Morgunblaðið - 13.06.1991, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1991
EB og- EFTA
eftir Rakel
*
Ottarsdóttur
Inngangur
Mikið hefur verið rætt um EB og
stöðu okkar íslendinga í evrópskum
málum í fjölmiðlum undanfarið.
Flestir hafa sína skoðun á því hvort
ísland skuli sækja um aðild að EB
þó að rökin séu misjafnlega góð. í
þessari grein mun ég leitast við að
gera sem besta grein fyrir Evrópu-
bandalaginu, uppbyggingu þess og
stefnu og stöðu Islands. Eg mun
einnig gefa lesendum nokkra hug-
mynd um það hvemig EFTA starfar
þar sem það er næstum óhjákvæmi-
legt þegar talað er um stöðu íslands.
Evrópubandalagið
Uppruni Evrópubandalagsins.
í kjölfar síðari heimsstyijaldar-
innar stóðu Evrópuþjóðimar frammi
fyrir mikilli upplausn og glundroða
í málefnum sínum. Verkefni í þrem
þáttum beið álfunnar. Í fyrsta lagi
þurfti að koma á nýskipan í málum
Evrópuríkja til að hindra að það
Honda ’91
Accord
Sedan
2,0 EX
Verð f ró 1.432 þúsund.
GREIDSLUSKILMÁLAR
FYRIR ALIA
WHONDA
VATNAGÖRÐUM 24 RVÍK., SÍMI 689900
brytist út styrjöld á milli þeirra. í
öðru lagi var nauðsyn að sameina
Evrópu ti! mótvægis við Bandaríkin
og Sovétríkin, hin nýju risaveldi. í
þriðja lagi vildu Evrópuríkin leggja
sitt af mörkum til að byggja upp
nýja, réttlátari og . friðvænlegri
heimsskipan.
Breskur þjóðarleiðtogi, Winston
Churchill, hélt ræðu í Zrich árið
1946 þar sem hann lagði til stofnun
bandalags á millí Frakklands og
Þýskalands. Þessi uppástunga var
ein kveikjan að nýskipan í málum
Evrópu sem leiddi til stofnunar Evr-
ópubandalagsins.
18. apríl 1951 var Kola- og stál-
bandalag Evrópu stofnað. Aðild-
arríki þess voru sex talsins: V-
Þýskaland, Frakkland, Holland,
Belgía, Lúxemborg og Ítalía. Mark-
mið þessa félags var að koma á sam-
eiginlegum kola-, járn-, og stálmark-
aði aðildarríkjanna og sameiginlegri
yfirstjórn þessara atvinnugreina.
25. mars 1957 var Rómarsáttmál-
inn undirritaður. Benelux-löndin
höfðu þá lagt til við önnur aðild-
arríki Kola- og stálbandalagsins að
komið yrði á Kjarnorkubandalagi
Evrópu sem og Efnahagsbandalagi
Evrópu (EBE). Markmið og starfs-
grundvöllur EBE voru skilgreind í
Rómarsáttmálanum, stofnsamningi
bandalagsins. Efnahagsbandalagið
var fyrst og fremst tollabandalag
þar sem tollar í viðskiptum milli
aðildarríkjanna voru afnumdir. Allar
viðskiptahindranir milli þessara ríkja
voru afnumdar og tékin var upp
sameiginleg stefna í mikilvægum
atvinnugreinum, s.s. landbúnaði.
Árið 1967 tók gildi samningur
sem kvað á um að Kjamorkubanda-
lagið, Efnahagsbandalagið og Kola-
og stálbandalagið yrðu sett undir
sameiginlega yfirstjórn. Þetta nýja
bandalag var nefnt Evrópubanda-
lagið, EB.
Uppbygging
Evrópubandalagsins
Helstu stofnanir EB eru 'eftirfar-
andi:
Ráðherraráðið (Council of Minist-
ers) sem er valdamesta stofnunin
innan EB. í ráðherraráðinu situr
einn ráðherra frá hveiju aðildarríki.
