Morgunblaðið - 14.05.1991, Side 56

Morgunblaðið - 14.05.1991, Side 56
NÝTTÁ ÍSLANDI MATVÆLI ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1991 VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR. Smygl á fíkniefimm; TVennt í varðhald TVEIR útlendingar, þýskur karl- maður og spænsk kona, voru um helgina úrskurðuð í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um að hafa smyglað rúm- lega 1.600 grömmum af hassi til landsins. Fólkið kom til landsins frá Spáni á fimmtudagskvöldið, þar sem það er búsett. Það var síðan handtekið á föstudagskvöldið og hassið fannst við húsleit í íbúð í Reykjavík þar sem það dvaldist. Farið var fram á gæsluvarðhald yfir báðum á laugar- dag. Þjóðveijinn var úrskurðaður í *gæsluvarðhald á laugardaginn til 24. maí og konan til sama tíma á sunnudaginn. Hvomgt hefur áður komið við sögu fíkniefnalögreglunnar hér á landi. Konan er hins vegar gift ís- lenskum manni sem er þekktur að fíkniefnamisferli hér á landi, en þau bjuggu um tíma hérlendis. JJtgerð Andra BA tekin úr gjaldþrota- skiptum ÍSLENSKA úthafsútgerðarfyrir- tækið hf., sem gerði verksmiðju- togarann Andra BA út við Al- askastrendur, var í gær tekið úr gjaldþrotaskiptum'og afhent eig- endum á nýjan leik. Fyrirtækið ^var tekið til gjaldþrotaskipta fyr- ir tíu mánuðum en eigendur þess hafa nú samið við kröfuhafa sína og fengið fyrirtækið aftur. Haraidur Haraldsson stjórnar- formaður sagði, að samningar hefðu náðst við þá kröfuhafa, sem eftir voru, og því hefðu eigendur fyrirtækisins það í hendi sér hvort framhald yrði á starfsemi þess eða ekki. „Menn eru ánægðir með þessa niðurstöðu. Það er mikill léttir fyrir okkur að vera ekki skráðir sem forsvarsmenn fyrir gjaldþrota fyrir- tæki,“ sagði Haraldur. Fyrirtækið var tekið til gjaldþrot- askipta 4. júlí í fyrra, en í gær úr- ^skurðaði sýslumaður Barðastrand- arsýslu að fyrirtækið skyldi tekið úr gjaldþrotaskiptum og afhent eig- endum aftur. Alþingi sett Morgunblaðið/RAX Nýkjörið Alþingi, 114. löggjafarþing frá endurreisn Alþingis, var sett í gær að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Myndin var tekin þeg- ar þingheimur hyllti forseta og fóstuijörð með ferföldu húrrahrópi. Sjá fréttir á miðopnu. Ríkisstjórnin ræðir við aðila vinnumarkaðarins um ríkisfjármál: Engar ákvarðanir um að- gerðir teknar í þessari viku segir Friðrik Sophusson fjármálaráðherra ÁKVARÐANIR um aðgerðir í rík- isfjármálum verða ekki teknar fyrr en um eða eftir næstu helgi að sögn Friðriks Sophussonar fjármálaráðherra. Þá segist fjár- málaráðherra ekki eiga von á að vextir á spariskírteinum ríkis- sjóðs verði hækkaðir í þessari viku en búist hefur verið við hækkun þeirra vaxta undanfarna daga. Hafnar eru viðræður full- trúa rikisstjórnarinnar og verka- lýðshreyfingarinnar um stöðuna í ríkisfjármálum og möguleg áhrif hennar á forsendur kjara- sanminga. „Þessi vika verður notuð til við- ræðna og svo má búast við því að næsta vika verði vika ákvarðan- anna,“ sagði Friðrik Sophusson við Morgunblaðið í gær. Á rfkisstjórn- arfundi, sem haldinn var á laugardag um ríkisfjármálin, var ákveðið að