Morgunblaðið - 13.06.1991, Side 16

Morgunblaðið - 13.06.1991, Side 16
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1991 Skógrækt og landbótaaðstaða eftir Jón Atla Játvarðarson F Nú er hafin mikil umræða og J aukin skoðanaskipti um skógrækt í landinu. Breytilegar skoðanir, mis- 1 jafnar áherslur og nokkuð harkaleg ágreiningsefni fylgja þessu eins og í gengur. Ég tel samt engan veginn ' að hrjúfu blettirnir á þessu máli séu ; af því illa, eða megi á nokkurn hátt missa sig. Þvert á móti er nauðsynlegt að allir, sem eitthvað hafa um málið að segja og með það ' að gera, láti allan hug sinn í ljós, ’ þó að harðneskjulegur þyki. Agrein- i ingsmál í skógræktinni í dag eru nefnilega eðlilega mikil vegna þess að mjög mikilli reynslu hefur verið 1 safnað saman af ýmsum aðilum. Ekki er þar bara um að ræða reynsluheim starfsmanna Skóg- ræktar ríkisins úr rannsóknargeir- anum og úr hinu praktíska starfi, heldur er einnig veruleg reynsla fengin hjá þúsundum manna í „heimilisgarðadeildinni", skógrækt- arfélögum og landbúnaði. Þegar fjallað er um skógrækt og möguleika á því sviði á breytilegum stöðum um landið er enginn hægð- arleikur hjá vandræðum að komast. Ég vil í þessu sambandi taka sem dæmi „tímamótaverk" Hauks Ragnarssonar, Skógræktarskilyrði á íslandi. Þetta þarfa leiðsagnarefni sem unnið er út frá skýrslum veður- athugunarstöðva Veðurstofu ís- lands er orðið að nokkurs konar „Rauðakveri" óendurskoðaðs grunns Skógræktar ríkisins og van- hugsaðrar landbúnaðarstefnu í skógræktarmálum. Það verður að segjast eins og er, að þær takmark- anir sem Hauki voru settar í þess- ari skógræktarskilyrðaúttekt, að því er varðar takmarkaðar og óná- kvæmar veðurathuganir og hann beinlínis kvartar undan, útiloka skýrsluna algerlega sem forskrift- arplagg í framkvæmdamálum skóg- ræktar í landinu. Sannleikurinn er sá að þorsti útlærðra skógræktar- manna í svokallaða nytjaskóga hef- ur valdið ómældum vandræðum í skógræktarstarfi á svæðum sem lenda utan úrvalsbletta „Rauða- kversins" hans Hauks. En hvað er til ráða og með hvaða hætti er hægt að leiða skógræktar- málin í réttan farveg? Með nokk- urri vissu er hægt að segja að sam- eining allra þátta, sem þekktir eru á þeim margbreytilegu sviðum er snerta tré er vex í íslenskri mold, sé aðalatriðið. Til þess að svo megi verða ber að varast allar hömlur á skoðanaskiptum. Ýmis óhreinindi er kunna að slettast á deiluaðila í hita leiksins skipta ótrúlega litlu máli þegar að er gáð, þar sem þau skolast auðveldlega af og blandast moldinni til góðs fyrir vöxt tijánna. Svo að glöggva megi lesendur nokk- uð skal ég taka nokkur atriði og skýra þau lítilsháttar. Sé litið beint að forsendunum, sé ég fyrir mér númer 1, þörfina fyrir skóginn. Þar er ekki gert upp á milli héraða eða landshluta er varðar möguleika fyrir einstakl- inga, hópa eða félög að njóta að- stöðu til að planta til skógar. Þetta þýðir að allir þurfa að fá aðgang að friðuðu landi á þeim stað eða sem næst þeim stað er þeir vilja planta til skógar á. Þessu atriði tengist óhjákvæmilega umfangs- mikið samræmt friðunarátak á veg- um opinberra aðila. Með öllu