Morgunblaðið - 13.06.1991, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 13.06.1991, Qupperneq 4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JUNI 1991 Ráðinn að- stoðarmað- ur fjármála- ráðherra STEINGRÍMUR Ari Arason, hagfræðingur, hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Frið- riks Sophussonar fjármálaráð- herra. Tekur hann til starfa í ráðuneytinu í næstu viku. Steingrímur Ari fæddist í Reykjavík árið 1953. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um í Reykjavík árið 1973 og við- skiptafræðiprófi frá Háskóla ís- lands 1979. ' Samhliða námi sinnti hann kennslustörfum og tók virkan þátt í félagsstörfum stúdenta. Hann nam síðan við Uppsalahá- skóla í Svíþjóð og lauk þaðan mastersgráðu í hagfræði árið 1983. Undanfarin ár hefur hann starfað sem hagfræðingur hjá Steingrímur Ari Arason Verslunarráði íslands og er for- maður skattamálanefndar Sjálf- stæðisflokksins. Steingrímur Ari er kvæntur Lindu Rós Michaelsdóttur, kenn- ara, og eiga þau þrjú böm. Innílutningur eykst mun meira en útflutningur í APRÍLMÁNUÐI voru fluttar vörur fyrir 7,1 milljarð króna og inn fyrir 10,4 milljarða króna fob. Vöruskiptajöfnuður í apríl var því óhagstæður um 3,3 milljarða króna en í apríl í fyrra var hann óhag- stæður um 0,6 milljarða króna á föstu gengi. Fyrstu fjóra mánuði þessa árs vom fluttar út vömr fyrir röska 28,6 milljarða króna en inn fyrir tæpa 29,8 milljarða króna fob. Vöruskiptajöfnuðurinn á þessum tíma var því óhagstæður um 1,1 milljarð króna en á sama tíma í fyrra var hann hagstæður um 3,2 milljarða króna á sama gengi. í frétt frá Hagstofu íslands seg- ir: Fyrstu fjóra mánuði þessa árs var verðmæti vömútflutnings 2,8% meira á föstu gegni en á sama tíma í fyrra. Sjávarafurðir vom um 81% alls útflutningsins og vom um 6% meiri en á sama tíma í fyrra. Út- flutningur á áli var 13% meiri en útflutningur kísiljárns var 54% minni en á sama tíma á síðastliðnu ári. Útflutningsverðmæti annarrar vöm var 9% minna í janúar-apríl en á sama tíma í fyrra, reiknað á VEÐUR Heimild: Voöurstofa íslands (8yggt á veðurapá kl. 16.15 í gær) VEÐURHORFUR I DAG, 13. JUNI YFIRLIT: Skammt vestur af Skotlandi er 982 mb lægð sem þokast austur, en 1028mb hæð við Svalbarða. SPÁ: Norðan- og norðaustanátt, kalt, víðast þurrt. Skúrir norðan- og austanlands, en þurrt að mestu sunnan- og suðvestanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG: Norðan- og norðaustanátt, sums staðar allhvöss norðan- og norðaustanlands en mun hægari annars stað- ar. Norðan- og austanlands má búast við úrkomu, en víða bjart- viðri sunnanlands. Á sunnanverðu landinu má gera ráð fyrir hita upp í 9 stig en víðast annars staðar mun svalara. HORFUR Á LAUGARDAG: Noröanátt nokkuð stíf um austanvert landið en hægari annars staðar. Skúrir eða slydduél á annesjum norðan- og austanlands en þurrt annars staðar. Hiti 4 til 6 stig. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. TÁKN: y, Norftan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- ■j Q Hitastig: 10 gráður á Celsíus Heiðskirt * stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöftur er 2 vindstig. • V * V Skúrir Él Létt*^84 / / / / r / t Rigning Þoka Hálfskýjað rii * / # •> Þokumóða Súld Fjk Skýjaft / * / * Slydda oo Mistur / # / * * * 4 Skafrenningur Alskýjað * * * * Snjókoma * * * K Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hltl veður Akureyri 8 skýjað Reykjavík 8 rigningogsúld Bergen 11 rigning Helsinki 17 skýjað Kaupmannahöfn 12 rigrímg og súld Narssarssuaq 5 léttskýjað Nuuk 1 alskýjað. Ósló 15 skýjað Stokkhólmur 14 skýjað Þórshöfn 8 rigning Algarve 24 heiðskfrt Amsterdam 14 rigrímg Barcelona 22 þokumóða Berlín 21 skýjað Chicago 10 skýjaft Feneyjar 24 heiðskírt Frankfurt 23 léttskýjað Glasgow 10 rigning Hamborg 14 rigning London 18 skýjaft Los Angeles 16 þokumóða Lúxemborg 20 skýjaft Madríd 28 léttskýjað Malaga 24 heiðskírt Mallorca 24 léttskýjað Montreal 18 alskýjað NewYork 22 mistur Orlando vantar París 19 skúrir Madeira 21 léttskýjað Róm 24 léttskýjað Vín 22 léttskýjað Washington 25 mistur Winnipeg 16 úrk.fgrennd föstu gengi. Verðmæti vöminnflutningsins fyrstu fjóra mánuði ársins var 21% meira en á sama tíma í fyrra. Inn- flutningur sérstakrar fjárfestingar- vöra (skip, flugvélar, Landsvirkjun) og innflutningur til stóriðju hefur orðið minni en í fyrra. Almennur innflutnignur hefur hins vegar auk- ist verulega eða um 28% og um 30% að frátöldum olíuinnflutningi. Hér munar mikið um innflutning- inn í apríl en þá reyndist almennur innflutningur án olíu .52% meiri en í sama mánuði í fyrra. Aukning almenna innflutningsins fyrstu fjóra mánuði ársins kemur fram í flestum vöruflokkum, hvort sem um er að ræða neysluvöm, rekstr- arvöru eða ijárfestingarvöru. Af einstökum liðum sem hafa aukist mikið má sérstaklega nefna vélar og tæki til atvinnurekstrar en enn- fremur unnar málmvörur og bíla, bæði til atvinnurekstrar og einka- nota. Borgarráð: BHM byggir yfir aldraða félagsmenn BORGARRAÐ hefur samþykkt úthlutun á lóð við Suðurgötu fyrir 40 til 50 íbúðir ætlaðar öldruðum félagsmönnum í Bandalagi háskólamanna. Lóðin er sunnan háskólasvæðis- ins en stærð hennar og lega hefur enn ekki verið ákveðin. Fyrir- komulag húss og bílastæða er háð samþykki skipulagsnefndar. Um íbúðimar gilda þeir skilmálar um eignarhald, að eigendur þeirra hafí náð 63 ára aldri og nægir að annað hjóna uppfylli það skilyrði. Gert er ráð fyrir að byggður verði um 400 fermetra þjónustu- kjarni á vegum Reykjavíkurborgar á lóðinni að liðnum 3 til 4 árum. Af þeim sökum skal skipulag á lóðinni og hönnun mannvirkja unnin í samráði við byggingar- nefnd aldraðra, segir í tillögu Ágústar Jónssonar skrifstofu- stjóra borgarverkfræðings, sem lögð var fram í borgarráði. Erlendir vísindamenn: 100 umsóknir um rann- sóknarleyfi á Islandi UM 100 erlendir aðilar hafa sótt um leyfi til að stunda náttúru- vísindarannsóknir hér á landi í sumar. Flestir ætla að stunda hér jarðfræði- og landafræðiathug- anir. Að sögn Axels Björnssonar hjá Vísindaráði, sem úthlutar rann- sóknarleyfunum, hafa erlendir vísindamenn einkum áhuga á að stunda hér rannsóknir í tengslum við landmótun, jöklafræði, hraunsprungur, eldfjöll, hveri o.s.frv, auk rannsókna á dýralífi og gróðri. Axel sagði að flestir kæmu frá Bretlandi í þessum tilgangi en þar í landi hefði skapast viss hefð fyrir því að stúdentar á 1. og 2. ári í jarðvísindum fari í rannsóknar- ferðalög til íslands á sumrin. Af- gangurinn kæmi aðallega frá Norð- urlöndunum, Þýskalandi, Frakk- landi og Bandaríkjunum, auk ein- staka manns frá öðmm þjóðum. Samkvæmt reglugerð er þess krafist að erlendir vísindamenn sæki um leyfí til rannsókna hér, en þau eru nær undantekningarlaust veitt. Tilnefndur er íslenskur eftir- litsmaður með hveijum vísindahópi, og vísindamennimir verða að skila skýrslu um niðurstöður rannsókna sinna til íslenskra yfírvalda. ASÍ og BSRB mótmæla lyfja- reglugerð ASÍ og BSRB mótmæla nýrri reglugerð um greiðslu almanna- trygginga á lyfjakostnaði. I sameiginlegri fréttatilkynningu sem samböndin sendu frá sér í gær segir að ætla megi að þessar breyt- ingar hækki lyfjakostnað á hvern einstakling og skerði kaupmátt launa sem nemur 0,2-0,4%. Enn- fremur segir að hækkunin sé ekki í samræmi við þau samskipti, sem hafa verið á milli ríkisstjómar og launþega að undanförnu. ASÍ og BSRB munu fara fram á viðræður við heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytið um afnám eða breytingar á hinni nýju reglugerð. Breytingar á námslánum: Útifundur námsmanna á Lækjartorgi í dag Námsmannahreyfingarnar efna í dag klukkan 17 til mótmælafund- ar á Lækjartorgi vegna fyrirhugaðra breytinga á úthlutunarregluni Lánasjóðs íslenskra námsmanna. í fréttatilkynningu frá sam- starfsnefnd námsmannahreyfíng- anna segir, að með fundinum vilji námsmenn sýna samstöðu sína og eindregna andstöðu við fyrirhugað- ar breytingar á úthlutunarreglum Lánasjóðsins, en þær séu á skjön við grundvallarmarkmið sjóðsins um að jafna tækifæri manna til náms óháð efnahag og félagslegri stöðu. Fram kemur í tilkynningunni, að á fundinum muni fulltrúar náms- manna flytja ávörp og Bubbi Mort- hens Ieika nokkur lög. Kynnir á fundinum verði Jóhann Sigurðar- son, leikari. Þá segir að mennta- málaráðherra, Ólafi G. Einarssyni, hafi verið boðið að ávarpa fundinn. Að samstarfsnefnd námsmanna- hreyfínganna standa Stúdentaráð Háskóla íslands, Bandalag sér- skólanema og Samband íslenskra námsmanna erlendis.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.