Morgunblaðið - 13.06.1991, Page 14

Morgunblaðið - 13.06.1991, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1991 Evrópskt efnahagssvæði - nýjar viðskiptareglur eftir Jón Steindór Valdimarsson Evrópskt efnahagssvæði — EES, eM burðarliðnum. Nú er orðið nokk- uð ljóst til hvaða þátta það tekur þó enn séu'óútkljáð nokkur þýðing- armikil atriði sem lúta fyrst og fremst að stofnunum og hlutverki þeirra, eftirliti og dómsvaldi á sviði samningsins. Að öðru leyti virðast efnisreglur hans nokkurn veginn frágengnar. Frá sjónarhóli okkar Islendingar er þó ein veigamikil undantekning hér á og er þar að sjálfsögðu átt við hvernig kröfum okkar um tollfrjálsan aðgang sjáv- arafurða okkar að mörkuðum EB reiðir af. Þar hafa stjórnvöld sagt að ekki komi til átita að láta EB í té veiðiheimildir í stað markaðsað- gangs. Um þetta sýnist vera víðtæk samstaða meðal landsmanna. Evrópskt efnahagssvæði er byggt á óskum EFTA-ríkjanna um að geta tekið verulegan þátt í sam- eiginlegum markaði EB og fá með þeim hætti notið þess ávinnings sem talið er að falli í skaut aðilum að þeim markaði. EFTA-ríkin ýmist vilja ekki, eða fá ekki, nema hlutdeild í takmörk- uðum hluta alls þess sem sameigin- legur markaður EB, eða samstarf EB-ríkjanna, stendur fyrir. EES- samningurinn tekur þess vegna fyrst og fremst til fimm þátta sem varða vöruskipti, fjámagnsflutn- inga, þjónustuviðskipti, stofnsetn- ingarrétt og loks vinnuafl. Á öllum þessum sviðum er gert ráð fyrir því að samræma að miklu leyti reglur eða taka upp gagnkvæma viður- kenningu. Tilgangurinn er sá að fyrir þessa fimm þætti verði EES- löndin átján að einum sameiginleg- um markaði, markaði 380 milljóna manna sem verður einn stór heima- markaður. Samkvæmt því sem nú liggur fyrir er samkomulag um að EFTA- ríkin taki upp reglur EB óbreyttar, en fái í vissum tilfellum aðlögun- artíma til nokkurra ára. Mjög ólík- legt er að nokkrar varanlegar und- anþágur verði veittar. Þar á móti koma hins vegar almenn öryggis- ákvæði sem fela í sér að aðilar samningsins geta einhliða gripið til aðgerða ef upp koma alvarleg vand- amál í einstökum greinum eða land- svæðum, enda réttlætist aðgerðim- ar af brýnni þörf. Það er þess vegna ljóst að innan örfárra ára verða reglur sem taka til þessara fimm þátta eins í aðildarríkjunum. Þessi samhæfing reglna er ákaflega mik- ilvæg og er auðvitað þungamiðja þeirra kosta sem menn sjá við það að sameina markaðina að því er tekur til þáttanna fimm. EES-samningurinn er fyrst og fremst samningur um viðskipta- reglur. Honum er ætlað að auðvelda öll viðskipti milli aðila samningsins. Slíkt ætti að vera okkur Islending- um sérstakt gleðiefni og hagsmuna- mál vegna þess hve háðir við erum utanríkisviðskiptum. EES-samn- ingurinn er í rauninni viðbót við fríverslunarsamningana sem L <4 SPORTFATNAÐUR Gæbi í gegn Með GORE-TEX eginleika tilvalin í ferðalög, veiðiferðir, golf, hestamennsku og gönguferðir, f£J jakkar (síðir) frá kr. 12.900,- féf stílhreinir jogging-gallar frá kr. 7.900,- f$ pólar peysur kr. 6.950,- £ 3 alpina ‘ GÖNGUSKÓR vandaðir gönguskór með GORE-TEX eiginleika, fallegir litir verð frá ' kr. 4.500,- LEIGAN! FERÐAMIÐSTÖÐ VIÐ UMFERÐAMIÐSTÖÐINA SÍMI: 19800 EFTA-ríkin gerðu við EB árið 1972. Þá var samið um tollfrelsi í viðskipt- um með iðnvarning. Nú er komið að því að setja sambærilegar við- skiptareglur fyrir önnur viðskipti. EES-samningurinn dregur þannig fleiri greinar og þætti undir fríversl- un en bara iðnaðinn eins og gert var árið 1972. Með samningnum eru settar sameiginlegar viðskipta- reglur fyrir flest svið atvinnulífsins á stórum sameiginlegum markaði — markaði sem þjóðirnar átján geta litið á sem sinn heimamarkað. íslenskum iðnaði, og atvinnulífi almennt, er það nákvæmlega jafn- mikilvægt og atvinnulífi