Morgunblaðið - 13.06.1991, Qupperneq 17
hans Hauks. Það er ósanngjarnt
gagnvart þeirri velmenntuðu ungu
kynslóð í landinu sem veit að nú
verður að gera átak og bæta fyrir
allar ofnýtingarsyndirnar. Timbur-
hugsjónin á ekki að hafa forgang
og landbótaskógræktin efna- og
hugmyndalegan afgang. Aðstaðan
á að vera sem jöfnust, en sam-
keppni mikil. Timbrið mun skila sér
í sögunarmyllur framtíðarinnar
hvort sem það er afurð einfaldrar
forsjárhyggju, eða heilbrigðrar
samkeppni í alhliða skógrækt og
landbótastarfi.
Ohugsandi er að virkja fólk til
landbótastarfa án þess að skaffa
því friðað land og veita því sann-
gjarna eignaraðiid að þeim skógi
er það stofnar til. Einstaklingsfram-
tak, samkeppni og vinnuaðstaða eru
hugtök sem hvorki sveitarfélög, ríki
eða löggjafarvald geta litið framhjá
í skógi-æktarmálum, eigi gerð þjóð-
félagsins á annað borð 'að virka í
landbótum.
Þó ráðamenn Skógræktar ríkis-
ins leggi nú út í stórframkvæmdir
með bændum á héraði eftir hálfmis-
heppnaða Fljótsdalsáætlun, er þeim
nokkur vorkunn. Þeim ber skylda
til að sýna fram á árangur stórra
svæða, í vexti og viðgangi skógar.
Ekki er því að leyna að þarna eru
elstu hefðir skógræktar og vel að
merkja á landi í besta flokki. Hitt
er svo annað mál, að það er ramm-
asta ósanngirni gagnvart fólki i
öðrum landshlutum að eingöngu sé
stutt við bændur á Héraði. Þeir
stóðu sig miðlungi vel í Fljótsdals-
áætluninni, fengu nýtt skógræktar-
prógram, svokallaða Héraðsskóga,
þegar allt sauðfé var skorið niður
á svæðinu. Nú eru þeir að fylla lönd-
in með sauðfé og stofna þar með
uppátækinu í voða og til mikilla
útgjalda vegna girðingakostnaðar.
Meðan þessu fer fram bíða þús-
undir manna um allt land aðeins
eftir aðgangi að friðuðu landi, þar
sem þeir gætu ræktað sinn eigin
skóg í félagi og samkeppni hverjir
við aðra.
Við erfiða stöðu landbótafólks
ganga búháttabreytingar í landbún-
aði nú fram með þeim hætti að
hrossaeign margfaldast undir engu
eftirliti. Útiganga hrossa vex stöð-
ugt með vitund, afskiptaleysi og
þar með embættisafglöpum forða-
gæslumanna og hreppstjóra víða
um iand. Sumarlangt er hrossum
þjappað saman í lítil girðingahólf,
augljóslega í þeim tilgangi að þau
hlaupi ekki í spik og rýri möguleika
eigendanna til að pranga með þau.
Sums staðar er álagið svo mikið
að landið nær aldrei grænum lit.
Dapurlegt er að hugsa til gróðurrík-
isins í þessari svívirðu og væri lær-
dómsríkt fyrir nemendur búnaðar-
skólanna að gera á þessu rannsókn-
ir undir leiðsögn kennara sinna.
Þeir fengju svo vonandi inni með
niðurstöðurnar í einhveiju hesta-
mannaritinu.
Höfundur er búfræðingur.
Afmælis Jóns
Sigurðsson-
ar minnst
á Hrafnseyri
Þjóðhátíðardaginn 17. júní
1991 eru 180 ár liðin frá
fæðingu Jón Sigurðssonar
forseta.
Eins og undanfarin ár verður
afmælisins minnst á fæðingar-
stað hans, Hrafnseyri við Arn-
arfjörð. Við það tækifæri mun
Sigurbjörn Einarsson biskup
flytja hátíðarræðuna en hann
vígði Minningarkapellu Jóns
Sigurðssonar á Hrafnseyri 3.
ágúst 1980. Jafnframt mun
Karlakór Þingeyrar syngja
nokkur lög og Björgvin Þórðar-
son syngja einsöng.
Hátíðarhöldin sem Hrafns-
eyrarnefnd gengst fyrir heíjast
kl. 2 með guðþjónustu og pred-
ikar þá sóknarpresturinn séra
Gunnar E. Hauksson.
(Fréttatilkynning)
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1991
--- ---j----—;—■—> ■ ■ ■ ■■ ■ ■—rT""T"lf — —
17
Morgunblaðið/Finnur Magnússon
Frá aðalfundi Rauða krossins. Talið f.v. frú Vigdís Finnbogadóttir
forseti íslands, Gunnhildur Sigurðardóttir formaður Hafnarfjarðar-
deildar R.K.Í., Matthías Á. Mathiesen fundarstjóri, Hannes Hauksson
framkvæmdastjóri R.K.Í. og Anna Þrúður Þorkelsdóttir varaformað-
ur R.K.Í.
Sjálfboðaliðar R.K.I.
unnu þijátíu ársverk
SJÁLFBOÐALIÐAR Rauða krossins á Islandi unnu samanlagt um
55.000 klukkustundir í fyrra. Það jafngildir um þrjátíu ársverkum fólks
í fullri vinnu. Nærri helmingur þessa vinnuframlags var til félagslegr-
ar þjónustu af ýmsu tagi. Þessar upplýsingar komu fram á aðalfundi
Rauða kross íslands sem haldinn var í Hafnarfirði um síðustu helgi.
Yfirskrift fundarins var „Sjálfboð-
in þjónusta-starf sjáifboðaliðans í
þágu hugsjóna Rauða krossins.“
Kvennadeild Reykjavíkurdeildar
Rauða krossins er stærsti einstaki
sjálfboðaliðahópurinn innan hreyf-
ingarinnar. í deildinni eru 700 konur
og um 300 þeirra eru virkar og vinna
reglulega. Samtals skila þær um
23.000 klukkustundum á ári, sem
eru nærri 13 ársverk. Næstum allt
þetta starf er unnið í þágu sjúkra
og aldraðra.
Ætla má að sjálfboðaliðar Rauða
krossins um land allt hafi skilað ein-
um sex ársverkum til erlendra verk-
efna, en fatasöfnun og fatagerð ber
hæst á þeim vettvangi. Næstum
4000 stundir voru unnar vegna flótt-
amanna sem komu til landsins og
sjálfboðaliðar vörðu álíka tíma til
neyðarvarna og skyldra verkefna. I
aðra málaflokka fór minni tími.
STAR
SENDIBIFREIÐ
[INN TIL AD TRCYSTA A
AEROSTAR 4x4
• Sjálfskipting • V6 4.0L EF1160 ha vél
• Tölvustýrt fjórhjóladrif með átakslæsingu
• Stereo útvarp
Verö án vsk. Kr. 1.448.000
NY STJARNA
MÆTT TIL
STARTA
Ford Aerostar er kominn til landsins
- hörkuknár, byggður á grind, sterkur,
glæsilega búinn og frábær í akstri.
Staöalbúnaöur:
• V6 3.0I EF1145 ha vél, eyðslugrönn
• ABS hemlalæsivörn að aftan • Vökvastýri
• Tvöföld hurð að aftan • Vistvænn búnaður
• Átakslæsing á afturdrifi • Stereo útvarp
Verð án vsk. Kr. 1.267.000