kynna fulltrúum_ vinnumarkaðarins stöðu málsins. Á sunnudag ræddu forsætisráðherra, fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra við forystu- menn Alþýðusambandsins og Band- alags starfsmanna ríkis og bæja og í gær var rætt við fulltrúa Vinnuveit- endasambandsins, Bandalag háskól- amenntaðra ríkisstarfsmanna og Kennarasambands íslands. Friðrik Sophusson sagði að þessar viðræður hefðu eingöngu snúist um vandamálin sem við blöstu, og úr- lausnarefnin. „En í framhaldi af þessum viðræðum gerum við ráð fyrir að teknar verði upp faglegar viðræður um ýmsa snertifleti þess- ara vandamála og þjóðarsáttar- samninganna. Við reiknum með að þessi vika fari að mestu leyti í það. Það þýðir að engar tillögur verða samþykktar fyrr en í fyrsta lagi um næstu helgi,“ sagði hann. Sjá ummæli aðila viímumark- aðarins bls. 2. Heilsuhæli NLFI fer 1 mál við læknafélagið STJORN Heilsuhælis Náttúrlækningafélags Islands í Hveragerði ákvað á stjórnarfundi í gær að fela lögfræðingi sínuni að höfða mál gegn Læknafélagi Islands. Er ástæðan aðvörun frá læknafélag- •inu til félagsmanna þar sem læknar eru varaðir við að sækja um læknisstöðu á hejlsuhælinu. Sæki einhver læknir um stöðuna þrátt fyrir aðvörun LI á hann á hættu að vera gerður brottrækur úr félaginu. Arni Guðjónsson, lögfræðingur heilsuhælisins, segir að málshöfð- unin verði byggð á grundvelli 2. málsgreinar vinnulöggjafarinnar 4*ar sem segir að stéttarfélög skuli vera opin öllum. Ef Læknafélag íslands ætli að vísa einhveijum úr félaginu jafn- gildi það því að félaginu hafi verið lokað. Verði látið á það reyna fyrir Félagsdómi hvort að þessi aðvörun standist lög og hvort þessi ákvæði í lögum læknafélagsins standist lög. Silfursljarnan hf. í Öxarfirði: Franskt fyrirtæki reiðubú- ið til viðræðna um samstarf Hugmyndir um vinnslustöð til fullverkunar á eldisfiski FRANSKT fyrirtæki, Caviar Petrossjan, sem rekur veitinga- staði í Frakklandi og verslanir og veitingastað í New York, hefur lýst sig reiðubúið til viðræðna um samstarf við fiskeldis- fyrirtækið Silfurstjörnuna hf. í Öxarfirði um að reisa þar vinnsl- ustöð fyrir eldisfisk. Fyriidækið sem uin ræðir hefur undanfar- ið hálft ár keypt 2-3 tonn af 3-9 kílóa eldislaxi vikulega af Silfur- sljörnunni og einnig nokkuð af bleikju. Að sögn Björns Benediktsson- væru þó uppi um að Silfurstjarn- ar, stjórnarformanns Silfur- stjörnunnar, liggja enn ekki fyrir neinar áætlanir um hvernig hugsanlegu samstarfi fyrirtækj- anna yrði háttað. Hugmyndir an seldi franska fyrirtækinu hréfni, sem síðan yrði fullverkað hér á landi, bæði sem reykt og fersk flök í neytendaumbúðum, og selt undir nafni franska fyrir- tækisins. Það sem af er þessu ári hefur verið slátrað á þriðja hundrað tonnum af eldisfiski hjá Silfur- stjörnunni. Björn sagðist reikna með að framleiðslan á þessu ári yrði á bilinu 400-500 tonn, og á næsta ári yrði afkastageta stöðv- arinnar fuilnýtt, en hún er um 800 tonn. Að jafnaði starfa 14-15 manns hjá Silfurstjörnunni hf., en að auki starfa þar 12 manns til viðbótar þegar slátrað er.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.