Fulltrúar í ráðherraráðinu eru ekki
fastir heldur fer það eftir málefni
hveiju sinni hvaða ráðherra sækir
fundinn. Löggjafarvaldið er í hönd-
um ráðherraráðsins. Það tekur end-
anlegar ákvarðanir á grundvelli til-
lagna frá framkvæmdastjórninni.
Ráðherraráðið mótar pólitíska
stefnu EB og sér um samningagerð
við önnur ríki. Framkvæmda-
stjómin (The European Commission)
sem er nokkurs konar ríkisstjórn
EB. í henni sitja 17 fulltrúar, tveir
frá stærri aðildarríkjunum en einn
frá þeim smærri. Hlutverk fram-
SIEMENS
UpDbvottavélar í miklu úrvaií!
SIEMENS uppþvottavélar eru velvirkar,
hljóölátar og sparneytnar.
Breidd: 45 og 60 sm. *
Verð frá 59.600,- kr.
SMÍTH&NORLAND
NÓATÚNI4 - SÍMI 28300
kvæmdastjórnarinnar er margþætt.
Hún hefur framkvæmdavaldið, tekur
ákvarðanir um tillögur frá ráðherr-
aráðinu, framfylgir lögum EB, sem-
ur fjárlög og sér um samskipti við
þau aðildarríki sem ekki framfylgja
samningum svo eitthvað sé nefnt.
Evrópuþingið (The European
Parliament). I þinginu sitja 518 full-
trúar kjörnir í beinum kosningum í
aðildarríkjunum. Þeir eru frekar full-
trúar stjórnmálaflokka heldur en
fulltrúar þjóða. Vald þingsins er
ekki mikið. Ráðherraráðinu og fram-
kvæmdastjórninni er skylt að hafa
samráð við þingið í sérstökum tilvik-
um sem hefur nokkur áhrif á ákvarð-
anir EB. Þingið hefur einnig eftirlit
með störfum framkvæmda-stjórnar-
innar, aðild að fjárlagagerð og því
er heimilt að lýsa yfir vantrausti á
framkvæmdastjórnina sem leiðir af
sér afsögn hennar í heild.
Evrópudómstóllinn (The Europ-
ean Court of Justice) þar sem eru
13 fulltrúar, einn frá hveiju aðild-
arríki auk eins viðbótardómara.
Þessir dómarar eru kosnir af ráð-
herraráðinu. Hlutverk dómstólsins
er að dæma í deilum milli aðild-
arríkja, deilum milli EB og aðild-
arríkja, deilum milli stofnana EB,
deilum milli einstaklinga eða félaga
og EB, álitamálum um alþjóðasamn-
inga og samninga EB við utanað-
komandi ríki og málum sem dómstól-
ar aðildarríkja skjótatil Evrópudóm-
stólsins til úrlausnar.
Innan EB starfa fjórar minni
stofnanir: Evrópska ráðið (leiðtoga-
ráðið) sem æðstu leiðtogar aðild-
arríkjanna skipa, Efnahags- og fé-
lagsmálanefndin sem veitir ráðgjöf,
Endurskoðunardómurinn sem end-
urskoðar alla tekju- og gjaldaliði EB
og Fjárfestingabanki Evrópu sem
annast fjárfestingar í þágu banda-
lagsins og aðildarríkja þess.
Markmið og stefna
Evrópubandalagsins
Aðildarríki EB eru í dag tólf tals-
ins. Þau eru: Ítalía, Spánn, Portú-
gal, Frakkland, Bretland, Danmörk,
Holland, Belgía, írland, Lúxemborg,
Grikkland og V-Þýskaland.
