Morgunblaðið - 13.06.1991, Side 1

Morgunblaðið - 13.06.1991, Side 1
72 SIÐUR B 131. tbl. 79. árg. FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Yfirlýsing fastanefndar Spánveija hjá Evrópubandalaginu: Krafan um veiðiheimild- ir í N-Atlantshafí ítrekuð Hafna fyrirvara íslendinga vegna fjárfestinga útlendinga í íslenskum sjávarútvegi Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. SPÁNVERJAR geta ekki fallið frá kröfunni um veiðiheimildir í Norður-Atlantshafi og geta ekki heldur fallist á þann langtíma fyrir- vara sem íslensk stjórnvöld hafa sett fram í viðræðunum um Evr- ópska efnahagssvæðið vegna fjárfestinga útlendinga í íslenskum fiskiiðnaði og útgerð. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fasta- nefnd Spánveija hjá Evrópubandalaginu, sem send hefur verið blaða- mönnum í Brussel. í fréttatilkynningunni, sem dag- sett er 7. júní, árétta Spánverjar helstu hagsmunamál sín í samning- um EB og Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) um Evrópska efna- hagssvæðið (EES). Fram kemur að tilefni hennar er sameiginlegur ráð- herrafundur EFTA og EB í Lúxern- borg á þriðjudag í næstu viku. í yfirlýsingunni segir að samn- ingur, sem ekki taki tillit til mis- jafnra lífsgæða og ójafnrar sam- keppnisstöðu ríkja innan EB í sam- anburði við aðildarríki EFTA, verði óviðunandi. Spánveijar leggi áherslu á að EFTA-ríkin leggi eitt- hvað af mörkum í sjávarútvegi og landbúnaði auk þess sem þeim beri að stofna sérstakan sjóð er hafi það hlutverk að jafna lífskjör bæði efna- hagsleg sem og á vettvangi félags- mála. í þeim kafla tilkynningarinnar er fjallar um sjávarafurðir er lögð áhersla á erfiða stöðu spænsks sjáv- arútvegs og þá staðreynd að Spán- veijum hafi verið haldið utan við gjöful fiskimið í Norður-Atlantshafi þrátt fyrir veiðar annarra EB-ríkja á þeim slóðum. „í ljósi þess hve staða þessa atvinnuvegar er erfið á Spáni er nauðsynlegt að fá fiski- veiðiréttindi flota okkar til handa á hinum gjöfulu miðum Norður-Atl- antshafsins þar sem fiskiskip tiltek- inna bandalagsríkja, en Spánveijar ekki, hafa löngum stundað veiðar.“ Borís Jeltsín tekur við blómum frá stuðningsmönnum er hann kom á kjörstað í Moskvu í gær. Það þjóni augljóslega sameiginleg- um hagsmunum EFTA og EB að ná samningum um sjávarafurðir og ekkert sé því til fyrirstöðu svo fram- arlega sem viðunandi veiðiheimildir fáist fyrir tollaívilnanir. Með slíkum samningum aukist verðmæti þeirra sjávarafurða frá EFTA-löndunum sem seldar eru á EB-mörkuðum. í tilkynningunni segir ennfremur að Spánveijar geti ekki fallist á þær kröfur einstakra aðildarríkja EFTA í samningunum að tekið verði til frambúðar fyrir fjárfestingar út- lendinga í sjávarútvegi. Með þessu sé verið að koma í veg fyrir óbeinan aðgang að auðlindum og krafan bijóti í bága við þær frelsishug- myndir er samningurinn um EES sé grundvallaður á. „Þar sem eftir- spurn eftir fiski er hvergi meiri inn- an bandalagsins geta Spánveijar tæplega fallist á að bandalagið taki upp nýja viðskiptahætti hvað varðar sjávarafurðir frá aðildarríkjum EFTA án þess að þau tryggi fisk- veiðiflota okkar ásættanlegan að_- gang að auðlindum sínum. ... Á sama hátt er ekki unnt að fallast á viðvarandi fyrirvara varðandi er- lendar ijárfestingar í þessari at- vinnugrein,“ segir í fréttatilkynn- ingunni. Hugmyndir EFTA-ríkjanna á sviði landbúnaðar gangi enn sem komið er of skammt en greiðari aðgangur fyrir landbúnaðarafurðir inn á EFTA-markaði sé ein af meg- inforsendum þess að samningurinn verði aðgengilegur fyrir Spánveija. Þá leggja Spánveijar áherslu á að þróunarsjóður EFTA verði hlið- stæður þróunar- og uppbyggingar- sjóðum EB að vöxtum sem þýddi að sameiginleg framlög aðildarríkja EFTA yrðu um 800 milljónir ECU (um 57 milljarðar