Morgunblaðið - 07.06.1991, Page 4

Morgunblaðið - 07.06.1991, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 1991 Hætta talin á riðuveikismiti frá Reykjaborg í Laugardal BORGARRÁÐI hefur borist bréf frá Sauðfjárveikivörnum, þar sem lýst er yfir áhyggjum af því að það kunni að vera hætta á riðusm- iti frá býlinu Reykjaborg við Múla- Sigurður Hákonarson sagði í sam- tali við Morgunblaðið að keppni þessi væri haldin árlega á vegum bresku_ danskennarasamtakanna, Imperial Society Teachers of Dancing, sem hann kvað þau virtustu á síjiu sviði þar í landi. Jóhann Öm Ólafsson danskennari hreppti fyrsta sæti í suður-amerískum dönsum atvinnu- manna en Þröstur Jóhannesson lenti í fyrsta sæti áhugamanna í ensk- veg í Laugardal. Hættan er ekki síst vegna nábýlis við Húsdýra- garðinn. Árið 1984 var gert sam- komulag við Stefni Ólafsson, bóndá í Reykjaborg, um að óheim- um valsi. Teljast þeir því Eng- landsmeistarar, hvor í sínum flokki, og hljóta veglega farand- bikara að launum. Hópur frá dansskóla Sigurðar hef- ur sótt keppnina árlega síðastliðin tuttugu ár en íslensku keppendurnir hafa aldrei náð jafngóðum árangri og nú. Að sögn Sigurðar mun hópur- inn dveljast fram eftir sumri í Eng- landi við dansnám og keppni. ilt væri að hafa fé og nautgripi í býlinu. Nú eru þar hins vegar 15 kindur og 2 nautgripir. „Það hefur staðið til að flytja frá Húsdýragarðinum á beit annars stað- ar en Sauðfjárveikivamir em ekki reiðubúnar að veita leyfi til þess af ótta við hugsanlegt riðusmit frá Reykjaborg," sagði Ágúst Jónsson, skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg, í samtali við Morgunblaðið. „Þar að auki var gerður samning- ur við Stefni Ólafsson árið 1984 um erfðafestumál og fleira. í samningn- um var m.a. kveðið á um það að honum væri óheimilt að halda sauð- fé, fyrst og fremst vegna þess að fé var skorið niður á býlinu sökum riðu- veiki árið 1983. Jafnframt er honum óheimilt að hafa nautgripi. Nú eru hins vegar á býlinu fimmtán kindur og tveir nautgripir. Þessi dýr hefur hann þrátt fyrir þetta ákvæði í sam- komulaginu og þrátt fyrir samþykkt um búfjárhald í Reykjavík þar sem kveðið er á um að menn skuli fá leyfi til búfjárhalds innan borgarmark- anna,“ sagði Ágúst. íslenskir dansarar náðu góðum árangri í Englandi ÍSLENSKIR keppendur náðu glæsilegum árangri í danskeppni, sem var haldin í Ipswich á Englandi fyrstu helgina í júní. Hlutu Islending- ar meðal annars tvo gullbikara að launum. Um tuttugu manns eru í íslenska hópnum sem er staddur ytra á vegum Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar. Á liliS VEÐUR _ . VEÐURHORFUR I DAG, 7. JUNI YFIRLIT: Vfir suðausturströnd Grænlands er 1.019 mb hæð en grunnt kyrrstætt lægðardrag við suðurströnd íslands. SPÁ: Sunnanlands verður fremur hæg austlæg átt, skýjað og sum- staðar smáskúrir. Annars verður á landinu norðan- og norðaustan- átt, bjart veður vestanlands en skýjað norðanlands og austan og víða skúrir eða slydduél, einkum á annesjum. Áfram verður fremur svalt norðanlands og austan en 7-12 stiga hiti suðvestanlands. —— VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Vaxandí austanátt og heldur hlýnandi. Dálítil rigníng austantil á landinu, einkum við ströndína en annars skýjað og þurrt. Svarsími Veðurstofu íslands - Veðurfregnir: 990600. TÁKN: Heiðskírt x Norðan, 4 vindstig: ^ Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. Léttskýjað r r r r r r r Rigning r r r * / * r * r * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Cefsius y Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —[- Skafrenningur Þrumuveður VEBUR VÍBA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hltl veður Akureyri 5 haglélás.klst. Reykjavik 9 skýjaö Bergen 7 skúr Ualcinirl flvlSlllnl 13 skýjað Kaupmannahöfn 13 skýjað Narssarssuaq 8 léttskýjað Nuuk 2 stydda Ósió 16 skýjað Stokkhðimur 14 hátfskýjað Þórshöfn 8 skýjað Algarve 21 iéttskýjað Amsíerdam 