Markmið Evrópubandalagsins er
að koma á markaðsbandalagi, einum
óskiptum heimamarkaði þessara 12
þjóða. Þannig eiga þjóðirnar að geta
aukið hagsæld sína, hagvöxt og al-
mennar framfarir þegnanna. EB
reynir að tryggja frið í Evrópu og
náin, vinsamleg samskipti aðildar-
ríkjanna. Samvinna og samhæfing
aðildarríkja í félagsmálum, mennta-
og menningarmálum og umhverfis-
málum er líka takmark EB.
Rómarsáttmálinn kveður á um
hvernig þessum markmiðum skuli
náð og verða því nú gerð frekari skil.
Settur var sameiginlegur tollur
aðildarríkjanna út á við og innbyrðis
tollar afnumdir. Tollabandalagi var
komið á, fyrsta skrefínu í átt að
fullkomlega sameiginlegum markaði
aðildarríkjanna.
Árið 1992 er stefnt að því að all-
ar viðskiptahindranir verði úr sög-
Rakel Óttarsdóttir
„Ef til aðildar okkar
kæmi myndu erlendir
aðilar aftur á móti fá
greiðan aðgang að
fiskimiðum okkar sem
myndi leiða til hnignun-
ar á íslenskum sjávarút-
vegi. Þar sem sjávarút-
vegurinn er aðalat-
vinnuvegur okkar ís-
lendinga er okkur mjög
annt um fiskimiðin.“
unni samkvæmt áætlun EB um
fijálsan innri markað. Vöruskoðun
og landamæraeftirlit milli banda-
lagsríkjanna verður með öllu afnum-
ið fyrir árslok 1992.
Borgurum EB-ríkjanna er tryggt
frelsi til að búa og stunda atvinnu
hvar sem er á bandalagssvæðinu.
Með því er komið á sameiginlegum
vinnumarkaði meira en 300 milljóna
manna. Þessar reglur gilda þó ekki
um störf hjá hinu opinbera. Borgar-
ar EB hafa einnig rétt til að stofna
fyrirtæki og reka atvinnu- og þjón-
ustustarfsemi hvar sem er á banda-
lagssvæðinu.
Allar hindranir og mismunun í
flutningum fjármagns sem er í eigu
manna sem búsettir eru á bandalags-
svæðinu á að afnema í áföngum.
Rómarsáttmálinn gerir ráð fyrir
því að aðildarríkin hafi með sér sam-
eiginlega stefnu í sjávarútvegsmál-
um. Þar segir að aðildarríkin hafí
öll jafnan rétt til veiða á öllum mið-
um EB-ríkjanna þó með þeirri tak-
mörkun að bandalagið úthlutar ein-
stökum ríkjum kvóta. Aðildarríkjum
er einnig heimilt að takmarka veiðar
á viðkomandi svæði út að 12 sjómíl-
um við eigin skip. Sjávarútvegs-
stefna EB felur einnig í sér verndun
fiskistofna á svæðum bandalagsins.
Gagnvart löndum utan bandalagsins
beitir EB tollum svo lengi sem EB-
þjóðirnar geta fullnægt markaðinum
með eigin framleiðslu eða með inn-
flutningi frá ríkjum sem það hefur
samið við. íslendingar hafa oft feng-
ið að líða fyrir þennan hluta sjávar-
útvegsstefnunnar.
EB hefur einnig sameiginlega
landbúnaðarstefnu sem hljóðar á þá
leið að koma skuli á sameiginlegum
markaði með landbúnaðarvörur.
Meginmarkmið landbúnaðarstefnu
EB er að auka framleiðsluna,
tryggja bændum mannsæmandi lífs-
kjör, koma jafnvægi á markaðinn,
tryggja framboð landbúnaðarvara
og tryggja að neytendur fái landbún-
aðarvöru á hóflegu verði.
