Morgunblaðið - 07.06.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.06.1991, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C/D 126. tbl. 79. árg. FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Ráðstefna um frið í Mið-Austurlöndum; Ný ummæli Levys draga úr bjartsýni Jerúsalem. Reuter. UTANRÍKISRÁÐHERRA ísra- els, David Levy, dró í gær til baka orð sín um að ráðstefna um frið í Mið-Austurlöndum gæti orðið að veruleika áður en langt um líður og sagði að kröf- ur Sýrlendinga settu enn strik í reikninginn. Levy, sem stadd- ur er í París þar sem hann hef- ur hitt að máli ýmsa evrópska ráðamenn, hafði áður sagst von- ast til þess að hægt yrði að halda ráðstefnuna innan fárra vikna. „Það er ekki einungis undir ísraelum komið, heldur einnig aröbum,“ sagði Levy. „Við viljum fyrir okkar leyti að ráðstefnan verði haldin eins fljótt og unnt er en Sýrlendingar verða einnig að láta af kröfum sínum og ryðja ýmsum hindrunum úr vegi,“ sagði hann. Svo virðist sem ummæli Levys á miðvikudag um friðarráðstefnu sem haldin yrði innan skamms og um hlutverk Evrópubandalagsins í slikri ráðstefnu hafi komið Yitz- hak Shamir, forsætisráðherra ísraels, og fleiri ráðherrum í ríkis- stjórn hans á óvart. Shamir sagði í gær að hann væri að bíða eftir að Levy kæmi heim svo hann gæti fengið skýringu á ummælum hans. Háttsettur embættismaður í ísrael, sem ekki vildi láta nafn síns getið, sagði hreint út: „Við höfum ekki hugmynd um hvað maðurinn er að tala.“ Levy hefur áður talað af bjart- sýni um friðarviðræður, en síðan verið gagnrýndur af_ öðrum ráð- herrum í ríkisstjórn ísraels. Reuter. Quayle í Austur-Evrópu Dan Quayle, varaforseti Bandaríkjanna, kom í gær til Tékkóslóvakíu frá Póllandi en hann er nú á ferð um Austur-Evrópu. Sagði Quayle í gær að það sem ríki Austur-Evrópu þyrftu væri ekki vestræn aðstoð heldur viðskipti við Vesturlönd. Varaforsetinn sagði að vörum frá Austur-Evrópu yrði opnuð eins greið leið inn á Bandaríkjamarkað og kostur væri á. Hvatti hann ríki Evrópubandalagsins til að gera slíkt hið sama. Á myndinni sést Quayle veifa til vegfarenda fyrir utan Prag-kastala ásamt Vaclav Havel, forseta Tékkóslóvakíu. Búlgarar: Gangast við „regnhlíf- armorðinu“ The Daily Telegraph. KRISTO Danov, innanríkisráð- herra Búlgaríu, hefur staðfest að búlgarska leynilögreglan stóð að baki morðinu á Georgi Markov, rithöfundi og blaðamanni hjá breska útvarpinu, BBC, árið 1978. Var hann myrtur með þeim hætti að eitruðum regnhlífaroddi var stungið í síðu hans þar sem hann stóð og beið eftir strætisvagni. Þetta er er talið staðfesta að Tod- or Zhívkov, sem var við völd í Búlg- aríu þegar ódæðið var framið og Markov fór hörðum orðum um í end- urminningum sínum, hafi gefið skip- unina um morðið. Zhívkov var hrak- inn frá völdum árið 1989. Markov var stunginn með regn- hlífaroddi sem roðinn var seinvirku eitri og kenndi hann sér einskis meins í fyrstu. Hann lést fjórum dögum síðar, en þó ekki fyrr en hann hafði gert sér grein fyrir því hvernig eitrið barst í líkama sinn. Hann hafði feng- ið aðvörun um að eitrað myndi fyrir honum og gat lagt saman tvo og tvo þegar eitrið tók að hafa áhrif. Gorbatsjov Sovétforseti heimsækir Svíþjóð: Varar við afskiptum af inn- anríkismálum Sovétmanna Stokkhólmi. Reuter. MÍKHAÍL Gorbatsjov Sovétforseti, sem hcimsótti Sfokkliólm í gær, sagði að stuðningur Svía við sjálfstæðiskröfur Eystrasaltsþjóðanna mætti ekki Ieiða til afskipta af innanríkismálum Sovétríkjanna. Gorbatsjov ræddi við Ingvár Carls- son, forsætisráðherra Svíþjóðar, og var sjálfstæðisbarátta Eystrasalts- þjóðanna helsta umræðuefni þeirra. Gorbatsjov sagði við fréttamenn eftir fundinn að þeir hefðu verið sammála um að sovéska stjórnarskráin tryggði sjálfsákvörðunarrétt Eystrasalts- þjóðanna. „Á hinn bóginn má stuðn- ingur nágrannaþjóða ekki leiða til afskipta af innanríkismálum Sov- étríkjanna, einkum þegar við erum að koma á umbótum," sagði Gorbatsjov. Carlsson