Morgunblaðið - 13.06.1991, Síða 2

Morgunblaðið - 13.06.1991, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JUNI 1991 Skjaldbökuleikir: Stórhættulegt er að leika sér í holræsum borgarimiar - segir Sigurður Skarphéðinsson aðstoðargalnamálastjóri „HOLRÆSIN eru stórhættuleg. í þeim er frárennsli frá húsum sem veldur smithættu. Þau eru ógeðsleg og. hætt er við að krakkar, sem fara ofan í ræsin, rati ekki út aftur. Sömuleiðis er hætt við að þeim skriki fótur í ræsinu. Því verður að gera alit sem í mannlegu valdi stend- ur til að stöðva þetta,“ sagði Sigurður Skarphéðinsson, að- stoðargatnamálastjóri, þegar hann var spurður um hætturn- ar sem gætu fylgt því að líkja eftir einum vinsælustu teikni- myndapersónum yngstu kyn- slóðarinnar, Skjaldbökunum, með því að klifra niður í hol- ræsi. Skjaldbökurnar, öðru nafni „Turtles", lifa í holræsa- kerfi New York-borgar þar sem þær lenda í ýmsum ævin- týrum. Lögreglan sótti unga drengi í skjaldbökuleik uppúr tveimur holræsum í Reykjavík í fyrrakvöld. „Litlir krakkar geta ekki opnað brunnlok yfir holræsunum. Lokin vega tugi kílóa auk þess sem verk- færi þarf til að opna þau. Því er sennilegra að eldri krakkar hafi opnað holræsin," sagði Sigurður í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að holræsin í borginni væru yfírleitt þröng með töluverðu frá- rennsli en benti á að í Breiðholti væri vitað um stór holræsagöng sem yfirleitt væru þurr. „Við munum koma fyrir grindum í þessi op til að koma í veg fyrir að krakkar komist ofan í göngin en þau geta verið stórhættuleg Morgunblaðið/Þorkell Eins og sjá má hefur ýmis konar varningur verið framleiddur í tengslum við Skjaldbökuæðið. Til hægri sést lítill Skjaldbökuaðdá- andi en hún heitir Hulda. ef rignir því þá fyllast þau af vatni,“ sagði Sigurður. Uppáhalds dótið Eins og áður segir hafa Skjald- bökurnar notið mikilla vinsælda meðal yngstu kynslóðarinnar að undanförnu og margir krakkar safna að sér hvers kyns dóti sem framleitt er í tengslum við Skjald- bökumar. Einn þessara aðdáenda Skjald- bakanna er ijögurra ára strákur á barnaheimilinu Efrihlíð sem heitir Fannar. í stuttu rabbi við blaðamann sagðist hann eiga tvo Skjaldbökukalla og einn vondan nashyrningskall. „Með playmó eru þeir uppáhaldsdótið mitt en mér finnst líka gaman í bílaleik. Ég fékk kallana í afmælisgjöf frá pabba mlnum þegar ég varð fjög- urra ára en ég á líka Skjaldbök- ulímmiða með Skjaldbökuköllum í bílum. Ég horfi stundum á iskjaldbökurnar í sjónvarpinu og æinu sinni tók vondi kallinn Slipp- ær [rottu Skjaldbakanna] og batt hana á höndum og fótum en svo komu Skjaldbökurnar og björguðu henni,“ segir Fannar og útskýrir fyrir blaðamanni að Skjaldbök- urnar fjórar, sem allar heita eftir ítölskum listamönnum, beri hver sitt sverðið sem þær noti í viður- eignum sínum við vonda kallinn. Erfitt að standa á móti Áslaug Jónsdóttir, mamma Fannars, er ekki eins hrifin af Skjaldbökunum og sonur hennar. „Mér finnst mikið ofbeldi fylgja Skjaldbökunum og þær eru mun minna þroskandi en til dæmis playmobil-leikföng. Þess vegna reyni ég að stilla því í hóf hvað Fannar horfir mikið á Skjaldböku- myndirnar sem til eru á mynd- bandaleigum en við erum ekki með Stöð 2 svo hann horfir ekki á teiknimyndimar þar.