Morgunblaðið - 14.05.1991, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 14.05.1991, Qupperneq 32
32 MORGUNBlAÐ'íð ‘í>RIÍ)Jt.''r)AGLífí 14: MAÍ19ÖÍ Borholur Hitaveitu Akureyrar: Kannað hvort auka megi afköst á Laugalandssvæðinu TILRAUN stendur nú yfir á vegum Hitaveitu Akureyrar þar sem kannað er hvort unnt sé að lyfta vatnsborði tímabundið með því að dæla niður í ónotaðar borholur volg-u eða köldu vatni. Hafist var handa í síðustu viku, en gert er ráð fyrir að niðurdæl- ingin muni standa i 3-4 vikur. Ef tilraunin heppnast verður hægt að auka afköst svæðisins verulega. Orkustofnun vinnur að þessari tilraun fyrir hitaveit- una. Ætlunin er að dæla í holu núm- er 8 við Laugaiand um 80 gráðu heitu vatni sem kemur frá Ytri- Tjömum og verður blandað í vat- nið ákveðnum skammti af natríum Unglingavinnan: Um 100 færri skráðir nú miðað við fyrra ár RÚMLEGA 400 unglingar hafa skráð sig í unglingavinnu hjá Akureyrarbæ, en skráningu Vortónleikar strengjasveita VORTÓNLEIKAR strengjadeild- ar Tónlistarskóla Akureyrar verða haldnir í Akureyrarkirkju *í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20.00. Þijár strengjasveitir leika fjöl- breytta efnisskrá, m.a. verk eftir Ingvar Jónasson, Mozart, Bach, Bartók og þjóðlög frá ýmsum lönd- um. Stjómendur sveitanna eru Magna Guðmundsdóttir, Jón Rafns- son og Roar Kvam. lauk á föstudag. Þetta er um eitt hundrað ungingum færra en skráðu sig í fyrra. Sigrún Björnsdóttir hjá Vinnu- miðlun sagði að 14 og 15 ára ungl- ingar fengju vinnu hálfan dag í samtals sjö vikur, en þeir sem fæddir em á árinu 1975, eða 16 ára unglingar, fá vinnu allan dag- inn í sex vikur. I ár em skráðir 120 16 ára ungl- ingar, en Sigrún sagði að reynslan undanfarin ár sýndi að þeir skiluðu sér ekki allir. A síðasta ári skráðu sig yfír 500 unglingar í unglinga- vinnuna, eða um 100 fleiri en nú. Unglingarnir munu starfa við almenna umhirðu, við ýmis verk hjá bæjarfélaginu, við skógrækt og á gæsluvöllum, leikskólum og dagheimilum. brómíð auk þess sem einnig verður sett saman við það ákveðinn skammtur af natríum flúorescein. Fylgst verður náið með því hvemig vatnsborð í holum á svæðinu bregst við niðurdælingunni. Hola númer 5 við Laugaland verður stöðugt í gangi meðan á tilraun- inni stendur en aðrar borholur á svæðinu verða ekki notaðar og verður vel fylgst með hita og vatns- magni í holunni og tekin sýni regl- ulega af því vatni sem upp úr hol- unni kemur með tilliti til þeirra efna sem blandað var saman við vatnið er sett var niður í holuna á Ytri-Tjörnum. Magnús Finnsson, tæknifræð- ingur hjá Hitaveitu Akureyrar, sagði að tilraun sem þessi hefði ekki verið gerð áður á lághita- svæði, eins og umrætt svæði er, en þetta væri gert til að athuga hvort auka mætti afköst Lauga- landssvæðisins. Vatnsbúskapur veitunnar væri góður, en verið Morgunblaðið/Húnar Þór Verið er að sklpta um dælu í einni af borholum Hitaveitu Akureyrar á Laugalandi, en miðað er við að skipta um dælur við átta ára ald- ur þeirra. A myndinni eru starfsmenn hitaveitunnar, þeir Hreinn Grétarsson, Snælaugur Stefánsson og Kristján Hálfdánarson. væri að huga að framtíðinni, gert væri ráð fyrir að bærinn stækkaði og vatnsnotkun ykist. „Við höfum dælt um 8 lítrum á sekúntu niður í holuna og vatns- borðið hefur lyfst nokkuð. Þessi tilraun byggist á því að athuga hvernig vatnsborðið hagar sér í kjölfar niðurdælingarinnar og hvort hitastigið breytist, en það hefur ekki breyst fram til þessa, sem þýðir að hugsanlega sé vatnið enn ekki komið í gegn, eða það er ennþá á leiðinni. Þá er tilgangur- inn einnig sá að athuga hvort þetta blandaða vatn frá Ytri-Tjörnum kemur upp aftur á Laugalandi, en það gerum við til að kanna virkni á milli borholanna og þá einnig hversu langan tímg það tekur vat- nið að fara þarna á milli,“ sagði Magnús. Knapi slasaðist MIÐALDRA karlmaður slasað- ist nokkuð er bifreið ók á hest er hann reið, en við það féll hann af baki og meiddist m.a. á höfði. Atburðurinn átti sér stað á laug- ardag, en bifreiðinni var ekið norð- ur Krossanesbraut og yfir blind- hæð sem á götunni er. Þar fyrir Framhaldsskólanemar á Akureyri: Atvinnuhorfur mun betri en á síðustu tveimur árum ATVINNUHORFUR framhaldsskólanema á Akureyri eru betri