13 rigningogsúld Barcelona 21 þokumóða Beriín 17 skýjað Chlcago vantar Feneyjar 15 þokumóða Frankfurt 12 Þokumóða Glasgow 16 skýjað Hamborg 17 skýjað London 17 skwað LosAngeles 14 alskýjað Lúxemborg 10 Madríd 24 Maiaga 29 iéttskýjsð Maliorca 25 skýjað ftiomreai NewYork 14 16 skýjað lóíttþúiali töiuáXyj Ortando vantar Paris 15 skúr Madelra Róm 20 22 3. Vin 18 skýjað Washlngton 17 léttskýjað Winnipeg 16 úrkomafgr. Milljónasti bílHnn með Akraborginni MILLJONASTI bíUinn verður fluttur með Akraborginni á næstu dögum. Af því tilefni hefur Skallagrímur hf., sem gerir út Akraborg- ina, ákveðið að veita eiganda milljónasta bilsins verðlaun. Á þessu ári eru liðin hundrað ár frá fyrstu áætlunarferðum frá Reykjavík um Faxaflóa. Það var Sigfús Eymundsson ljós- myndari, sem fyrstur réðst í þessa útgerð á gufuskipinu Faxa til að auðvelda fólks- og vöruflutninga við flóann, segir í frétt frá Hf. Skallagrími. Gufuskipið Faxi kom til landsins sumarið 1891. Það var tuttugu rúmlestir að stærð og keypt til landsins frá Skotlandi. Á þjóðhátíðarárinu 1974 tók Hf. Skallagrímur' í notkun fyrsta ís- lenska ekjuskipið, þar sem bflum var ekið um borð. Var þetta önnur Akraborgin sem sigldi á milli Akra- ness og Reykjavíkur. Ný Akraborg, sú sem nú er í ferðum milli Reykja- víkur og Akraness, var tekin í notk- un 1982. Famar eru fjórar ferðir á dag milli þessara staða auk kvöld- ferða á föstudögum og sunnudög- um. Guðbrandur Magnús- son framkvæmdastj óri Prenttæknistofnunar GUÐBRANDUR Magnússon hef- ur verð ráðinn framkvæmda- stjóri Prenttæknistofnunar og tekur til starfa 1. júlí. Prenttæknistofnun er í eigu Fé- lags íslenska prentiðnaðarins og Félags bókagerðarmanna og skrif- uðu formenn féiaganna, Orn Jó hannsson og Þórir Guðjónsson, und- ir stofnsamning þar að lútandi 6. maí sl. Prenttæknistofnun mun hafa með höndum framhalds- og endurmenntun S prentiðnaði með það að markmiði að auka þekkingu og hæfni starfsmanna og stjórn- enda í prentiðnaði, þannig að árang- urinn verði aukin gæði og fram- leiðni samfara meiri starfsánægju. Þegar er hafinn undirbúningur að tækjakaupum og samstarfi við er- lenda skóla og stofnanir. Prent- tæknistofnun verður fyrst um sinn til húsa á Háaleitisbraut 58-60 og er áætlað að fyrstu námskeið verði haldin þegar í haust. Guðbrandur er 35 ára og hefur undanfarin sex ár starfað sem verk- stjóri framleiðsludeildar Morgun- blaðsins, en þar áður rak hann eig- in prentþjónustu á Sauðárkróki og starfaði við útgáfu þar og hjá Bóka- forlagi Odds Bjömssonar á Akur- eyri. Guðbrandur lauk prentnámi í Guðbrandur Magnússon Prentverki Odds Bjömssonar hf. og framhaldsnámi við prentiðnadeild Gautaborgarháskóla og stundar nú rekstrar- og viðskiptanám við end- urmenntunardeild Háskóla íslands, samhliða vinnu. Hann er kvæntur Sigríði M. Örnólfsdóttur og eiga þau þijú börn. Heilsuhælið í Hveragerði: Bæjarstjóri heldur sátta- fund með deiluaðilum í dag BÆJARSTJÓRINN í Hveragerði, Hallgrímur Guðmundsson, mun í dag halda fund með fulltrúum rekstrarstjórnar Heilsuhælis Náttúru- lækningafélagsins og Læknafélags íslands vegna deilu þessara aðila um starfsemi hælisins. i Hallgrímur Guðmundsson segir, að hann hafi átt fund með deiluaðil- um á föstudaginn í síðustu viku og hafí síðan haldið fundi með þeim hvorum fyrir sig, þar sem farið hafi verið yfír deiluna um starfsemi hælisins. Hann segist hafa haft fmmkvæði að þessum viðræðum málsaðila vegna jæss að framtíð Heilsuhælis- ins skipti miklu máli fyrir Hvera- gerðisbæ. Landlæknir og aðstoðar- landlæknir hafi átt þátt í viðræðun- um og þær hafí farið fram með vit- und heilbrigðisráðuneytisins. Nú sé ætlunin að reyna að leysa úr þeim hnút sem samskipti rekstrarstjómar hælisins og Læknafélagsins séu komin í en þá taki við viðræður njilli heilbrigðisráðuneytis og rekstr- arstjómarinnar um framtíðarfyrir- komulag á rekstrinum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.