sagði síðar á blaða- mannafundi að hann hefði sagt við Gorbatsjov að ekki mætti bijóta á sjálfsákvörðunarrétti Eystrasalts- þjóðanna og leysa bæri deiluna með Utanríkisráðherrafundur NATO: Ákveðið að stórauka sam- starf við ríki Austur-Evrópu Kaupmannahöfn. Reuter. Utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsins (NATO) ákváðu á fundi sínum í Kaupmannahöfn i gær að stofna til mun nánara samstarfs við Sovétríkin og ríki Austur-Evrópu á sviði stjórnmála og varnarmála. I yfirlýsingu sem gefin var út í gær segja ráðherrarnir að öryggi NATO- ríkja sé nátengt öryggi allra annarra Evrópuríkja. Eitt helsta mál fundar utanríkis- ráðherranna í Kaupmannahöfn, sem heldur áfram í dag, er að móta fram- tíðarafstöðu bandalagsins til Sov- étríkjanna og annarra ríkja Austur- Evrópu að kalda stríðinu loknu. Manfred Wörner, framkvæmdastjóri NATO, sagði í ræðu sem hann hélt við setningu fundarins, að það væri gríðarlega mikilvægt fyrir hagsmuni aðildarríkjanna að stöðugleiki, lýð- ræði og hagsæld efldist í Mið- og Austur-Evrópu. I yfirlýsingu sem ráðherrarnir gáfu út segir m.a. að NATO vilji ekki nýta hina breyttu stöðu í Evr- ópu einhliða sér í vil né heldur ógna lögmætum hagsmunum einhvers rík- is. Það sé ekki ætlunin að einangra neitt eitt ríki. „Efling og varðveisla lýðræðislegra samfélaga og frelsi þeirra frá hvers kyns valdbeitingu eða kúgun varðar okkur beint," seg- ir m.a. í yfirlýsingu ráðherranna. Hefur þetta verið túlkað sem skila- boð til ríkja Austur-Evrópu um að bandalagið muni vemda hagsmuni þeirra en einnig til Sovétmanna um að þrátt fyrir það sé ekki ætlunin að einangra þá. James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í ræðu allt tal um umfangsmikla vestræna fjár- hagsaðstoð til að rétta við efnahag Sovétríkjanna óraunhæft. Sovét- menn yrðu að ryðja brautina til nýrr- ar framtíðar upp á eigin spýtur. Fyrst yrðu þeir að hjálpa sjálfum sér. í yfirlýsingu sinni sögðust utanrík- isráðherrarnir styðja „lögmætar óskir Eystrasaltsþjóðanna" og skor- uðu á Moskvustjórnina að leysa deil- urnar við Eystrasaltsríkin með samningum. Óttast var að deilur myndu koma upp milli Frakka og annarra banda- lagsþjóða á fundinum en Frakkar hafa löngum barist gegn forystuhlut- verki Bandaríkjanna innan NATO. Ráðherrarnir leystu þetta með því að leggja áherslu á Ráðstefnuna um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE) sem vettvang samvinnu evrópskra ríkja. Sjá nánar frétt á bls. 20. samningaviðræðum, ekki valdbeit- ingu. Hann gagnrýndi einnig skýrslu sovésks saksóknara, sem komst að þeirri niðurstöðu að engar sannanir væru fyrir því að sovéskir hermenn hefðu drepið 13 óbreytta borgara sem biðu bana er hennennimir réð- ust á sjónvarpsbyggingu í Vilnius, höfuðborg Litháens. Svíar urðu fyrstir á eftir þýskum nasistum til að viðurkenna innlimun Eistlands, Lettlands og Litháens í Sovétríkin árið 1940. Sænska stjóm- in lýsti hins vegar yfir stuðningi við sjálfstæðiskröfur Eystrasaltsþjóð- anna í fyrra. Carl Bildt, leiðtogi íhaldsflokksins sænska, sagði að hann og fleiri stjómarandstöðuleiðtogar hefðu tjáð Gorbatsjov að þeir styddu sjálfstæð- isbaráttu Eystrasaltsþjóðanna og Sovétleiðtoginn hefði svarað „á herskáan hátt“. Stuðningsmenn sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóðanna efndu til mót- mæla í Stokkhólmi meðan á eins dags heimsókn Gorbatsjovs til borg- arinnar stóð. Allan Larsson, fjármálaráðherra Svíþjóðar, sagði í gær að Sovétmenn myndu ekki fá stórfellda fjárhagsað- stoð á fundi leiðtoga sjö helstu iðn- ríkja heirns 15.—17. júlí en nú virð- ist næsta víst að Gorbatsjov muni hitta leiðtogana á fundinum. Hefur hann sóst eftir því að fá að koma á fundinn til að gera grein fyrir brýnni þörf Sovétmanna á umfangsmikilli vestrænni efnahagsaðstoð. Allan Larson sagði vestræna fjármála- og utanríkisráðherra vera sammála' um að stórfelld aðstoð væri óviðeigandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.