í ár en verið hefur síðustu tvö undangengin ár. Af tæplega 1.100 manna úrtaki nema í Menntaskólanum á Akureyri og Verkmennta- skólanum á Akureyri höfðu 4,4% aðspurðra ekki vísa vinnu í sum- ar, en á árinu 1989 höfðu rúmlega 15% nemanna ekki vísa atvinnu þá um sumarið. Undanfarin ár hefur atvinnu- málanefnd látið gera skoðana- könnun að vori á atvinnuhorfum framhaldsskólanema á Akureyri. ^Könnunin nú fór fram um miðjan apríl og náði til tæplega ellefu hundruð nema í tveimur skólum, MA og VMA. Meginniðurstöður könnunarinnar gefa til kynna að atvinnuhorfur framhaldsskóla- nema eru betri en var á sama tíma síðasta vor og mun betri en fyrir tveimur árum. Fram kom í könnuninni að 76,2% nemanna höfðu vísa atvinnu í sumar, en það er nokkru fleira en var síðasta vor þegar 73% þeirra höfðu vísa atvinnu. Könnunin vorið .1990 var gerð hálfum mánuði síð- ar en sú sem nú var gerð og hún náði einungis til nema í MA. Vorið 1989 höfðu rétt um 58% framhald- skólanema örugga atvinnu þá um sumarið. Þegar atvinnuhorfur Akur- eyringa eru skoðaðar sérstaklega kemur í ljós að 72% þéirra hafa atvinnu í sumar, en það er mun meira en vorið 1989 og nokkru meira en var í fyrra. Flestir Akur- eyringanna eða um 85% vinna í bænum, tæplega 4% þeirra á Eyja- fjarðarsvæðinu en rúmlega 10% munu vinna annars staðar á landinu í sumar. Flestir munu vinna við afgreiðslustörf í sumar, eða rúmlega 19% aðspurðra Akur- eyringa, 17,5% vinna við iðnað, 15,5% fá atvinnu hjá ríki eða sveit- arfélagi og 10% verða í byggingar- vinnu. Við landbúnað ætla 3,3% nemanna að starfa, 1,45 við fisk- veiðar og 5,9% við fískvinnslu. handan var hópur ríðandi manna og náði ökumaður ekki að hemla í tæka tíð, en lenti á aftasta hross- inu. Tæplega sextugur karlmaður reið hrossinu og féll hann af baki. Hann slasaðist töluvert, var í fyrstu fluttur í Fjórðungssjúkrahú- sið á Akureyri en síðan suður til Reykjavíkur. Hesturinn slapp án alvarlegra meiðsla og ökumann sakaði ekki, en bíllinn skemmdist talsvert. Bifreið valt í Ljósavatnsskarði aðfaranótt sunnudags og voru allir er í honum voru, fjórir talsins, fluttir í sjúkrahús. Bíllinn fór nokkrar veltur og er gjörónýtur. Lögregla tók sex ökumenn fyrir of hraðan akstur á sunnudags- kvöld og var einn þeirra sviptur ökuleyfi en hann ók á 96 km hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 50 km. Rúður voru brotnar í miðbæ Akureyrar um helgina, m.a í húsgagnaversluninni Augsýn og urðu nokkrar skemmdir á hús- gögnum í kjölfarið. Bíladagar Bíll dagsins, fremstur í flokki viö leik og störf. Izusu Crew cab .m mm SAMBAND ÍSlENSKRA SAMVlNNUFtLAGA lUUðsOtðfúf Bílasala Þórshamars, Glerárgötu 36, Akureyri. Góðandagim! Umræða um heil- brigðishugtakið SAMTÖK áhugafólks um heimspeki á Akureyri efnir til umræðu um heilbrigðishugtakið í húsakynnum Háskólans á Akureyri við Þórunnarstræti 15. og 16. maí kl. 20.30. bæði kvöldin. Verslunarhúsnæði til leigu við Ráóhústorg, Akureyri, ca 500 m2. Upplýsingar í síma 96-24430. Pétur Pétursson heilsugæslu- læknir hefur framsögu um heil- brigðishugtakið með sérstöku tilliti til líkamlegra þátta annað kvöld, miðvikudagskvöld, en á fimmtu- dagskvöld mun Geðverndarfélag Akureyrar annast dagskrá um andlegt heilbrigði. „Svo tíðrætt sem mönnum verður um sjúkdóma og vanheilsu, þá vefst þeim tunga um tönn þegar útlista skal hvað felst í heilbrigði til líkama og sálar — hvað sé heilbrigt líf,“ segir í fréttatilkynningu. Áhugafólk um heimspeki og heilbrigðismál er sérstaklega hvatt til að koma og leggja orð í belg, en erindi þessi og umræða er öllum opin. í ráði er að ljúka umræðunni næsta haust með erindi Vilhjálms Árnasonar heimspekings um heil- brigðishugtakið. Sjávarútvegsdeildin Dalvík Við Sjávarútvegsdeildina ó Dalvík er kennt til 1. og 2. stigs stýrimanna- prófs og til prófs fiskiðnaðarmanna. Umsóknarfrestur um skólavist er til 15. júní nk. Inntökuskilyrði til nóms í stýrimannadeild eru skv. nýútgefinni og eldri reglugerðum um stýri- mannaskóla. Inntökuskilyrði til náms í fiskvinnsludeild eru skv. reglu- gerð um fiskiðnaðarnám. Odýr heimavist og mötuneyfi á staðnum. Upplýsingar í símum 96-61383, 96-61085, 96-61380 og 96-61162. Skólastjóri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.