annarra Evrópulanda að geta búið við sQtnu leikreglur og erlendir keppinautar. Hér á eftir verður leitast við að svara nokkrum spurningum sem gjaman heyrast þegar rætt er um EES-samninginn. Oft heyrast svör við þessum spumingum sem byggj- ast á misskilningi eða vanþekkingu, sem er brýnt að benda á. Er EES forsalur EB? Því er stundum haldið fram að ef íslendingar gerist aðilar að EES þá hafi það óhjákvæmilega í för með sér aðild að EB að nokkrum árum liðnum. Þetta er auðvitað rangt. Við ráðum því sjálf hvað við kjósum að gera alveg á sama hátt og við réðum því sjálf að við geng- um í EFTA á sínum tíma og að við ráðum því hvort við kjósum að ge- rast aðilar að EES. Hitt er svo allt annað mál hvað menn telja skyn- samlegt að gera á hveijum tíma. Það þótti skynsamlegt að ganga í EFTA. Það var talið þjóðinni til framdráttar og hefur það gengið eftir. Á sama hátt er skynsamlegt fyrir íslendinga að gerast aðilar að EES. Líkurnar á því að við kjósum að ganga í EB í framtíðinni aukast ekkert við það að við gerumst aðil- ar að EES. Hitt er hins vegar lík- legra að ef við kjósum að standa utan EES nú kunnum við að standa frammi fyrir því innan tiltölulega fárra ára að aðild að Evrópubanda- laginu sé okkur nauðugur einn kost- ur. Þá er hætt við því að okkur ERTU MEÐ SKALLA? HÁRVANDAMÁL? Aðrir sætta sig ekki við það! Af hverju skyldir þú gera það? Fáftti aftur þitt eigið hár, sem vex eðlilega Sársaukalaus meðferð Meðferðin er stutt (1 dagur) Skv. ströngustu kröfum banda- rískra og þýskra staðla Framkvæmd undir eftiriiti og stjórn sérmenntaðra lækna Upplýsingar hjá EURO CLINIC Ltd. Ráðgjafastöð, Neðstutröð 8, Póshólf 111, 202 Kópavogi - Sími 91-641923 á kvöldin - Sími 91 -642319. OLIUFYLLTIR RAFMAGNSOFNAR Betra loft i bústaðinn ^ KJÖLUR hf. ÁRMÚLA30 S: 678890 - 678891 Jón Steindór Valdimarsson „Líklegt verður að telja að EFTA-ríkjum sem eru aðilar að EES- samningnum fækki fljótlega og að EES- samningurinn verði þess vegna í raun tví- hliða samningur eins eða tveggja ríkja við EB.“ kunni að verða þröngt sniðinn stakkurinn í samningum vð EB. Ástæðan fyrir þessu er sú að lík- Iegt verður að telja að EFTA-ríkjum sem eru aðilar að EES-samningnum fækki fljótlegaog að EES-samning- urinn verði þess vegna í raun tví- hliða samningur eins eða tveggja ríkja við EB. í þessa stöðu gætum við komist og náð hagstæðum samningum við EB í krafti sam- stöðu EFTA-ríkjanna í dag. Eftir t.d. fímm ár verður þessi möguleiki ekki fyrir hendi. Þá verður ekki hægt að gerast aðili að EES, þá verður EB eini valkosturinn. Því er sömuleiðis haldið fram að aðild að EES sé bara dulbúin aðild að EB. Þetta sé sami grautur í sömu skál. Þetta er rangt. Það er grund- vallarmunur á aðild að EES og aðild að EB. EES tekur aðeins til hluta af því samstarfi sem er með EB-ríkjunum. Margir mikilvægir málaflokkar eru undanskildir og má nefna sem dæmi landbúnaðar- stefnuna, sjávarútvegsstefnuna, skattamál, hagstjórnarmál, sam- göngumál o.fl. o.fl. Þá má ennfrem- ur nefna að EB vinnur nú að enn nánara pólitísku samstarfi, m.a. á sviði utanríkis- og varnarmála. Enn má bæta við gjaldmiðilsbandalagi og sameiginlegri mynt. Grundvallarmunur er á því hvernig ákvarðanir eru teknar inn- an EB og ætlunin er að gera innan EES. Þetta felst í því að innan EB er í nokkrum veigamiklum mála- flokkum byggt á því að unnt sé að taka bindandi ákvarðanir með meirihluta. Þessi verður ekki raunin innan EES, þar þarf í öllum tilvikum samhljóða samþykki, nema að sjálf- sögðu þegar dómstóllinn kveður upp sína úrskurði. Tekur yfirþjóðlegt vald við af íslensku? ' Yfirþjóðlegt vald virðist vera það sem flestir óttast að íslendingar séu að beygja sig undir. Helst er svo að skilja á sumum sem um málið fjalla að með samningi um EES afsali ísland sér