ÍSK). Rússland: Fyrstu tölur bentu til sigurs Jeltsíns í forsetakosningunum Moskvu. Reuter. FYRSTU fréttir af úrslitum í einstökum kjördæmum í rússnesku forsetakosningunum í gær bentu til þess að Borís Jeltsín, forseti rússneska þingsins, færi með sigur af hólmi, eins og fyrirfram hafði verið spáð. Kjörsókn var um 80% en ekki var búist við að bráða- birgðatöiur um niðurstöður kosninganna liggi fyrir fyrr en í dag og endanlegar tölur eru ekki væntanlegar fyrr en á mánudaginn. Óháða fréttastofan Interfax sagði að Jeltsín hefði sigraði í Síber- íuhéraðinu Jakútsk og hlotið 56% atkvæða en Níkolaj Ryzhkov, fyrr- um forsætisráðherra 22%. Postfact- um-fréttastofan sagði að Jeltsín hefði haft afgerandi forystu í 13 kjördæmum á Blagovestsjensk- svæðinu meðfram kínversku landa- mærunum. Á 80 sovéskum skipum sem eru á siglingu á Kyrrahafi í Indlandshafi greiddu 81% skipveija Jeltsín atkvæði en aðeins 6% Ryz- hkov, að sögn TASS-fréttastofunn- ar. Nái enginn frambjóðenda hrein- um meirihluta verður kosið aftur milli tveggja efstu. Boris Jeltsín var sigurviss er hann mætti á kjörstað í Moskvu í gær umkringdur stuðningsmönnum sem hrópuðu nafn hans í sífellu. Helsti andstæðingurinn, Nikolaj Ryzhkov, fyrrum forsætisráðherra er studdur af valdakjamanum í Kommúnistaflokknum og hefur gagmýnt mjög þá stefnu Jeltsíns að færa efnahagslíf Rússlands í átt að markaðskerfi í auknum mæli. Aðrir frambjóðendur, fjórir talsins, eru taldir eiga litla möguleika. í höfuðborginni Moskvu var einn- ig kosið um nýjan borgarstjóra. Hingað til hefur borgum í Sovétríkj- unum verið stjórnað af fjölmennum borgarráðum en nú er ætlunin að völdin færist í auknum mæli til borgarstjóra líkt og á vesturlöndum. Sigurstranglegastur var talinn Garí Popov, forseti borgarráðsins. Hann er róttækur hagfræðingur og nýtur stuðnings helstu stjórnarandstöðu- aflanna. Popov yfírgaf Kommúni- staflokkinn ásamt Jeltsín í júlí sl. Hann stefnir að því að leggja af sovéska stjórnarhætti í borginni. Edúard Shevardnadze Sovéski kommún- istaflokkurinn: Shevard- nadze sæti rannsókn Moskvu. Reuter. YFIRSTJÓRN aganefndar sovéska kommúnistaflokks- ins hefur fyrirskipað rann- sókn á meintu agabroti Edú- ards Shevardnadze, fyrrver- andi utanríkisráðherra Sov- étríkjanna, vegna ummæla hans um að stofna beri nýjan flokk sovéskra lýðræðissinna til að knýja fram umbætur. Sovéska fréttastofan TASS sagði að rannsóknin hefði verið fyrirskipuð vegna „ummæla Shevardnadze, félaga í mið- stjóm flokksins, á opinberum vettvangi þess efnis að þörf væri á að stofna lýðræðisflokk sem myndi starfa „samhliða kommúnistaflokknum““. She- vardnadze lét þessi orð falla í Vín á mánudag og hvatti hann þar alla sovéska lýðræðissinna til að sameinast í einum fjölda- flokki gegn kommúnistaflokkn- um. „Ef unnt verður að stofna slíkan flokk öðlast Sovétríkin þing með nógu framsæknum öflum til að geta stuðlað að andlegri og efnahagslegri end- urreisn landsins,“ sagði She- vardnadze. Sovéskir fréttaskýrendur sögðu að ef tilraun yrði gerð til að hegna Shevardnadze vegna agabrota myndi hann segja sig úr kommúnistaflokkn- um og hugsanlega valda alvar- legum klofningi innan hans. Margir umbótasinnaðir komm- únistar eru enn í flokknum og vonast til að geta breytt honum úr alræðisflokki í hreyfingu sem yrði opin fyrir ýmsum hug- myndum eins og sósíalista- flokkar á Vesturlöndum. Talið er öruggt að Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseti þurfi að leggja blessun sína yfir rann- sókn á Shevardnadze, sem hef- ur lengi verið talinn einn nán- asti ráðgjafi Sovétleiðtogans. Shevardnadze sagði af sér sem utanríkisráðherra í desember og varaði þá við hættunni á því að einræðisöfl kæmust til vaída í landinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.