er ófært að bjóða fólki, sem vill helga skógrækt eitthvað af kröftum sín- um, upp á að standa í landfriðun- arbasli og því um líku. Með slíku ráðslagi detta 90% áhugamanna út úr myndinni og afkastageta þeirra 10% sem eftir eru rýrist um 50%. Með öðrum orðum: Sinnuleysi í landfriðunarmálum til handa skóg- ræktarfólki rýrir afkastagetú þess um 95 af hundraði. Það er mikil skammsýni sveitarfélaga sem ekki taka til hendinni á allra næstu árum, með áætlanagerð og fram- kvæmdir í landfriðun. Þeim sem vilja gera mikið úr mismunandi skógræktarskilyrðum skal ég benda á að í öllum héruðum landsins finnast nothæf skógræktarlönd. Sérstakt kjörorð fyrir fólk sem finn- ur þörf á úrbótum í þessu efni gæti verið: „Við eigum öll rétt á okkar skógi.“ Atriði númer 2, sem ég vil til- taka, er: Stigvaxandi hagkvæmni allra þátta skógræktar. Þessu teng- ist þróunarstarf í plöntuuppeldi, útplöntun, vélvæðing þessara þátta og uppfinningar þeim tengdar með tilliti til íslenskra aðstæðna. Drif- Ijöður alls þessa er samkeppnin. Sé komið á fjárframlögum á til dæmis útplöntun í vexti, tiltekinn fjölda á ha, má reikna með eðli- legri hagkvæmniþróun. Eins þarf að verðlauna uppfinningar sérstak- lega þegar þær sanna gildi sitt í aukinni hagkvæmni fyrir skógrækt. Valkostur landeigenda til nýtingar jarða sinna er númer eitt „fjárhags- leg afkorna". Þetta þýðir að skóg- rækt á í samkeppni við aðra nýt- ingu lands, þar á meðal ofnýtingu. Ef skógrækt stendur sig í sam- keppni á þessu sviði fær hún einnig betri lönd til friðunar og skógrækt- arstarfs. Þótt skógrækt nái með þessum hætti vildisgóðum plöntun- arlöndum dregur það ekki úr mikil- vægi þess að hún er góður kostur Ný þjónusftn: BLÓMAllNAN Sémi 91- 689 070 Alki fhnnriudaga kl.l 7 - 21. Hinn velþekkti garðyrkjumeistari, Hafsteinn Hafliðason verður þá við símann í Blómavali. Hann ræðir við alla sem vilja leita ráða um hvaðeina sem lýtur að garðyrkju og blómarækt, úti sem inni. Hafið samband við Blómalínuna, vanti svör við spumingum t.d. um plöntuval, jarðveg, áburðargjöf, hvað sem er. Síminn er 91-689 070. Nýtið ykkur þessa nýju þjónustu Blómavals. í endurheimt landgæða á spilltu landi. Nokkur aðgreining þarf að vera á milli fjárstuðnings á þessum sviðum, en meginregla er sú að fylgja einhvers konar mati á vinnu- þörf p. ha. í 3. lagi sé ég fyrir mér þörfina á eignaraðild sérhvers einstaklings, sérhverra félaga eða hópa á þeim skógi er þeir plöntuðu til. í ljósi fenginnar reynslu af starfi skóg- ræktarfélaganna á þessari öld og mikilla vinsælda einstaklingsvið- horfa frá 1980 má fastlega ætla að nokkurs meira sé að vænta af fólki og félögum sem geta með ótví- ræðum hætti sagt „þetta er skógur- inn minn“. Ég ætla ekki að forma sérstaklega út eignarréttinn á skóg- inum, en eigendur hans ásamt þeim er plantaði eru þeir aðrir sem til hans leggja. Þar má taka sem dæmi: Landeiganda, fjármögnunar- aðila (ríki eða banki o.s.frv.), frið- unaraðila (sveitarfélög). Hlutur hvers aðila fyrir sig í eignaraðild skógarins þróast eftir fijálsum leið- um. Hægt er að kaupa og selja eign- araðild til annarra eiganda í skógin- um. Hlutdeild