Morgunblaðið - 07.06.1991, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 1991
31
Minninff
Donald Ream
Fæddur 10. febrúar 1922
Dáinn 3. júní 1991
Góðir styrktarmenn hafa ætíð ver-
ið Listasafni íslands mikilvægur bak-
hjarl og aflgjafi á erfiðum tímum.
Það er stofnað af eldhuga og styrkt
æ síðan af hugsjónamönnum, sem
hefur verið mikið kappsmál að efla
svo listaverkaeign safnsins, og þar
með þjóðarinnar, að hún geti verið
stolt af myndlistararfí sínum.
Ef litið er yfir þau verk sem lista-
safnið hefur eignast á 107 ára ferli
sínum kemur berlega í ljós að gjafir
skipa þar óvenju veglegan sess, bæði
að magni og gæðum. Mörg merkustu
verk þess eru gjafir og ferill margra
listamanna er byggður upp af gjöfum
frá þeim sjálfum, aðstandendum
þeirra eða öðrum velunnurum safns-
ins. Framsýni gefenda og skilningur
á mikilvægi sterks og þróttmikils
þjóðlistasafns hefur ætíð verið það
leiðarljós sem búið hefur að baki.
Einn slíkra velunnara listasafnsins
var Donald F. Ream, eiginmaður
Ragnheiðar Jónsdóttur Ream list-
málara, er lést árið 1977 á miðjum
starfsferli. Mörg af bestu verkum
safnsins eftir Ragnheiði eru gjafir
frá Donaldi. Síðustu verkin bárust
safninu í fyrra er hann afhenti nokk-
ur málverk og teikningar eftir Ragn-
heiði. Öll eru þau safninu mikill feng-
ur.
Með Donaldi F. Ream er genginn
góður drengur og mikiil velgjörðar-
maður Listasafns íslands.
Bera Nordal
Donald F. Ream lést í Reykjavík
3. júní 1991. Hann var fæddur í
Bandaríkjunum 10. febrúar 1922,
sonur Evu og Forest W. Ream. Há-
skólanám stundaði hann við George
Washington University og eftir veru
í sjóhemum lauk hann þaðan námi
í eðlisfræði 1945. Sama ár kvæntist
hann Ragnheiði Jónsdóttur, söng-
stjóra Halldórssonar og Sigríðar
Bogadóttur. Þau bjuggu í Washing-
ton, þar sem hann stundaði vísinda-
störf en árið 1969 fluttu þau hingað
heim alkomin.
Ragnheiður hafði verið virk í sýn-
ingarlífi vestra og raunár haft eina
sýningu í bogasal Þjóðminjasafnsins
tveim árum áður. Ég kynntist henni
fljótt og var það bæði ánægjulegt
og lærdómsríkt. Hún var mjög þrosk-
aður málari og agaður og vann sér
fátt til hægari verka, þótt myndir
hennar væru glaðlegar og ferskar.
Með myndum hennar bættist ís-
lenskri myndlist nýr tónn.
í kjallaranum í húsi þeirra við
Hólavallagötu var vinnusvæðið tví-
skipt. Annars vegar Ragnheiður með
sitt dont og hins vegar Donald með
vélaverkstæði með rennibekk, bor-
vélum og alls kyns tólum sem ég
kann ekki að nefna því hann var
hinn mesti völundur í höndunum.
Hann gerði til dæmis upp aflóga
senditæki frá tíð andspyrnuhreyfing-
arinnar í Evrópu, sem hann hafði
keypt á fornsölu erlendis. Oft kom
ég að skoða myndir, sem voru í
smíðum hjá Ragnheiði og var þá
margt skrafað. Donald spilaði þá
gjarnan verk eftir Lizt á slaghörpu
á meðan í íbúðinni fyrir ofan, því
heilabrot af þessu tagi voru ekki
hans sjóhattur. Ragnheiður féll frá
síðla árs 1977 um aldur fram og var
það öllum harmsefni. Yfírlitssýning
á verkum hennar var haldin á Kjai’v-
alsstöðum 1982 að hans undirlagi.