fullveldi, sjálfstæði og sjálfræði sínu að mestu leyti í hendur skrifræðisins í Brussel. Þetta er auðvitað fráleitt. í fyrsta lagi tekur samningurinn til afmark- aðs sviðs (þrátt fyrir lagabálkana 1.400 og síðurnar 3.000). í öðru lagi er um að ræða samning milli margra aðila, samning sem menn ganga til af fúsum og fijálsum vilja. Hingað til hefur einmitt samnings- frelsið verið talið til mikilvægustu réttinda í samskiptum einstaklinga og þjóða. Ekki getur falist yfirþjóð- legt vald í þessu. Þegar samningurinn er einu sinni kominn á, þá þarf auðvitað að fylgj- ast með því að hann sé haldinn og ákveða hvað beri að gera sé hann ekki haldinn. í samskiptum ein- staklinga er það einmitt þetta sem skapar réttaröryggið, réttarríkið þar sem ákveðin lög gilda og allir vilja búa í, lögregla er til eftirlits og menn geta leitað til dómstóla til þess að fá.leiðréttingu sinna mála. Enginn fær að dæma í eigin sök. Þetta er einmitt það sem meiningin er að gera innan EES. Það getur varla talist þjóðhættu- legt yfirþjóðlegt vald að sætta sig við að aðilar samningsins gæti þess sameiginlega að hann sé ekki brot- inn og ákveði eftir sameiginlegum fyrirfram settum reglum hver við- urlög við brotum eigi að vera. Auðvitað er það skilgreiningar- atriði hvað er átt við með yfirþjóð- legu valdi. í öllu falli má fullyrða að EES feli frekar í sér samþjóð- legt vald. Samningurinn verður býsna vel afmarkaður og hið sam- þjóðlega vald felst í því að fram- fylgja reglum hans, en þær hafa allar þátttökuþjóðirnar samþykkt fyrirfram. í þessu felst mikill kostur fyrir smáþjóð eins og ísland. Tekur EES-ráðið ákvarðanir sem íslendingar verða að sætta sig við? Eins og staðan virðist"í dag get- ur fyrirhugað EES-ráð einungis tekið ákvarðanir með samhljóða samþykki og þar er EFTA-ríkjunum ætlað að tala einni röddu annars vegar en EB hins vegar. Af þessu leiðir að EES-ráðið getur ekki tekið neinar ákvarðanir sem binda hend- ur íslendinga án þess að þeir sam- þykki það sjálfir. Islendingar hafa þannig í raun neitunaivald í öllum nýjum málum innan EES. Þar að auki verður þingið að staðfesta nýjar reglur og lögtaka þær áður en þær verða bindandi á íslandi. Reglur EES verða með öðrum orð- um ekki með sjálfvirkum hætti gild- andi réttur á íslandi sem skapar einstaklingum réttindi og skyldur. Þetta er með öðrum hætti innan EB varðandi þær ákvarðanir sem ráðherraráðið og framkvæmda- stjómin taka í málefnum banda- lagsins. Verður EES-eftirlitsstofnun oní hvers manns koppi? Eftirlitsstofnun innan EES sýnist nær eingöngu ætlað það hlutverk að fylgjast með því að samkeppnis- reglur séu virtar. Skýrar samkeppn- isreglur sem allir fara eftir eru grundvallaratriði á sameiginlegu markaðssvæði. Þær koma ekki síst smáþjóðum og smáum fyrirtækjum til góða til þess að veijast yfirgangi stærri aðila. Eftirlitsstofnunin get- ur ekki fengið aðgang að íslenskum fyrirtækjum, gegn neitun þeirra, án samvinnu við íslensk stjórnvöld, og krafið þau reikningsskila. Sé hins vegar neitað um aðgang að nauðsynlegum gögnum með órétt- mætum hætti má búast við því að Island yrði að svara til saka fyrir EES-dómstólnum. Þá verður að hafa í huga að ef menn telja af hinu góða að sam- keppni lúti tilteknum fyrirfram sett- um reglum þá verður að vera hægt að fylgja þeim eftir. Ef íslendingar gangast undir samkeppnisreglur hljóta þeir að ætla að fara eftir þeim og geta þess vegna ekki ótt- ast að með því sé eftirlit. Hér skipt- ir sköpum að til staðar sé dómstóll sem menn treysta að sé óvilhallur. Flyst dómsvaldið úr landi? EES-dómstóll hefur takmarkað valdsvið. Hann sker úr deilumálum milli aðildarríkja eða eftirlitsstofn- unar og aðildarríkja, sem verða fyrst og fremst á sviði samkeppnis-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.