“ Ofbeldisleikföng Anna Helga Hilmarsdóttir, fóstra í Efrihlíð, tekur í sama streng og Áslaug. „Við reynum að hafa áhrif með því að ræða við börnin. Segja þeim að okkur finnist þetta ekki falleg leikföng og spytja þau hvaða skoðun þau hafi á köllunum," segir Anna Helga og bendir á að Skjaldbök- urnar séu bannaðar á barnaheim- ilinu. „Við erum ekki með Skjald- bökur og við viljum ekki að krakk- arnir komi með þær að heiman á dótadögum því þær teljast til of- beldisleikfanga sem eru bönnuð hér,“ segir hún og bætir við að börnin verði oft æst þegar þau leika sér með Skjaldbökurnar og oftar en ekki gefa þau frá sér alls kyns hljóð án þess að mynda orð. Þetta segir Anna Helga að séu áhrif frá sjónvarpsglápi. Með því að hlusta á börnin sé auðvelt að þekkja þau úr sem horfí mikið á sjónvarp. Hraðfrystiiðnaðurinn: Stöðvun blasir við hálfum öðr- um tug fyrirtækja að óbreyttu Ratsjárstöð varnarliðsins á Stokksnesi. Fjarskiptastöðvar Bandaríkjahers: Áætlaðri lokunflýtt ARNÓR Siguijónsson hjá varn- armálskrifstofu utanríkisráðu- neytisins segir, að ástæðan fyrir ákvörðun Bandaríkjamanna um að loka fjarskiptastöðvum bandaríska hersins á Stokksnesi, Keflavík og i Færeyjum 1. sept- ember nk., sé fyrst og fremst vegna þess að kerfið er gamalt og dýrt i rekstri. Auk þess hafa bandarísk stjórnvöld ákveðið að skera niður fjárveitingar til hers- ins um 25%. í undirbúningi er umsókn til Alþjóðaflugmála- stofnunarinnar um framlag til að reisa hér tvær jarðstöðvar er taki við fjarskiptunum. Arnór sagði, að ljóst hafi verið að kerfinu yrði lokað vegna aldurs en að það yrði í haust og með svo stuttum fyrirvara hafi komið á óvart. Allt hafi bent til þess að reikna mætti með þessu kerfí fram til ársins 1992. Sagði hann að ís- lensk stjórnvöld hefðu fundað með hagsmunaaðilum en aðalþolandinn er Flugmálastjóm og hefur utanrík- isráðuneytið fyrir hönd stjómvalda farið þess á leit við Bandaríkjamenn að þeir fresti lokun á kerfinu um eitt ár eða til haustsins 1992. Til vara er óskað eftir að Flugmála- stjóm fái aðgang að fjarskiptarás- um Bandaríkjamanna þeim að kostnaðarlausu. Amór sagði, að í undirbúningi væri umsókn um fjárveitingu til Alþjóðaflugmálastofnunar i sam- vinnu við Flugmálastjóm, Sam-, gönguráðuneyti og Bandaríkja- menn til að reisa tvær jarðstöðvar, sem tækju á móti gervihnattasend- ingum og tækju við af núverandi kerfi. Reiknað er með að bygging slíkra stöðva taki eitt ár og að kostnaður við hverja stöð sé um 30 milljónir króna. UM ÞAÐ bil hálfur annar tugur fyrirtækja í hraðfrystiiðnaðinum á nú í miklum rekstrarerfiðleik- um, samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins, og blasir við fyrir- tækjunum stöðvun að óbreyttu. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gær að vitað væri að ýmis fyrirtæki í þessari grein ættu við erfiðleika að glima, en kvaðst ekki hafa upp- lýsingar um fjölda þeirra eða umfang erfiðleikanna. Hann sagði að innan ríkisstjórnarinnar hefði ekki verið tekið á því, hvernig brugðist yrði við gagn- vart þessum fyrirtækjum, leiti þau þar ásjár. „Það hefur ekki verið gert, hins vegar vara ég mjög við því að menn leiti þess- ara gervilausna sem fyrrverandi ríkisstjórn fór í,“ sagði Þor- steinn. Meirihluti þessara fyrirtækja sem um ræðir hefur fengið fyrirgreiðslu Hlutafjársjóðs Byggðastofnunar