Árið 1985 tók ráðherraráð EB þá
ákvörðun að hrinda í framkvæmd
tímasettri áætlun um þær ráðstafan-
ir sem þarf að gera til að ná megin-
markmiði EB, þ.e. að skapa stóran
sameiginlegan markað EB-ríkjanna
fyrir árslok 1992. þessi áætlun nefn-
ist „Hvítbókaráætlun“ og er henni
lýst í Hvítbók framkvæmdastjórnar-
innar. í Hvítbókinni er talað um 279
breytingar sem gera þarf og eiga
þær allar að hafa gengið í gildi í
árslok 1992. Þessum breytingum er
hægt að skipta í þijá meginflokka:
hindranir vegna landamæra, tækni-
legar viðskiptahindranír og skatta-
legar hindranir. Ætlunin er að af-
nema allar þessar hindranir. Það
mun hafa í för með sér margvísleg-
ar afleiðingar í atvinnulífi aðildar-
ríkjanna, s.s. aukna alþjóðahyggju,
lægra verð, aukin alþjóðaviðskipti,
nýjungar og nýsköpun. Löndin munu
líklega reyna að stuðla að bættum
lífskjörum með því að laða að sér
sem flest fyrirtæki. Þetta mun allt
leiða til þess, að atvinnulíf EB-ríkj-
anna mun búa við betri starfsskil-
yrði og standa þannig betur að vígi
í samkeppni við aðrar þjóðir.
Fríverslunarsamtök Evrópu
Fríverslunarsamtök Evrópu
(EFTA) voru stofnuð árið 1960.
Stofnun þeirra var nokkurs konar
svar þeirra ríkja, sem stóðu utan
EBE, við stofnun þess og um leið
varnaraðgerð þannig að EFTA-ríkin
liðu ekki fyrir að hafa ekki tekið
þátt í EB.
EFTA var stofnað af sjö þjóðum:
Austurríki, Bretlandi, Danmörku,
Nofegi, Portúgal, Svíþjóð og Sviss.
í dag hafa orðið breytingar á þess-
ari skipan; Bretland, Danmörk og
Portúgal hafa gengið í EB en ísland
og Finnland hafa gengið í EFTA.
EFTA er ekki tollabandalag eins
og EB heldur fyrst og fremst frí-
verslunarsamtök. Fijáls verslun er á
'milli aðildarríkja samtakanna en hún
nær þó eingöngu til iðnaðarvara og
tiltekinna sjávarafurða.
Við stofnun EFTA var Stokk-
hólmssamningurinn undirritaður. í
samningnum stendur að markmið
EFTA sé að stuðla að stöðugum
hagvexti, fullri atvinnu, aukinni
framleiðni, hagkvæmri nýtingu
framleiðsluþáttanna, fjármálalegu
jafnvægi og bættum lífskjörum á
EFTA-svæðinu. Sanngjöm sam-
keppni skal ríkja í viðskiptum milli
aðildarríkjanna og vinna skal að far-
sælli þróun og aukningu alþjóðavið-
skipta. EFTA miðar samkvæmt^
þessu hvorki að því að verða efna-'
hagsleg heild á sama hátt og EB
né að náinni stjórnmálasamvinnu.
Til að ná settum markmiðum hafa
EFTA-ríkin myndað fríverslunar-
svæði þar sem tollar eru felldir niður
í viðskiptum með vörur innan svæð-
isins. Vörur frá einu EFTA-ríki njóta
sömu meðferðar í EFTA-ríki sem
þær eru fluttar til og þær vörur sem
þar eru framleiddar. Vörumar eru
því tollfijálsar og það má ekki beita
neinum aðgerðum þannig að sam-
keppnisaðstöðu þessara vara sé mis-
munað.
EFTA er ólíkt EB, það er í raun-
inni bara ein stofnun, EFTA-ráðið.
í ráðinu sitja sex fulltrúar, einn frá
hvetju aðildarríki. Hver fulltrúi hefur
eitt atkvæði og allar ákvarðanir
skulu vera samhljóða. Öll aðildarrík-
in hafa því jafnan rétt og völd óháð
stærð og íbúatölu. i
EFTÁ-ráðið getur sett á fót þær
stofnanir og nefndir sem það telur
þurfa á hveijum tíma. Nokkrar