í sendiráði
Sovétríkjanna í Washington á ár-
unum 1982-86 og fallist þá á að
starfa fyrir bandarísku leyniþjón-
ustuna CIA. Síðan starfaði hann
hjá GRU í Moskvu þar til í desem-
ber er hann hóf störf í Vín.
„Jafna má mikilvægi þeirra
leynilegu upplýsinga sem hann lét
CIA í té á undanförnum áram við
njósnir Olegs Penkovskíjs höfuðs-
manns á sjöunda áratugnum, en
hann er nú talinn einn af mikilvæg-
ustu njósnurum Vesturlanda,“ seg-
ir blaðið. Starfsmenn GRU hafa
átt mikinn þátt í iðnaðamjósnum
Sovétmanna. „Það að hafa upp-
ljóstrara í höfuðstöðvunum í
Moskvu í svo langan tíma er gífur-
lega þýðingarmikið fyrir vestrænar
leyniþjónustur," bætir blaðið við.
Reuter
Bandarískir hermenn í Bangladesh búa sig undir að afferma flutningavél með vistir handa fórnarlömb-
um náttúruhamfaranna.
Bangladesh:
Bandarískir hermenn
hefja björgrunarstörf
Dhaka. Reuter.
BANDARÍSKAR herflugvélar lentu í gær í Bangladesh með land-
gönguliða flotans sem taka eiga þátt í björgunarstarfinu vegna felli-
bylsins sem gekk yfir landið í siðasta mánuði. Hann kostaði 138.000
manns lífið og gerði meira en fjórar milljónir manna heimilislausar.
Mikið ríður á að fólkinu verði
komið til hjálpar tafarlaust því búist
er við nýjum fellibyl innan þriggja
daga. Mikil flóð hafa einnig valdið
usla í landinu og kostuðu þau 52
menn lífið í gær og alls um 200 á
einni viku.
Meira en 1.500 bandarískir land-
gönguliðar eiga að taka þátt í björg-
unarstarfínu og er búist við að þeir
verði allir komnir til landsins á
miðvikudag. Þeim fylgja nokkrar
herþyrlur og bátar sem einnig er
hægt að aka á landi, auk verk-
fræði- og hjúkrunarsveita.
Andstæðingar Begum Khaleda
Zia forsætisráðherra sögðu að
koma landgönguliðanna til landsins
væri móðgun við sjálfstæða þjóð.
Khaleda tók við völdum aðeins
mánuði áður en fellibylurinn reið
yfir 29. apríl. „Það er ljóst að stjórn-
in hefur algjörlega gefist upp fyrir
Bandaríkjamönnum," sagði Abdur
Razzak, leiðtogi BAKSAL-flokks-
ins, sem aðhyllist sósíalisma.
Stjórnvöld vísuðu þessari gagnrýni
á bug og sögðu að stjórnarandstæð-
ingar rækju hornin í allt sem stjórn-
in gerði.
Fang-aflótti í Svíþjóð:
Dagblöð krefjast brottreksturs
æðsta yfirmanns fangelsismála
Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins.
ENN Á ný hlær umheimurinn
að stefnu Svía í málefnum af-
brotamanna. Tveir hættulegir
hryðjuverkamenn flúðu í lok síð-
ustu viku_ úr Kumla-fangelsinu
rétt hjá Orebro en fangelsið á
að teljast öruggasta stofnun
sinnar tegundar í landinu.
Mennirnir nýttu sér andvara-
leysi varðanna, komust fyrst
upp á sjö metra háan múr er
liggur umhverfis fangagarðinn
og þaðan yfir annan jafn háan
múr og á brott. Þess er krafist
í forystugreinum margra sæn-
skra blaða að yfirmanni fangels-
ismála og stjórnendum Kumla
verði þegar vikið frá.