og Atvinnutryggingarsjóðs útflutn- iungsgreina. Fyrirtækin eru í öllum Iandshlutum, þó er Morgunblaðinu ekki kunnugt um að neitt þeirra sé á höfuðborgarsvæðinu. Ekkí verður liðið að hlaupið sé undan með verðmæti úr búinu - segir Sverrir Hermannsson bankastjóri um gjaldþrot Hraðfrystihúss Olafsvíkur HRAÐFRYSTIHÚS Ólafsvíkur hf. var lýst gjaldþrota í gær. Bústjóri hefur verið skipaður Jóhann H. Níelsson, hæstaréttarlögmaður. Sverr- ir Hermannsson, bankastjóri Landsbankans, segir að hlutafélögin sem skráð eru fyrir togaranum Má og þremur bátum, sem lagt hafa upp hjá Hraðfrystihúsinu, séu málamyndafélög og bankinn krefjist þess að skipin verði tekin aftur inn í bú frystihússins. Ólafur Gunnarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, mótmælir því harðlega að um undan- skot eigna hafí verið að ræða þegar stofnuð voru sérstök félög um rekstur skipanna. Á föstudaginn á að kröfu Lands- banka íslands að fara fram annað og síðara uppboð á togaranum Má, sem lagt hefur upp hjá Hraðfrysti- húsinu. Bjöm Líndal, aðstoðarbanka- stjóri Landsbankans, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að bankinn hafi ekki enn beðið um frestun á uppboðinu, en endanleg afstaða til þess verði tekin á fundi bankastjóm- ar í dag. Togarinn og þrír bátar, sem einnig hafa lagt upp hjá Hraðfrystihúsinu, eru í eigu sérstakra hlutafélaga, en veiðum þeirra hefur verið stýrt frá fyrirtækinu. Sverrir Hermannsson, bankastjóri Landsbankans, segir varðandi uppboð á Má, að bankinn hafi ekki uppi nein áform um að flytja skip eða kvóta frá Ólafsvík. „Það sem við þurfum að gera, er að hreinsa til í þessu máli um ieið og við viljum styðja heimamenn í að rétta allt þetta við. Það voru stofnuð þarna mála- myndafélög og þeim seld skipin, að því er virðist þegar mönnum sýndist vera farið að haila undan fæti og að til gjaldþrots gæti komið. Lands- bankinn mun ekki líða, að menn hlaupi fyrir horn með verðmæti, sem eiga heima í búinu. Bankinn gerði í vetur kröfu um að skipin yrðu aftur færð inn í fyrirtækið og eftir því verður gengið,“ segir Sverrir Her- mannsson. Ólafur Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Hraðfrystihússins, segir að ummæli um að reynt hafi verið að skjóta eignum undan séu fráleit. Mál þrotabúsins sé nú til meðferðar hjá réttum aðilum og þar muni koma í ljós hvort ásakanir af þessu tagi séu á rökum reistar. Þorsteinn Pálsson sagði að vafa- Iaust væri engin einhlít skýring á vanda fyrirtækjanna. Sums staðar væru menn með margra ára eða áratuga uppsafnaðan vanda, í öðr- um tilvikum kunni að vera um óstjórn að ræða. „Það eru enda- laust til skýringar á því hvers vegna fyrirtæki lenda í slíkum erfíðleikum. Ég held að ekki sé nein algild skýr- ing á því.“ Hann sagði að nú væri að koma í ljós að svokallaðar björgunarað- gerðir í gegn um sjóði fyrrverandi ríkisstjórnar hafi ekki verið lausn á vanda fyrirtækja. „Þær fólu í sér að vandamálum var sópað undir teppi og glansmyndin sem dregin var upp fyrir kosningar var fölsuð. Þetta er kjami málsins sem menn eru að horfast í augu við núna. Þetta kemur fram í vanda fjöl- margra fiskvinnslufyrirtækja, þetta kemur fram I rekstri rækjuverk- smiðjanna, ullariðnaðinum, hvar- vetna í atvinnulífinu."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.