Donald hafði fest hér rætur og
undi vart annars staðar til lang-
frama. Hann fékk mikinn áhuga á
öræfaferðum og fór víða. Auk þess
var hann slyngur ljósmyndari og kom
sér upp verkstæði til þeirra hluta.
Hann var maður verksígjarn en hóg-
værari um sína hæfni en hæfði og
mikill vinur vina sinna.
Ég samhryggist sambýliskonu
hans, Björgu Hafsteins, og Ruth
Alice, systur hans, og fjölskyldum
þeirra við lát Donalds F. Ream.
Á Landakotstúni minninganna
flýgur stór maður og föngulegur lit-
fögrum, erlendum flugdrekum. Börn-
in flykkjast að hrifín. Maðurinn bros-
ir og gleðin ríkir hjá smáum sem
stórum. Þannig er gott að minnast
þess sem nú leysir landfestar.
Einar Þorláksson
Lífið manns hratt fram hleypur,
hafandi enga bið,
í dauðans grimmar greipur,
gröfin tekur þá við.
Allrar veraldar vegur
víkur að sama punkt,
fetar þann fús sem tregur,
hvort fellur létt eða þungt.
(H.P.)
I dag er kvaddur hinstu kveðju
höfðinglynt ljúfmenni sem bar birtu
með sér hvert sem hann fór. Manni
var heiður að því að kynnast honum.
Donald F. Ream, eðlisfræðingur,
var af erlendu bergi brotinn, fæddur
í Bandaríkjunum og voru foreldrar
hans Forest Wernon og Eva Caroline
Wuchter Ream. Hann átti tvö systk-
ini, bróður sem er látinn og systur,
Ruth Alice Beitzell, sem komin er
til landsins ásamt syni sínum til að
vera við útför Donalds. Ævistarf sitt
hjá bandaríska sjóhernum innti hann
af hendi í Washington. Þar kynntist
hann konuefni sínu, Ragnheiði Jóns-
dóttur, sem starfaði á skrifstofu ís-
lenska sendiráðsins þar, auk þess
sem hún var við nám í píanóleik. Þau
giftu sig í Dómkirkjunni í Reykjavík
12. október 1945.
Ragnheiður Jónsdóttir Ream var
afar íjölhæf listakona, eins og hún
átti kyn til. Það var ekki einungis
að hún lærði á píanó, heldur var hún
líka í söngnámi — og saumatímum.
Valtýr Pétursson sagði um hana
látna að málverkið hafi orðið eins
konar hljóðfæri í höndum hennar og
ennfremur: „Hún var mjög næm á
tilþrif í myndbyggingu og litur henn-
ar var fyrir mér.alla tíð frá því er
ég fyrst sá verk eftir hana, eins og
hljómkviða, hnitmiðuð af mannlegum
tilfinningum og næmum skilningi."
Það var dýrt, efnið í Ragnheiði.
Foreldrar hennar voru hjónin Jón
Halldórsson, starfsmaður við Lands-
bankann og söngstjóri Fóstbræðra í
34 ár, kominn af merku tónlistar-
fólki, og Sigríður Bogadóttir, sem
ung starfaði í Landsbankanum, fyrst
kvenna. Var Ragnheiður einkabam
þeirra. í minningargrein um Sigríði
segir Haraldur Hannesson að fáir
muni hafa staðið henni framar um
fáguð vinnubrögð og að höfuðbækur
sem hún færði væru jafnan hafðar
tl sýnis þegar gestir kæmu í skjala-
safn bankans.