landeigenda er til dæmis eftir samningum hans við sveitarfélög. Hvort hann leigir landið að fullu eða fær takmörkuð beitarréttindi í skóginum að til- teknum árum liðnum. Samningur sveitarfélags við landeiganda þarf að sjálfsögðu að liggja fyrir þegar land • er tekið til plöntunar. Best væri að aðilar þessa máls hefðu sér til halds og trausts skýra og sann- gjarna löggjöf í þessum efnum, sem notíð hefði þroska opinnar umræðu hagsmunaaðila skógræktar. Ekki er til dæmis fjarri lagi að hugsa sér hærra eignarhlutfall þess er plant- aði (kostaði plöntuna) í landbóta- skógi og þar sem plöntun er erfið vegna aðstæðna (brattar hlíðar o.þ.u.l.). 4. atriðið sem ég tek fyrir er tegunda- og kvæmaval. Ljóst er að mest vitneskja um vaxtarmöguleika tegunda og kvæma innan þeirra er hjá vísinda- og embættismönnum Skógi’æktar ríkisins. Sjálfsagt er að þeir hafi ákvörðunarskyldu um t.a.m. 50% plantnanna sem skóg- ræktarmaður notar, eða í það minnsta leggi blessun sína yfir helming plöntuvalsins. Þetta skapar meira öryggi í skógræktinni. Bland- aður skógur er af skógfræðingum talinn öruggari, þar sem eingöngu er stuðst við aðfluttar tegundir eins og öll skógrækt hér á landi byggist á. Hins vegar er það gott vega- nesti fyrir framtíðina ef einstakling- ar í skógræktarfiktinu prófa sem flestar tegundir og kvæmi á sem flestum stöðum um landið. Oft hef- ur það nefnilega komið fyrir að tegundir og kvæmi 'þeirra hafa reynst hér með öðrum hætti en staðfræðiþekking gaf tilefni til að reikna með. Þar sem áhersla á framkvæmdir er umfram fram- kvæmdaöryggi, eins og gerist þegar Jón Atli Játvarðarson „Einstaklingsframtak, samkeppni og vinnuað- staða eru hugtök sem hvorki sveitarfélög, ríki eða löggjafarvald geta litið framhjá í skógræktarmálum, eigi gerð þjóðfélagsins á annað borð að virka í landbótum.“ stór landsvæði eru tekin undir eina tijátegund (Fljótsdalsáætlun, Hér- aðsskógar), er hættunni boðið heim með arðsemi ijárfestingarinnar og komandi kynslóðir settar í vanda sé veðjað á vitlausan hest. Rússa- lerkið í Guttormslundi á Hallorms- stað, sem lagt er fram sem vísinda- legur grundvöllur Héraðsskóga (53 ára gamalt), er ef til vill ekki sá trausti grunnur til að byggja á með tilliti til vaxtareiginleika. Þeir sem kunnugir eru ýmsum tijátegundum í ræktun hér á landi vita fullvel að lerki er í hópi slakari tijáa með að leiðrétta toppvöxt eftir skaða. Hafa nýliðar Héraðsskóganna tryggingu fyrir því að Guttormslundurinn sé ekki 50 ára vöggustofa Skógrækt- arinnar á Hallormsstað? Erfitt kann að reyna að topopsnyrta þúsundir ha þó að ríkisstarfsmenn fari létt með það á afmörkuðu svæði um hálfrar aldar skeið! Þó er ekki ólík- legt að skipuleggjendur Héraðs- skóga geti fengið nothæfar viðmið- anir á toppvexti lerkis í ungskógum Fljótsdalsáætlunar. Öruggara væri samt að blanda þarna blágreni eða öðrum vænlegum grenitegundum í útplöntunina. Niðurlagsorð Vísinda- og embættismenn Skóg- ræktar ríkisins eru að stofna land- bótastarfi í hinum dreifðu byggðum íslands í voða, með ofuráherslum á „grænu blettina“ í Rauðakverinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.