Páfinn hyllir meyna frá Fatíma
Reuter
Fjögurra daga heimsókn Jóhannesar Páls II páfa
til Portúgals lauk í gær með því að hann söng úti-
messu fyrir hálfa milljón manna og flutti meynni
frá Fatíma þakkir sínar. Hún er sögð hafa birst fjár-
hirðum í Portúgal árið 1917 og spáð fyrir um bolsé-
vikkabyltinguna í Rússlandi sem varð fáeinum mán-
uðum síðar. Á hinn bóginn sagði hún að kristindóm-
urinn yrði síðar endurreistur þar í landi. Páfí þakk-
aði meynni fyrir fall marxismans og sagðist jafn-
framt telja að hún hefði bjargað sér er gerð var
morðtilraun við páfa 1981. Hann varaði við því að
önnur tegund efnishyggju gæti tekið við guðleysi
marxismans. Postular hennar myndu hylla frelsið
en leitast við að eyðileggja rætur kristilegs siðferð-
is. Á myndinni sést páfi andspænis Iíkneski af
meynni.
Fangarnir tveir eru Iean Urs-
ut og Marten Imandi, báðir af er-
lendum ættum. Þeir vora á sínum
tíma dæmdir í ævilangt fangelsi
fyrir ýmis hryðjuverk í Danmörku
og Svíþjóð. Er Ursut flýði úr fang-
elsi árið 1988 skaut hann á tvo
lögreglumenn í Stokkhólmi og
særði þá hættulega.
Að þessu sinni var aðferðin við
flóttann sígild; mennirnir rifu lak
í strimla og búa til úr því reipi.
Endann festu þeir í spýtu uppi á
þakinu og tókst einnig að notfæra
sér festingar á hátalara- og ljós-
kastarakerfi við að feta sig niður
á jafnsléttu. Festingarnar höfðu
áður verið notaðar af föngum við
flóttatilraun en brotnuðu þá undan
þunga þeirra. Þrátt fyrir ákafa leit
hefur hvorugur mannanna fundist
á svæðinu umhverfis Kumla. Sjö
hópar leitarmanna með hunda og
þyrlur hafa verið á höttunum eftir
þeim síðan á laugardag en engin
ummerki hafa fundist. Vegna
skorts á starfsfólki í Kumla var
svo komið að óvenju margir lítt-
þjálfaðir verðir voru á vakt þegar
mennirnir komust undan. Mistök í
fjarskiptum milli fangelsisyfír-
valda og lögreglu fyrst eftir að
uppvíst varð um flóttann og síðar
milli hópa leitarmanna hömluðu
leitinni í upphafi.
Fjölmiðlar fara yfirleitt háðuleg-
um orðum um málið og stjórnvöld
verða að láta sér nægja að sam-
sinna því að flóttinn sé hneyksli.
Sum finnsk dagblöð velta því fyrir,
sér hvort sænsk yfirvöld sleppi af
ásettu ráði njósnurum og stórglæp-
amönnum auk þess sem þau láti
hjá líða að elta uppi óþekkta kaf-
báta er sigli nánast upp í land-
steina. Geti ástæðan verið sú að
með þessu sparist umtalsverð út-
gjöld.
Danmörk:
Mikill fjár-
lag’ahalli
Kaupmunnahöfn. Frá N.J.Bruun,
fréltaritara Morgunblaðsins.
BÚIST er við, að hallinn á fjár-
lögum danska ríkisins á síð-
asta ári hafi verið um 40 millj-
arðar dkr., hátt í 400 milljarð-
ar ÍSK. Er það 10 milijörðum
dkr. meira en talið var um síð-
ustu áramót og 14 milljörðum
dkr. meira en fyrir 1989.
í dagblaðinu Politiken segir,
að hallinn svari til þess, að hver
einasti skattborgari í Danmörku
hafi borgað 10.000 dkr., nærri
100.000 ISK, of lítið í skatta eða
önnur gjöld. Þá kemur einnig
fram í blaðinu, að atvinnuleysi
er vaxandi og útlit fyrir, að um
280.000 manns verði til jafnaðar
án vinnu á þessu ári. Henning
Dyremose fjármálaráðherra seg-
ir þó, að margt bendi til, að
ástandið sé að skána enda hag-
vöxtur góður í Danmörku um
þessar mundir.