Þessi góðu hjón, Jón Halldórsson
og Sigríður Bogadóttir, byggðu húsið
á Hólavallagötu 9 árið 1935 og
bjuggu þar síðan. Þó að þessar línur
séu ritaðar í minningu tengdasonar
þeirra, sem ég held að mér hafí ver-
ið óhætt að telja til vina minna, þá
er ég í að kveðja fjölskyldu, því eng-
inn er afkomandinn til að halda á
loft merki þessa mæta fólks. Þó að
Jón og Sigríður eignuðust yndislegan
tengdadson, þá hlýtur það að hafa
verið þeim harmsefni að einkadóttir-
in skyldi vera búsett erlendis flest
hjúskaparár sín. Árið 1970 fluttu
Ragnheiður og Donald til íslands, í
íbúð á neðri hæð húss foreldra henn-
ar. Kom Ragnheiður gagngert til
landsins til að geta verið samvistum
við foreldra sína og liðsinnt þeim í
ellinni. Var hún þá þegar orðin þekkt-
ur málari í Bandaríkjunum og hafði
haldið þar sýningar á myndum sín-
um. Hér heima tók hún virkan þátt
í sýningum og félagslífi myndlistar-
manna.
Ragnheiður var fyrst sinnar litlu
fjölskyldu til að kveðja þennan heim,
hún lést 22. desember 1977. Móðir
hennar lést í október 1981 og faðir
hennar í júlí 1984. Donald kvæntist
ástralskri konu, Patricia Frombgen,
í desember í desember 1982 og áttu
þau heimili á Mallorka. Komu þó
reglulega til íslands. Var Donald
ávallt umhyggjusamur við tengda-
foreldra sína meðan þeirra naut við.
Donald og Patricia skildu í janúar
1987 og fluttu hann þá brátt alfarið
hingað heim. Sambýliskona hans síð-
ustu fjögur árin var Björg Hafsteins.
Uppskar hann í sambúðinni við hana
þá hamingju sem hann að mínu
mati átti inni hjá forsjóninni.
Ragnheiði Ream kynnist ég ekki
persónulega og foreldrum hennar lít-
ið en þau eru mér öll minnisstæð
sökum glæsileika. Var fallegt að sjá
þau gömlu hjónin í nær daglegum
gönguferðum, teinrétt og höfðinglég.
Donald átti sér mörg hugðarefni,
m.a. klassíska tónlist og ljósmyndun.
Þriðja hugðarefnið, sem aflaði hon-
um vináttu ungra drengja í nágrenni
Landakotstúns, voru flugdrekar, sem
hann smíðaði sjálfur eftir nákvæm-
um teikningum. Naut hann þess að
deila ánægjunni af þessu tómstudag-
amni sínu með drengjunum og marga
drekana gaf hann þeim. Sérstakir
vinir hans voru bræðurnir Ásgeir og
Jón Sigurðssynir á Hávallagötu 15.
„Hjálpuðu" þeir honum gjarnan við
smíðamar.
Eftir lát Ragnheiðar lagði Donald
heitinn sig fram um að heiðra minn-
ingu hennar. Hann hélt sýningar á
verkum hennar og tvisvar gaf hann
Listasafni íslands verk eftir hana,
1978 og 1990. Hefur listasafnið sýnt
verk hennar reglulega.
Blessuð sé minning góðs manns.
Rannveig Tryggvadóttir
LP þakrennur
• . 0 o « . ° .
Þola allar
veðurbreytingar
LP þakrennukerfið f rá okkur er
samansett úr galvanhúðuðu
stáli, varið plasti. Styrkurinn í
stálinu, endingin í plastinu.
Leitið upplýsinga
BLIKKSMIÐJAN
TÆKNIDEIID Al**
SMIÐSHÖFÐA 9
112 REYKJAVÍK
SÍMI: 91-685699
í dag er til moldar borinn góður
vinur okkar Donald F. Ream, sem
varð bráðkvaddur á heimili sínu 3.
júní sl. Donald fæddist 10. febráar
1922 í Polding, Ohio. USA. Hann
var yngsta barn hjónanna Forest V.
og Evu C. Ream. Áuk hans áttu þau
soninn Paul Sem, lést árið 1971, og
Ruth Alice sem býr í Flórída og er
hingað komin ásamt syni sínum
Charles til þess að kveðja bróður sinn
og frænda.
Þegar Donald var á 1. ári flutti
fjölskyldan frá Ohio til Indiana, þar
se'm þau bjuggu næstu 14 árin. Þá
fluttu þau til Washington D.C. og
þar gekk Donald í menntaskóla.
Seinna fór hann í Georg Washington
University og lauk þaðan prófí í eðl-
is- og efnafræði. Að námi loknu vann
hann á rannsóknarstofu sjóhersins í
Washington og varð seinna yfimiað-
ur þar. Hann komst á eftirlaun 1970.
Donald kvæntist Ragnheiði Jónas-
dóttur Ream listmálara 12. október
1945. Þau bjuggu í Washington til
ársins 1969, en þá fluttu þau til Is-
lands. Ragnheiður lést 22. desember
1977. Þeim varð ekki bama auðið.
Eftir lát Ragnheiðar bjó Donald
stóran hluta ársins á Mallorca en
átti samt alltaf sitt heimili á íslandi.
Á Mallorca býr æskuvinur og skóla-
félagi Donalds, John Bueher. Þeir
vom mjög samrýndir og eyddu mikl-
um tíma saman. Þeir ferðuðust m.a.
til Englands og Austurríkis, auk þess
sem John heimsótti Donald hingað
til íslands. Hann kveður nú góðan
vin úr fjarlægð.
Árið 1986 kynntist Donald móður
okkar og tengdamóður Björgu Haf-
steins. Samband þeirra einkenndist
af gagnkvæmri virðingu og ást. Þau
voru mjög samrýnd og áttu góðar
stundir saman bæði hér heima og á
Mallorca þar sem þau dvöldu hluta
úr ári. Donald reyndist okkur og
börnum okkar sem sannur vinur og
litum við á hann sem einn af fjöl-
skyldunni. Donald var ákaflega kurt-
eis maður og mikið prúðmenni. Hann
var orðvar og aldrei heyrðum við
hann hallmæla nokkrum manni.
Snyrtimennska var honum í blóð
borin og bar heimili hans þess glöggt
vitni. Það var alltaf gaman að fá
Donald í heimsókn því hann var -
ræðinn, skemmtilegur og mikill hú- -
moristi. Hans er nú sárt saknað af
okkur öllum. Donald unni góðri tón-
list, og sérstaklega hélt hann upp á
Frans Lizt. Aðaláhugamál hans var
ljósmyndun. Hann hafði næmt auga
fyrir góðu myndefni og átti stórt
safn ljósmynda.
Nú skiljast leiðir um sinn og við
þökkum Donald góð kynni og erum
þakklát fyrir þann tíma sem við feng-
um að njóta samvista við hann.
Við sendum öllum þeim sem eiga
um sárt að binda vegna fráfalls hans
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Minning hans lifír.
Eyjólfur, Heba, Allý,
Þórir, Eðvald, Gunna,
Björgvin og börnin.
'nilfiskí
STERKA RYKSUGAN I
Afbragðs sogstykki ná til ryksins, hvar sem er
NILFISK er vönduð og tæknilega ósvikin vara, löngu
landsþekkt fyrir frábæra eiginleika og dæmalausa endingu.
Njottu 3ja ára ábyrgðar og fullkominnar
varahluta-og viðgerðarþjonustu okkar.
Verðið kemur þér þægilega á óvart, því NILFISK
kostar aðeins frá kr. 20.450,- (19.420,- stgr.).
iFQnix
_____HÁTÚNI6A SÍMI (91)24420
Öflugur mótor með
dæmalausa endingu.
J
Kónísk slanga,
létt og lipur.
Stillanlegt sogafl
á þægilegan hátt.
10 lítra poki og
frábær ryksíun.
// ca klassiskri tonlist.
( l/ UUO O (ft/ Mikid úrval
SPRENGIDAGAR
LAUGAVEGI 96 (HLJOðFÆRAHUS REYKJAVIKUR)